Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 16
16 MORCV N BL4Ð1Ð Fimmtudagur 3. Janúar 1963 — Hannibal Framhald af bls. 2. aðild. Ástæðurnar til þessara sinnaskipta eru augljósar. Al- menningsálitið á Islandi er sterklega á móti því aC bind- ast Efnahagsbandalaginu, og það eru kosningar í vor“. Síðar segir: Alþýðusambandið er „undirstöðu aflið í andstöðunni gegn Efna- hagsbandalaginu" (á norskunni: „grunnklippen i motstanden“) „og hið sósíalistiska Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur- inn hafa lýst yfir þvi, að hvorki aðild né aukaaðild komi til greina fyrir land vort“. — I>áð er ekki ófróðlegt fyrir útlend- inga að kynnast þessari djúp- sæju skilgreiningu á afstöðu stjómmálaflokkanna til EBE, og ekki sízt, að það skuli vera Hannibal sjálfum að þakka (að því er virðist með smávegis að- stoð kommúnista og Framsókn- ar), að ísland er ekki þegar orð- ið aðili að EBE. Svo virðist, að Hannibal Valdimarsson geri sér ekk ljóst, að ísland er í Vestur- Evrópu, því að hann telur höfuð- hættuna af tengslum við EBE vera þá, að ísland verði „lagt undir“ Vestur-Evrópu, en .,það viljum við alls ekki“. Hverjir þessir „við“ eru, sem vilja breyta landafræðinni, er ekki ljóst, en af samhenginu virðast það vera Framsóknarmenn, Hannibal og aðrir kommúnistar. Fröken Skard spyr nú um bak- grunninn fyrir deilunum um sein asta Alþýðusambandsþing. „For- seti“ ASÍ svarar: „Það, sem gerzt hefur, er að barátta ríkis- stjórnarinnar fyrir því að tryggja sér yfirráð í efnahagspólitíkinni hefur færzt beint inn í ASl“. Síð- an hneykslast hann á því, að ASÍ hafi verið neytt til þess að með dómi að taka við stéttarfélagi verzlunar- og skrifstofufólks, en heykist á því að rekja aðdrag- anda þess máls og segir: „Til þess að gera langa sögu stutta, þá höfnuðum við umsókninni um sinn á fyrra þingi okkar, þar sem „Handel og Kontor“ hafa allt öðru vísi skipulag en hin félögin í ASÍ, þar sem margir vinnuveitendur eru á félaga- skrám þess, og þar sem við skild- um ekki hina „faglegu ástæðu til þess, að samtökin vildu gerast meðlimir“(!). ,.Forseti“ ASÍ segir á öðrum stað: „Það er greinileg stjórn- málaleg barátta milli ríkisstjórn- arflokkanna og andstöðunnar í ASÍ, en fram að þessu hafa and- spyrnuflokkarnir, Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkurinn haft meirihluta (í ASÍ). Það var samt sem áður athugavert, að fulltrúar LÍV hefðu e. t. v. getað ráðið úrslitum í þessu þrátefli, þar eð þau (þ.e. félögin í LÍV) ‘hafa tilhneigingu til þess að styðja stjórnarflokkanna. Á ASÍ- þinginu 19.-20. nóv. (!) voru um- boð þeirra hins vegar ekki sam- þykkt. þar eð rannsaka varð lög þeirra og félagaskrár, og at- kvæðatölur við kjör forseta þings ins sýndu greinilega, að stjórnar flokkarnir ásamt LÍV myndu lenda i minnihluta, þveröfugt við útreikninga stjórnarflokkanna“. Það er ekki ónýtt fyrir Norð- menn að lesa þessa hreinskilnis- legu játningu Hannibals Valdi- marssonar, þar sem hann viður- kennir, að öll baráttan gegn aðild LÍV hafi stafað af ein- hverjum útreikningum valda- klíkunnar í ASÍ á hlutföllum deiluaðila á þinginu. Réttæti, sanngimi og stéttvísi var hins vegar utangarðs og málinu óvið- komandi. Um ástandið á fslandi í dag í launamálum hefur Hannibal ekk ert nema illt að segja. Verður ekki annað ráðið af ummælum hans, en hér sé allt í kaldakoli og fátækt meðal landsmanna. Hér verða tilfærðar örfáar glefs- ur úr rógburðinum, til þess að landsmenn átti sig á því, hvernig i Hannibal ber okkur söguna við erlenda fréttamenn: „Sósíaldemókratar og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa komið á bráðabirgðalögum, sem banna lögleg verkföll (!), þeir hafa með lögum lækkað öll laun .. og þeir hafa breytt skattalögun- um þannig .. að byrðarnar á launþegum eru meiri“. Þá full- yrðir Hannibal, að lífskjörin séu nú verri en árið 1958. „Efna- hagsástandið hefur versnað svo mjög, að venjulegur launþegi nú á dögum getur ekki lifað með fjölskyldu sinni fyrir það, sem hann vinnur sér inn á átta tím- um á dag“. Húsaleigan, segir Hannibal, að sé allt að 60% af launum manna. Að lokum klykk ir hann út með því, að vonazt sé til, að ASÍ geti haldið áfram bar- áttunni gegn efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar og gegn Efna- hagsbandalaginu. Sæmdir Fálkaorðunni FORSETI fslands sæmdi á nýjársdag, að tillögu orðunefnd- ar eftirfarandi menn riddara- krossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Árna J. Johnsen, Vestmanna- eyjum, fyrir björgunarstörf og brautryðjandastarf í garðrækt. Friðrik A. Friðriksson, fyrrv. prófast, Húsavík, fyrir embættis- og félagsstörf. Hafstein Bergþórsson, fram- kvæmdastjóra, Reykjavík, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Hermann Jónsson, hreppstjóra Yzta-Mói, Fljótum í Skagafjarð- arsýslu, fyrir búnaðar- og félags- störf. Jóhann Hafstein, bankastjóra, Reykjavík, fyrir embættisstörf. Sigurð Þórðarson, óðalsbónda, Laugabóli, Nauteyrarhreppi, N.- ísafjarðarsýslu, fyrir búnaðar- störf. Frá orðuritara Á forslðu Mbl. 30. des. sl. var teifcning eftir Halldiór Pétursson. Efst á myndinni slíta Kennedy og Krúsjeff Castro á milli sín, en á fslandi ríkir .mikill fögn- uður“ oig fara hér á eftir nöfn þeirra, sem taka þátt í honum: 1. Ólafur Thors. 2. Einar Olgeirsson. 3. Gunnar Dal. 4. Hannes Pétursson. 5. Þórbergur Þórðarson. 6. Vailtýr Pétursson. 7. Ásgeir Bjarnþórsson. 8. Eiríkur Kristófersson. 9. Anderson, skipherra. 10. Jón Leifs. 11. Beethoven. 12. Hermann Jónasson. 13. Guðmundur í. Guðmundsson 14. Sverrir Kristjánsson. 15. Kristmann Guðmundsson. 16. Axel Kristjánsson. 17. Lúðvík Jósepsson. 18. Guðmundur G. Hagalín. 19. Halldiór Kiljan Laxness. 20. Níels Dungal. 21. Sveinn Víkingur. 22. Helgi Sæmundsson. 23. Stefán Jónsson. 24. Eysteinn Jónsson. 25. Jónas Jónsson. 26. Þórarinn Þórarinsson. LandsmáEafélaglð Vörður JÓLATRÉSSK EIUIUTANIR Landsmálafélagsins Varðar verða að Hótel Borg. fimmtudaginn 3. janúar og föstudaginn 4. janúar kl. 15:00 til kl. 19:00. — Verð aðgöngumiða kr. 60:00. — Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. Landsmálafélagið Vörður. Vörður — Hvöt — HeimdaEður — Óðinn ÁRAIUÖTASPILAKVÖLD Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður fimmtudaginn 3. janúar kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg. Skemmliatriði: S JÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. Spánska danstríóið „Queta Barcelo“ dansar spánska dansa. 6. Dans. Húsið opnað kl. 20.00. — Lokað kl. 21.30. HÓTEL BORG: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. Spánska danstríóið „Queta Barcelo“ dansar spánska dansa. 6. Dans. Húsið opnað kl. 20.30. — Lokað kl. 21.30. Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.