Morgunblaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 13. des. 1962
MORGIJTSBLÁÐIÐ '
23
Forsætisráðherra Cey-
lon til Indlands
o-g Kína
Colombo, Ceyflon, ag Nýju
Delhi, 12. des. (NTB).
TII.KYNNT var í dag í ráð-
stefnu sex Asíu og Afríkuríkja
í Colombo á Ceylon, að frú
Bandaranaike, forsætisráðherra
Ceylon, hafi verið falið að fara
til Peking og Nýju Delhi til að
flytja ríkisstjómum Indlands og
Kína boðskap ráðstefnunnar og
reyna að koma á viðræðufund-
um fulltrúa deiluaðila í landa-
mæradeilunni.
Báðstefnan í Colomibo hefur
staðið í þrjá daga, ag lauik henni
í dag. Sátu ráðstefnuna fulltrú-
ar frá Ceylon, Cambodia, Burma,
Indónesúu, Arabiska samibands-
lýðveldisins og Ghana.
Gefin var út yfirlýsing í lok
ráðstefnunnar, þar sem segir að
ríkin sex hafi orðið sammála
um tiliagur, sem lagðar verða
fyrir rikisstjórnir Indlands og
Kína, en ekkiert var látið uppi
um efnú tiliagnanna.
Skýrt var frá því í Nýju Delhd
í dag að Kínverjar hafi skotið
indverska hershöfðingjann Hos-
hiar Singh til bana eftir að vopna
hilé var komið á, og hafi hann
verið grafinn við Norð-austur
vígstöðvarnar hjá bænuim Taw
ang.
Námuslys
Óttazt að 34
hafi farizt
Jóhannesarborg, S. Afríkiu,
12. desember (AP).
ÓTTAZT er að 34 námuverka-
menn hafi látið lífið í jarðhruni
við West Driefontein gullnám-
una, um 60 km. fyrir vestan
Jóhannesarborg. Fundizt hafa
fimm lik, en 29 manna er enn
saknað og litil von talin um að
þeir séu á lífi. 20 námumenn
særðust.
Jarðhrunið varð undir myllu,
sem malar málmgrýtið frá nám-
unmi. Mylluhúsið var þriggja
hæða, og félil það ofan í 30 metra
gíg, sem myndaðist undir því.
ÞegaT jarðhrunið varð, barst
einnig vatnsleiðsla við námuna,
og fylltist gígurinn brátt af
vatni.
Sjónarvottar segja að myllu-
húsið, sem var nærri 100 metra
langt, hafi fallið eins og við
sprengingu og horfið niður í jörð
ina.
— Esjusirandid
Frh. af bls. 24.
á stýriisvakt, hefur aðeins verið
skráður á Esju tvær ferðir til
Akureyrar áður. Kvað hann sér
finnast erfitt að stýra skipinu,
sem er búið tveimur skrúfum,
en öðru slíku skipi hefur hann
ekki stýrt. Þó stýrði hann skip
imu þessa sömu leið í fyrstu
ferð sinni þegar siglt var út
Eyjafjörð var stýrt eftir kompás
©g taldi hann sig ekki hafa haft
aðstöðu til að fylgjast með land-
sýn. Jón taldi sig ekki vita hvort
3. stýrimaður hefði fylgzt með
landsýn milli þess ex varðbergs
jnaður fór niður þar til stýri
maður fór aftur í kortaklefa, ei
þar hafði aðeins verið uoi að
ræða skama stund. Hims vegar
var Jón einn í brúnni þar til
rétt í þann mund, er skipið
renndi upp á grynninguna. Jón
ber, að þá hafi stýrimaður ver
jð rétt nýkominn inn í brú, en
hinis vegar hafi skipstjóri komið
hlaupandi úr vistarverum sínum
Strax þegar skipið tók niðri og
slegið véisknann á stopp.
Franklín Guðjón Hólmbergs
son, 2. stýrimaður kom síðan
fyrir sjódóminn í fyrsta skipti
og kvaðst hann telja að skipið
miundi hafa losnað af eigin-
rammleik. Reyndar hafi verið
búdð að létta skipið eins og hægt
hafi verið að öðru leyti en að
diæla úr því brenntsiluolíunnL
Hions vegar háfi verið kominn
tailsverð aJda og taldi hann að
það muntdá hafa hjálpað skip-
inu til að iosna.
Stefán Sdgurbjömsson, bát»-
maður, sagði að hann heifði kom-
ið upp í brú skömmu áður en
Strandið varð, taidi hann að 3,
Eriendar
fréttir
í STUTTU MALI
London, 12. des. (NTB)
NEÐRI málstofa brezka þings
ins felldi í dag með 117 at
kvæðum gegn 34, tillögu um
að segja upp samningum, sem
heimila Bandaríkjunum afnot
af flotastöðinni Holy Doch í
Skotlandi fyrir kjarnorku
knúna kafbáta, sem búnir eru
Bolaris-flugskeytum.
Havana, 12. des. (NTB)
BEN RF.TJ.A forsætisráðherra
Alsír, segir í viðtali við blað
ið Revolueion á Kúbu í dag,
að hann muni við hentugt
tækifæri fara fram á endur
skoðun á Evian samningnum
við Frakka, að því er varðar
ákvörðun um franskar her-
stöðvar í Alsír. Segir réðherr
ann að þegar samningurinn
var gerður, hafi um milljón
Frakkar verið búsettir í Alsir,
en nú séu þeir aðeins um 200
þúsund.
Miami, Florida, 12. des. (AP)
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓL.L,
New Orleans hefur neitað að
taka til greina áfrýjun frá
Marcos Perez Jimenez fyrr-
um forseta og einræðisherra
í Venezuela. Jimenez fór fram
á ógildingu á úrskurði um að
hann skyldi fluttur heim til
Venezuela, þar sem hans híð-
ur ákæra fyrir þjófnað og
morð.
Washington, 12. des. (NTB)
SAMKVÆMT áreiðanlegum
heimildum hafa tvö til þrjú
þúsund rússneskir hermenn
verið fluttir héim frá Kúbu
undanfarnar vikur. Nokkur
óánægja ríkir í Washington
yfir því hve hægt gengur
heimflutningurinn, en talið er
að enn séu 9—15 þúsund rúss
neskir hermenn á eyjunni.
stýrimaður hefði verið rétt ný-
kominn fram í brú þá er strand-
ið varð. Efcki kvaðst hann rnuna
hivort stýrimaður hefði gefið
einhverjar fyrirskipanir, er hann
kom úr kortaklefanum. Strax
eftir að skipið rann upp á grunn
ið, hefði skipstjóri verið kom-
inn frarn í brú, og hafi hann
stöðvað aðra vélina og bátsmað-
ur hina.
Næstur kom svo fyrir skip-
Stjórinn Tryggvi Blöndal, og
héllt hann enn fast við, að hann
teldi skipið hefði komizt af
grynningunnd af eigin rammleik.
Loks kvaðst hann álíta að útsýni
og aðstaða til að hafa landsýn
væri með bezta móti á Esjunni,
enda þótt siglt væri eftir átta-
vita. Hins vegar faeri það eftir
reynisdu þess er skipinu stýrði,
hversu mikiilli athyigli hann þyrfti
að beina að áttavitanum.
Bk'ki kom fleira markvert fram
og er sjóprófum nú Lokið.
■— Krúsjeff
Framhald af bls. 1.
fol'sætisráftherrann að ef
Bandaríkin ekki stæðu við
skuldbindingar sínar varð-
andi Kúbu, yrðu Sovétríkin
neydd til að grípa til þeirra
ráðstafana, sem nauðsynlegar
væru.
Varðandi ákærur hinna svo
nefndu Marx-Leninista í Al-
baníu sagði Krúsjeff að mark
mið þeirra væri að reyna að
etja saman Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum og skapa
grundvöll fyrir nýrri stór-
styrjöld. Vísaði Krúsjeff í
fyrsta sinn á bug gagnrýni
Kinverja á „undanhald“ Sov-
étríkjanna á Kúbu, en forð-
aðist um leið að koma með
beinar árásir á Kínverja.
Forsætisráðherrann fór háðu
legum orðum um albanska
kommúnista. Líkti hann þeim
við smástráka í námahéruðum
Sovétríkjanna í gamla daga. —
Þessir stráklingar fengu nokkra
aura fyrir að kasta ókvæðisorð-
um að mæðrum sínum, sagði
Krúsjeff. Albanir eru ekkert
annað en smástrákar, sem kasta
ókvæiðsorðum að rússneska
kommúnistaflokknum, þeirra eig
in móður.
MEÐ KJARNORKUTENNUR
Ekki minntist Krúsjeff á
stuðning Kínverja við Albani.
En hann sagði að Albanir, hinir
svonefndu Marx-Leninistar,
hefðu í rauninni vikið meira frá
Marx-Leninisma en Júgóslavía.
Vestrænir aðilar í Moskvu benda
á að orð þessi hafi sérstaka þýð-
ingu með tilliti til þess að Titó
Júgóslavíuforseti sat fund Æðsta
ráðsins í dag. Krúsjeff sagði að
leiðtogar Albaníu hefðu tekið
upp stefnu Trotskys, er þeir ósk-
uðu eftir nýrri heimsstyrjöld til
að leiða kommúnismann yfir
heiminn. f því sambandi minnt-
ist hann á að Kínverjar hafa lýst
Bandaríkjunum sem „pappirs-
tígrisdýri“. Sagði hann að þeir,
sem nefndu heimsvaldastefnuna
pappírstígrisdýr, yrðu að muna
að pappírstígrisdýrið hefði kjarn
orkutennur til að bíta með. Þess
vegna væri unnt að ná samning
um við heimsvaldasinnana. En
með tilvísun í kröfur um afvopn-
un, sagði Krúsjeff að kjarnorku-
tennurnar yrði að draga úr
pappírstígrisdýrinu.
„SKÓGARBRUNI“
Rússar mega vera hreyknir af
ákveðnum viðbrögðum Sovét-
stjómarinnar á hættutímum,
sagði Krúsjeff. Hann sagði að
Rússar þekktu „skógarbrunann"
— síðari heimsstyrjöldina — af
eigin reynd, og vissu hvaða af-
leiðingar ný styrjöld, sérstaklega
kjarnorkustyrjöld, gæti haft á
för með sér. Sovétríkin óska ekki
eftir styrjöld, sagði Krúsjeff, en
hélt því fram að heimsvaldasinn-
ar hefðu umkringt Sovétríkin
með herstöðvum og gortuðu svo
af friðarvilja sínum.
— Sovétríkin eiga vopn, sem
geta eyðilagt herstöðvarnar, sem
byggðar eru til að valda okkur
tjóni, hvar svo sem þessar stöðv-
ar eru. Vopn okkar geta einnig
afmáð hernaðartæki óvinanna,
sagði hann. Sovétríkin eiga beztu
langdrægu eldflaugar heims, og
eru reiðubúin til að svara sér-
hverri kjarnorkuárás í sömu
mynt.
— Heimurinn lifir nú ofan á
kjallara fullum af kjarnorku-
vopnum. Eina lausnin er frið-
samleg sambúð og almenn af-
vopnun, sagði Krúsjeff, og lýsti
því yfir að Rússar óskuðu eftir
friðsamlegri lausn á Þýzkalands-
og Berlínarvandamálunum.
Eftir það, sem á undan var kom-
ið, þurftu Kúbúbúar að efla
varnir sínar, og Sovétríkin veittu
þeim hernaðarlega aðstoð. Samn
ingur var gerður um að koma
fyrir eldflaugastöðvum á Kúbu,
mönnuðum rússneskum yfir-
mönnum. Aldrei kom til mála að
þessar eldflaugar yrðu notaðar
til árása, sagði Krúsjeff. Þær
áttu aðeins að vera til varna.
Kenndi Krúsjeff Bandaríkjun-
um um neyðarástandið, sem
skapaðist vegna Kúbu, og sagði
að Bandaríkin hafi reynt að af-
saka sig með því að halda því
fram að sökin hvíldi á Sovét-
ríkjunum og Kúbu.
ELDFLAU GUNUM
BEINT AB BONN
Krúsjeff sagði að ýmsir vest-
rænir stjórnmálamenn héldu að
héðan af gætu þeir fengið allt
sitt fram með því einu að beita
hótunum gegn Sovétríkjunum,
en í þessum hópi væri Adenauer
kanzlari Vestur-Þýzkalands og
fleiri vestur-þýzkir stjórnmála-
menn. Krúsjeff nefndi Adenau-
er „forsætisráðherra kalda
stríðsins", og sagði að hann
dreymdi um hefndir. „Ég get
fullvissáð Adenauer forsætisráð-
herra um það, að þegar við
sendum eldflaugar til Kúbu,
héldum við eftir flaugunum, sem
miðað er inn á Vestur-Þýzka-
land. Nú standa eldflaugarnar,
sem við tókum frá Kúbu, við
hlið þeirra, sem beint er að
Bonn.“
Varðandi Kína sagði Krúsjeff,
að Sovétríkin ætluðu ekki að
segja Kínverjum hvað þeir ættu -
að gera og hvenær. „Við reiðum
okkur á að Kinverjar viti hvað
gera ber.“
ENGIN ARASARVOPN
Um Kúbumálið sagði Krúsjeff
að Rússar hafi ekki getað annað
en rétt Kúbu hjálparhönd þegar
viðskiptahöft voru sett á eyjuna.
M B L. vantar röska unglinga eða krakka
til að bera blaðið til kaupenda við
LAUGAVEGINN
innanverðan og nokkrar aðliggjandi götur
FJÓLUGÖTU
og nærliggjandi götur
svo og
LAUFÁSVEGINN
Gjörið svo vel að tala við skrifstofuna
eða afgreiðsluna
Sími 22480.
óskast
Við höfum verið beðnir að útvega 3ja—4ra herb.
íbúð til leigu frá 1. janúar n.k. til maíloka. —
Fyrirframgreiðsla. — Tilboð sendist
Málflutningsskrifstofu
ii im'iiirg- B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Aðalstræti 6. símar 1-2002, 1-3202, 1-3602.
Einbýlishus
í Reykjavík eða Kópavogi óskast til kaups strax,
eða sem fyrst. — Til greina koma skipti á 4ra herb.
íbúð i nýlegu steinhúsi. — Tilboð merkt: „Einbýl-
ishús — 1976“ sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. laugar-
dag. — Öll tilboð skoðuð sem trúnaðarmál.
Italskar töfflur
Nýtt úrval.
Verð frá kr. 190,00, parið.
Austurstræti 10.
Veittir verða styrkir úr
Styrktarsjóði Óðins
Umsóknum sé skilað til Guðjóns Hanssonar, Laugar-
nesvegi 60. Sími 34716, fyrir föstudaginn 21. des.
Stjórn Styrktarsjóðs.