Morgunblaðið - 19.12.1962, Side 3
Miðvikudagur 19. des. 1962
MORGIJNBLAÐIÐ
3
MONA LISA, hið 459 ára
gamla málverk eftir Leo-
nardo da Vinci, var tekið
niður úr Louvre-safninu
í París sl. föstudag og flutt
um borð í risaskipið France,
sem nokkru síðar lét úr höfn,
áleiðis ti'l New York. Skip-
stjórinn, Georges Croiss-
iille, tók á móti þessum dýr-
mæta flutningi með svo-
felldum orðum: „Það er mér
mikið ánægjuefni að bjóða
þessa frægu konu velikomna
uirn borð.“ — Málvertkinu
var komið fyrir miðskips, á
fynsta farrými, og vörður sett-
ur til að gæta þess á hinu
langa ferðalagi.
Tilgangurinn rneð ferða-
lagi Mona Lisu til Banda-
ríkjanna er sá að setja
myndina á sýningu í
National Gallery í Wash-
hington, sem hefst 9. jan-
úar og er fyrirhuigað að
standi yfir í þrjár vikur.
Upphafsmaður þessarar hug-
myndar var André Malraux,
Mona Lisa
Mona Lísa í siglingu
menntamálaráðherra Frakk-
landis, sem sagði í ræðu í
Bandaríkjunum í fyrravor, að
hann gæti vel hugsað sér að
lána Bandaríkjamönmum eitt-.
hvert frægt málverk, t.d.
Mona Lisu. Að sjálfsögðu var
engin ákvörðun tekin um
málið þá, en nú hafa málin
skipazt þannig, að Mona Lisa
er á leið vestur um haf.
Þessi flutningur máiverks-
ins hefur mætt harðri gagn-
rýni í Barís og víðar og ótt-
ast menn að málverkið bunni
að verða fyrir skemmdum á
leiðinni og þoli auk þess ekki
breyttan hita. Haft er eftir
listamianninum Salvador Daili,
sem staddur er í París um
þassar mundir, að spurning-
in sé ekfci hvort lána eigi
málverkið til Bandaríikjanna,
heldur hvort brenna eigi
Louvre safnið til grunna. „Ef
safnið er brennt til grunna,
þurfum við ekki að hafa á-
hyggjur af Mona Liisu,“ sagði
Dali. „Verði þetta ekki gert,
ætti Mona Lisa að vera á-
fram þar sem hún er, og fólk
að leggja það á sig að koma
tiil Parísar til að sjá hana.“
Eins og gefur að skilja var
mikið umstang við að
„pakka“ málverkinu niður og
flytjia það á skipsfjöl. Sérstak
ur kassi úr aluminium og
plasti var byggður utan um
myndina. Flutningabifreið ók
málverkinu tiil Le Havre, og
fylgdu sex lögreglumenn á
mótonhjódum bílnum. En há'lt
var á götunum þennan dag
og fjórir gæzlumannanna
heltust úr lestinni, og kom
Monia Lisa til Le Havre að-
eins í fylgd með tveimur ein-
kennisklæddum mönnum.
Þegar bílihurðin var opnuð
ruddust ljósmyndarar gegnum
lögregiluvörðinn, sem stóð
umihverfis bílinn á bryggj-
unni, en eftir að lögreglan
hafði kornið kyrrð á hópinn
var málverkið flutt á vagni í
fylgd átta hvíthanzkaðra lög-
regluþjóna. Það vakti mikia
kátínu viðstaddra þegar far-
ið var að skoða kassann í toll
inum.
Eins og fyrr segir er á'kveð
ið að málverkið fari á sýn-
ingu í Washington hinn 9. jan
úar n.k. Nokkrum dögum áð-
ur verður myndin tekin upp
við hátíðlega athöfn og með-
al gesta verður forsetafrú
Bandaríkjanna, Jacqueline
Kennedy. Athöfninni verður
sjónvarpað.
Málverkið tekið út úr flutningabifreiðinni í Le Havre.
'MH
75 dra í dag:
Halldór
Pálsson
frá Tungu
SJÖTÍU og fimm ára er í dag
(19/12 ’62) Halldór Pálsson,
kenndur ýmist við Tungu í Fá-
skrúðsfirði, þar sem hann ólst
upp til þroska, eða við Nes í Loð-
mundarfirði, þar sem hann bjó.
Meðal systkina hans margra eru
kunnastir Jón dýralæknir og Sig-
steinn bóndi á Blikastöðum. For-
eldar þeirra voru merkishjónin
Páll bóndi í Tungu, Þorsteinsson,
af Melaætt og Elínborg frá Þór-
eyjarnúpi í Húnavatnssýslu,
Stefánsdóttir, bróður síra Hall-
dórs Jónssonar Hofi.
Halldór er búfræðingur frá
Ólafsdal og sótti svo kennaranám
skeið í Reykjavík, varð því næst
barnakennari í Fáskrúðsfirði
næsta áratug. Þá kvæntist hann
(19/4 1916) Hólmfríði dóttur
Björns bónda í Dölum Stefáns-
sonar. Hófu þau brátt búskap á
Nesi í Loðmundarfirði, keyptu
jörðina og bjuggu þar með sæmd
og prýði eða hálfan þriðja ára-
tug. Stóð Halldór í fremstu röð
bænda að framkvæmdum í sveit
sinni og í félagsmálum hennar.
Vorið 1941 brugðu þau hjón
búi og fluttu til Reykjavíkur.
Halldór er áhugamaður um öll
almenn mál, sem að umbótum
miða og um allt það, sem hann
hefur látið til sín taka. Hann er
fróðleiksgjarn maður og fróður
um marga hluti, á gott bókasafn
og stórt handritasafn um slys-
farir og tjón af völdum hins
óræða veðurfars, sem þjóðin á
við að búa.
Ættingjar og vinir munu hugsa
hlýtt til Halldórs á þessum áfanga
degi ævi hans. :— Heimili hans
er Sólheimar 52.
HaSton
Kvikmyndasýn-
ing Vatðbergs
ogSVS
í DAG kl. 17 hafa Samtök um
vestræna samvinnu og Varðberg
sameiginlega kvikmyndasýningu
fyrir félagsmenn í Tjarnarbæ. —
Sýndar verða tvær langar mynd-
ir, önnur frá starfi NATO (með
ísienzku tali) og hin frá Austur-
Þýzkalandi (Land beyond the
Wall), tekin af CBS. — Einnig
verða sýndar tvær stuttar NATO-
myndir með íslenzku tali.
Sænsk stúlka lýk-
ur íslenzkuprófi
ÞANN 14. desember sl. lauk fil.
kand. Inger Grönwald frá Sví-
þjóð íslenzkuprófi fyrir erlenda
stúdenta (Baccalaureatus philo-
logiae Islandicae) við Háskóla ís-
lands með hárri I. einkunn.
Víkingur vann
Fram óvænt
STAKSTEIHAR
ÍSLANDSMÓT 1. deildar í hand
knattleik karla hófst, sl. sunnu-
dag. Setti formaður HSÍ Ásbjörn
Sigurjónsson, mótið með ræðu og
staldraði sérstaklega við þann
merk^ áfanga, sem nú er náð með
því að upp er tekin tvöföld um-
ferð í 1. deild. Síðan fóru fram
þrír leikir, og kom sérstaklega á
óvart, að nýbakaðir Reykjavíkur
meistarar Fram, töpuðu fyrir
Víking. Víkingar höfðu forystu
frá upphafi leiks og unnu örugg
lega og verðskuldað.
Fyrsta leik mótsins átti ÍR og
KR. Sé leikur var lélegur af
beggja hálfu, illa uppbyggður og
stundum grófur. KR hafði alltaf
forystu og vann með 35:29.
FH gersigraði Þrótt, og varð
þessi leikur er á leið eins og leik
ur kattar að mús. 34 urðu mörk
FH gegn 13 hjá Þrótti.
Víkingar sýndu einir framfarir
og góðan leik. Með mjög góðum
leikköflum náðu þeir verðskuld-
aðri forystu, og í hálfleik stóð
12:7. Munurinn jókst í byrjun síð
ari hálfleiks en leik lauk með
26:21. Verðskuldaður sigur og
eini leikurinn af „klassa".
Annað kvöld verður mótinu
haldið áfram. Kl. 8.15 leika sigur
lið Víkings gegn ÍR, og þess má
geta £ið á Reykjavíkiymótinu
vann ÍR lið Víkings, en ælta má
að Víkingar vilji hefna. Kl. 9,25
leika KR og Þróttur.
* SAMLÍKING TÍMANS.
Tíminn ræðir í ritstjórnar-
grein í gær um Efnahagsbanda-
lagsmálið og sérstaklega ummæli
Bjarna Benediktssonar, dóms-
málaráðherra, um það, að ekki
þyrfti að vera eðlismunur á við-
skipta- og tollasamningi annars
vegar og aukaaðild hinsvegar.
Síðan segir orðrétt.
„Þetta segir ráðherra þeirrar
ríkisstjórnar, sem gaf út skýrslu
um það, að aukaaðild væri ein
leiðin, sem um gæti verið að
ræða, viðskipta- og tollasamning
ur önnur. Hann viU með vífi-
lengjum sínum og hugtaka-
brengli reyna að koma í veg
fyrir að fólk átti sig á því, að
það er annað að Island gangi í
ríkjasamsteypu Efnahagsbanda-
lagsins, þ.e. gerist aðili að henni
en að íslendingar geri samning
við hana um viðskipta- og tolla-
mál, eins og það er allt annað
að gerast félagsmaður í verzl-
unarfélagi en að eiga kaup við
félagið, samkvæmt samningi þar
um.“
Þessi samlíking Tímans er vafa
laust þrauthugsuð og sjálfsagt
eiga þeir með orðinu „verzlun-
arfélag" við samvinnufélag. Þeir
segja, að betra sé að skipta við
félagið án þess að vera félags-
maður. Þetta er alveg ný kenn-
ing, sem Morgunblaðið minnist
ekki að hafa heyrt þá Framsókn
armenn halda fram áður. Hingað
til hafa þeir sagt að félagsmenn
í samvinnufélögum nytu miklu
betri verzlunarkjara en aðrir,
þótt þeim hafi að vísu gengið
erfiðlega að sanna þá staðhæf-
ingu,
* SJÓNABMIB FRAMSÓKN-
AKMANNA.
En sjónarmið Framsóknar-
manna hafa verið þau, að sá,
sem félagsmaður væri í sam-
vinnufélagi, nyti mikiUa réttinda
en tæki á sig litlar skyldur, hann
fengi betri verzlunarkjör en aðr
ir, fuUkomið lýðræði væri ríkj-
andi í samvinnufélögunum, þar
sem hinn smái nyti sama réttar
og hinn stóri og væri raunveru-
lega verndaður. Samkvæmt sam
líkingunni ætti þá aukaaðild að
vera miklu hagkvæmari fyrir ís-
lendinga en verzlunarsamningur.
Við mundum þá ekki einungis
njóta betri viðskiptakjara en
ella, heldur værum við raunveru
lega sem hinn smái verndaðir
gegn yfirgangi hins stóra. Þegar
hliðsjón er höfð af skoðunum og
fullyrðingum Framsóknarmanna
um félagsverzlun, virðist engin
leið að draga aðra ályktun en
þessa af þeirri samlíkingu, sem
Tíminn tekur upp í ritstjórnar-
grein sína. Ef önnur skýring er
til væntum við þess að Tíminn
birti hana á morgun.
★ ÁRÁSIN Á KARli
GIJBJÓNSSON.
Komúnistablaðið heldur uppi
stöðugum árásum á þá menn,
sem ekki vildu á Alþingi hindra
það, að Sigurði Ólafssyni, flug-
manni yrðu greiddar bætur
vegna hinna einstæðu viðskipta
hans við Tékka, þegar neyða
átti hann tU njósna. Fer blaðið
mörgum hörðum og háðulegum
orðum um þá afstöðu, talar um
„furðulega atburði,” „ofstæki,"
sem leiði „langt út fyrir vett-
vang skynseminnar“, „misnotk-
á almannafé í sina þágu á svo
blygðunarlausan hátt“ o.s.frv.
Nú er þess að gæta, aS full-
trúi kommúnista í fjárveitingar-
nefnd, Karl Guðjónsson, stóð að
þessari tillögu. Þykir „Þjóðvilj-
anum“ bera vel í veiði að nota
þetta mál til árása á Karl. Það
var hann sem lagði á flokksþingi
kommúnista til, að flokkurinn
yrði lagður niður. Hafa komm-
únistar strengt þess heit að eyði
leggja hann með öllum tiltækum
ráðum fyrir þetta atferU og ann-
að. Þess vegna verður árásun-
um vafalaust haldið áfram.