Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Stetnt er að auknu stjórnmálasamstarfi NATO-ríkja: sterkasta vörn gegn ofbeldi llr rrnðu Jóhanns Hatsteins á full trúaráðsfundinum Á Af)AI,FUXDI Fulltrúaráðs Þáttaskil í NATO Sjáifstæðisfélaganna í ReykjaVík í Sjálfstæðishúsinu á þriðjudags- kvölð hélt Jóhann Hafstein alþm. ræðu um stjómmálasamstarf NATO-ríkjanna. Verða helztu atriði hennar rakin hér á eftir. í upphafi máls síns rakti Jó- hann Hafstein tildrög þess, aS AtalanthafsbandalagiS (NATO) var stofnaS. Eftir síðustu heims- styrjöld voru Sameinuðu þjóSim- ar stofnaðar og væntu þjóðir heims þess af þeim samtökum, aS þau kæmu í veg fyrir vald- beitingu í alþjóSamálum. >ví miSur varS þeim ekki að þessari trú sinni, því að S.Þ. brugðust vonum manna. Sovétríkin náSu yfirráðaSstöðu í hverju ríkinu á fætur öSru í Austur-Evrópu, þótt kommúnistar ættu þar hvar- vetna litlu fylgi aS fagna í fyrstu frjálsu kosningunum, sem þar voru haldnar eftir stríSið. Því var það aS þjóðir Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku bund ust samtökum til að verja frelsi sitt, af því aS hver þjóð ein sér var þess vanmegnug að verjast útþenslu kommúnismans imdir forystu Sovétríkjanna, sem höfðu þá oflugastan her í Evrópu allra rikja. Vitnaði Jóhann síðan til um- mæla Ólafs Thors forsætisráS- herra, sem sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1951: „Varnarbandalag þetta var stofn- að vegna þess, að vonir manna um .þcið, að Samein. þjóðirnr reyndust færar að tryggja frið- ánn og frelsið í heiminum voru teknar að dofna. Höfuðtilgangur þessa bandalags er að koma í veg fycir ófrið. Því er ætlað að verða Æverð og skjöldur til sjálfsvarnar vestrænni menningu. Vígi til varnar gegn árásum heimsyfir- ráðstefnu kommúnista á frelsið, ffriðinn, jafnréttinn, sjálfsá'kvörð- unarréttinn, á alla dýrmætustu helgidóma einstakhnga og þjóða. Sáttmáli þessi er því merkasti friðarsáttmáli, sem nokkru sinni hefur verið gerður“. Samstarfið upphaflega á vegum ríkisstjórnanna Um samstarfið innan NATO má segja, að í öndverðu hafi það verið nokkuð veikt og eingöngu á vegum ríkisstjómanna og um- boðsmanna þeirra. Atlantshafs- ráðið, sem er aðalkjarni NATO, kom aðeins saman hálfsárslega, unz utanríkisráðherrafundur NATO-ríkjarma í Lissabon í febr. 1962 ákvað, að ráðið skyldi sitja að staðaldri með aðsetri í París og ákvarðanir þess hafa sama gildi, hvort sem um væri að ræða ráðherrafund þess eða fastafull- trúarma í ráðinu. En einnig voru öðru hverju haldnir „toppmanna- fundir“, þ. e. fundir utanríkis- ráðherra og stundum einnig for- sætisráðherra. Hins vegar var það ekki fyrr en 1955 að þingmenn komu á hjá sér samstarfi til að styrkja NATO og hafa aukin áhrif á almennings- álitið. Fyrsti þingmannafundur- inn var haldinn í París 1955 og hafa þeir síðan verið haldnir ár- lega. Um uppbyggingu fundanna mætti segja m. a., að settar hafa verið ákveðnar reglur um at- kvæðisrétt rikjanna. Þannig hef- ur ísland 3 atkvæði en Banda- ríkin 18 og önnur koma svo þar á milli. Hins vegar hefur aldrei á þetta reynt, þar sem allt er byggt á því, að samstaða náist um allar ályktanir. v 1956 eiga sér stað þáttaskil í st j ómmálasamstöðu NATO-rikj - anna, er Atlantshafsráðið fól utanríkisráðherrum Kanada, Mr. Pearson, Ítalíu, Signor Martino, og Noregs, dr. Lange, að athuga og leggja fyrir ráðið tillögur um endurbætta og víðtækari sam- vinnu innan NATO umfram varn arstarfið og tillögur, er stuðluðu að medri einingu innan NATO. Megináherzlan var lögð á stór- aukið pólitískt og efnahagslegt samstarf ríkjaima. Veik alþingismaðurinn siðan að hinum miklu breytingum, er átt hafa sér stað í Vestur-Evrópu frá 1949, þar sem margháttuð samvinna milli ríkjanna hefur verið tekin upp. Nefndi hann í því sambandi Evrópuráðið og margháttaða efnahagssamstöðu, en þar ber nú mest á Efnahags- bandalaginu og eru líkur til, að flest Vestur-Evrópuríkin nái ein- hvers konar samstöðu við það bandalag. Það hafi því m. ö. o. átt sér stað svo gífurlegar breyt- ingar, að segja má, að nú eigi }aér stað fæðingarhríðiir nýrra tíma varðandi skilning og skil- .greiningu á sjálfstæði og sjálfsfor ræði þjóða. Hins vegar hafa engar „landamærabreytingar" átt sér stað frá stofnun NATO og frek- ari útþensia kommúnismans hef- ur verið stöðvuð. NATO hefur smátt og smátt aukið styrk sinn Þá kom alþingismaðurinn að því, að við íslendingar höfum nokkra sérstöðu innan NATO, þar sem við höfum samið við Bandaríkin um, að þau starfræki varnarstöðvarnar hér og lúta þær því ekki yfirstjórn NATO. Það er almenningur skilningur, að NATO hafi smátt og smátt aukið hernaðarstyrk sinn og er nú al- mennt talið, að NATO hafi full- komlega bolmagn og styrk til að verja NATO-ríkin, ef til kæmi. En hins vegar voru litlar líkur til þess í öndverðu, að takast mætti að stöðva framgang Rússa, ef þeir hefðu þá flætt yfir álf- una. Mesta hættan stafar nú af Berlínarmúrmxm og er að því stefnt að styrkja svo NATO-her- ina, að unnt verði að velja á milli þess, hvort til atómvopna verði gripið, ef til þess kemur að verjast þurfi innrás Sovétríkj- anna. Aðalviðfangsefnið á stjórnmálasviðinu Aðalviðfangsefnið á þingmanna fundinum í nóvember var á stjórn málasviðinu eða að gera tillögur um að samræma og samhæfa þær stofnanir allar, er stuðla að sam stöðu og samvinnu Vestur- Evrópuríkjanna, og setja þing- mannafundunum fastari skorður. Menn hafa verið hræddir við að setja upp eitt þingið enn og því hefur þingmannafundunum ekki verið skorinn ákveðinn stakkur. En samstaða Evrópuríkjanna í efnahagsmálunum þarfnast ein- hverrar stofnunar, er þingi líkist. Þykir því tími til kominn að íhuga, hvernig stuðla megi að fastari skipan í stjórnmálasam- stöðu NATO-ríkjanna. Og hefur í því sambandi verið talað um tvær stofnanir, eitt Evrópuþing, er sameinar þingmannafundina, Evrópuráðið og Efnahags og framfarastofnunina, og eitt NATO-þing, ráðgefandi, þar sem Kanada og Bandaríkin bætast í hópinn. Ekki er hægt að spá neinu um, hvað úr þessu verður, kannski er líklegast, að beðið verði með frekari aðgerðir, þar til EBE verður komið í fastari skorður. Eðlilegt er, að íslend- ingar fylgist með framþróun þessara mála eins og annarra í því alþjóðasamstarfi, sem stöðugt er að aukast meðal þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar. Þá er og rætt um, að einhvers konar dómstóli verði komið upp, er skeri úr um ágreining bandalags- jóðanna. Þá hefur NATO þegar hafizt handa á sviði menningar og vísinda, en með þeim þætti starfseminnar höfum við íslend- ingar naumast fylgzt nógu vel. Lausn Kúbumálsins bar vott mikils styrks NATO Þá ræddi alþingismaðurinn nánar þingmannafundinn í nóv. s.l. Kvað hann fundinn hafa verið mjög friðsamlegan og hefðu ffull- trúair frá öllum NATO-ríkjun- um mætt þar, alls um 250 manns. Á fundinum gerði aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Ball, grein fyrir þýðingu Kúbu- málsins og ríkti mikil ánægja meðal þingmanna vegna þess, hvemig það leystist. En allt bar málið vott mikils styTks Banda- ríkjanna og NATO, jafnframt því sem trú manna á, að Vesturveld- in muni standast Sovétríkjunum snúning hefur vaxið. Þá hafa fundirnir og verulega þýðingu með því að skapa traust- ari bönd milli þingmanmanna, sem margir hverjir eru eða verða aðaláhrifamenn í sínu heima- landL Loks ræddi alþingismaðurinn nokkuð, að æskilegt væri, og hefði mikla pólitíska þýðingu, ef þau félög tvö, Vestræn menn- ing og Varðberg, er mest hafa kynnt NATO hér á landi, sam- ræmdu meira starf sitt og ynnu í samráði við ríkisstjórnina að aukinni stjórnmálasamstöðu við NATO-ríkin. En hinar gagn- kvæmu heimsóknir, er átt hafa sér stað undanfarið, taldi alþing- ismaðurinn allar hafa mikla þýð- ingu í sambandi og stuðluðu þær að því að styrkja skilning al- mennings hér á landi á hlutverki NATO. Ekki sagðist þingmaðurinn mundu spá um framtíð NATO. „En þó tel ég víst, að Atlants- hafsbandaiM'ið verði á komandi tímum sterkasta aflið í vestrænni samvinnu til þess að samhæfa hin pólitísku sjónarmið til verndar JErelsi einstaklinga og þjóða til þess að lifa í friði, án ótta við ofbeldi og tortímingu“. Á FUNÐI sameinaðs þings í gær héldu áfram umræður um þings- ályktunartillögu Sigurðar Bjarna- sonar, Gísla Jónssonar, Kjartans J. Jóhannssonar ig Birgis Finns- sonar um, að vegamálastjóri geri áætlun um vegagerð á Vestfjörð- um, er stefni að því takmarki, að lokið verði á sem stytztum tíma öllum aðalvegum um þennan landshluta og tryggt öruggt ak- vegasamband milli byggðarlaga hans meirihluta árs hvers. Sigurvin Einarsson (F) taldi tillögu þessa gagnslausa, en lagði fram breytingartillögu um láns- Þessi mynd var tekin af Tító forseta Júgóslavíu á veiðum í Sovétríkjunum. Eins og kunnugt er hefur Tító rætt við Krúsjeff og Bonn, V. Þýzkalandi, 12. des. (AP). STARFSMAÐUR við ræðis- mannsskrifstofur Júgóslavíu í Bonn, M. Popovic, lézt í sjúkra- húsi í dag af sárum, sem hann hlaut 29. nóvenvber s.l., þegar júgóslavneskir andkommúnistar gerðu árás á skrifstofumar. Popovic var 43 ára, og hafði á stríðsárunum staðið framarlega í baráttu neðanjarðarhreyfingar- innar í heimalandi sínu gegn nazistum. Andkommúnistar völdu þjóð- hátíðardag Júgóslavíu til að gera árás á ræðismannsskrifstofurn- ar, þar sem Popovic var húsvörð ur, og eyðilögðu þeir fyrstu hæð Einn tékk síld Akranesi 12. desember. í NÓTT var hann að norðan ag nokkuð hvass á miðunum. Lygndi ekSki fyrr en undir morg un. Einn bátur héðan fékk síld í nótt, Sveinn Guðmundsson 250 tunnur. Hingað kom Goðafoss kl. 5 1 dag. Lestar sbipið hér freðsíld og dýrafóður. — Oddur. heimild til vegagerða á Vestfjörð- um, jafnframt því sem hann býsn aðist yfir því, að ráðizt var í bygg ingu flugvallar á Patreksfirði, án sérstakrar fjárveitingar. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra benti á, að Sigur- vin færi beinlínis rangt með, er hann talaði um, að flugvöllurinn hefði verið byggður í heimildar- leysi. Á yfirstandandi ári var 10,3 millj. veitt til flugvallagerð- ar og tók flugráð þá ákvörðun, að m. a. skyldi byggður JElugvöllur á Patreksfirði. Og fyrir það ætti þingmaðurinn að vera þakklát- aðra raðamenn í Moskvu, en nú er hann á ferð um Sovétríkin og á sunnudag- inn kom hann til Volgo- grad (fyrrv. Stalíngrad). skrifstofuhúsnæðisins með sprengjum og íkveikju. Popovie hlaut höfuðsár, sem varð honum að bana. Tveir starfsmenn aðrir særðust. Stjórn Júgóslavíu hefur sent vestur þýzku stjórninni mótmæli, og ásakað hana um að taka ekki nógu hart á „fasistiskum" flótta mönnum. Lögreglan í Bonn hefur hand- tekið 23 í sambandi við árásina, en ekki er vitað hver varð Po- povic að bana. Eldur á Seltjamarnesi LAUST fyrir kl. 5 síðdegis f gær var slökkviliðið í Reykja- vík kvatt að húsinu nr. 63 við Melabraut, sem er múrhúðað timburhús. Er slökkviliðið kom á staðinn var reykur í risinu en enginn eldur sjáan- legur. Varð ljóst að eldur var á milli þilja, og var þilið rofið á tveimur stöðum og að auki loft á stofu á neðri hæð. Tókst að slökkva eldinn, en töluverð nr skemmdir urðu á húsinu. — Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Gisli Jónsson (S) undirstrikaði hina miklu þörf bættra sam- gangna á Vestfjörðum og lagði mikla áherzlu á, að nauðsynlegt væri, að rannsakað væri út í æs- ar, hvernig þeim yrði bezt fyrir komið á sem hagkvæmastan hátt. Þar skipti m. a. miklu máli, hve breiðir og undirstöðugóðir veg- irnir þyrftu að vera o. fl. Ilannibal Valdimarsson (K) lýsti sig fylgjandi tillögu Sigur- vins, en kvaðst mundu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Sigurðar Bj. o. fL Vegabætur á Vestfjöröum ur. Lézt af sárum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.