Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 3. janúar 1963
MORGVNBLAÐIÐ
17
Hróbjarfsminni
(I tilefni af fimmtugsafmæli
Hróbjarts Bjarnasonar stórkaup-
manns 1. janúar 1963).
I.
Ár var austur,
er ungan leiddi
móðir mög
mildum sjónum,
fögnuðu hjón
fríðum lauki
stórrar ættar
á Stokkseyri.
Hétu svein
Hróbjarts nafni,
móðurföður
minnum göfugs,
þess er góðfrægur
á Grafarbakka
hálfa öld
húsum stýrði.
Áður bar nafnið
Erlends kundur
Hróbjartur
frá Hæringsstöðum,
sá er öldum tveim
orpið hefir
sorgalaus
í sinn frama.
IL
Stóð vagga
þar er stórir rísa
sjóir af sæ
suðurpólskir,
grenja skerjálur
og skoltum sleikja
Langarif,
land bæði og sand.
Hitt var oftar,
er hvíld og ró
andaði bára
■inn að ströndu,
svæfði, hvíslaði,
sveip friði
svein og mey,
son og dóttur.
Upp nam að vaa
og vel dafna
bur og bróðir
í Bjarnarhúsi
glaður og frækn,
sá er gleðja kunni
föður, móður
og frænda lið.
Leikið var á túni
og á Löngudæl,
farið í fjöru,
fengizt að skeljum,
skotizt fimlega
skerja milli,
þá er úfnar öldur
oss vildu ná.
Var til fjalla
fagurt að líta,
horfðu barnsaugu
við Bláfelli,
Hekla við austur
hvítfaldaði
og Eyjafjalla
aldinn skalli.
III.
Unz hylting,
brotsjór tíðar,
kvaddi brautfarar
af bernsku slóðum,
landnáms önn
lofðunga kyns
heiðsynninga
hvarvetna beið.
Varð Reykjavík,
rísandi á legg,
annað ættból
austansveini,
Ingólfsfjall
Esja gerðist
og Guðnasteinn
Snæfellsþúfur.
Dagur af degi
bauð dreng frama,
óx með aldri
athöfn og mennt,
var sporléttur
á spyrjanda leið,
sigldi byrleiði
beggja skauta.
Kaus lífsstarf
í kaupmanns stétt,
fús að greiða
götu öðrum
og vanda hvers
vinar leysa
og þjóðar hag
þrátt að bæta.
Lét velgengni
sér vel líka,
gleymdi þó eigi
því er gengið var,
efldist að trausti
og að ástvinum,
unz Hróbjartur
hróðbjartur varð.
Heim þá reikaði
hugur tíðum
á brimslóðir
bernskudrauma,
varð hið mæra
minningaland,
Árnesþing,
íslands fulltrúi.
♦ —
Meðan dáfríðar
dætur Ránar
stikla létt
á Stjörnusteinum,
verði nýár
nýárs syni
heilum heilt.
Hvað er ár nema það?
Guðni Jónsson.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa.
Uppl. í verzluninni.
Hafnarstræti 7.
Sendisveinn
óskast nú þegar.
Sölumiðstöb Hrabfrystihúsanna
Aðalstræti 6, IV. hæð.
Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu
Þorsteinn Ólafsson stór-
kaupmaður — Minning
„EkTcert er, sem menn vita,
í senn eins víst og óvíst og
dauöinn. Hver fœöing varöar
dauöarefsingu. Vér erum all-
ir dauöadœmdir. En vér vit-
um ekki, hvenær dómnum
veröur fullnœgt.“
í>ESSI snjöllu orð Sigurðar heit-
ins Guðmundssonar skólameist-
ara komu mér strax í hug þegar
ég frétti að vinur minn Þorsteinn
Ólafsson stórkaupmaður væri dá
inn. Fráfall hans gerðist með svo
óvæntum og skyndilegum hætti,
að þrátt fyrir vissunna um það,
að milli vor og dauðans „er að-
eins eitt fótmál“ — og vér meg-
um alltaf vera við því búnir, að
„dómnum verði fullnægt“ —
kom þessi helfregn eins og reið-
arslag yfir vini Þorsteins og
kunningja. Sjálfur minnist ég
þess ekki, að önnur andlátsfregn
hafi komið mér meira á óvart.
Þorsteinn Ólafsson var fæddur
19. september 1916, sonur hjón-
anna Ágústu Þorsteinsdóttur og
Ólafs Gíslasonar stórkaupmanns
hér í bænum. Hann lauk gagn-
fræðaprófi og stundaði síðan
framhaldsnám í verzlunarskóla
í Englandi. Að námi loknu starf-
aði hann hjá fyrirtæki föður
síns, Ólafur Gíslason & Co. h.f.,
í 24 ár, unz hann stofnsetti heild-
sölufirmað Ólafsson & Lorange,
í félagi við Kaj Lorange, fyrir
fjórum árum.
Allir, sem nokkur kynni höfðu
af Þorsteini Ólafssyni, munu
vera á einu máli um það, að
hann hafi verið einstaklega
prúður og hugþekkur maður. Það
var gott að vera í návist hans
og eiga við hann samstarf, enda
rækti hann öll störf, sem hann
tók að sér, með einstakri ár-
vekni og trúmennsku. Sá sem
þetta ritar, hafði um skeið við
hann allnáið samstarf í félags-
skap, þar sem við vildum báðir
verða að einhverju liði. Um þá
samvinnu á ég minningar, sem
ekki gleymast. Þannig mun og
vera um aðra, sem eitthvað höfðu
saman við Þorstein að sælda, að
þeir minnast hans sem sérstaks
prúðmennis og góðs félaga.
Árið 1940 kvæntist Þorsteinn
Aagot Magnúsdóttur Guðmunds-
sonar verzlunarmanns á Reyðar-
firði, og eignuðust þau þrjú
börn: Rósu, sem gift er Kristjáni
Jónassyni gjaldkera, Ólaf Ágúst,
sem er átján ára og hefur und-
anfarið verið við nám í Noregi,
og Ágústu Áróru, 13 ára.
Þeir eiginleikar Þorsteins, sem
nokkuð hefur verið lýst hér að
framan, komu auðvitað ekki
hvað sízt fram á heimili hans.
Hann var ástríkur og umhyggju-
samur heimilisfaðir, svo að af
bar, og helgaði heimilinu og fjöl
skyldunni flestar tómstundir sín-
ar, þegar hann hafði lokið dag-
legum störfum.
Nú, eins og oft endranær,
brestur oss skammsýna menn
skilning á því, hvers vegna
„dómnum" var fullnægt svo
snemma. — „En til þess veit ei-
lífðin alein rök.“ Orð ná skammt
til huggunar í svo þungum
harmi; en samúðarkveðjur vilj-
um vér vinir og kunningjar Þor-
steins senda eiginkonu hans og
börnum, föður hans og öðrum
ástvinum. Af persónulegum
kynnum veit ég að viðhorf þeirra
til dauðans er hið sama og skálds
ins góða, sem sagði: „En ég veit
að látinn lifir; það er huggun
harmi gegn.“ Enginn veit, fyrr
en hann stendur sjálfur í spor-
um syrgjandans, hvílík náðar-
gjöf sú trúarvissa er.
Vér kveðjum góðan dreng og
biðjum honum blessunar á þeirri
leið, sem hann nú á fyrir hönd-
um. Vér vitum að honum muni
farnast vel, því að „þar sem góð-
ir menn fara eru Guðs vegir.“
I V. M.
Að kveðja heim sem kristnum
ber
um kvöld og morgun lífsins er
jafn erfitt æ að læra.
Og engum lærðist íþrótt sú,
Ef ei, vor Jesú, værir þú
hjá oss með orð þitt kæra.
HIÐ skyndilega og sorglega frá-
fall vinar míns og samferða-
manns, Þorsteins Ólafssonar,
kom sem reiðarslag yfir ættingja
hans og vini. Svo óvæntan vina-
missi á maður erfitt með að
sætta sig við og enn erfiðara með
að skilja. Ósjálfrátt leitar sú
hugsun að manni, að ákveðinn
tilgangur sé hér að verki fyrir
tilstuðlan æðri máttarvalda, sem
okkur mönnunum er og verður
alla tið hulinn heimur. Eru ekki
hverjum einstaklingi ásköpuð
fyrirfram ákveðin örlög í lifanda
lífi?
Líflsleið Þorsteins var stráð
þeim eiginleikum, er mest prýða
góðan dreng. Hann var gæddur
sérstakrl prúðmennsku og góð-
vild. Snyrtimenni var hann hið
mesta og samvizkusemi hans í
því, er honum var trúað fyrir,
var viðbrugðið. Kunnátta hans
og þekking á daglegum viðfang.9-
efnum var ótvíræð.
Við, sem til þekktum, gleym-
um ekki umhyggju hans og ástúð
gagnvart eiginkonu, börnum og
barnabörnum, litlu telpunum
þremur, er hann reyndist svo
nærgætinn og hugulsamur afi.
Þorsteinn átti þeirri hamingju
að fagna ,að eiga sér sem lífs-
förunaut dugmikla og glaðværa
eiginkonu, og í sameiningu
skópu þau heimili, búið þeirri
hlýju, sem laðar alla að sér.
Þorsteinn var mikill unnandi
útivistar og sóttist mjög eftir
friðsæld og fegurð íslenzkra
sveita. Ótaldar eru þær ferðir,
er hann fór ásamt fjölskyldu
sinni og vinum til lengri eða
skemmri dvalar í nálægum sveit-
um.
Fráfall slíks heimilisföður, afa
og vinar, er erfitt að umbera og
þungur harmur kveðinn eða eft-
irlifandi börnum hans, föður og
öðrum ástvinum. Þungbær er
sorg eiginkonunnar, er hann bar
svo mikið traust til og unni meir
en nokkru öðru.
Góði vinur. Ég þakka þér all-
ar vináttu og ánægjustundirnar
er ég og fjölskylda mín áttum
með þér. Vera mín á heimilj
þínu um árabil og þau tengsl er
af henni hafa leitt, eru mér
hugstæðari en svo, að þakkað
verði fyrir með nokkrum kveðju
orðum. Minning þín mun bezt
varðveitt með því að hlúa að
þeim meiði er þú sjálfur unnir
mest og gerðir mest fyrir. Við
munum eftir því sem í okkar
valdi stendur styðja og styrkja
eiginkonu þína, börn og barna-
börn, í þeirra sáru sorg. Sameig-
inlega munum við vinna að efl-
ingu þeirra dyggða, er þú sjálf-
ur hafðir til að bera í svo ríkum
mæli, og leiða til aukins kær-
leika, fegurra og betra lífs.
Far þú í friði, kæri vinur.
S. M.
Vélstjóror
II. vélstjóra vantar á nýjan dieseltogara
um miðjan janúar.
Upplýsingar í síma 16357 og 19071.
VA NTAR
vélstjóra og háseta
Uppl. Hótel Skjaldbreið herbergi no. 6.
Röskur sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn til vors.
G L O B U S H/F., Vatnsstígur 3.