Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. janúar 1963
MORCVNBL AÐIÐ
5
Framúr- á 80 km. hraða.
EKKI ætíum við að ráðleggja
lesendunum að gera tilraunir
til að líkja eftir þessum
frækna ökumanni. Enda þótt
ýmsar af nýrri götum bsejar-
ins væru tilvaldar til að æfa
sig í að gera kúnstir á, er ekki
lííklegt að tryggingafélögin
yrðu sem nokkru nasmi hrifn-
ari en lögreglan, því að sögn
hafði Frakkinn Jean Sunil
eyðilagt ekki færri en sjö bif
reiðar áður en hann varð leik
inn í þeirri list að aka á tveim
ur hljólum að staðaldri.
Flesta bifreiðastjóra kitl-
ar í magann, aðeins við tid-
hugsunina um að taka beygju
á tveimur hjólum, en hvað
miundu þeir þá segja við að
aka 9 kílómetra vegalengd
með þeiim hætti. Þannig ók
þessi jafnvægisglaði Frakki
fyrir skömmu frá París til
smábæjarins Chartres. Vega-
lengdin er sem fyrr segir 97
km, en ferðin tók 7 klukku-
stundir og hann varð að
leggja af stað 25 sinnum
vegna þess að hann varð fyrir
truflunum af völdum umferð-
ar, enda þótt 4 lögregluþjónar
á mótohjólum fylgdu honum
í bak og fyrir. Þótt ferðin tæki
þennan tíma, var ekki þar
með sagt að aldrei væri sprett
úr spori, því á köflum ók
hann á hraða, sem hér heima
væri talinn ólöglegur á fjór-
um hjóium.
Aðferð hans til að komast
á tvö hjól er sú, að hann ekur
með hœgri hjólin upp á hall-
andi bretti, þannig að hliðin
lyftiist, en síðan heldur hann
jafnvæginu með sínum eigin
líkamshreyfingum. Bifreið
hans, sem er Simca, hefur ver-
ið nokkuð styrkt og endur-
bætt fyrir þetta furðulega öku
lag. Ökuþórum hér á landi er
þessvegna óhætt að leggja all-
ar áætlanir um slíkan akstur
á hilluna, því það eru engar
líkur til að bifreiðin, sem þeir
hafa völ á reynist þeim hlið-
holi.
Hverjum þætti þetta skemmtilegt útsýni úr bifreið sinni?i
Eimskipatélag Reykjaviknr h.f.:
Katla er í Gautaborg. Askja er væat-
anleg til Faxaflóahafna í kvöld.
Hafskip. h.f.: I,axá fór frá Rvík.
S. jan. til Þýzkalands. Rangá lestar á
Austfjaröahöfnura.
Loftleiair h.f.: Snorri Sturluson er
væntanlegur frá New York kl. 8.
Fer til Giaagow og Amsterdam kl.
9.30. Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og
Osló kl. 23. Fer til New York kl. 00.30.
Skipadeild SÍS: HvassafeU er i
Stettin, fer þaðan til Rvíkur. Arnar-
fell fór i dag frá Siglufirði áleiðis til
Firmlands. Jökulfell er í Hamborg
fer þaðan áleiðis til Aarhus og Rvík-
ur! Disarfell er á ísafirði Litlafell er
væntanlegt ttl Rvíkur i kvöld frá
Rendsburg. Helgafell losar á norður-
Xandshöfnjum. Hamrafell fór 27. þ.m.
frá Rvik áleiöis tii Batumi. Stapafell
fer frá Akranesi 1 dag áleiðis til Ham
borgar.
Skipaútgerð rfklslns: Hekla fer frá
Rvík. í dag austur um land til Siglu-
fjarðar. Esja er í Álaborg. Herjólfur
fer fná Vestmannaeyjum ki. 21. í
lcvöld tii Rvikur. Þyrili fór frá Rott-
erdajm 31. f.m. áleiðis tii íslands.
Skjaldbreið fer frá Rvík 1 dag tU
Breiðafjarðahafna. Herðubreið fer frá
Kvík í dag austur um land tU Reyðar
fjarðar.
H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar-
foss er 1 Reykjavík, Dettifoss er í
Dublin, Fjallfoss er á leið tit Seyðis-
fjarðar, Goðafoss er í Riga, Gullfoss
er í Kaupmannahöfn, Lagarfoss er á
leið til Grundarfjarðar, Reykjafoss er
á leið til Seyðisfjarðar og Húsavíkur,
Selfoss er á leið tU New York, Trölla-
foss er í Reykjavík, Tungufoss er í
Hamborg.
Flugfélag islands h.f.: Millilandaflug
Milli-landafliugvéldn Skýfaxd fer tU
Glasgow og Kaupmannahaifnair kl.
07:45 í fyrramálið.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils-
staða, Kópaskers, Vestmannaeyja og
Þórshafnar. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa-
fjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar
og Sauðakróks.
Læknar fiarveiandi
Eyþór Gunnarsson 2/1 til 12/1. (Vict
or Gestsson).
Kjartan Magnússon 2/1 til 9/1
(Sveinn Pétursson).
Leiðrétting
í grein, sem birtist í Morgunblað-
inu sl. sunnudag, um Guðmund Inga,
fyrsta bamið sem fæddist á árinu
1962, misrituðust fornöfn foreldra
hans á tveim stöðum. au heita: I>uríð-
ur Sigurjónsdóttir og Sveinn Guð-
mundsson, eins og sagt var í upphafi
greinarinnar. Eru viðkomandi beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Tekiö á móti
tilkynningum
trá kl. 10 12 f.h.
Davíð Áskelsson:
Aramót
í vöku dimmra daga,
í draumi langra nátta
er heimur hversdagsgrár,
— og loksins heim að hátta
þú heldur, gamla ár.
í djúpi allra alda
um eilífð hvílast lætur,
og fáir fella tár.
— Að morgni fer á fætur
hið fyrirheitna ár.
Pér hljómar hinzta kveðja,
— við hringdum kirkjubjöllum
og héldum heilög jóL
Og ofar öllum fjöllum
skin ársins fyrsta sól.
Er þorranepjan næðir
og nístir klakaviðjum
og engu gefur grið,
sem börn við allir biðjum
um blessað sólskinið.
Trésmíði Lóð - Lóð - Lóð
Vinn allskonar innanhúss Óska eftir að kaupa bygg-
trésmiði í húsum og á verk ingarlóð undir einbýlishús
stæði. Hef vélar á vinnu- í Reykjavík eða nágrenni.
stað. Get útvegað efni. — Tilboð sendist Mtol. fyrir
Sanngjörn viðskipti. — 10. jan. Merkt: „Góð lóð —
Sími 16806. 3872,,.
Maður í millilandasiglingum óskar eftir 2 herbergum, annað má vera lítið. Uppl. í síma 36852. Milli kl. 7—8 e.h. á Föstudag. Eldri kona óskar að leigja eitt herb. Og eld- hús í risi. Húshjálp kemur til greina. Uppl. í síma 18979.
¥erzlunar og íbúðnrhús
Steinhús um 180 ferm á hornlóð, kjallari, verzl-
unarhæð og tvær hæðir og ris við Miðborgina til
sölu. — Upplýsingar ekki í síma.
Laugavegi 12.
Nemendasamband
Samvinnuskólans
heldur nýársfagnað sinn í Glaumbæ fimmtud.
3. janúar.
Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN.
N Ý SENDING A F
tekin upp í dag.
Bernharð Laxdal
Kjörgarði.
VIL KAUPA VEL TRYGGÐ 3JA — 5 ÁRA
SKULDABRÉF
Tilboð merkt: „Skuldabréf“ leggist inn á afgr.
blaðsins fyrir 5. jan. n.k.
Lrtil ibúð óskast til leigu
í Reykjavík eða Kópavogi.
BIFREIÐAR OG LANDBf NADARVÉLAR
Brautarholti 20 — Sími 19345 og 19346.
Stulka
óskast til starfa við garnahreinsun.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Gamastöð S.Í.S.
Rauðarárstíg 33.
Biblíubréfaskólinn
óskar nemendum sínum víðs vegar
um landið blessunar Guðs á nýbyrjuðu
ári með þakklæti fyrir gott samstarf
liðinna ára.