Morgunblaðið - 19.12.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.12.1962, Qupperneq 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 19. des. 1962 Draugatrú - kommúnismi Hannes Pétursson um bók Þórbergs Þórðarsonar „Marsinn til Kreml“ EINS og áður hefur verið getið í Mbl., er nýkomin út bók eftir Þórberg Þórðarson, „Marsinn til Kreml“, þar sem einkum er veitzt að skáldskap og lífsskoðunum. Hannesar Péturssonar. Morgunbiaðið spurði Hannes af því tilefni, hvað honum fyndist um bók- ina. Svar hans fer hér á eftir: ★ Ég hef ekki enn lesið Mars- inn til Kreml nema lauslega, en mér virtist bálkurinn fremur klénn. Þórbergi hefur oft tekizt betur upp í bundnu máli. Og húmorlaust er þetta kvæði með öllu, að líkindum sökum þess, hve skáldinu er mikið niðri fyrir. Það er aldangt síðan ég heyrði þessarar ljóðasmíðar fyrst getið, ég held rúmt ár, enda gekk Þórbergur með hana í vasanum lengi vel og las upp í gilliboðuim á komma heimilum. Ekki veit ég um undirtektir fólks. Ég hlýt að telja mér það til tekna að hafa hitt Þórberg Þórðarson í hjartastað með tveimur kvæðum úr bók minni í sumardölum, en við- brögð hans við því, sem í kvæðunum stendur, er auð- vitað ekki mi-tt mál, heldur hans. Það er ekki oft, sem ljóð skáld nú á dögum fá svona skýlausa sönnun þess, að Hannes Pétursson kvæði þeirra hafi verið lesin. Það kitlar hégómagirnd mína að hafa látið frá mér fara kvæði, sem gátu inspírer að jafn lofgróinn höfund og Þórberg, enda þótt Marsinn til Kreml, hið nýja framlag hans til eilífðarmálanna og heims- kommúnismans, hefði mátt betur takast. Þá er það og góð tilbreyt- ing frá daglegu stappi og fjasi að fá, fyrir tilstilli kvæðisins, að skreppa yfir landamærin, eins og það er kallað, ftakka þar um í fylgd stórmenna, skyggnast um allar gáttir og marsera síðan beinar brautir til Kreml, sem er auðvitað mest um vert fyrir mann eins og mig, sem aldrei hefur ver- ið þátttakandi í neinni .menningarsendinefnd' austur þangað. Nú þekki ég þetta þeg ar allt saman, þökk sé Þór- bergi, og sé því enga ástæðu til að lifa þetta allt upp aftur í framhaldslífinu, enda geri ég ekki ráð fyrir, að mér standi það til boða. Ekkert vil ég um það segja, hvernig þetta skáldskaparverk mundi mælast fyrir í Kreml, ef svo skyldi vilja til, sem er ósennilegt, að því yrði snúið á tungu þarlendra. En lík- legt má telja, að það þætti nokkuð torskilið. Ég dreg þá ályktun af þvi, að hér á landi kvað hafa verið á ferð ekki alls fyrir löngu rússneskur kvenmaður, meðlimur í sendi- nefnd, og gekk hún fyrir Þór- berg. Er hún kom af fundi hans, bar hún upp vandræði sín við einn flokksbróður hans og spurði: „Hvernig er það með þennan fræga kommún- ista, Thórberg Thórdarson, hann talaði ekki um annað en drauga?" Þessi furða konunnar sýnir náttúrlega ekki annað en það, hvað hún hefur verið skammt komin á þroskabrautinni. Þór- bergur er hins vegar kominn langt á þroskabrautinni. Hon- um hefur fyrir löngu skilizt, að draugur og kommúnisti er eitt og hið sama. Þess vegna þótti honum ástæðulaust að tala um kommúnismann við þessa blessaða konu og gat óhikað hallað sér að aftur- göngunum. Eldur í hlöðu á Hvalfjarðarströnd Akranesi, 18. des. — EJLDUR kom upp kl. 14.30 í dag í fjós- hlöðu á bænum Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Brunaliðið hér var strax kall- að út. Fór garnli brunabóMinn héðan upp eftir með tveggja manna áhötfn. Nokkru síðar fór héðan fól'ksbíll með 4 brunaliðs- menn til viðbótar. Þegar þeir komu á staðinn hatfði eldurinn magnast mikið í hlöðunni ag smátt og smátt dreif að um 30 manns af bæjum í ná- grannasveiitum. Klu/kan 17.30 voru þeir enn að gratfa stóra geil í heyið tiil þess að komast að eldinum og slökkvi liðið var með dælurnar í fullum gangi. Klukkan 18 var búið að slökkva eldinn í hlöðunni. Bornir voru út í slagveðurs rigningu og vonzku veður hátt á annað hundrað hestar af heyi. Talið er, að eldurinn hafi kviknað vegna hita í heyinu, sem orsakaðist vegna leka á þaki, sem regnvatn komst í gegn um í heyið. Þarna býr dugnaðarbóndinn Vailgarður í Líndal. — Oddur. Senghor stjórn í Dakar, Senegal, 18. des. (NTB). Mamadou Dia, fyrrverandi for sætisráðherra Senegal, sem reyndi í gær að beita valdi til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti vantraust á stjórn hans, var handtekinn á heimili sínu í dag. Verður honum og tveimur fyrrverandi meðráðherr um hans, vísað úr landi, að því er talið er. Lézt af völdum slyssins Skapti Þóroddsson, er slasað- ist í bifreiðaárekstri kl. 17.30 í fyrradag á Reykjanesbraut á móts við Fossvogskapellu, lézt á Landakotsspítala um miðnætti sama kvöld, án þess að hafa kom izt til meðvitundar. Skapti, sem var sonur Þór- odidis Jónssonar heildisa/la, var fyrrverandi flugumsjónarmaður og gegndi um tíma starfi yfir- manns loftferðaeftirlitsins, en þar hafði hann starfað um larugtf skeið. Skapti starfrækti í vetur. eigin skóla, þar sem hann kenndi tilvonandi flugstjórum loftisigl- ingafræðL Hann var mikill á- hugamaður um flugmál og starf- aði mikið að þeim, meðal ann- aris innan Flugmálatfélags ís- lands. Skapti tók ennfremur virkan þátt í ýmsum öðrum félagsmál- um. Hann átti meðal annars sæti sem varamaSur í hreppsnefnd Garðahrepps og var í kjördæm- isráði Sjálfstæðisflokksins i Rey kj aneskjördæmi. Heimili Skapta var að Arnar- hrauni 44 í Hafnarfirði. Hann var 30 ára að aldri og kvæntur Valdísi Garðarsdóttur, dóttur Garðars S Gíslasonar Skapti Þóroddsson er var jarðsettur í gær. Þau áttu 6 börn, það elzta 10 ára, og dvelstf eitt þeirra hjá mági Skapta. Breytingar hjá EBE vegna fjölgunar aðildarríkja Líðan Jóns Árna- sonar mjög sæmil. LÍÐAN Jóns Árnasonar, Otra- teig 20, sem liggur á sjúkrahús- inu í Keflavík, var mjög sæmi- leg í gærkvöldi. Hann er úr lífs- hættu, en máttlaus öðru megin enniþá. Búizt er við, að hann fái máttinn aftur innan tíðar. Jón höfuðkúpubrotnaði aðfcra- nótt laugardags á bátnum Þór- kötlu frá Grindavík, er kraft- blakkarbóman losnaði úr fest- ingu Og féll á höfuð hans. myndar Senegal Senegal-þinig kom saman í dag tii að ræða breytingar á stjórn- arskrá landsins, og var samþyk'kt að leggja niður embætti forsæt- isráðherra, en auka að sama akapi völd forsetans. Núverandi forseti landsins, Leopold Senghor miun samkvæmt samþykkt þess- ari mynda nýja ríkisstjórn á næsfeunnd. Miikill mannfjöldi hafði satfnazt saman fyrir fram- an þinghúsið, og var ákvörðun- inni um s tjórna rskrárbrey ting- una ákaft fagnað. Senghor forseta hefur verið faiið ásamt forseta þingsins, rílk- isstjórninni og sérstakri þing- nefnd að ganga endanlega frá breytingum á stjórnarsikránni, og verður nýja stjórnarskráin síðan borin undir þjóðaratkvæði. >«• Ovenju margir í jólaleyfi vestur ÓVENJU margir varnarliðsmenn fara um þessi jói til Bandaríkj- anna í leyfi til að dveljast hjá ættingjum sínum. Leyfi varnar- liðsmanna hafa verið mjög tak- mörkuð að undanförnu vegna Kúbudeilunnar. í kvöld fara 60 varnarliðsmenn með Pan American ílugfélaginu, sem notar DC-7 vélar til flutn- inganna. Fargjaldið, sem varnar- liðsmenn greiða sjálfir, er 186 dollarar báðar leiðir Til saman- burðar má geta þess, að fargjald Loftleiða á sömu leið er 201 dollari. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur fengið frá Loftleiðum og ur.iboðsmanni Pan Am á íslandi, er hér ekki um að ræða beina samkeppni við Loftleiðir, því að þetta lága far- gjald Pan Am er bundið við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra og er aðeins veitt um jólin. Briissel, 18. des. (NTB) SÉRFRÆÐINGAR við há- skólann í Leyden í Hollandi hafa lagt fram tillögur um skiptingu atkvæða milli að- ildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu um málefni banda- lagsins. Tillögur þessar hafa vakið mikla athygli, og gera þær ráð fyrir aðild Bretlands, Danmerkur, Noregs og Ir- land's. Samkvæmt tillögum sérfræð- inganna eiga sexveldin, sem fyr- ir eru í bandalaginu, og nýju rík- in fjögur alls að hafa 51 at- kvæði í ráðherranefndinni og skiptast þau þannig, að Vestur- Þýzkaland, Frakkland, ítalía og Bretland fá átta atkvæði hvert, Belgía og Holland fjögur atkv. hvort land, Danmörk, Noregur og írland þrjú atkvæði hvert og Luxembourg tvö atkvæði. Til samþykktar á tillögum í ráðherranefndinni þarf % atkv., eða alls 34. Þýðir þetta það, að stórveldin fjögur, með samtals 32 atkvæði, eru e5ki einráð í nefndinni, og að smáríkin, með 15 NA 15 hnúfor SV 50 hnútar ¥ Sn/ókoma * ÚSi 7 Skúrír K Þrumur 'W.%, KuUoshi! Hifssiif H Hmt L Lmt* 18 atkvæði, geta fellt hverja þá tillögu, sem fram kemur. í stjórnarnefnd Efnahags- bandalagsins eru nú níu fulltrú- ar frá aðildarríkjunum sex. —. Verður nefndarmönnum fjölgað í 14, og fær Bretland tvö sæti, en Danmörk, Noregur og írland eitt sæti hvert. PARIS, 18. des. (NTB) — Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, var í dag kjör- inn formaður ráðherranefnd- ar Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu ’(OECD) fyrir árið 1963. Austurríki og Tyrkland skipa varaformanns sætin. Hver fann veski gömlu konunnar? SL. LAUGARDAG fór öldruð kona, sem er alger öryrki, nið- ur í Miðbæ. Erindið var að kaupa heimilistæki fyrir peninga, sem hún hafði sparað saman af styrki sínum. Ekki tókst betur til en svo, að konan týndi veskinu með öllum peningum sínum, sennilega einihvers staðar í Miðbænum. í veskinu var auk peninganna tryggingaskirteini konunnar með nafni hennar og heimilisfangi. Hefur hún þvi verið að búast .við því af fá veskið aftur, en, ekki hefur enn orðið af því. þess er því farið á leit við finnanda, að hann skili gömlu konunni veskinu hið fyrsta. VINDUR var á suðaustan og mældist úrkoma um 60 mm austan um mestallt landið í í fyrrinótt frá kl 17 til 18. gær, en skammt fyrir sunnan ------ land var vestan stormur með Lægðin út af Faxaflóa fór éljagangi. Hiti var nálægt minnkandi og þokaðist norð- frostmarki og víða skúrir eða ur. En fyrir austan Nýfundna slydduél sunnan lands, en land var önnur í vexti á leið- þurrt fyrir norðan. í Austur- inni norðaustur. Má búast við Skaftafellssýslu var snjó- að hún hafi áhrif á veður koma. A Hókim í Hornafirði sunnan lands í dag. Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Gunn air Gunnarsson, bónda í Syðra- Vallholti, er birtist í Mbl. 15. des. sl. varð mér sú skyssa á að fara rangt með nafn konu Gunn ars á Sníðastöðum. Kona hans hét Ingibjörg Björnsdóttir og var frá Herj ólfsstöðum í Laxárdal. Guðrún sú, sem í greininni er talin kona Gunnars, var móðir hans, og réttara mun að segja. að Skíðastaðaætt sé frá henni og manni hennar Gunnari Guð- mundssyni runnin. Gunnar Gisiason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.