Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 3
3 Fimmtuðagur 13. des. 1962 ' MÖRCVN BL AÐIÐ * -----------—-------- 1 I STAKSTEIIAR „Framsóknarmenn væru fífl ef . . .“ i Alþýðublaðið ræðir í ritstjórn- argrein í gær um það, hve bjálfaleg sú afstaða Framsókn- arflokksins sé að reyna að gera sem minnst úr fyrirætiunum kommúnista á sama tíma og þeir hafa komizt til valda yfir meira - en þúsunð milljónum manna. Síðan segir orðrétt: „I>að er geigvænlegt sinnu- leysi að halda, að ekki geti það sama gerzt hér á landi og ann- ars staðar. Og áætlun kommún- istanna um „íslenzka leið til sósíalismans" er nauðalík því, sem gerzt hefur í mörgum öðr- um löndum. Kommúnistar hafa í 25 ár gert tilraunir til þess að koma Alþýðu flokknum á kné. Þeim hefur tek- izt að særa flokkinn tvisvar sinnum alvarlega — en ekki að brjóta hann á bak aftur. Reynsla Alþýðuflokksmanna í þessum efnum er því ærin og Framsókn- armenn væru fífl, ef þeir lærðu ekkert af henni. Brynjólfur Bjamason upplýsti í fyrirlestri sínum í Greifswald, að samein- ingaráform kommúnista hafi ekki aðeins beinzt gegn Alþýðu- flokknum, helður Framsókn líka. Nú er röðin komin að Framsóknarflokknum“. ,< Ærin ástæða til ótta Ritstjórnargrein Alþýðublaðs- . ins heldur áfram: „Lýðræðissinnar hafa ærna ástæðu til að óttast, að Fram- sókn hafi tilhneigingu til að ganga í gildru kommúnista. 1 vinstri stjórninni kom fram mikið skilningsleysi Framsókn- ar gagnvart kommúnistum, og voru Eysteinn og Hermann til dæmis húnir að samþykkja að taka stórlán í Sovétríkjunum, en Alþýðuflokkurinn hindraði það. Þetta er eitt meginatriðið í stefnu kommúnista.“ Hveitibrauðsdagur á Hdtel Sögu Nú er að komast á nýr sið- ur um brúðkaupsferðir. Marig ir geta af ýmsum ástæðum ekki farið í brúðkaupisferðir til útlanda, en vilja þó gera sér dagamun og eiga að minnsta kosti einn hveiti- brauðsdag. Við höfum fregn- að að undanfarnar vikur hafi að meðaltali ein brúðhjón komið annan hvem dag og eytt brúðkaupsnóttinni á Hótel Sögu og fórum við þangað á sunnudegi fyrir nokkru og höfum tal af ung- um hjónum, sem gefin voru saman daginn áður af séra Þorsteini Björnssyni. Við förum í lyftunni upp á 6. hæð og göngum inm gang- inn unz við komum að hier- bergi elskendanna. Við berj- um á dyrnar og upp lýkur brúðguminn, Haukur Hergeirs son, rafvirkjameistari. Hann tekur okkur vel og býður okk ur inn fyrir. Bróðir Hauks, Elías, stendiur við gluggann og horfir yfir bæinn, en brúð ina er hvergi að sjá. — Hvar er konan þín, Hauk ur? spyr fréttamaður. — Inni í baðherberginu að laga sig til. — En hvað ert þú að gera hér, Elías, ertu að hjálpa bróður þínum yfir byrjunar- örðugleikana? — Nei, nei, ég er bára að sækja þau. Nú kemur brúðurin, Kol- brún Egilsdóttir, út af baðinu og hafi hún þurft að lagfær- ingar við, hefur hún tekizt með miikilli prýði. — Hvernig hafið þið haft það síðan þið genguð í hjóna- bandið? — Alveg prýðilegt, segja þau og líta brosandd en feimn islega hvort á annað. ——r* Er gott að gista hér á Sögu? — Jlá, eins og þú sérð er herbergið okkar mjög fallegt og vistlegt, sjáðu hvað er fínt á rúmunum, segir brúðurin og flettir ábreiðunni ofan af rúminu. — En hvernig eru dýnum- ar? spyr fréttamaður. Brúðguminn gengur nú að rúminu og ýtir hnefanum nið ur í það, svo að hann sekk- ur upp að olnboga. — Þær eru nú kannske heldiur mjúkar, segir hann. — Hér er fallegt útsýni, segir fréttamaður. — Já alveg dásamlegt, segir brúðurin. — Var stjörnubjart í nótt? — Ég veit það ebki, segir Haukur, — við vorum ekki mikið að spekúlera í því. — Voruð þið ekki uppi me? fuglunum í morgun og feng- uð yfckur hveitibrauð með morgunkaffinu? — Nei, við sváfum fram eftir og slepptum morgun- matnum. — Þið hafið kannske kom- ið seint í gærkveldi? — Við komum hingað kl. 9. — Hvar ætlið þið að búa? — í Eskihlíð 13 í risinu. — Hafið þið eins gott út- sýni þar og hér? Brúðguminn gengur fram að gluggunum og virðir fyrii sér bæinn. — Nei, ekki eins gott og hér, en ágætt samt. Nú kveðjum við ungu hjón- in og óskum þeim alls hins bezta í framtíðinni. BRDÐKAUP hafa tekið miM- um stakkaskiptum á síðustu árum, eins og svo mangt anin- að í þjóðlífinu. Áður fyrr voru þau edn örfárra við- burða, sem rufu hrversdags- leikann í Xífi fólksins. Sökum dreifbýlis og erfiðra sam- gangna gistu menn ævillega á heimili brúðurinnar, enda stóðu allar sæmdlegar veizlur dögum saman og stundum hálfan mánuð. Nú er hins vegar sjaldigæft, að veizlur standd lengur en eina kvöld- stund og oftast flýja brúð- hjónin úr hófinu snemma og fara úr bænum eða til út- landa. Brúðhjónin Kolbrún Egilsdóttir ©g Haukur Hergeirsson í herbergi sínu á Hótel Sögu. Galdramálin í Thisted gjafabók Almenna bókafélagsins * ALMENNA bókafélagið hefur gefið út 11 bækur á þessu ári auk gjafabókarinnar. Hana hljóta allir félagsmenn, er keypt hafa 6 bækur eða fleiri á árinu. Samtals hafa selzt um 25 þús. eintök bóka 1962 og um 1000 nýir félagsmenn bætzt við. GJAFABÓK Almenna bókafé- — Dómur Framhald af bls. 13. stefnandi hafi fært það sterk rök fyrir þvi, að starfsmenn ctefndu hafi ekki gætt þess ör- yggis, er þeim bar í sambandi við sundlaugina og eigi stefndu því að bera ábyrgð á tjóni stefn- anda, enda er þá gengið út frá |>ví, að slysið hljóti að hafa orð- ið af viðkomu stefnanda við botn sundlaugarinnar. Hins veg ar þykir stefnandi hafa sýnt af eér óaðgætni með þvi að stinga sér í miðja laugina, sérstaklega eins og vatnsmagnið í lauginni var háttað, og beri honum þvi sjálfum að bera hluta tjónsins. Þykir eftir atvikum hæfilegt, ®ð hann beri 2/5 hluta tjónsins, en stefndi 3/5 hluta. f Hæstarétti var heildartjón stefnanda talið nema 134.838.00 kr. og þvi var bæjarsjóður Ak- ureyrar dæmdur til að greiða stefnanda kr. 80.902.80 auk vaxta og kr. 21.500 í málskoRtnað fyrir báðum réttom. lagsins að þessu sinni er Galdra- málin í Thisted eftir bókamann- inn mikla Árna Magnússon. Hef- ur þessi merkilega bók ekki komið áður út á íslenzku. Hefur Andrés Björnsson annazt þýð- ingu hennar og ritað formála fyrir henni. Bókin kom fyrst út í Kaup- mannahöfn árið 1699 (2. útg. 1891), en tilefni hennar voru galdramái, sem áttu sér stað í sveitaþorpinu Thisted á Norð- ur-Jótlandi og hófust 1696, þeg- ar sóknarpresturinn þar á staðn- um lýsti yfir í heyranda hljóði, að kona í söfnuði hans væri djöfulóð. Dró þessi yfirlýsing þann langa slóða, sem lýst er í bókinni. Galdramálin í Thisted gefur ekki einungis glögga mynd af gangi málsins fyrir dómstólun- um, heldur einnig af hugsunar- hætti æðri sem lægri stétta fólks í Danmörku um aldamótin 1700. Bókina prýða nokkrar gaml- ar galdramyndir og Ijósmynd af titilsíðu fyrstu útgáfu hennar er gegnt titilsíðu. Prentun hefur annazt Félagsprentsmiðjan h.f. Maðurirm Framh. af bls. 1. Mennfun sína hlaut Hildred í Boulevard Sohool í Hull, og síðar nam hann við hiáskól- ann í Sheffield, þar sem hann tók lokapróf (M.A.). Hildred tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, en tók að starfa hjá brezka fjármála- ráðuneytinu 1919. Hann gegndi starfi fjármáilafulltrúa í verzlunarnefnd samveldis- ins 1926—34. Síðan gerðist Xiann deUdarstjóri í landbún- aðar- og sjávarútvegsmála- ráðuneytinu 1934—35. Næstu þrjú árin starfaði hann við sérstaka lánaeftirlitsdeild, vegna útflutnings. Varafor- stjóri loftferðaeftirlitsdeildar flugmálaráðuneytisins varð hann 1938. Fyrsti vararáðu- neytisstjóri ráðuneytis þess, er fór með flugvélafram- leiðalu, varð hann 1940. Ár síðar tók hann þátt í stofn- un flutningisdeildar brezka flughersins í Kanada. Næstu fimm árin var hann aðalfor- stjóri loftferðaeftirlitsdeildar flugmálaráðuneytiisins, eða fram til þess tíma, er hann tók við aðalforstjórastaifi hjá IATA. Hildred hefur verið sæmd- ur mörgum heiðursmerkjum um dagana, m.a. Riddara- krossinum belgiska, sem er æðsta heiðursmerki þarlent. Auk þess hefur hann verið útnefndur Com-mander of the Bath og Officer of the British Empire. Hvað verður ofan á? Þessi orð Alþýðublaðsins eru fullkomlega réttmæt, og raunar er ástæða til að bæta þvl við, að fyrstu viðbrögð Framsóknar- foringjanna við upplýsingunum um „þjóðfyIkingaráformin“ bentu ekki til þess, að þeir ætl- uðu sér að slíta samstarfi við kommúnista, þótt opinberlega væri uppvíst um fyrirætlanir þeirra. í gær kveður við nokkuð annan tón í Tímanum, þótt á- fram sé megináherzla lögð á að „þjóðfylkingaráformin“ séu ekki annað en „hugarórar“ kommún- ista ojsJrv. f þessari ritstjórnar- grein segir orðrétt: „Tnnan stéttarsamtakanna get- ur átt sér stað takmörkuð sam- vinna við kommúnista um rétt- mætar kaup- og kjarabætur, en ef kommúnistar fara að ætlazt «1 annars og meira af stéttar- samtökunum, þá er sú samvinna einnig búin.“ Því miður hefur þessu ekki verið fylgt í verki. Kommúnist- ar hafa til dæmis ætlazt til svikasamninga af hálfu SÍS, lög- brota á Alþýðusambandsþingi og margháttaðrar pólitískrar mis- beitingar launþegasamtakanna, og í öllu þessu hafa Framsókn- armenn staðið dyggilega með þeim. Að lokum eru svo tilfærð dæmi um, hvernig framsóknar- menn hafa í einstökum málum verið kommúnistum leiðitamir. M. a. er bent á samstöðu komma og framsóknarmana á Alþýðu- sambandsþingi og einnig á sjálfu Alþingi í ýmsum málum. Astæða er því til að óttast, að framsókn- armenn mundu leiðast í þjóð- fylkingu með kommúnistum, ef þess væri kostur. NA /5 hnú/or ✓ SV 50 hnútor K Snjó/oma > ÚSi V Skúrir E Þrumur mss KuUaM Hitutkk/ H Hml L-LssL ( KL- 11 í gær var farið að vog þar fallandi og farið að / gæta áhrifa frá lægðarmynd- þykkna upp. Annars var tals- / uninni á Grænlandshafi, kom- vert frost víða um land, mest | 1® hægviðri eða jafnvel hæg 13 stig á Eyrarbakka og víða t suðlæg átt vestanlands, loft- nálægt 10 stigum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.