Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 15
Jj'immtuciagur 3. janúar 1963
MORGVNBLAÐIh
15
Bifreiöin, sem A-Þjóðverjarnir flúðu i annan jóladag. 1.5g-
reglumenn athuga verksummerki eftir skothríðina. Alls fund-
ust 8 kúlnagöt.
Til frelsisins um jólin
SóguSeguf fftótfi, og gat sprengt á Berlínarmúrinn
£INS OG skýrt var frá í frétt
um milli jóla og nýárs, þá
voru gerðar margar, djarflegar
flóttatilraunir við Berlínar-
múrinn alræmda. Flestar tók-
ust þær vél, og alls munu um
tæpir tveir tugir manna,
kvenna og bama hafa komizt
vestur yfir, til frelsisins.
Fáar tilraunir, sem gerðar
hafa verið til þessa, voru þó
eins sögulegar og sú, sem gerð
var að morgni annars jóla-
dags. Þá flúðu tvenn hjón
með 4 börn til V-Berlínar, í
stórum fólksflutningabíl, sem
brynvarinn hafði verið sér-
staklega, vegna fararinnar.
Fólkið átti heima í Neuger-
sdorf, nærri landamærum A-
Þýzkalands, Póllands og Tékkó
slóvakíu, en þaðan er um 200
km akstur að mörkum V-
Berlínar. Flóttinn hafði verið
undirbúinn x nokkrar vikur,
en lagt var af stað á aðfanga-
dagskvöld.
Farið var eftir ýmsum
krókaleiðum og fáförnum göt
um til að forða því, að bifreið
in yrði rannsökuð af a-þýzkum
lögreglumönnum. Ekki kom til
átaka við þá, fyrr en bifreið-
in nálgaðist V-Berlín. Þá, rétt
áður en hún kom að borgar-
mörkunum, hófu lögreglu-
mennirnir skothríð úr vél-
byssum. Athugun leiddi síðar
í ljós a.m.k. 8 vélbyssukúlur
hittu bifreiðina.
Aðeins einn særðist, en það
var ekki vegna vélbyssuárás-
arinnar, heldur gerðist það, er
bifreiðin ók á fullri ferð gegn
um þrefalda landamæragirð-
ingu. Þá brotnaði framrúðan,
og ökumaðurinn fékk glerbrot
í andlitið. Ekki var það þó
mikið sár.
Vafalítið hefur það orðið
flóttafólkinu til lífs, að bif-
reiðin var klædd með stálplöt
um, sem vörnuðu því, að kúl
urnar næðu til flóksins.
Maðurinn, sem átti bifreið-
ina, var áður eigandi flutninga
fyrirtækis, en það hafði nú
nýlega verið gert að ríkiseign.
Mun það hafa verið eitt af síð
ustu fyrirtækjum í A-Þýzka-
landi, sem enn voru í einka-
eign. Auk hans voru með í för
inni, ökumaðurinn, sem hafði
áður starfað við fyrirtækið,
konur mannanna beggja, og
börn þeirra, alls fjögur.
Þótt allmargir hafi komizt
vestur yfir, til frelsis, nú um
hátíðarnar, þá . ber frásögn-
um flóttamanna að undan-
förnu saman um, að margar
þúsundir manna bíði þess að
komast brott úr A-Þýzkalandi,
sem nú er, og hefur verið,
fangelsi líkast, umlukið marg-
földum gaddavírsgirðingum.
Hvergi getur þó berari merki
að líta um ófrelsið, en sjálfan
Beriínarmúrinn.
28. desember gerðu nokkrir
V-Berlínarbúar tilraun til
þess að rjúfa hann, er þeir
komu fyrir sprengju við múr-
inn, í Jerusalemer götu, um
kílómeter frá varðstöð Banda
ríkjamanna, Checkpoint
Charlie.
Sprengjan rauf um meters
breitt bil í múrinn. Samstund
is dreif að 6 a-þýzka lögreglu
menn, alvopnaða, til að gæta
þess, að enginn notaði tækifær
ið til að flýja. Sjást þeir á ann
arri myndinni, sem hér fylgir,
en hin sýnir v-þýzka lögreglu-
mernx athuga bílinn, sem not-
aður var við flóttann sögulega
að morgni annars jóladags.
Tveir af a-þýzku lögreglumðnnunum sex, sem dreif að, er
sprengja hafði rofið gat á Berlínarmúrinn, 28. desember. Svo
öflug var sprengjan, að hún braut um 600 rúður í nærliggj-
andi húsum. — Annar lögreglumannanna heldur á táragas-
sprengju.
LeikféSag Hafnarfjarðar:
Belinda
LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar hóf
Btarfsemi á þessu leikári með
frumsýningu föstudaginn 28. des-
ember á sjónleiknum „Belinda“
eftir Elmer Harris.
Leikurinn gerist á Prins Ed-
wardseyju suður af Nýfundna-
iandi á heimili McDonalds í
myllunni, skammt frá smáþorp-
inu Souris. John McDonald býr
þarna ásamt Belindu dóttur
sinni, sem er daufdumb, enda
jafnan kölluð Dumba, og systur
sinni Maggie McDonald. Belinda
er látin vinna hörðum höndum
og ekkert sinnt um að reyna að
kenna henni neitt, enda er
Maggie föðursystir hennar ströng
og vinnuhörð og telur tilgangs-
iaust að eyða tíma í að kenna
Belindu. — í byrjun leiksins ber
þarna að garði Jack Davidson,
ungan lækni, sem nýkominn er
í plássið. Þegar hann verður þess
áskynja að Belinda er dauf-
dumb, vaknar áhugi hans á að
kenna henni að skilja menn og
gera sig skiljanlega. Hefst hann
þegar handa um kennsluna, sem
ber fljótlega mikinn árangur því
að Belinda er greind stúlka. Fer
svo að læknirinn og Belinda
verða ástfangin hvort af öðru.
En þarna kemur einnig mjög við
sögu mannhrak eitt, Locky áð
nafni, sem veldur mikilli ágæfu.
En eigi er vert að rekja efni
leiksins frekar, þess skal þó getið
að efni þess er mjög athyglis-
vert og í því mikil dramatisk
átök.
Leikstjórinn, Raymond Witch
«• Englendingur, þjálfaður leik-
húsmaður og leikari, enda ber
leikurinn það með sér að um hann
hefur verið farið höndum góðs
kunnáttumanns. Er leikstjórnin
öll örugg og heildarsvipur sýn-
ingarinnar prýðisgóður.
Aðalhlutverk leiksins, Belindu,
leikur Svandís Jónsdóttir. Er hlut
verkið allvandasamt, enda þótt
Belinda mæli ekki orð af munni,
eða máske fremur vegna þess,
því að það verður eingöngu að
leika með svipbrigðum og lát-
bragði. Svandís leysir hlutverkið
ágætlega af hendi og leynir sér
.ekki að leiklistarnám hennar hér
og í London hefur borið góðan
árangur.
Þá er og mjög öruggur og
áferðargóður leikur Bjarna Stein-
grímssonar í hlutverki Davidsons
læknis, en hann hefur stundað
leiklistarnám í leikskóla Þjóð-
leikhússins og einnig í Svíþjóð.
Leikur Valgeirs Óla Gíslasonar
í hlutverki McDonalds föður
Belindu, er nokkuð misjafn, —
stundum prýðilegur og þá fram-
sögn hans einkar eðlileg, en stund
um bregst honum bogalistin og
framsögnin verður þunglamaleg
og blæbrigðalítil.
Einna beztur þótti mér leikur
Jóhönnu Norðfjörð í hlutverki
Maggie McDonald. Framsókn
hennar er skýr og eðlileg og hún
aðsópsmikil og hressileg í fasi og
framkomu eins og hlutverkinu
hæfir. Hefur Jóhanna sýnt það
áður að hún býr yfir athyglis-
verðri leikgáfu. — Þá er og eink-
ar góður leikur Ragnars Magn-
ússonar í hlutverki Locky’s og
gerfi hans ágætt. — Ýmsir aðrir
leikendur fara þarna með hlut-
verk og gera þeim yfirleitt góð
skil.
Leiktjöldin hefur Bjarni Jóns-
son málað. Falla þau mjög vel
við leikinn sem og allur sviðs-
búnaðurinn. Er ljóst að Bjarni
er prýðilegur kunnáttumaður á
sínu sviði.
Svandís Jónsdóttir hefur þýtt
leikinn. Virtist mér þýðingin vel
af hendi leyst.
Leildiúsgestir tóku leiknum af-
bragðsvel og bárust leikstjóra og
leikendum fjöldi blóma að leiks-
lokum.
Sigurður Grímsson.
BINGÓ - BINGÖ
B reiBfirðingabúð
í KVÖLD KL. 9.
Meðal vinninga:
12 manna matarstell — 12 manna kaffistell
Spjöld seld á lækkuðu verði.
Borðapantanir í síma 17985.
BREIÐFIRÐIN G ABÚÐ.
VIKAi stitkbr um 8 síshir
án þess að hækka
verður framvegis.
52 síður
Vikan í dag:
• OKTÓBERDAGAR í AÞENU. — Ferðaþættir úr
Jórsalaför eftir Gísla Sigurðsson, ritstjóra.
• VILLTA ORKÍDEAN. — Skemmtileg smásaga eftir
Stuart Cloete.
• EINBÝLISHÚSAHVERFI í KÓPAVOGI. — Myndir og
lýsingar af húsum Byggingarsamvinnufélags Sam-
manna.
• MAGNÓLÍUTRÉÐ. — SPennadi smásaga eftir Lynn
Bretton.
• SÍÐUSTU DAGAR POMPEJI. — Myndir af upp-
greftri hinnar horfnu borgar og lýsing á síðustu augna-
blikum íbúanna þar.
© MARÍULÍKNESKIÐ. — Smásaga úr verðlaunakeppn-
inni, eftir Kristján Jónsson, Xögfræðing.
9 DAUÐS MANNS SPEGILL. — Þriðji hluti.
• TVÆR NYJAR FRAMHALDSStfGUR:
9 KONUNGUR KVENNABURSINS. — Sönn saga um
ófyrirleitinn glæpamann, sem skapaði sér auð, völd og
munað undir yfirskyni trúar. Gerðist í Bandarikjun-
um fyrir nokkrum áratugum síðan.
• ÖRVITA ÞRENNING. Óvenjulega spennanda ástar-
saga, sem gerist í Berlín og París. Eftir Vicki Baum.
• HVERS Á ÍSLENZK ÚTGÁFA AÐ GJALDA? — Stutt
grein um þá aðstöðu, sem innlendri útgáfu er búin til
móts við innflutninginn á bókum og blöðum.
VIKA1H