Morgunblaðið - 04.01.1963, Page 15
Fostudagur 4. janúar 1963
MORCVNBLAÐIÐ
15
Mynriir á sýningu
fVlark Frankland skrlfar
frá Moskvu
NIKITA Krúsjeff, forsætisráð- | Ungi maðurinn hélt því fram, að
iherra Sovétríkjanna hafa ugg- I ekkert væri við það að athuga,
laust orðið á mistök, hafi sá ver-
ið tilgangur árásar hans á
sovézka nútímamálara á ðögun-
um, að skera úr um það í eitt
skipti fyrir öll, hvaða list hæfi
rússnesku þjóðinni. Þessi árás
hans hafði þau áhrif, að aðsókn
tvöfaldaðist að listasafninu, þar
sem málverk þeirra voru til sýn-
is og töluverðar umræður urðu
meðal sýningargesta um rétt-
mæti þessarar árásar rússneskra
ráðamanna.
Þegar ég sótti þessa sýningu.
eá ég fjölda manna umhverfis
málverk þau og höggmyndir,
sem orðið höfðu tilefni hinnar
hörðustu gagnrýni. Og fólkið
hneigðist jafnvel fremur til þess
að rökræða um listaverkin held-
ur en horfa á þau. Hjá högg-
mynd einni stóð ungur maður og
talaði fyrir tugum áheyrenda.
ííann gerði stórorða árás á aka-
demíu sovézkra listmálara, sem
er eindregnasti andstæðingur
allra breytinga í sovézkri list.
Sovézkt blað ræðir
herstöðvar U.S.A.
Moskvu 2. jan. (NTB).
TASSFRÉTTASTOFAN skýrði
frá því í dag, að í síðasta hefti
sovézka mánaðarritsins ..Alþjóð-
Ieg stjórnmál“ hefði birzt grein
þar sem sagði, að lönd þau, sem
hefðu bandarískar herstöðvar
innan Iandamæra sinna, gætu átt
á hættu að verða fyrir kjarn-
orkuárás, ef bandarískir hernað-
arsinnar æstu til styrjaldar.
Blaðið segir, að bandariskar
herstöðvar miði aðeins að því að
hafa áhrif á viðkomndi þjóðir og
etjórna málefnum þeirra.
Ennfremur hefur fréttastofan
eftir blaðinu, að lönd. sem ekki
séu hlynnt styrjöld stefnu sinni
til framdráttar, þarfnist ekki
slikra herstöðva.
þótt einhverjum listamanni lík
aði ekki eitthvert listaverk. Á
hinn bóginn væri ótækt, að hann
reyndi að neyða aðra til þess að
fallast á skoðun sína Fólkið um-
•hverfis unga manninn virtist
fallast á flest rök hans, en þó
voru gerðar nokkrar athuga-
semdir.
Höggmyndin, sem þeir stóðu
við, var af móður og barni og
ber keim af verkum Henry
Moore. Einn í hópnum kvartaði
yfir því. að konan væri óhrjáleg.
„Viljirðu sjá stór brjóst", sagði
ungi maðurinn „geturðu fundið
þau í hvaða sorpblaði sem er“.
Hann benti ennfremur á, að rúss-
neskir listamenn hefðu ekki
ávallt gert mannamyndir _ af
fullkomnu raunsæi. Helgimynda-
málarar hefðu til dæmis oft haft
höfuðin óeðlilega lítil, eins og
væri á þessari höggmynd. Þá
sagði annar úr hópnum: „Helgi-
myndamálarar voru klessumál-
arar“. Allir hópuðust reiðir að
manninum, sem hafði sig ekki
meira í frammi. Sá ungi hélt
áfram að ræða um myndina.
Engin leið var að skoða hana á
meðan — og þegar ég kom þar
Prúðmannlcg ára-
mót í Borgarnesi
Borgarnesi, 2. janúar.
BÆRINN var ljósum skreytt-
ur um áramótin og jólatré
prýddu staðinn.
Á gamlárskvöld fóru Lionsfé-
lagar blysför um bæinn að vanda
og höfðu flugeldasýningu á mið-
nætti.
Áramótadansleikur var í sam-
komuhúsinu og fór hann mjög
vel fram. Rólegt var og áramót-
in prúðmannleg. Veður var
indælt, þó nokkuð kalt. — H.
aftur klukkustund síðar, var
hann enn að.
Annar álíka fundur var hald-
inn fyrir framan nokkrar mynd-
ir eftir Falk, listamann, sem
lézt fyrir nokkrum árum.
Krúsjeff hafði helt úr skálum
reiði sinnar yfir mynd af mið-
aldra konu naktri. Hér hafði
annar ungur maður orðið, ró-
legri en hinn, með gleraugu og í
mollskinnsjakka. Hann lýsti því
af augljósri hreinskilni hvernig
smekkur hans á málverkum
hefði þroskazt. Ekki væri unnt
Puskhin væri mikill höfundur og
því er ég sammála en nú hef ég
mun meiri ánægju af því að
lesa kvæði eftir Maríu Tsvetay-
evu“. (Tsvetayeva lézt árið 1941
og var um langt skeið erfitt að
ná í verk hennar. Það var talið
framfaramerki, að kvæði hennar
voru gefin út á síðasta ári).
Þau lönd munu fá, þar sem
ungir menn og stúlkur tala af
slíkri hreinskilni og svo feimnis-
laust um afstöðu sína til lista
frammi fyrir hópi ókunnugra
manna. Þessir ungu menn sögðu
ekkert, sem komið gæti vest-
rænum manni á óvart, en í raun
og veru voru þeir — og aðrir,
sem ég heyrði til á sýningunni.
að halda fram rétti sínum til
þess að hafa persónulegan
smekk. Þennan rétt er erfitt að
samræma stefnu rússneskra ráða
að vænta þess. að allir hefðu manna í listum.
Hikið um dýrðir í Siglufirði
Siglufirði, . jan.
H É R var óvenju gott tíðarfar
um hátíðarnar og áramótin, svo
að við lá, að menn segðu „gleði-
legt sumar“ í stað „gleðilegra
jóla“. Bærinn var venju fremur
Ijósum skrýddur, stórt jólatré á
Ráðhústorgi og jólastjörnur við
kirkju og sjúkrahús, auk skreyt-
inga við verzlanir og íbúðarhús.
Kirkjusókn var með ágætum, og
voru níu börn skírð við messu á
annan jóladag. Sala í verzlunum
yar meiri en nokkru sinni fyrr.
Á gamlárskvöld var brún
Hvanneyrarskálar og fjöllin
beggja vegna hennar prýdd ljós-
um og hið nýja ártal myndað
með ljósum í fjallshlíðina fyrir
ofan bæinn. Að þessu sinni voru
notuð rafljós við skreytingar
þessar, og mun það nýmæli á ára
mótaskreytingu hérlendis. — Sá
Skíðafélag Siglufjarðar um
framkvæmd þessa verks, en
Siglufjarðarkaupstaður tekur
þátt í kostnaði þess. Þá gengu
nokkrir félagar úr skíðafélaginu
á Hólshyrnu, tendruðu þar bál-
köst mikinn og skutu stóreflis
skipaflugeldum til himins.
Börn og unglingar stóðu fyrir
nokkrum brennum í fjallshlíð-
inni og kveiktu á blysum um-
hverfis Gimbrakletta. Setti allt
þetta skemmtilegan svip á ára-
mótafagnað bæjarbúa. - Ms. Arn
arfell og Fjallfoss lágu ljósum
skrýddir hér á höfninni um ára-
mótin. Á nýjársnótt var dansað
að Hótel Höfn. Mannfagnaður
allur fór fram með ró og spekt
og hvergi bólaði á óspektum.
— Stefán.
öllum sviðum og neyddi aðra
til þess að fallast á skoðun síha?“
Flestir þeirra, sem til máls tóku.
lögðu áherzlu á, að þeir hefðu
rétt til þess að mynda sér sína
eigin skoðun. Þetta minnti mig
sem fall Stalíns hefði haft á
á orð ungs Rússa um þau áhrif,
hans kynslóð. „Það hefur ekki
gert okkur sinnulaus", sagði
hann“, við verðum að horfa og
hlusta, vega og meta. og ákveða
sjálf, hvað sé satt og hvað sé
ekki satt.
Ráðamenn geta ekki gert sér
vonir um að þröngva sjónarmið-
um sínum inn á þá, sem á þess-
ari sýningu þörðu' að láta álit
sitt í ljós við hvern sem var.
Einn ræðumanna sagði í gamni
eftir beitar umræður um eitt
listaverkanna „Jæja, við getum
að minnsta kösti dregið ýmsa
lærdóma af deilunni um þessa
mynd“. En það, sem fólkið hafði
lært, virtist ekki vera það. sem
ráðunautar Krúsjeffs í listum
höfðu viljað kenna því.
(OBSERVER — öll réttindi
áskilin).
Krúsjeff skoðar sýninguna
sama smekk á málverkum, því að
skilningur manna og reynsla
væri mismunandi. Sumir hefðu
enn ekki lært að meta Falk. Á
hinn bóginn hefðu málverk eins
og hið fræga „Bréf frá vígstöðv-
unum „ekki lengur áhrif á sig.
Það málverk er einnig á sýning-
unni og líkist einna helzt lit-
skrúðugri ljósmynd. Hann gagn-
rýndi einnig skólana fyrir að
kenna nemendum, að sumir höf-
undar vseru góðir en aðrir slæm-
ir. „Þetta hefur haft þær afleið-
ingar“. sagði hann, „að frá því
ég kom úr skóla, hef ég vaxið
mest öllum tíma mínum til þess
að varpa fyrir borð þeim skoð-
unum, sem kennarar mínir tróðu
í mig. Allir sögðu þeir, að
Cloudmaster lend-
ir við Sauðárkrók
FÖSTUDAGINN 28. des. lenti
stærsta flugvél á Sauðárkróki,
sem hingað til hefur lent þar.
Var það Skýfaxi, Cloudmaster-
vél Flugfélags íslands. Flugstjóri
var Jóhannes Snorrason. Lending
og flugtak tókst með ágætum.
Flugvöllurinn við Sauðárkrók er
nokkuð gljúpur, og því helzt ekki
hægt að lenda þar þungum flug-
vélum, nema þegar frost er í
jörðu og gerir hann harðan.
Auðvitað voru ekki allir sam
mála. Sumir sögðu að fólkið vildi
ekki sjá abstrakt málverk — en
þá benti einhver á, að fólkið
hefði alls ekki fengið tækifæri
til þess að sjá abstrakt málverk.
Aðrir sögðu, að málarar eins og
Falk mundu gleymdir að tuttugu
árum liðnum. Fólkið yrði leitt
á þeim. En þennan dag sá ég
engan þeirra halda lengi velli
rökræðunum, sem héldu til
streitu afstöðu sovézkra yfir-
valda í þessum efnum. Reiði var
heldur ekki að sjá á neinum
þeirra, sem gagnrýndu árásina á
nútímamálara Sovétríkjanna —
þó lagði maður nokkur allhörku-
lega fram þessa spurningu: „Var
það ekki á dögum Stalíns, sem
einn maður þóttist sérfræðingur
Veðurblíðaá
Hornafirði
HÖFN í HORNAFIRÐI — Sama
veðurblíðan hefur verið hér yfir
hátíðina og annars staðar á land-
inu. Kauptúnið hefur verið vel
skreytt. Á gamlárskvöld voru
hér að venju tvær brennur, önn-
ur mjög stór. Ekkert hefur verið
róið undanfarið, en bátar munu
hefja róðra upp úr áramótum,
— Gunnar.
Ágæt kirkjusókn
og góður nýárs-
fagnaður
Húsavík, 2. jan.
UM hátíðarnar hefur verið ein
munatíð hér á Húsaví'k, og
kinkjusótkn mikil. Setti það sinn
svip á messurnar, að við hverja
þeirra þjónuðu tveir prestar, sr.
IngóMur Guðmundsson og sr.
Friðrik A. Friðriksson fyrrver-
andi prófastur. f einni messunni
voru skírð ellefu börn, og nokkr
ar hjónavígslur fóru fram um
jólin.
Áramótabrennur voru tvær,
önnur á Stórhól og hin á Húsa-
víkurtúni. Nutu þær sín vel í
logninu og heiðríkjunni. Um
kvöldið var dansað á tveimur
stöðum og drukkið allfast, en
engar óspektir hlutust ai ,enda
er sliikt óþekkt fyrirbærí hér
um áramót, þótt púðurkerlingar
og blys vi'lji fjúka og háir hvell
ir glymji í eyrum. Óvenju mörg
um flugeldum var skotið. í dag
hafa svo margir eftir ánægju-
leg jótl kvatt heimili sín, því að
með flugvélum fóru héðan í dag
70 manns, skólafólk og vertíð-
arfólk. — Fréttaritari
aS auglýsing I stærsta
og útbreíddasta blaSinu
borgar sig bezt.
Enska - Danska - Þ yzka - Franska - Spánska - ítalska
3-79-08 SÍMI 3-79-08
Innritun frá kl. 5—8 e. h. — Kennsla hefst 10. jan. — Ath.: Síðdegistímar fyrir húsmæðm.
MÁLASKÓLI HALLDÓRS ÞORSTEIIVS SOIMAR