Morgunblaðið - 20.12.1962, Side 3

Morgunblaðið - 20.12.1962, Side 3
Fimmtudagur 20. des. 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Nemendur í Vogaskóla hafa unnið að því að búa til þennan fallega glugga, sem reyndar er ekki úr gleri heldur mislitum pappír. VAFALAXJST er þetta eini tími ársins ,sem öllum börn- um og unglingum finnst gam an í skólanum. Þar ríkir nú glaumiur og gleði hvem dag, það er sungið og hlegið, og fáir kennarar eru svo harð- brjósta að þeir lesi ekki jóla- sögu fyriri bekkina sína í sein asta tímanum fyrir jól. Svo kemur sjálfur hápunkt urinn, jólaskemmtun skólans. Þá tjalda nemendurnir og sum staðar kennararnir öllu, sem til er. Það er þegar búið að vinna lengi við að skreyta stof umar, ljósin bafa verið vafin með pappír, svo þau verða mis lit og það er komin bómull út” um alla veggi og borð. Kannski stendur uppljómuð kirkja á borði útí í horni, og töflurnar, sem vanalega eru ekki sérlega vi>' " hafa verið skreyttar .arglit- um jólateikninguiix eoa lands lagsmyndum og eru orðnar augnayndi. Þegar svo stund jólatrés- skemmtunarinnar er loks runn in upp streyma nemendurnir klæddir í sitt stífasta púss inn- í skólana og fara að ganga milli stofanna. „Nei, sjáðu hvað þetta er ... .Fæddi hún þá son sinn frum getinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu....‘* fallegt“. „Þetta hefðum við átt að gera.“ „Hvers vegna datt okkur þetta ekki í hug?“ segja bekkjafélagarnir ihver við annan. Við höfðum haft spurnir af sérstaklegá fallegri glugga- skreytingu í Vogaskólanum og brugðum okkur þess vegna þangað inn eftir í fyrrakvöld. Þegar við komum að skólan- um var engu líkara en komin væri stór mosaik-gluggi í narðunhlið gagnfræðaskólans. Frummyndin af þessum glugg að finna í annálshandriti í hinni frægu Skarðsbók, sem er talin vera síðan um 1250. Þegar við komum inn er okk ur sagt að unglingamir séu á jólavöku í samkomusal skól ans. Við göngum þangað, og komum þar að, sem er yfir- istandandi spurningakeppni. Víst er um það, að lítið yrði úr mörgum af eldri kynslóð- inni er þessum spurningum mörgum hverjum yrði demibt yfir þá. Hvernig anda sniglar, hvaða íslenzkur prestur var eitt sinn í sjóher Dana og hvaða símanúmer er í Austur bæjarbíó? Þegar við komum úr sam- komusalnum byrjar Lúðra- sveit barna að leika, svo und- ir tekur í skólanum, en börn- in ganga inn í sínar bekkjar- stofur. Skömmu seinna birt- ast kennararnir, hver með stóran pappákassa og svo er byrjað að úthluta jólakortum sem börnin senda hvort öðru. Þetta er orðinn fastur liður í ijólatrésskemmtimum skól- anna. Síðan var komið að mesta atriði jólavökunnar, sem var flutningur jólaguðspjallsins með söng og upplestri. Slökkt var á öllum ljósum og börnin byrjuðu að syngja „Heims um ból“, en þrjár stúlkur í hvít- um skikkjum komu inn og Síðan María og Jóref, vitring- arnir þrír og heill herskari af englum, sem allir báru kerti. Börnin komust smám saman í hátíðlegt skap, enda var mik- ill hátíðarblær yfir flutningn um. Að síðustu flutti séra Árelí- ur Níelsson langa jólahug- vekju, en að benni lokinni fóru börnin heim í jólaskapi eins og vera ber. „....nann tigna hinMns herskarar.“ Bækur eftir tvær norrænar skáldkonur KOMNAR eru út tvœr þýdd- ar skáildsögur hjá ísafold, „Mær- in gengiur á vatninu“, eftir Eva Joenpelito og „Herragarðslíf“ eftir Andtra. Eeva Joenpelto er i röð fremstu núliifandi rithöfunda, er rita á finnslka tungu, og hafa mörg verk hennar verið þýdd á önn- ur Norðurlandamál. Hún hefir aMis skrifað 9 skáldsögur, og fjalla þær flestar um' fólk, er byggir sveitahéruð og iðnaðar- pláiss. Sú bók, sem hér liggur fyrir í íslenzkri þýðingu, „Mærin gengur á vatninu“ er fimmta skáldsaga Joenpelto og hefir fram tiil þessa verið talið höf- uðrit hennar. Njörður P. Njarð- vík þýddi bókina. Norsku skáldkonunni Anitra, höfundur „Herragarðslífs", hefir verið líkt við Margrit Söderholm í fyrra kom út á íslenzíku bók hennar „Silkislæðan“, og er „Herragarðslíf" framhald þeirr- ar bókar. Sagan gerist í fjalla- döl um Noregs, þar sem hinir stóru búgarðar liggja víða af- skektir. Anitra lýsir hryggð og gleði unga fólksins á þessum bú görðuim, ævintýrum þess, synd- um og sjáiflstrausti. Stefán Jóns son, námsstjóri, hefir þýtt bók- ina. Tilfinnanlegur rafniagnsskortur Vaildaistöðum; 16. des: — All tilfinnanlegar rafmagnsbilanir hafa átt sér stað hér undanfar- ið. í gær, það er laugardag, var hér raámaignslauist í 7 klst. og sl. laugardaig var rafmagnslaust í fulla 17 tíma, þó ekki í alíri sveitinni. — St. G. Sex togarar selja erlendis SEX íslenzkir togarar seldu erlendis á þriðjudag og miðviku daig, fimm í Bretlandd og einn í Þýzikalamdi. Á þriðjudag seldi Jón forseti í Grimsby 103 tonn fyrir 9.276 sterlingspund, Surprise í Grims- by 95 tonn fyrir £ 5.700 og Þor- kell máni í Grimsby 150 tonn fyrir £ 9.908. Á miðvikudag seldi Karlsefni í Aberdeen 89 tonn fyrir £ 5.882 Haröbakur í Grimsby 140 tonn fyrir £ 8.738 og Marz í Cux- haven 120 tonn fyrir 129.494 mörk. STAKSTtlMAR Umsókn um aðild Stundum heyrist því fleygt, að umsókn um aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu sé sama og inn ganga í bandalagið og umsókn um aukaaðild þýði óhjákvæmilega, að umsækjandinn verði aukaaðili. Þetta er auðvitað algjörlega byggt á misskilningi. Þótt eitt- hvert land sæki um aðild er það þar með ekki orðið þátttakandi að Efnahagsbandalaginu, þvert á móti virðast löndin verða að heyja harða haráttu til þess að komast inn í handalagið, og ekki er minnsta ástæða til að ætla, að sexveldin mundu óska þess, að umræður um umsókn um inn- göngu héldu áfram, ef umsækj- andi óskaði að slíta viðræðum og hætta við aðild. Þótt fslendingar hafi nú ákveðið að híða átekta og sækja ekki um neinskonar að- ild eða tengsl á þessu stigi, er 'rétt að menn hafi það hugfast að slík umsókn, þótt send yrði, opn ar aðeins umræður, en gerir eng an að aðila. Bendir til „þjóðfylkingar". Því miður bendir margt til þess að leiðtogar Framsóknarflokks- ins stefni að „þjóðfylkingu“ méð kommúnistum, enda þótt Tíminn neiti því dag eftir dag. Með öfga kenndum málflutningi í stjómar andstöðunni er Framsóknarflokk urinn að útiloka sig frá heil- brigðu samstarfi við hina lýðræð isflokkana. Jafnframt hallar hann sér meir og meir að kommúnist- um, þótt sjálfsagt sé öllum leið- togunum það ekki ljúft. Fer held ur ekki á milli mála, að pólitísk skrif Tímans miða að samstarfi þessara tveggja flokka að afstöðn um kosningum. t skrifum sínum koma svo kommúnistar til móts við þetta sjónarmið Framsóknar manna. Um það er ekki deilt að ályktanir síðasta flokksþings kommúnista voru allar í anda hins væntanlega samstarfs og voru sumar teknar beint úr dálk um Tímans, eins og til dæmis það, að stjómarstefnan miðaði að því að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari, að nauðsyn væri á samstöðu hænda og verka- manna, stuðningi við samvinnu- félögin o. s. frv. Málflutningur Framsóknar En fleira hendir til þess, að „þjóðfylkingin" sé þegar ákveðin. Má þar nefna það, að Framsókn stóð næstum sem einn maður með lögbrotum kommúnista á Alþýðu sambandsþinginu, þar sem drjúg um hluta af miðstjórninni var vikið til hliðar. Málgagn Fram- sóknarflokksins ræðir um það, að stundum sé rétt að starfa með kommúnistum og verða þeim sam ferða „spöl og spöl“ og bætir síð an við: „Sú samfylgd þarf ekki að koma að sök“. Er hér augljóslega verið að und irbúa jarðveginn, ef tækifæri gæfist til samstarfs við kommún- ista um stjórn landsins eftir kosn ingar. Hér her allt að sama brunni, í stjórnarandstöðunni virðast vera að síga saman fylk- ingar, ekki til að berast á bana- spjót, heldur til hins að taka sam an höndum, sameinast í „þjóð- fylkingu“ með þá von í huga að geta myndað nýja vinstri stjórn eftir kosningar. En kjósendur munu sjá til þess að þau áform takist ekki, nú þegar þeim er kunnugt um hvert stefnt er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.