Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. janúar 1963 Hannes Pétursson og bók árslns á íslandi Poul P. M. Pedersen, sem er mörgum íslendingum kunnur, skrifaði grein í Kaupmannahafn- arblaðið Berlinske Aftenavis hinn 27. desember sl. undir fyrir- sögninni „Arets bog i Island“. Ræðir hann þar um nýjustu bók Hannesar Péturssonar, „Stund og staðir“, og birtir í greininni þýðingar sínar á fimm kvæðum úr bókinni. Fer grein Pedersens hér á eftir í lauslegri þýðingu: Á ÁRINU 1962 var það kvæðasafn, sem vann glæsi- legan sigur meðal hinna mörgu, snjöllu bóka ársins á þessari stórfelldu eyju í Norð- ur-Atlantshafinu. — Skáldið heitir Hannes Pétursson og nýja bókin hans heitir „Stund og staðir“. Hans hef- ur áður verið getið hér í Berlingske Aftenavis, og mörg sýnishorn hafa verið birt af hæfileikum hans. Af ungum skáldum íslands, er hann eindregið einn af þeim fáu, sem á undanförnum tveimur árum hafa einnig látið mikið til sín taka hér í Skandinavíu. Hannes Pétursson er 31 árs. Fyrir þremur árum tók hann magisterpróf í sögu og bókmennt um við Háskóla íslands. Um tíma stundaði hann nám við há- síkóla í Þýakalandi. Af þýzkum skáldskap lagði hann sér staika áheralu á Ijóð Rillkes, og hefur ort falleg kvæði í minn- ingu hans. Af dönskum s'káld- um hetfur hann mest yndi af Thorkild Björnvig. íslenzka ljóð- skáldið þekkir að sjálfsögðu hina frábæru ritgerð Björnvigs um Rilke, og sömuleiðis ljóð Björn- vigs. I sumar lagði éig til við Hannes Pétursson að hann þýdidi m.a. „Sejdimændene paa Skratte skær“ eftir Thorkild Björnvig, og ég held hann ætli að reyna. Sumt í lýriskum stíl íslenzika skáidsins er skylt stíl Björnvigs, stuitt og samdregið. Með hdnni nýju bók sinni er Hannee Pétursson kominn yfir það þróunarstig að vera efnileg- ur. Með öðrum orðum: ísland hefur að nýju eignast nýtt stór- skáld. „Stund og staðir“ er ekki aðeins bók ársins á Íslandd. Þetta er ein af þeim bókum, sem ekki verður komizt hjá að telja með þegar bókmenntasaga verður skráð í Evrópu eftir 50 ár eða meir. Fyrsta kafla bókarinnar nefnir hann „Raddir á daghvörfum“ með undirheitinu „Tilbrigði við tíu þjóðsögur". Með mikilli list- rænni kunnáttu skapar skáldið tengsli við fortíðina í nútíma ljóði um manninn og um eyð- ingu eða tilveru þessa heions — sem hann túlkar í áhrifaríkum ljóðlínum. íslenzku þjóðsögurn- ar eru meðal hinna fegurstu, sem til eru. Margar þeirra eru sagð- ar af stílvissum listamönnum, það er ævarandi vizka í mörg- um þeirra, þær eru þrungnar atburðum og lífi. Það er ekki sízt ísienzka Norðurlandið, sem hefur skapað margar af þessum sögum. Þær beztu eru hrein skáld verk. Afkastamesti þjóðsagnasafn arinn var Jón Árnason (d. 1888), sem sjálfur var Norðlendingur. Fyrsta safnið kom út 1862-64 í tveimur bindum. Heildarsafn í sex stórum skrautbinduim var lokið við að gefa út í fyrra. Hannes Pétursson lifði sjálfur í bemsku á hinu stórfenglega og sagnaríka Norðurlandi, í Skaga- firði Þegar í fyrstu ljóðabók hans 1955 mynduðu nokkrar sagnir grundvallarstefið í sum- um ljóðanna: Jón Austmann, sem fórnar lífinu um hríðarnótt þeg- ar hann er að reyna að sækja hjálp fyrir ferðafélaga sína. í öðrum kafla nýju bókar Hannesar Péturssonar er stutt, einkennandi ljóð sem heitir „skáldið": Ég bíð þess sem ei verður, ‘íj sem aldrei getur gerzt \ ég bíð þess samt, ég bíð þess: \ að dag einn fylli orð mín svo ungt og máttugt líf að höf og stormar hlýði mdnum munni. Skylt tema kemur fram með öðrum svip í „Hinar tvær áttir“: Það er skammt þangað sem ég þarf ekki að fara örskammt enn styttra á morgun í framandi lönd Hannes Pétursson út á fjarlægan hjara jarðar og stjarna. Það er langt þangað sem ég þarf að komast endalaus ganga um annarlega slóð ferðin heim inn í hjörtu mannanna. Og þó svo ég talaði tungum engla. Ef til viill eru í Ijóðurn sem þessum persónulegar minningar, umibreyttar, endurskapaðar, um margendurtekið höfuðstef hjá hjá hinu ágæta íslenzka ljóð- skáldi, Steini Steinarr, sem lézt fimmtíu ára að aldri fyrir rúm- um fjórum árum. Enginn hafði eins og hann túlkað efann um grundvöll tilverunnar með lýsing um, sem voru stuttar og kjarn- yrtar í öllum þeirra einfaldleik. Hannes Pétursson lék einnig þetta stef efans. Hvers mega sín orð ljóðsins? Stálið hefur vængjazt og flýgur langt út fyrir heimkynni arnarins. Hvers mega sín orð þess? Brostið net ljóðsins? Gert af kattarins dyn bjargs rótum. Ó dagar þegar heimurinn var fiskur í vörpu ljóðsins. Það er jörðin, heimkynni mannsins, sem smátt og smátt er tekin að hverfa: Hægt og hægt fjúka fjöllin burt í fangi vindanna streyma fjöllin burt í örmum vatnanna. . Hægt og hægt ber heim þinn úr stað. Hannes Pétursson er þegar frá þarf nú þegar að ráða unglinga eða eldra fólk, til þess að bera Morgun- blaðið til kaupenda í þessi hverfi íborginni: í Austurbænum: Skólavörðustíg — Laugaveg frá Bankastræti og inn að nr. 32 að viðbættum nokkrum hliðargötum — Óðinsgötu — Freyjugötu Laugaveg 105—177. í Lækjunum: Bauðalæk — Bugðulæk. í Langholtinu: Hjallaveg — Langholtsveg 1—108 — Langholtsveg 110—208 og nokkrar hliðargötur. Laugarásveg — Herskálakampur. í Vesturbænum og Miðbænum: Hávallagötu og nærliggjandi götur — Aðalstræti Bárugötu. sinni fyrstu bók 1955 myndugt og stílvisst ljóðskjáld. Ljóð hans leika með sveiflurnar frá sögu til sagnar frá eldri Ijóðlist til þeirrar nýju, og með blæbrigða- sveiflurnar í íslenzkri tungu. Ljóðstíll hans er styrkur og lif- andi. Fyrr í þessari grein er minnzt á ákveðinn arf frá Steini Steinarr. Hannes Pétursson hef- ur raunar einnig lært mikið af samlanda sínuim, skáldinu Snorra Hjartarsyni, en um skáldskap hans flutti Hannes mjög góðan fyrirlestur í Háskóla íslands fyr- ir tveimur árum. Einnig í þessu sambandi hefur hann í eigin Ijóðum umsett það, sem hann hefur lært, á mjög persónulegan hátt. Að lokum skal vitnað í ljóðið „Við gröf Rilkes“: Hér gekkst þú að lyktum á hinn langa veg augum brostnum til inhhverfu jarðar daufur og dumbur í slóð þíns dáða Grikkja. Hér inn í fjöllin til faðmlags við þögn úr járnl hér — til að hlekkjast á ný. y Þú sem gerðir mér steinana byggilega. Hannes Pétursson hefur víðan evrópskan sjóndeildarhring. Víð- lesinn, víðföruld. Hann er fslend- ingur í sál og líkama. Aðstæður nútímamannsins eru skýrt mót- aðar í skáldskap hans. Þar rísa samtímis í allri sinni tign hinar endailausu heiðar íslands, vötn þess og miyrkur, gil, fossaniður og hinn eilífi söngur vindsins i grasinu, skýin í sinni breytilegu staðfestu, fjöllin undir svölum himninum, eins og þau hafa stað- ið þarna frá upphafi tímans. Það er víðfeðmdur skáldskapur: frá því landið reis úr sæ, gegnum fslandis þúsund ár þar til í dag. í. þessum Ijóðum kemur fram hið eilíft óbugandi ísland skáld- skaparins. Ögleymanleg stund ÉG var svo heppin að drífa mig í Tjarnarbæ á Jólunum með tveimur barnabörnum mínum til þess að sjá Amahl og næturgest- irnir eftir Cian-Carlo Menotti. Sýningin stendur yfir aðeins eina klukkustund, en það var gjöful stund. Þessi litla sýning færði mér helgi jólanna á fagran og einfaldan hátt, hún vakti barnið í sál minni svo að ég naut alls sem fram fór eins og litlu barnabörnin mín, en þó með skilning hins fullorðna. Menotti var á reiki um verzl- unarhverfi New York borgar fyrir jólin þegar mesta innkaupa æði var á fólki, og á þessari andlegu eyðimörk varð honum hugsað til bernsku sinnar á Ítalíu og upp úr þeim hugleiðing- um skapaði hann þessa litlu perlu, bæði textann og hljóm- listina, sem er fögur og aðgengi- leg og fellur afburða vel að efn- inu, og þar að auki er sungið á íslenzku. Sumum kann að finnast of þröngt fyrir þessa sýningu í Tjarnarbæ, en ég hygg að leik- urinn njóti sín betur í látlausri og frumstæðri uppsetningu líkt og Skugga-Sveinn og Nýjársnótt- in nutu sín bezt í gömlu Iðnó eða í leik skólapilta, því þessi litla saga líkist gamalli helgi- sögn í barnslegri einfeldni sinni og ævintýrablæ. Þarna hefur ver ið vel unnið og gott samstarf, þar að auki koma fram alveg óþekktir kraftar, sem búa yfir miklum hæfileikum, bæði til leiks og söngs, og beita þeim á frjálsan og öruggan hátt. Þetta á ekki að vera neinn leikdómur, til þess hef ég engin skilyrði, en ég veit, að seint muni ég gleyma fátæku konunni og bæklaða drengnum hennar, sem læknast á undursamlegan ihátt, getur allt í einu hoppað og hlaupið eins og jafnaldrar hans °g leggur svo af stað með flaut- una sína á eftir vitringunum til þess að sjá Jesúbarnið. Mig langar til þess að hvetja fólk, bæði yngra og eldra til þess að sjá og heyra þennan söngleik með börnum sínum. Skemmtilegt væri, ef hann gæti orðið fastur liður í jólaskemmtunum bæjar- ins, eins og víða er siður annars staðar, sem mótvægi kaup- mennsku og glyss, eins og hanp var sjálfum Menotti. Amma. PlANÓFLUTNINGAR ÞUNGAFLUTNINGAR Hilmar Bjarnason Sími 24674. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Einnig drengur til sendiferða. Sælacafé Brautarholti 22. Stúlka óskast strax til afgreiðslustarfa. Matstofa Austurbæjar Laugavegi 116 — Sími 10312. Orðsending FRÁ HfJSMÆÐRASKÓLA REYKJAVÍKUR Þeir nemendur, sem fengið hafa loforð um skóla- vist á dagnámskeiði skólans mæti í skólanum mánudaginn 7. janúar kl. 2 e. h. SKÓLASTJÓRI. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.