Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. janúar 1963 Móðir okkar, tengdamóðir og amma INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR VALBERG frá Minni-Mástungu, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstud. 4. jan. kl. 1,30. Karólína og Adolf Valberg, Guðný og Samúel Valberg, og barnabörn. Faðir minn og tengdafaðir VALDIMAR ÁRNASON Bergstaðastræti 9, er andaðist 26. des. sL verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstud. 4. jan. kl. 1,30 e.h. Árni Valdimarsson, Hallfríður Bjarnadóttir, Faðir minn ANTON GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður, sem andaðist 27. f. m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstud. þann 4. jan. kl. 10,30. Fyrir hönd aðstandenda. María Antonsdóttir. Útför konu minnar ÞORBJARGAR FRIÐJÓNSDÓTTUR Nönnugötu 10, er lézt þann 21. desember fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 4. janúar kL 10,30 f. h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afþakkað. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Barnarspítalasjóð Hringsins njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. Jóhannes Ásgeirsson. Maðurinn minn ÍVAR HELGASON bóndi í Vestur-Meðalholtum, sem andaðist 28. des. s.l. verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugard. 5. jan. — Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e. h. Guðríður Jónsdóttir. Útför mannsins míns, föður og tengdaföður ÞORSTEINS ÓLAFSSONAR stórkaupmanns, fer fram frá Nekirkju í dag kl. 2 eftir hádegi. Aagot Magnúsdóttir, börn og tengdasonur. GÍSLI JÓNSSON Vesturkoti, Hvaleyri, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtud. 3. jan. kl. 13,30. Vandamenn. Útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður GUÐMUNDAR JÓNSSONAR bónda, Ægissíðu, Rangárvallasýslu, lézt að heimili sínu 28. des. fer fram frá Oddakirkju laugard. 5. jan. kl. 2 e. h. Kveðjuathöfn að heimili hins látna kl. 12,30. Sigurlín Stefánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Ólafsson. Jarðarför föðursystur minnar SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR Kárastíg 11, Reykjavík, sem andaðist 30. f. m. fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 5. janúar kl. 2 síðdegis. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 3 síðdegis. F. h. vandamanna. Elín Guðjónsdóttir. — Ólafur Thors Framhald af bls. 13 nema gott eitt um þetta að segja En þessu er þvi miður sjaldnast að heilsa. í stað þess er fjallað um það, hversu mikið kaupgjald skuli hækka eða hvaða framlag ríkið geti lagt til ákveðinna stétta eða starfsemi, án þess að spurt sé um, hvort aukining þjóð arteknanna skapi grundvöll fyrir því að kauphækkunin og fram- lag ríkisins geti leitt til raunveru legra kjarabóta. Takist samning ar ekki, hefjast oft verkföll eða bönn, sem stöðva framleiðsluna svo vikum eða mánuðum skiptir. Ríkisvaldmu sjálfu hef- ur heldur ekki tekizt sem skyldi í þessum efnum Stjórn efnahagsm/álannia hefur ekki getað komið í veg fyrir það, að mestan hluta þeirra 17 ára, sem hér um ræðir, liefur verið mikil verðbólga í landinu, og halli á viðskiptum við önnur lönd. En fyrir því er margföld reynsla, bæði hér á landi og annars staðar, hversu erfið skil yrði verðbólgan skapar, þegar til lengdar lætur, fyrir vexti þjóðar framleiðslunnar, hvernig hún beinir atorku og f jármagni manna inn á brautir, sem að vísu kunna að vera þeim sjálfum hagkvæm ari 1 bili við þau skilyrði, sem verðbólgan skapar, en sem eru þjóðarheildinni óhagkvæmari. Af þessu leiðir meðal annars, að greiðsluhalli skapast við út- lönd, en hann eyðir gjaldeyris- forðanum og eyðileggur láns- traustið. Þegar svo er komið, er gripið til gjaldeyris- og innflutn- ingshafta, sem trufla rekstur at- vinnulífsinc og torvelda fram- kvæmdir í landinu. Ég rek þessa sögu ekki lengra. Það sem ég hefi fundið í hin- um merku gögnum um þróun þjóðarbúskaparins á árunum 1945—1962, og sem ég raunar áður þóttist vita, er í aðalatrið- um þetta: 1) Þjóðartekjur á mann og at vinnutekjur almennings fylgj- ast náið að. 2) Það, sem á veltur fyrir alla er þess vegna, að vöxtur þjóðar teknanna verði sem örastur og tryggastur. 3) Að enda þótt það sé vafa- laust rétt, að það sé þekking og dugnaður hvers einstaklings, sem mest veltur á, þá skiptir einnig höfuðmáli, að samtök launþega og atvinnurekenda og ríkisvaldið sjálft haldi rétt á málum, greiði götu einstaklings ins og beini framtaki og fjár- magni hans inn á þær brautir, sem þjóðarheildinni kemur að mestu gagni. 4) Að í þeim efnum riði á mestu, að forðast verðbólgu með öllum þeim skaðlegu áhrif um, sem hún hefur á efnahags 1-ífið, og 5) Að eins og það það er æski legt að kaupið sé hækkað, þeg ar rétt skilyTði eru fyrir hendi, þá er það einnig og að sama skapi nauðsynlegt, að staðið sé gegn ótímabærum kauphækk unum. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En með því er ekki vandinn leystur. Það, sem á skortir, er að tryggja kauphækkanir, þegar þær eru txmabærar, þ.e.a.s. þegar | þær leiða ekki til gengisfalls heldur til raunverulegra kjara- Xxóta. Ef við getum tryggt þetta, ef hægt er að eyða tortryggninni j og skapa traust launþega á því, j að ítrustu hagsmuna þeirra sé gætt eftir því sem efni standa frekast til hverju sinni, þá held ég, að bægt sé frá dyrum þjóðar- innar þeim hxölvaldi, sem ógnað hefur heilbrigðu efnahagslífi ■hennar tvo síðustu áratugina. Um ýms úrræði getur verið að ræða. Sjálfur tel ég það geta haft mikla þýðingu, að sú þekk ing, sem við nú ráðum yfir um hag þjóðarbúsins, verði notuð þannig, að allir aðilar geti áttað sig á því hvert stefnir, hvenær séu möguleikar til raunverulegra kjarabóta og hvenær ekki. Ég geri ekki þá kröfu, að fulltrúar launþega og atvinnurekenda taki góðar og gildar allar upplýsing- ar, sem opinberar stofnanir leggja fram, og þær niðurstöður, sem stjórnarvöldin draga af þeim. Ég held, að nauðsynlegt sé, að sam tök launþega og atvinnurekenda sjálf, í sameiningu, eða þó kannski heldur hvort í sínu lagi, ráði yfir stofnunum, sem séu færar um að kanna og meta all- ar upplýsingar og safna sínum eigin gögnum eftir því sem á- stæða reynist til, en leiðbeini síð an umibjóðendum sínum, og láti þeim í té öll nauðsynleg gögn í málinu. Myndu þá stórum auk- ast líkurnar fyrir því að kröfurn ar yrðu nökkur veginn í sam- ræmi við gjaldíþolið, og yrði þá auðvitað að sama skapi oftar gengið að þeim án átaka. • En, segja menn, úr því þetta er svona einfalt, hvers vegna er þá ekki löngu búið að fram- kvæma það. Einfallt og einfallt ekki. Engin úrræði eru einföld og aðgengileg, séu þau skoðuð í ljósi tortryggni og úlfúðar. En vilji menn á annað borð reyna þetta og vilji menn að reynslan verði jiákvæð, þá þori ég áð staðhæfa, að innan tiðar munu óskirnar ræt ast um það að okkur takist að leysa þann mikla vanda, sem all ar ríkisstjórnir hafa verið að glíma við undanfarna tvo ára- tugi, og sem stundum hefur ver- ið kominn geigvænlega nærri því að búa okkur grand. • Háttvirtir áheyrendur: Við hver áramót er eðlilegt og þarft bæði einstaklingum og þjóðum að staldra við, horfa um öxl og hugleiða liðna atburði, reyna að læra eitthvað af því, sem gerzt hefur, láta það auka einhverju á þroska okkar og þar með hæfnina til að taka því, sem fram undan kann að vera með ábyrgðartilfinningu og viti. Því hefur verið trúað, að Guð 'hjálpi þeim, sem hjáipa sér sjáXf ir. Hitt kann að vera hæpnara, að sá sem eldd þiggur hjálpina, þegar hún býðst eigi hana vísa, þegar honum þóknast að leggja það á sig að veita henni mót- töku. Gamla sagan um feitu árin og mögru árin kann að endur- taka sig, ekki hvað sízt hjá þeim þjóðum, sem að miklu leyti eiga afkomu sína undir stopulum sjáv arafla. Þetta er íslendingum holt að hafa hugfast. Við látum það þá kannski sjaldnar henda okk- ur að standa þrjóskufullir vikum og mánuðum saman með hendur I í vösum og hafast ekki að, með- an hin mikla lífsbjörg syndir fram hjá otkkur. • í íslenzkum annálum verður ársins 1962 ekld getið að öðru en því, að þjóðin bjó þá við meiri velsæld en nokkru sinni fyrr. En hvað mun mannkynssagan segja? Mun hún kannski skrá árið 1962 sem ár hinna miklu straum hvarfa? Mun hún segja frá því, að þá hafi verið komið svo málefnum heimsins, að engin Þjóð hafi leng ur átt mest undir sjálfri sér, held ur undir því, sem réðist um þró un alþjóðlegra stjómmála, vernd un eða glötun allsherjarfriðar á þessarri jörðu? Mun hún segja frá því, að ! októtærmánuði það ár hafi mann kynið riðað á barmi glötunar, staðið á öndinni milli vonar og ótta um hvað verða kynni? En með því er ekki vandinn Mun hún segja frá þvi, að þeg ar valdamenn veraldarinnar hafi verið að því komnir að tortíma sjálfum sér og flestum öðrum, sem þennan hnött byggja, hafi hönd Drottins gripið í taumana og gefið valdamönnum þá náð að stöðva sig og skilja, að ! heljarátökum atómstyrjaldar hef ur enginn mátt til að verja sig, heldur einvörðungu til að pynta og drepa aðra, að þá sigrar eng- inn, heldur bíða allir ósigur, og að þess vegna sé það einmitt nú staðreynd, að við verðum öll að lifa saman eða deyja saman í ein um heimi. Við vitum eldki hvað sagan muni segja. En við spyrjum: Er það ekki sennilegt, að þeir, sem einu sinni hafa horft ofan I hyldýpið hætti sér eldtí aftur á glötunaribarminn? Er það iíklegt að mennirnir,»sem nýverið horfð ust beint í augu við dauðann, svo að tæplega skildi fótmál á milli, hafi nú lært það, sem á vantaði í lífsins skóla? Var það ekld einmitt þetta, sem þurfti ail þess að létta atómógnuninni af mannkyninu í eitt skipti fyrir ÖIL • Við fslendingar fáum litlu ráð ið xim þessi miklu mál, en við skulum trúa hinu betra þar til við reynum hið verra, og um- fram allt forðast, að hugarvil útaf okkur óviðráðanlegri rás viðburðanna ,dragi úr framtak- inu á þeim sviðum, þar sem mest veitur á atonku okkar og vits- munum. Ég vil ljúka máli mlnu með því að biðja þess, að árið, sem í hönd fer, verði ár friðar og sí- vaxandi vilja til að útkljá á- greining og deilur með gagn- kvæmri fórnfýsi í sáttfúsum anda — að árið megi verða einstætt merkisár í þeim þróunarferli, sem sldpar hugsuninni um heili alls mankynsins nú og um alla framtíð ofar öllu öðru í vitund og vilja þeirra manna og þjóða, sem mestu ráða á okkar jörð. Ég bið Guð að blessa land og lýð, lönd og lýði. Gleðilegt ár. Mannshvarf á Reyðarfirði LöGREGLiAN í Suður-Múla- sýslu auglýsti í gær eftir manni, sem er iiorfinn á Reyðarfirði* Heitir hann Hreinn Ágústsson, vélstjóri, til heimilis á Reyðar- firði. Taiið er, að hann hafi sein- ast sézt um hádegi á nýjórsdag; þegar hann gekk frá borði úr ms HeXgafelli, sem Xá við bry-gigju á ReyðarfirðL Hjartanlega þakka ég hinn mikla vinarhug, sem mér var sýndur á 70 ára afmælisdegi mínum 26. des. sl. Sannarlega ylja mér hlýju handtökin, mætu gjafirnar og góðu óskirnar, sem mér hafa borizt hvaðanæfa. Bið ykkur öllum Guðsblessimar á nýbyrjuðu ári og allri framtíð. — Kærar kveðjur. Jón Gestur Vigfússon, Hafnarfirði. Hjartanlegar þakkir færum við öllum, sem á einn eða annan hátt hafa vottað okkur samúð og hjarta- hlýju við fráfall og jarðarför SIGURÐAR E. IILÍÐAR fyrrv. yfirdýralæknis. Guo olessi ykkur komandi ár, hafið þökk fyrir hið liðna. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Hlíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.