Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 24
4
DAGAR
TIL JÓLA
I!
m
Fiskverðinu
vísað tíl
yfirnefndar
UNDANFARNA daga hefur
Verðlagsráð sjávarútvegsins,
fiskideild, unnið að verð-
ákvörðun bolfisks fyrir árið
1963.
Ráðið hefur ekki náð fullu
samkomulagi um verðið og
endanlegri verðákvörðun hef-
ur því verið vísað til yfir-
nefndar, samanber lög um
Verðlagsráð sjávarútvegsins
nr. 97/ 1961.
Aðilar ráðsins samþykktu
samhljóða að óska eftir þvi
við Gunnlaug G. Björnsson,
bankafulltrúa, að taka að sér
starf oddamanns í yfirnefnd-
inni. Gunnlaugur hefur fall-
izt á tilmælin. |
Verðlagsráð kaus yfirnefndj
ina á fundi sínum í gær. Hana
skipa: 1
Gunnlaugur G. Björnsson,
bankafulltrúi, formaður, Helgi
Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri, Reykjavík, Guðlaugur
Stefánsson, framkvæmdastj.,
Reykjavík, Sigurður Péturs-
son, útgerðarmaður, Reykja-
vík, og Tryggvi Helgason,
sjómaður, Akureyri.
(Frá Verðlagsráði sjávar-
útvegsins)
Útibú frá Búnaðar
bankanum á
Blönduósi
HINN 1. janúar næstkomandi
tekur til starfa á Blönduósi nýtt
bankaútibú frá Búnaðarbanka
Islands. Tekur útibúið við öllum
innláns- og útláns viðskiptum
Sparisjóðs Húnavatnssýslu. Úti-
búið verður fyrst um sinn rekið
í húsakýnnum Sparisjóðsins, en
á næsta vori er áformað að hefja
húsbyggingu við Blöndubrú fyr-
ir útibúið og ýmsa starfsemi
hrepps og sýslu.
Útibúið annast öll venjuleg
innlend bankaviðskipti og fyrir-
greiðslu við aðalibankann í
Reykjavík.
Útibússtjóri hefur verið skipað
ur Hermann Þórarinsson, spari-
sjóðsstjóri á Blönduósi.
Þetta er þriðja úti'bú B. naðar-
bankans úti á landi, en hin eru
á Akureyri og í Egilsstaðakaup-
túni.
(Frá Búnaðarbanka Islands)
Bílar lenda í erflö-
leikum vegna roks
SEINNI HI.UTA dags í gær og í
gærkvöldi urðu bilar fyrir mikl-
um töfum af völdum veðurofsans
á leiðinni norður.
Á Kjalarnesi héldu margir
bílar kyrru fyrir, þar sem bíl-
stjórarnir treystust ekki til að
aka í rokinu. Töldu sumir jafn-
vel, að vegurinn væri ófær á
verstu köflunum. Lítill sem eng-
inn snjór var þarna, en hálka á
blettum.
„Enginn bíll til“
MIKIÐ annríki var á leigubíla-
stöðvum í allan gæirdag vegna
veðursins. Margir þurftu að kom
ast uam bæinn í jólaannríkinu, og
þar sem veðrið var ekki beint
fallið til þess að vera mikið úti
við, þurftu margir á leigubíl að
halda. f>að vair þó hægara sagt
en gert, því að eftirspurnin var
meiri en framboðið. Ýmist var
ekki svarað í síma hjá bílastöðv
unum, eða síminn var á tali. Sum
ir fengu þó svar, en þá var ann-
að hvort enginn bíll til um ó-
fyrirsjáanlegan tíma, eða bið-
tíminn upp í klukkutíma a.m.k.
Kom þetta sér afar illa fyrir
suma, sem þurftu nauðsynlega á
bil að halda vegna atvinnu sinn
ar, læknisvitjunar eða annars.
Undir Hafnarfjalli var geysi-
hvasst. I>ar voru 5 eða 6 flutninga
bílar frá Akureyri á leið suður,
sem áttu í erfiðleikum. Hafði
einn bíllinn misst af sér seglið,
þótt það hefði verið vandlega fest,
og annar framrúðuna.
Kl. 23.30 var langferðabíllimn
að norðan að komast á móts við
sæluhúsið á Holtavörðuheiði. Þar
kingdi niður snjó og hvassviðri
var á. Ætlunin var að halda á-
fram í nótt, enda var jarðýta í
för með bílnum. Einn bíll hafði
lent út af véginum á heiðinni,
en honum var hjf' ~ð upp á veg-
inn aftur.
Neistar komust
í einangrun
SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt inn að
Síðumúla 23 kl. hálf sex á mið-
vikudagskvöld, en þar hefur
Gamla kompaníið verkstæði.
Neistar höfðu komizt í pappa-
einangrun í kjallaravegg, og
höfðu starfsmenn rofið múrinn,
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang. Ekkert vatn var notað, held
ur var einangrunin borin út. —
Skemmdir urðu óverulegar, nema
á veggnum.
70 milljón kr. lán
til nýja Keílavíkurvegaiins
28 milljón kr. lán
til byggingar menntaskóla, kenn-
araskóla og hjúkrunarskóla
KJARTAN J. Jóhannsson, formað
ur fjárveitingarnefndar, gat þess
á Alþingi í gær, að fjárveitingar-
nefnd hefði orðið sammála um
eftirfarandi breytingar á fjárlaga
frumvarpinu m.a.:
Að ríkisstjórninni sé heimilt að
taka allt að 28 milljón kr. lán
til byggingar Menntaskólans í
Reykjavík, Kennaraskóla íslands
og Hjúkrunarskóla íslands.
Að ríkisstjórninni sé heimilt að
taka allt að 70 millj. kr. lán til
lagningar steinsteypts Keflavík-
urvegar, en þar er umferðin orð
in svo mikil, yfir 1000 bifreiðar
á dag, að ógemingur er að halda
malarvegi við. í athugun er að
óska heimildar AJþingis til að
leggja á sérstakt umferðargjald
um veginn, er lánin verði a.m.k.
að nokkru leyti greidd með;
loks skuli 1 millj. kr. veitt til
byggingar bókhlöðu á Akureyri
Sæmileg færð
út um land
FLESTIR vegir voni færir í
gær, en færð var ákaflega erf
iff aS visu á HoltavörSuheiSi,
og Hellisheiðarvegur er enn
lokaSur. Farinn er Þrengsla-
vegur, og verður ekki reynt
að opna veginn um HellisheiSi,
fyrr en veður batnar að ráði.
vegna 100 ára afmælis kaupstað-
arins.
Nánar verður umræðnanna get
ið síðar.
Rafmagnsbilun
í gærkvöldi
RAFMAGNSBILUN varð í gær-
kvöldi í hluta Vesturbæjarins og
Miðbæjarins, þegar háspennujarð
strengur „brann yfir“. Fór raf-
magnið um kl. 22.45 og kom ekki
aftur fyrr en kl. 0.55. Tafðist út*
koma Morgunblaðsins töluvert af
þeim Sökum.
Umferðin í gær
LÍTIÐ VAR um árekstra og um
ferðarslys í gær, enda var um
ferð bæði gangandi fólks og far
artækja með minnsta móti vegna
veðurs. Hins vegar var talsvert
um það, að fólk dytti á hálkunni
í rokinu, en ekki var vitað til
þess, að neinn hefði slasazt alvar
lega.
Fram til dagsins í gær höfðu
orðið 170 umferðarslys (árekstr
ar o. s. frv.) í desember í Reykja-
vík. Mun sú tala þó lægri en sam
bærilegar tölur erlendis.
Viðbótarbygging
og nýr menntaskóli
Menntamálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason lýsti því yfir á Aliþinigi
í gær, að þegar næsta sumar
yrði hafizt handa um einnar
hæðar viðbótarbyggingu við
Menntaskólann í Reykjavík með
sex sérkennslustofum, sem yrði
tiilibúdn til notkunar þegar næsta
haust. Suimarið 1964 yrði svo til
viðbótar reist leikfimdhús, er
Verkfalli veitingafólks aflýst
Samið til tveggja ára
SAMNINGANEFNDIR Sam-
bands veitinga- og gistihúseig-
enda og Félags starfsfólks í veit
ingahúsum undirrituðu kl. 5 að
faranótt 19. des. nýjan kjarasamn
ing, eftir að hafa setið á samn-
ingafundi með sáttasemjara,
Torfa Hjartarsyni, frá kl. 20.30
kvöldið áður. Breytingar þær,
sem gerðar voru frá fyrra samn-
ingi, eru þessar:
Allir kauptaxtai- hækka um
11%, og er í því sambandi rétt
að geta þess, að kaup starfsfólks
(ófaglærðs) í veitingahúsum
hefur hingað til verið nokkuð
lægra en kaup þess fólks, sem
vinnur svipuð störf.
Samið var um, að 6% orlof
greiddist að fullu á alla auka-
vinnu. Einnig bættust við frí-
dagarnir II. jóladagur og 17.
júní.
Samið var nú í fyrsta skipti
við yfirsmjörbrauðsstúlkur og
svonefnda „húsmenn", sem er
nýyrði í fyrrnefndum samningi.
Starf húsmanna er birgðarvarzla
og ýmis sýslan á hótelum og
stærri veitingahúsum.
Að lokum var samið um, að
hinn nýi samningur skuli halda
gildi tií 31/12 1964. Þó eru á-
kvæði í samningnum um að segja
megi upp kaupgjaldsákvæðum
samningsins, ef vísitala fram-
færslukostnaðar hækkar um
vissa prósentu á samningstíma-
bilinu.
Með samningi þessum hefur
SVG tekizt að nokkru að sam-
ræma gildistíma mismunandi
starfshópa, er vinna á hótelum og
í veitingahúsum, þar sem t.d.
samningurinn við þjóna frá sl.
sumxi eru einnig í gildi til 31/12
1964. Verkfall hafði verið boðað
26. desember.
jafnframt yrði samkomusalur.
Áður hafði verið áikveðið að
hafdzt yrði handa sl. vor, en úr
þedm framkvæmdum gat ekki
orðið þar sem sumir aðilar töddiu
þær ekki samrýmast skipulags-
reglum borgarinnar.
Nú er ákveðið,*að Menntaskól
inn fái tii umráða svœðið midli
BókMöðustígls og Amtmannsstigs
annans vegar og Lækjargötu og
Þingholtsstrætis hins vegar þó
þanniig að ein húsaröð verði neð-
an ÞingíholtsistrætLs. Gert er ráð
fyriæ að þessar framkvæmdár
kosti um 25 miilj. kr., og muni
fullnægja Menntaskóianum
næstu 2-4 árin.
Jafnframt hefur rlkisstjórnin
áikveðið að reistur verði nýr
menntaiskóld í' Hamraíhdíð með
20 almennum kennsl ustoÆum, er
rúmi 500 nemendur með einsetn
ingu. Standa vonir tid, að unnt
verði að hefjast handa við bygg
ingu skóllans haustið 1964 oig verð
ur henni hraðað svo sem kost-
ur er.
Með þessu kvað ráðherrann
séð fyrir húsnæðisþörf Mennta-
skólans tii frambúðar svo að á
næstu árum ætti ekki að þurfa
að grípa til bráðabirgðaráðstaf-
ana sakix hiúsnæðisskorts, og
hann þar bætt úr áratuga van-
reeksiu.