Morgunblaðið - 04.01.1963, Síða 1
24 slður
Fyrsla skipti, sem skæruliðar
gefa færi á orustu
Saigon, Tan Hiep, 3. jan.
(NTB-AP)
BLÓÐUGIR bardagar geis-
uðu í dag milli skæruliða
kommúnista, Viet Cong, og
hers stjórnar Ngos Dinh Dim-
es í S-Viet Nam. Var barizt á
tveimur vígstöðvum, í ná-
grenni Saigon, höfuðborgar
S-Viet Nam, og í grennd við
þorpið Tan Hiep, við óshólma
árinnar Mekong. Er þetta í
fyrsta skipti frá því að skæru-
liðar hófu baráttu gegn stjórn
arhernum, sem þeir gefa færi
á orustu. Mikið mannfall er í
liðum beggja, en engar nám-
kvæmar tölur hafa horizt. —
Herma óstaðfestar fregnir, að
hundruð manna hafa fallið.
Lítið hefur spurzt um það
hvorum vegni betur, en það sem
Sjómanna-
verkfallið
IMoregi
I
Osló, 3. janúar (NTB) —
Norskir sjómenn hófu verkfall
1. janúar sl. Nær verkfallið til
allra sjómanna á fiskiskipaflotan-
um og hafa þeir hætt störfum,
að undanteknum fiskimönnum í
þremur þorpum, sem eru mót-
fallnir verkfallinu.
Fiskiskortur er enn ekki farinn
að gera vart við sig í Noregi, því
að nægar birgðir af frystum fiski
voru fyrir hendi, þegar verkfallið
hófst.
Engar samningaviðræður hafa
farið fram um lausn verkfallsins,
en gert er ráð fyrir að þær hefj
ist næstu daga.
mest er talið því til trafala, að
stjórnarherinn geti unnið sigur á
skæruliðunum í orustunum, er
skortur á þyrlum til þess að
flytja hermenn til vígstöðvanna.
Flestar þær þyrlur, sem Banda-
ríkjamenn hafa látið stjórnar-
hernum í té, eru í notkun fjarri
vígstöðvunum.
Bandarískir hernaðarsérfræð-
ingar, sem hafa leiðbeint stjórn-
arhernum í S-Viet Nam, hafa
komið því til leiðar, að þorp í
landinu hafa verið víggirt og í-
búarnir vígbúnir, en áður komu
skæruliðar kommúnista oft íbú-
um þorpanna í opna skjöldu og
gátu náð þeim á sitt vald bar-
áttulaust.
í morgun tóku liðsveitir skæru
liga með áhlaupi eitt slíkt þorp,
Ap Bac, nálægt Mekong. Her-
menn stjórnarinnar hófu
sprengjuárás á þorpið og á með-
an á henni stóð henti það óhapp,
að þeir, sem sprengjunum vörp-
uðu, miðuðu skakkt og hæfðu
sína eigin liðsmenn. Hermenn-
irnir, sem urðu fyrir sprengjum
félaga sinna leyndust á hrisakri
nálægt Ap Bac og bjuggust til
þess að taka þorpið. Þrátt fyrir
þetta óhapp tókst stjórnarhern-
um að ná þorpinu úr höndum
skæruliða.
Adenauer til
Parísar
París, 3. janúar (NTB) —
Konrad Adenauer, kanzlari V-
Þýzkalands, kemur í opinbera
heimsókn til Frakklands 21. jan
úar n.k. Mun kanzlarinn ræða við
de Gaulle, Frakklandsforseta og
ýmsa ráðherra frönsku ríkisstjórn
arinnar.
Heimsóknin er í framhaldi af
þeim viðræðum, sem nýlega fóru
fram um aukna samvinnu Frakk-
lands og V-Þýzkalands.
Hermenn SÞ í Elizabetville meðan óeirðir voru í borginni
SÞ tóku Jadotville í gær
Talið að Tshombe hafi flúið til Kolwezi,
en það er eina mikilvæga borgin, sem'
Katangaher hefur enn d valdi sínu
Leopoldville, London, 3. jan.
(NTB-AP)
# Liðssveitir Sameinuðu
þjóðanna náðu í dag á sitt
vald námuhorginni og sam-
Fregnir frá aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New
York hermdu, að Ralph J.
Bunch, aðstoðarframkvæmda-
stjóri samtakanna, færi til
Leopoldville í kvöld tii þess
að ræða aðgerðir SÞ í Kat-
anga.
göngumiðstöðinni Jadotville í
Katanga. Til varnar í borg-
inni voru um 3000 hermenn
32 Rússar biðjast hælis í
sendiraði USA í Moskvu
Katangahers og 100 erlendir
málaliðar. Mannfall varð í
liði SÞ, en ekki er vitað hve
margir féllu.
• Tshombe, fylkisstjóri Kat
anga, var í Jadotville í gær,
en nú er ókunnugt um að-
setursstað hans. Þó er talið,
að hann hafi haldið til Kol-
wezi, norðvestur af Jadot-
ville, en það er eina mikil-
væga borgin í Katanga, sem
Katangaher hefur enn á valdi
sínu.
• I dag hótaði Tshombe, að
láta Katangaher hef ja skæru-
hernað og skemmdarverk, ef
SÞ gæfu liðssveitum sínum
ekki fyrirmæli um að hætta
hernaðaraðgerðum.
• Tilkynnt var í London í
kvöld, að brezka stjórnin
hyggðist gera allt, sem í henn
ar valdi stæði til þess að fá
Tshombe til að snúa aftur til
Elizabethville.
Talsmaður brezku stjórnarinn-
ar kvað það álit hennar, að
koma Tshombe til Elizabethville
gæti afstýrt því að Katangaher
hæfi skæruhernað. Brezka stjórn
in teldi að hægt yrði að leysá
Katangamálið á friðsamlegan
hátt, þegar Tshombe væri kom-
inn til höfuðborgarinnar.
Verja Kolwesi með öllum ráðum
Liðssveitir Sameinuðu þjóð-
anna í Katanga hafa nú á valdi
sinu fjórar af mikilvægustu
borgum fylkisins, Elizabethville,
Framhald á bis. 3.
Synjaði ^
leyfisbeið-
ni Loftleiða
Kaupmannahöfn, 3. jan.
Einkaskeyti til Morgunblaðs-
ins.
ÞAÐ hefur nú verið upp-
lýst, að norska samgöngumála
ráðuneytið hefur vísað á bug
þeirri beiðni íslenzka flug-
félagsins Loftleiða, að það
fái leyfi ráðuneytisins til að
flytja norskar áhafnir skipa
með lægri fargjöldum en flug
félaginu er nú heimilt.
— Rytgaardí
Blóðugir bardagar
í Suöur-Viet Nam
Segjast vera ofsóttir vegna trúar sinnar
OAS ætlar aö ráða
de Gaulle af dögum
Moskvu, 3. jan. (NTB-AP)
f DAG komu 32 Rússar, þar af
12 konur og 14 börn, til banda-
ríska sendiráðsins í Moskvu.
Sögðust þeir vera kristnir menn,
ofsóttir vegna trúar sinnar,
því að trúfrelsi ríkti ekki í Sovét-
ríkjunum. Báðu þeir um hæli í
bandaríska sendiráðinu og fóru
þess á leit, að sendiráðið aðstoð-
aði þá við að flýja land.
Bandaríski sendiherrann sagði,
að lögum samkvæmt væri ómögu
legt, að veita rússneskum ríkis-
borgurum hæli í bandarísku
sendiráði á rússneskri grund. Var
utanríkisráðuneyti Sovétrikjanna
gert aðvart um að fólkið væri í
sendiráðinu og sendi það menn
til þess að sækja það. Banda-
ríski sendiherrann fór þess á leit
við utanríkisráðuneytið, að fólk-
inu yrði ekki gert mein og var
því lofað. Fólkið var flutt í gisti-
hús.
# 4 daga ferð.
Flóttafólkið skýrði frá því í
sendiréðinu, að það hefði ferð-
ast fjóra daga með járnbrautar-
lest frá heimabæ sínum í Síberíu,
en þar væri því ekki lengur vært.
Væri það ofsótt vegna trúar sinn
ar og fyrir skömmu hefði því
verið hótað, að börn þess yrðu
tekin frá því, ef það léti ekki
af trú sinni.
Þegar fólkið .kom til sendiráðs
Bandaríkjanna spurði það hvort
þarna væri sendiráð ísraels. Þeg-
ar því var sagt, að það væri
í sendiráði Bandaríkjanna fór
það þess á leit, að því yrði
veitt aðstoð til þess að bomast
úr landi, helzt til ísraels, eða
einhvers annars lands þar sem
það gæti haft trú sína óáreitt.
# „Þeir skjóta okkur“.
Bftir að fulltrúar utanrikis-
Framhald á bls. 3.
París, 3. janúar (NTB) —
Upplýsingamálaráðherra Frakka
Alain Peyrefitte, sagði í dag, að
leynifélagsskapurinn OAS héldi
enn áfram hryðjuverkum, og
stefndi að því að ráða de Gaulle
Frakklandsforseta af dögum.
Perefitte ræddi þetta á þing-
fundi í dag og á eftir honum tók
innanríkisráðherra Frakka, Rog-
er Frey, til máls. Sagði hann að
um 70% allra rána og ofbeldis-
árása, sem framdar hefðu verið
að undanförnu, væru að undir-
lagi OAS. Sagði Frey, að enginn
ástæða væri til þess að ætla, að
OAS-menn, hefðu lagt upp laup
ana. Talið er, að fyrrv. forsætis-
ráðherra Frakka, Georges Bidault
sé foringi OAS-manna.