Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 20
20 mokgvisblaðið Fimmtudagur 3. januar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD KEMUR í HEIMSÓKN — Mig langar ekki nokkurn skapaðan hlut til að vera þrjátíu og fjögra. Katrín glennti upp dökkbláu augun. — Hvað þýðir að vera að halda fram svona vitleysu? Það, sem þig vantar — og hefur alltaf vantað — er litur og svo ofur- lítið bliðari svipur. Þú ættir að sefa þig fyrir framan spegil. Rietta kipraði varirnar. Reiðin var rokin úr henni. Nú gat hún haft gaman af Katrínu. Þegar hún hugsaði til sjálfrar sín, stand andi fyrir framan spegil og æfa blíðusvip, gat hún ekki annað en brosað. — Við gætum kannski æft okkur saman, sagði hún. Katrín blés frá sér reykjar- skýi. — Jæja, þá ertu farin að hlæja að mér. Ég hélt fyrst, að þú ætl- aðir að bíta mig á barkann. Mér þætti gaman að vita, hvort James er orðinn feitur. Það væri leiðinlegt, ef hann væri orðinn það — eins og hann var laglegur. •Þið voruð svei mér glæsilegt par — en vitanlega hefði hann átt að verða ástfanginn af ein- hverri Ijóshærðri, eins og mér. Það var fallega gert af mér að reyna ekki að ná honum frá þér! Rietta leit upp þessum gráu augum sínum og lét þau hvíla stundarkorn á Katrínu. En þar sem báðar vissu jafn vel, að þetta hafði Katrín einmitt reynt, en árangurslaust, fannst henni ekki ástæða til að segja eitt. Hún þagði því eins og steinn. Eftir ofurlitla stund tók hún aftur til vúð að þræða litla kjólinn. Katrín hló vingjarnlega og sneri aftur að James Lessiter. — Æ, ég veit nú ekki, hvort það er betra að vera ístrubelgur eða horgrind. James hlýtur að vera orðinn hálf-fimmtugur. Hún saug vindlinginn og bætti við: — Hann ætlar að koma í kaffi til mín í kvöld. Þú ættir að koma líka. — Nei, þakka þér fyrir. — Það ættirðu nú samt að gera. Einhverntíma verðurðu að hitta hann, hvort sem er. Ljúktu því af, vingjarnlega og skynsam- lega, þegar þú getur litið út upp á þitt bezta, í staðinn fyrir að rekast einhverntíma á hann af tilviljun, þegar annaðhvort hár- ið á þér er úfið, eða þá allt þorp- ið á næstu grösum til að horfa á, hvernig þér verður við. Rétt sem snöggvast kom upp í andlit Riettu þessi roði, sem hana skorti venjulega. Reiðin sauð niðri í henni, en hún hafði gott vald á henni. Hún mælti: — Við erum ekki skólastelpur lengur. Mér þarf engan veginn að verða við. Ef James ætlar að setjast hér að, hittumst við auð- vitað einhverntíma. En mér kæmi það mjög á óvart, ef hann yrði hér til langframa. Ég er hrædd um, að honum finnist Melling ekki sérlega upplífgandi. — Hann er orðinn sterkríkur, sagði Katrín og var hugsi. Reyndu nú að stíga af þessum háa hesti þínum, Rietta! Það er mikill munur, að Melling-húsið skuli komast í byggð aftur, Og ef út í það er farið, eruð þið James gamlir vinir og við elztu vinir hans. Það getur ekki verið sér- lega skemmtilegt fyrir hann að koma í tómt húsið. Mér finnst við þurfa að bjóða hann vel- kominn. Komdu nú í þetta kaffi hjá mér í kvöld! Rietta horfði fast á hana. Það hefði verið svo miklu eðlilegra að Katrín hefði viljað sitja ein að James Lessiter. Hér lá ein- hver fiskur undir steini, sem bráðum mundi koma betur í ljós. Katrín ætlaði sér áreiðanlega eitthvað sérstakt með þessu. Hún brosti því ofurlítið, rétt til að sýna hinni, að hún léti ekki ginna sig. Katrín Welby stóð upp, rólega Og virðulega. — Jæja, þú kemur þá ef þú getur, sagði hún. En áður en hún var komin út að dyrum, leit hún um öxl. — Er Carr ekki heima? — Nei, hann og Fancy fóru til London. Katrín Welby hló. — Ætla þau að giftast? Ég vil ekki ráða þér til að spyrja hann um það. Sjálf hef ég ekki gert það. — Hann væri vitlaus ef hann tæki upp á því. Hún er óþarflega lík Marjorie. Það verður sama sagan upp aftur. — Þú hefur ekkert leyfi til að segja það. Katrín kyssti á fingur til henn ar. — Það er tilgangslaust að reyna að setja þig upp í háan hest við mig — það ættirðu að vita, eftir öll þessi ár. Ég lít bara á þetta með skynsemi og þú ættir líka að nota þína skynsemi og taka fyrir þetta áður en það er um seinan. Nema þú viljir, að allt fari í hundana aftur — og það held ég gæti riðið honum að fullu. Fékkstu nokkurntíma að vita, hver það var, sem Marjorie hljóp burt með? — Nei. — Jæja, hún sparaði nú öllum miklar áhyggjur með því að deyja. Ég á þar við, að eftir að hún var komin aftur, allslaus og í vandræðum og hann búinn að taka hana að sér og hjúkra henni, þá hefði hann ekki getað farið fram á skilnað. Og það væri ekk ert spaug ef sú saga ætti að fara að endurtaka sig. Jæja, ég sé þig í kvöld! IV. Fancy Bell gaut augunum und an löngu augnhárunum og sá. að félagi hennar var í slæmu skapi. Hún andvarpaði ofurlítið og sneri sér að sjón, sem ánægju- legri var, en það var hennar eig- in mynd í speglinum, sem var bakatil í glugganum í tízkubúð- inni. Þessi rauði litur var dálítið djarfur — dálítið tvíræður, mátti laglegur — enginn gat látið sér dæma tillitinu, sem flestir, ef ekki allir, sem fram hjá fóru, sendu henni, var hann velheppn- aður. Þau Carr vöru velheppn- aðar andstæður. Hann var mjög laplegur — enginn gat látið sér detta í hug að andmæla því. Og vitanlega var ekkert heppilegra en svona dökkur maður með þunglyndissvip. til að láta ljós- hærða stúlku sýnast ennþá bjart- ari yfirlitum en hún var í raun og veru. Og hann var nú líka svo indæll, en mikið væri samt skemmtilegra ef hann vildi brosa ofurlítið og gefa til kynna, að hann nyti samverunnar við hana svolítið. En það var nú ekki hægt að heimta allt. Það var einhver harður kjarni mannlegra hygginda að baki þessu glæsilega útliti. Það var ekki hægt að fá allt, sem maður girntist, en þá varð að ráða það við sig, hvað maður girntist mest. Ungir menn með vasana fulla af peningum voru að bjóða manni út með sér um helgar. En hún var nú ekki þannig stúlka og lét þá vita af því — og þeir endur- tóku sjaldnast boðið. Atvinnan sem sýningarstúlka var ágæt meðan hún stóð yfir, en ihún var bara aldrei langvinn. Skynsama stúlkan, sem hét Frances, vildi, að Fancy fengi sín tækifæri í lífinu, og hún vissi alveg, hvað hún vildi — hún vildi komast hærra í heiminum, en þó ekki svo hátt, að tengdafólkið liti nið- ur á hana — svo nóga peninga til að eignast vistlegt heimili, og svo sem þrjú börn og einhvern til að vinna grófari verkin, af því að hún vildi ekki slíta sér út og henni hafði alltaf tekizt að halda höndunum á sér fallegum. Auðvitað þyrfti hún að vinna dálítið. sérstaklega eftir að börn- in væru komin. En hún var ekkert ófús á það. Frances var búin að reikna þetta allt út. Hún var nú áð reikna út, hvort Cárr Robertson mundi duga í sitt hlut verk í þessum einkaleik hennar. Hann hafði atvinnu og átti eitt- hvað ofurlítið til, og Fancy mundi veitast létt að verða ást- fangin af honum, en Frances ætl- aði ekki að þola henni að gera neina vitleysu. Hún rétti upp hönd og togaði í ermina hans. — Hérna er staðurinn, þar sem — Við erum í feluleik, mamma, og litli bróðir faldi sig í ís- skápnum. frú Welby sagðist láta greiða sér. Það verður klukkutími, og svo getum við fengið okkur te á eftir. Hann horfði á hana fara, og það var eins og honum létti svo einkennilega. Nú hafði hann klukkutíma til umráða, þegar enginn mundi heimta neitt af honum. Hann þurfti hvorki að tala né sýna ástaratlot, né stilla sig um ástaratlot. Honum var innanbrjósts svipaðast því, sem fólki verður, þegar gestirnir eru að fara. Maður getur hafa haft ánægju af nærveru þeirra, en það er nú samt eitthvað þægileg tilhugsun að ráða aftur yfir hús- inu sjálfuh En svo var bara þetta, að þegar hann réð yfir hús- inu sjálfur, var alltaf sá mögu- leiki fyrir hendi, að einhver draugur, sem ekki hafði verið kveðinn niður, birtist — fótatak Marjorie á ganginum .... hlát- urinn hennar og gráturinn henn- ar .... og veiklaða röddin: „Nei, nei, ég skal aldrei segja þér nafn- ið á honum. Eg vil ekki, að þú myrðir hann .... Nei, Carr, nei!“ En nú greip raunveruleg mannsrödd fram í. Hann leit upp Og hleypti brúnum taugaóstyrk- ur, svo að hann líktist Riettu frænku sinni, og sá þá góð- mannlega svipinn á hr; Holder- ness. Ein af fyrstu endurminn- ingum hans var góðvild hr. Hold- erness, ásamt aur í lófann. Að því er Carr gat bezt séð, hafði hann ekki breytzt nokkurn skap- aðan hlut — framkoman var virðuleg, rjóður í andliti og rödd- in sterk og drynjandi. Fyrirtækið hans hafði þegar í þá daga, haft á sér orð sem rótgróin málfærslu skrifstofa, og svo hafði verið æ síðan. Hann klappaði á öxlina á Carr og spurði hann hvort hann væri kominn til langrar dvalar. — Rietta hefur ánægju af, að þú komir. Hvernig líður henni? Hún slítur sér vonandi ekki of- mikið út? Seinast þegar ég sá hana, fannst mér eins og hún þrælaði ofmikið, en hún sagðist enga hjálp hafa með garðinn. — Nei, hún hefur orðið að hætta við matjurtirnar. Og hún hefur heldur ekki mikla hjálp innanhúss — bara hana frú Fal- low nokkra tíma, tvisvar í viku. Eg held, að hún vinni alltof mikið. — Þú verður að gæta hennar, drengur minn. Gott fólk er of KALLI KUREKI gl/DD£*)LY, eED GBABS A FOOT AM> HEAVES! ~ * * Teiknari: Fred Harman Im. J$ce sfhth/s sHAeee up dyhis fall , but HE HAHG-S OM TDH/S &UN*" I AIN’TSOMNA SHOOT VÖU ’—' TILL AFTER YOÚ TALK! GTV UP* Allt í einu grípur Kalli í fót Ása og 3iarpar honum aí baki. Ási er eftir sig eftir byltuna, en grípur þó til byssunnar. — Ég ætla ekki að skjóta þig fyrr en eftir að þú hefur leyst frá skjóð- unni. sjaldgæft og hún gætir sín ekki sjálf — konur gera það aldrei. Okkar á milli sagt, hafa þær all- ar dyggðir til að bera, nema al- menn skynsemi. En hafðu það ekki eftir mér. Það eru engin vitni að því, svo að ég neita auð- vitað öllu. Hann rak upp glymj- andi hlátur. — Jæja, ég má ekki standa hér Og kjafta. Eg er búinn að vera í réttinum allan daginn, og verð að koma mér í skrifstof- una. En vel á minnzt: Eg hef heyrt, að James Lessiter sé kom- inn heim. Ertu búinn að sjá hann? Carr kipraði varirnar, tauga- óstyrkur, eins og þegar hann hleypti búnum. — Aldrei séð hann á ævi minni. Hann var farinn héðan áður en síðan hann kom? — Já, já, auðvitað var hann það. Og nú er hann kominn heim, ríkur maður. Það er gaman að heyra einstöku sinnum um vel- gegngni manna — mjög ánægju- legt. Svo þú hefur ekki séð hann síðan hann kom. — Mér finnst enginn hafa séð hann enn. Og það er heldur varla von, því að hann kom víst í gærkvöldi. Frú Fallows var þar upp frá að hjálpa Mayhew-hjón- unum — Já .... eldabuskunni og brytanum hans Lessiters .........- ágætis fólk. Mayhew kemur I skrifstofuna til mín í hverri viku, að sækja kaupið þeirra. Þannig heyrði ég, að von væri á James. En hann hringir sjálfsagt til mín, Eg hef haft mikla vinnu fyrir hann, þegar hann er alltaf svona að heiman, og svo dó móðir hans í millitíðinni. Jæja, vertu sæll, drengur minn. Það var gaman að sjá þig. ÍHÍItvarpiö Fimmtudagur 3. Janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni*': sjómannaþátt* ur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Dag- rún Kristj ánsdótti r). 15.00 Síðdegisútvarp. 16.00 Fyrir yngstu hlustenduma (Margrét Gimnarsdóttir og Vii* borg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingtfréttir. 16.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ríki Ránar; V. erindi: Á karfaslóðum (Dr. Jakob Magnúa son). 20.25 Organleikur: Úr „Hljómbldkum** eftir Björgvin Guðmundsson- (Páll Kr. PáLsson leikur á orgel Hatfnarfjarðarkirk ju), 20.46 ,,Múlasna páfans", smásaga etft- ir Alphonse Daudet (Gissur Ó, Erlingsson þýðir og les). 21.06 Einsöngur: Lísa Della Casa syng ur lög eftir Richard Strauss. 21.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson fil. kand.). 21.40 Tónleikar: „The GJods Go A* Begging", hljómsveitarsvíta etftir Háandel-Beecham (Konunglega fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir, 22.10 vlr ævisögu Leós Tolstojs etftir Aleksej Tolstoj; H. lestur (Gyltfi Gröndal ritstjóri). 22.30 Harmonikuþáttur (Reynir Jóns- son). 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.