Morgunblaðið - 20.12.1962, Side 13

Morgunblaðið - 20.12.1962, Side 13
Fimnvtu'dagur 20. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 13 John Steinbeek og kona hans, Elaine, vöknuðu einn morguninn, meðan þau dvöldust í Stokk- hólmi, við undurþýðan söng. Inn iyn dyrnar á herbergi þeirra í Grand Hotel gekk fögur „Lucia“ og færði þeim kaffi í rúmið og „Luciu“-brauð. EG þaikíkia sænsku akademí- unni fyrir að álíta verk min verðug þessa heiðurs, sem er öflilium öðrum mieiri. í hjarta mínu efast ég ef til vih um, að ég eigi Nóhels verðlaunin frekar skilið en aðrir rithöfundar, sem éig heiðra og dói — en það er enginn vafi á, að ég er ánægð ur og hreykinn yfir að hafa fengið þaiu. Það er venja að þeir, sem þessi verðlaun fá, fari lærð- um eða persónulegum orðum um eðld bókmenntanna og stefniu þeirra. Við þetta sér- staka tækifæri held ég samt að gott værd að líta á hinar göfugu skyldur og ábyrgð þeirra, sem skapa bókimennt- ir. Svo mikil er frægð Nóbels- Ræða John Steinbecks við afhendingu Nóbelsverðiaunanna verðilaunanna og þess staðar þar sem ég stend, að ég finn mig knúinn til að tísta ekfci eins og þakklát og feimin mús, heldur öskra sem ljón af stolti yfir köllun minni og hinum miklu og góðu mönnum, sem hafa fylgt henni um allar ald- ir. Bókmienntir voru ekki útbá súnaðar af fölum horuðum og gagnrýnandi prestum, sem syngja helgiljóð sín í tómium kirkjum — né heldur eru þær leikur fyrir einangraða úr- valsmenn, betlara, vannærða á niðursuðumat. Bókmenntir eru jafn gamlar og mannlegt mál. Þær urðu tii vegna þess að miannkynið þarfnaðist þeirra og þær hafa ekki breytzt að öðru leyti en því, að þörfin fyrir þær hef- ur aukizt. Hirðskáldin, hetjuljóðskáld in og rithöfundarnir eru ekki einangraður háaðall. Frá fyrstu tímum hefur tegund ofckar kveðið á um hlutverk þeirra, skyldur og ábyrgð. Mannkynið hefur verið að lifa gráa og ömurlega óskapnað- aröld. Hinn mikli fyrirrennari minn, William Faulkner, nefndi þetta í ræðu sinni hér sorgarleik hins almenna ótta, sem búinn var að vera svo lengi við líði að engin andleg vandamál voru lengur til. Og þess vegna, virtist ekikert þess virði að skrifa um það nema hjarta mannsins í andstöðu við sjálft sig. Faul'kner þekkti styrk mannsins og veikleika betur en flestir aðrir menn. Hann vissi að skilningur á óttanum og sigur yfir honum eru mik- ill hluti af tilverurétti rithöf undarins. Þetta er ekki nýtt. Hið forna hlutverk rithöfundarins hefur ekkert breytzt. Verkefni hans er að sýna hinn mörgu slæmu mistök okkar og galla og draga fram í dagsljósið myrkustu og hættulegustu drauma okkar, svo að þá megi bæta. Ennfremur hefur skáldun- um verið falið að sýna og lofsyngja hinn margsannaða hæfileika mannkynsins til að sýna mikilleik hjartans og andans — ýil að bíða ósigur með sæmd — hugrekki þess, samúð og áist. I hinni eilífu styrjöld gegn veikleika og ör væntingu eru þessar kenndir hinir björtu gunnfánar von- arinnar og framgirninnar. Ég staðhæfi, að rithöfund, sem ekki trúir af öllu hjarta að betrumbæta megi mann- kynið, skortir bæði hugsjónir og hlutdeild í bókmenntun- um. Hinn almenni ótti nútímans er afleiðingin af skjótfeng- inni þekkingu okkar á ýms- um hættulegum þáttum efnis heimsins og meðferð þeirra. Sannleikurinn er sá, að aðr ir hlutar þekkingarinnar hafa enn ekki tekið þetta stóra skref, en það er engin á- stæða til að ætla að þeir geti ekki, eða muni ekki, ná jafn langt. Rithöfundarnir • bera meira að segja hluta af ábyrgð inni á að svo verði. Með tilliti til hinnar löngu og stoltu sögu mannkynsins, sem hefur staðið fast gegn náttúrulegum óvinum sínum, enda þótt það hafi stundum séð fram á ósigur sinn og dauða, værum við huglausir og heimskir að flýja orustu- völlinn, þegar mesti sigur okk ar er kannski skammt undan. Eins og skiljanlegt er hef ég verið að lesa ævisögu Al- freds Nobels; einmana manns og hugsandi, að sögn bókanna. Hann fullkomnaði lausn II sprengiafla úr læðingi, sem bæði bjuggu yfir skapandi mætti til góðs og eyðilegg- ingarmaatti til ills. En þau hafa engan vilja og þau láta ekki stjórnast af samvizku eða skynsemi. Nobel sá nokkuð af hinni grimmdarlegu og blóðugu misnotkun uppfinningar sinn- ar. Ef til vill hefur hann jafn vel séð endanlegan árangur rannsókna sinna — vald á ó- lýsanlegu ofbeldi og endan- legri toi-tímingu. Sumir segja að hann hafi orðið kaldhæðinn, en því trúi ég ekki. Ég held hann hafi reynt að finna upp beizli, ör- yggisloku. Ég held að hann hafi að lokum fundið hana í and-a og huga mannkynsins, og hvergi annars staðar. Mér virðist hugsun hans koma ljóslega fram í því, hvað þessi verðlaun eru veitt fyrir. Þau eru veitt fyrir stöðugt aukna þekikingu á manninum og umheimi hans — fyrir skilning og gagnkvæm sam- skipti, sem eru hlutverk bók- menntanna. Og þau eru veitt þeim, sem hafa sýnt hæfileika til að útbreiða frið, sem er æðsta markmið alfls hins fyrr nefnda. Minna en fimmtíu árum eftir dauða hans var dyrum náttúrunnar lokið upp, og okkur bauðst sú hræðilega byrði, að eiga frjálst val. Við höfum sölsað undir okk ur mikið af því valdi sem við einu sinni töldum tilheyra guði. Óttaslegnir og óviðbúnir höfum við tekið okkur æðsta vald yfir lífi og dauða alls heimsins og allra lifandi vera. Hættan, sæmdin og valið eru nú að lokum í hendi mann kynsins, nú er fyrir höndum prófsteinninn á það, hvort unnt er að fullkomna það. Nú, þegar við höfum tekið okkur guðlegt vald, verðum við að leita í okkur sjálfum að þeirri ábyrgðartiifinningu og vizku, sem vér eitt sinn báðum að guð hefði til að bera. Mannkynið sjálft er orðið mesta hætta okkar og hin eina von. Því hefði postulinn Jóhann- es vel getað sagt í dag: Að lokum er orðið og orðið er maðurinn — og orðið er meðal manna. Guðni Jónsson skrifa; um: Merka Islendinga Nýr flokkur I. bindi. Jón Jón Guðnason fyrrv. skjala- - vörður bjó til prentunar. — Bókfellsútgáfan h.f. Reykja- vík 1962. ARIÐ 1947 hóf Bókfellsútgáfan útgáfu merkilegs ritsafns, sem orðið hefir mjög vinsælt. Nefnd- ist það Merkir íslendingar og var *afn af ævisögum íslenzkra merk ismanna á síðustu öldum eftir ýmsa höfunda. Flestar höfðu ævi eögurnar að vjsu birzt áður, margar í Andvara eða í öðrum ritum, sem nú eru orðin lítt á elmannafæri; nokkrar höfðu ekki verið prentaðar áður. Út- gáfan hafði því gagnlegt erindi Og þakkarvert, sem sé að draga fslenzkan ævisagnaauð fram í dagsljósið, eftir því sem til vannst, og gera hann aðgengileg- «n hinum yngri kynslóðum. Á næstu árum kom út í safni þessu eitt bindi árlega, en sjötta og síð- •sta bindið 1957, stærst þeirra •llra, og fylgdi þar með nafna- skrá við ÖU bindin ásamt skrá jrfir ævisögurnar, sem í safninu voru birtar, en þær voru 100 að tölu. Var þetta þá orðið með eigulegustu ritum íslenzkum, euda í hvívetna til þess vandað. Prófessor Þorkell sál Jóhannes- son valdi ævisögurnar og bjó þær til prentunar. En með þessu myndarlega á- taki var ævisagnafjársjóðurinn þó engan veginn tæmdur, — sem betur fer, má ég segja, og meira að segja alls ekki nærri honum gengið. Til er enn fjöldinn all- ur af ævisögum merkra manna, sem eiga ekki síður erindi til nútímans en þær, sem birtust í áðurnefndu safni, og standa þeim jafnfætis að allri gerð. Því er það, að Bókfellsútgáfan hefir hafizt handa um framhald þess- arar útgáfu. Er nú fyrir skömmu komið út fyrsta bindið í nýjum flokki Merkra íslendmga, sem Jón fyrrv. skjalavörður Guðna- son hefir búið til prentunar. Þar er enn mjög myndarlega ,af stað farið og frágangur bókarinnar og útgerð öll hin prýðilegasta, m.a. fylgja myndir af þeim, sem um er ritað, eða sýnishorn af rit- hönd þeirra, ef til er, og nafna- skrá að bókarlokum. Er hinn nýi flokkur mjög með sama móti sem hinn fyrsti; helzt er þáð frá- breytilegt, að nú eru teknar með ævisögur manna frá fyrri öldum sögu vorrar og nafnaskrá á að fylgja hverju bindi í sbað þess að draga hana saman í eitt að flokknum loknum. Myndir eru og prentaðar á sérstakan, valinn pappír. í fyrsta bindi hins nýja flokks eru þessar ævisögur: Skafti Þór- oddsson lögsögumaður eftir séra Janus Jónsson; Björn Einarsson Jórsalafari eftir sama, höfund; Jón Árnason biskup í Skálholti eftir Grím Thomsen; Snorri Björnsson prestur á Húsafelli eftir Sighvat Gr. Borgfirðing; Þorleifur Guðmundsson Repp eftir Pál Eggert Ólason; Hannes Stephensen prófastur eftir Sig- hvat Gr. Borgfirðing; Jörgen Pétur Havstein amtmaður eftir Jón Aðils; Jón Borgfirðingur fræðimaður eftir sama höfund; Jón Stefánsson — Þorgils gjall- andi eftir Þórólf Sigurðsson; Pét- ur Jónsson á Gautlöndum eftir Sigfús Bjarnarson; Guðmundur Magnússon prófessor eftir Sæm- und Bjarnhéðinsson; Magnús Guðmundsson ráðherra eftir Jón Sigurðsson. Tvær af þessum ævi- sögum hafa ekki verið prentað- ar áður. Það eru ævisögur þeirra Snorra prests á Húsafelli og séra Hannesar Stephensens, báðar teknar úr hinu mikla ritverki Sighvats Borgfirðings, Prestaæv- um í Landsbókasafni. Ævisögurnax tólf, sem eru í þessu bindi, munu vera gott sýn- ishorn af slíkum ævisögum, eins og þær tíðkast hér á landi. Þær eru allmismunandi að gerð. Sum ar hefjast með rækilegum ættar- tölum að íslerizkum sið, aðrar ganga að mestu fram hjá þeim, og mun það færast í vöxt, enda verður þörfin á að endurtaka slíkan fróðleik eftir því minni sem meiri kostur er nú en áður allyfirgripsmikilla handbóka í ættfræði, þar sem eru æviskrár- rit, lærðramannatöl, niðjatöl og fleira af því tagi frá síðari ára- tugum. Ekki mundu nútímafræði menn rita sögu Skafta lögsögu- manns með því móti sem séra Janus gerði, að endursegja að miklu leyti frásagnir íslendinga sagna, t. d. Njálu, Grettlu og Flóamanna sögu, um Skafta. Þessar sögur hafa lítið sagnfræði legt gildi, enda ritaðar nær þrem ur öldum eftir daga hins fræga lögsögumanns. Hins vegar mundi nú þykja betur við eiga að skýra allrækilega frá dómaskipun landsins á 10. öld, svo að ljóst verði, hversu geysilega mikil- væg breyting stofnun fimmtar- dómsina var og þar með hlutur Skafta í löggjöf landsins. Þetta veigamikla atriði leiðir höfund- ur ævisögunnar alveg hjá sér, en fjölyrðir um ýmislegt ann- að, sem miklu er minna um vert. Nokkuð sérstæð er ævisaga Snorra prests á Húsafelli í því, að höfundurinn tekur með ýms- ar þjóðsögur um þennan gamla kraftaklerk og rímnagarp. Kveðst hann taka með þær sög- ur, sem voru ekki skráðar ann- ars staðar, og er svo hæversk- ur að bjóða lesendum upp á að hlaupa yfir þær, ef þeir hirði ekki um þær. Það hygg ég, að menn geri þó ekki. Slíkar sögur eiga einmitt heima í æviágripi séra Snorra, sem var þegar orð- inn rammaukinn þjóðsagnaklerk ur í iifanda lífi. Prýðilega er sögð sagan af Þorleifi Repp, þeim gáfaða lærdómsmanni, sem aldrei fékk notið sín til fulls, þótt flestir viðurkenndu hæfi- leika hans. Sérstakt og einstakt óhapp virðist hafa orðið honum að fótakefli, hin misheppnaða dispútatsía hans í Khöfn 1826. Mörgum mun og renna til rifja saga Jóns Borgfirðings, sem ævi- langt var með hugann við bæk- ur og þjóðleg fræði, en fátækt- in íslenzka meinaði að lifa því lífi, sem hann þráði, kom þó engu að siður frá hendi miklum fræðistörfum og mörgum efni- legum börnum til manns og mennta. Þannig bregða þessar ævisögur upp margvíslegum myndum af ævikjörum og störf- um þjóðkunnra manna, þótt hér verði ekki lengra rakið. Hafi kostnaðarmaður og út- gefandi beztu þökk fyrir góða og eigulega bók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.