Morgunblaðið - 04.01.1963, Side 17

Morgunblaðið - 04.01.1963, Side 17
Föstudagur 4. Janðar 1963 MORCT'NBLAÐIÐ 17 Karólína Einarsdóttir Minningarorð r 25. m.aí 1912 — 25. des. 1962. SJALDAN hefi ég fundi'ö mér meiri vanda á höndum að mséla eftir mann en nú, er ég skal minnast mágkonu minnar, Líbu Einarsdóttur, látinnar, Eigi fyr- ir þá sök, að fráfall 'hennar kæmi neinum í opna skjöldu, — dauð- inn hafði þvert á móti haldið henni í löngu umsátri og brotið niður hverja vörnina af annarri, unz hann hélt innreið sína í Bjúkrastofuna hennar á jóladag sjálfan, ekki sem gunnreifur Bigurvegari, heldur sem kærkom inn lausnari. Hitt veldur, að ég finn mig skorta mikið til þess að geta mótað í þessum línum þá mynd, sem ég vildi og veit rétt- asta, af þessari óvenju gáfuðu og mikilhæfu konu. Hún.var fædd í Miðdal í Mos- fellssveit 25. maí 1912 og hét fullu nafni Karólína Sigríður, en ávallt kölluð Líba af heimamönn um og sveitungum, og festist það að mestu við hana síðan. For- eldrar hennar voru hjónin Ein- ar Guðmundsson og Valgerður Jónsdóttir, sem bjuggu í Miðdal í meira en fjóra áratugi, víðkunn fyrir rausn og greiðasemi við gest og gangandi. Foreldrar Ein- ars bónda, Guðmundur hrepp- stjóri Einarsson og Vígdís Ei- rískdóttir, bjuggu í Miðdal langa ævi; þau voru bæði af merkum bændaættum á Skeiðum austur, frá Álfsstöðum, Birnustöðum og Fjalli; en Valgerður var ættuð vestan heiðar, dóttir Jóns for- manns Guðmundssonar á Báreks eyri á Álftanesi og Sigríðar Júlí- önu Tómasdóttur frá Ráðagerði é Seltjarnarnesi, er var alsystir Margrétar Zoéga veitingakonu í Reykjavík, tengdamóður Einars skálds Benediktssonar. Einar í Miðdal var sérkennilegur mað- ur, fróður og víðlesinn, hafði, numið í Flensborgarskóla á yngri árum; var talið, að bók og smíði væri honum tíðari en búskapur. Valgerður var að allra dómi, sem hana þekktu óvenjulega glæsi- leg kona. Guðmundur listamað- ur, sonur hennar, hefir minnzt (hennar fallega í bókinni „Móðir mín“. !Hjá foreldrum sínum ólzt Líba upp í stórum systkinahópi í nánu samlífi við náttúruna og dýrin, heiðina víðu með silungs- vötnum og berjaforekkum og hest inn, sem bar hana á sínu eigin foaki og þýddist viljugur taum- (hald lítillar telpuhnátu. Áhrif- in að heiman voru sterkur þátt- ur í persónu hennar. Þaðan var numin ást á sveitinni og yndi af góðum hestum. í ársritinu „Emblu“, sem hún var meðút- gefandi að, eru aðeins tvær rit- smíðar merktar henni: smásag- an „Mósa mín“ og kvæðið „Heið- in mín“, hvort tveggja minning- ar frá bernskudögunum heima í Miðdal. Snemrna bar á miklu næmi og skjótum skilningi hjá Ldfou, og mjög var hún ung að sögn er (hún fór að setja saman vísur. Veturinn fyrir fermingu var (hún við orgelnám hjá Sigríði (Halldórsdóttur í Laxnesi og fékk einkatíma hjá séra Hálfdáni (Helgasyni að Mosfelli. Sagði síra Hélfdán mér, að hún væri einhver skarpasti nemandi, sem hann hefði haft. En þó að hún sjálf kysi ekkert fremur en læra meira, þá réðu þar um ástæður og erfiðir tímar, að úr því gat ekki ekki orðið um sinn. Liðu nokkur dýrmæt ár, unz úr rætt- ist. Haustið 1930 fór hún í héraðs skólann á Laugarvatni. Þar stund aði hún nám í tvo vetur og lauk prófi þaðan með mjög hárri eink unn. Ekki veit ég með vissu, (hvort hún hugði þá þegar á lengra nám, en hvað sem um það (hefir verið, varð annað fyrr að gera, að sjá sér farborða. Næstu érin vann hún að ýmsum störf- um, m.a. var hún vökukona á greip hvert tækifæri til að auka þekkingu sína. Sumarið 1934 fór hún til Þýzkalands og sótti verzl- unar- og tungumálanámskeið í Leipzig. Lagði hún einkum stund á ensku, bókfærslu og hraðritun, en kennsla fór auðvitað fram á þýzku. Eftir heimkomuna réðst hún skrifstofustúlka hjá stóru verzlunarfyrirtæki í Reykjavík. í>að mátti kalla vel að verið, svo erfitt sem þá var að fá sæmi- lega atvinnu. En nú var skammt til þess, að nýtt tímabil rynni upp í ævi Líbu. Hinn 2. okt. 1935 giftist hún Guðmundi Gíslasyni frá Eyr- arbakka, sem þá var nýútskrif- aður læknir og er löngu þjóð- kunnur fyrir störf sín og rann- sóknir á sviði búfjársjúkdóma Þau stofnuðú heimili í Reykja- vík. Veturinn 1937—3'8 dvöldust þau hjón í Englandi vegna rann- sóknarstarfa hans en hún notaði tímann til þess að auka þekk- ingu sína á nýju sviði. Lagði hún stund á bókasafnsfræði og nam allmikið nám í þeirri grein til þess að geta verið manni sínum til aðstoðar um skrésetningu bóka og útdrættisritgerða í fræðigrein hans. Þessi ferð varð mjög mikil væg fyrir Lífou, því að upp úr henni hófst óslitin sókn hennar til æðri menntunar, sem hana foafði dreymt um í æsku. Nú átti foún traustan bakihjall, eiginmann sinn, sem studdi foana af alfoug í áformi hennar. Með því að nefna stærstu áfangana á þeirri leið get ég gert langa sögu stutta, Hún tók gagnfræðapróf utan skóla 1940, stúdentspróf einnig utanskóla 1943 og kennarapróf (cand. mag.) í íslenzkum fræð- um 1950. skap Jóns, einkum þýðingum foans. Ýmislegt varð þó til taf- ar. 1953—54 sigldi hún til Kaup- mannanafnar og til Skotlands til þess að leita lækningar syni þeirra hjóna. Fékk það mjög á hana, þótt dult færi, er öll bata- von brást drengnum til handa. Vonina um að geta tekið rann- sókn sína upp af nýju lagði hún þó ekki á hilluna. Dvaldist hún í Kaupmannahötfn fyrri hluta árs 1956, meðal annars til þess að kynna sér samtíðaskáld Jóns Þorlákssonar úti í Evrópu. Þar varð henni kunnugt, að út átti að koma ritgerð, sem samin hafði verið fyrir mörgum árum, um nokkrar af þýðingum síra Jóns, Æviatriði LSbu, þau er hér foafa verið rakin í stuttu máli, bera það með sér, að hún var enginn hversdagsmaður. Þeir, sem þekktu hana að nokkru ráði, vita þó, að margt er enn ósagt. Hún var mikill persónuleiki, sem dró að sér ólíklegásta fólk með gáfum sínum og andlegu fjöri, næmum lífsskilningi og um leið sérstöku yfirlætisleysi. Alltaf hafði foún næg umtalsefni við allra hæfi. Hún var prýðisvel skáldmælt, fljót að setja saman vísur. Bókmenntir í bundnu máli og óbundnu voru henni kært um ræðuefni, enda kunni hún firn af ljóðum og stökum. Hún mynd- aði ósjálfrátt um sig nokkurs konar akademíu, hvar sem hún var. Andlegt fjör hennar og fjöl- hliða áfougi lyfti umhverfinu á hærra stig. Ég ræði ekki um þann mann- skaða, sem orðinn er í fráfalli Líbu á bezta starfsaldri. Hann er öllum ljós. En vandamenn hennar og vinir allir kveðja hana í djúpri þökk fyrir dáð- ríkt líf. Guðni Jónsson. Oll þessi próf tók hún með fyrstu einkunum á svipuðum tíma sem þeir, er ekki þurfa öðru að sinna en náminu. En allan þann tíma stjórnaði hún einnig heimili sinu og vann oft heimilis- störfin að meira eða minna leyti. Áður en hún lauk gagnfræða- prófi, fæddist elzta barn þeirra fojóna, Aðalbjörg Edda, og áður en hún lauk stúdentsprófi, fædd- ist annað barnið, Hlédís. Þær systur hafa báðar lokið stúdents- prófi og giftust á nýliðnu ári. Á háskólaórum Líbu fæddist yngsta barnið, sonur að nafni Hallur. Á þeim árum réðst Líba í það ásamt tveim vinkonum sín- um að gefa út ársritið „Ernblu", er flutti eingöngu ritverk eftir konur. Komu út af því þrír ár- gangar (1945—46 og 1949). Var þetta gott rit og átti skilið lengri lífdaga. Með námi sínu mitt í venjulegu hversdagsannríki vann Líba fráfoært afrek, sem áreiðan- lega er á fárra færi. Óslökkv- andi menntaþró, skarpar náms- gáfur og líkamlegt þrek lögðust á eitt að gera henni þetta kleift, — samfara þeirri aðstöðu, sem maður hennar bjó henni. Að loknu háskólanámi tók Lífoa sér um skeið nokkra hvíld frá ákveðnum fræðilegum við- fangsefnum. Þó birtist í afmælis- riti til próf. Sigurðar Norðdals frá yngri nemendum hans, „Á góðu dægri“ (1951) fræðileg rit- gerð eftir hana: „Kven- og lag- arlíkingar á ljóðum Einars Bene- diktssonar“. Fór svo, að þetta varð eina ritgerðin, sem hún birti, og olli því ástæðulaus hlé- drægni. Bókmenntir höfðu verið kjörsvið hennar í íslenzkum fræðum, og við þær var hugur- inn tíðum bundinn. Ritgerðar- efni hennar til kandidatsprófs var: „Áhrif frá kveðskap Jóns Þorlákssonar á kveðskap. Jónas- ar Hallgrímssonar“. Ljóðmæli Jónasar kunni hún ýkjulaust spjaldanna á milli og kveðskap Jóns kynnti hún sér svo vel, frumsaminn og þýddan, að fáir munu hafa gert betur. Hneigð- ist hugur foennar um nokkurt og annar maður til hafði valið sér svipað efni og hún. Gaf. hún þá frá sér frekari rannsóknir á skáldskap Jóns Þorlákssonar, og munu henni hafa verið þetta nokkur vonbrigði fyrst í stað. Það er grunur minn, að próf. Jón Helgason hafi hj'álpað henni til að leysa vandann með því að benda henni eða að minnsta kosti eggja hana á að taka sér fyrir hendur nýtt verkefni, sem reynd ist mjög að hennar skapi. Það var að safna orðum úr alþýðu- máli um allt er lýtur að hest- um og hestanöfn, notkun þeirra og reiðskap hvers konar. Þetta var verk, sem sæmdi vel mennt- uðum foestamanni. Eftir nauð- synlegan undirbúning hóf Líba þessa söfnun af sínum alkunna áfouga. Hún ferðaðist um landið á sumrum á sínum eigin gæð- ingum, ein með 3—4 til reiðar, og valdi til viðtals þá menn, sem hún vissi fróðasta. Sumarið 1958 ferðaðist hún um Suðurland allt austur í Landeyjar og 1959 um Norðurland. Úr þeirri ferð kom foún fárveik af þeim sjúkdómi, er að lokum varð banamein henn- «r, og gekk þá þegar undir hættu legan uppskurð. Enda þótt hún tæki aldrei á sér heilli eftir það, var kjarkur hennar og viljaþrek svo mikið, að hún hélt söfnun- arferðum sínum áfram næstu sumur, fór 1960 um Borgarfjörð, Snæfelllsnes og Dali og 1961 um Skaftafellssýslu, Eyjafjöll og ná- grenni Reykjavíkur. Á síðast- liðnu sumri hafði hún áætlað að leggja leið sína til Austurlands og ljúfca með því yfirferðinni um landið í stórum dráttum, en þess var enginn kostur. Sjúkdóm urinn hafði fengið algera yfir- hönd. Eftir var aðeins lokahríð- in, löng og erfið. f þeirri baráttu reyndist hún sönn hetja, sálar- þrek hennar og styrkur, svo að undrun sætti. En þó að verki því, er hún vann síðast að í þágu íslenzkra fræða, yrði ekki lokið, mun það, ef að líkum lætur, verða henni óbrotgjarn minnis- varði, þegar þess er gætt, við hverjar aðstæður það var unn- ið. Tvívegis fékk Lí’ba styrk úr Vísindasjóði og einu sinni frá menntamálaráði til söfnunar- starfs síns. Hún var og fyrsta konan, sem fékk styrk til vís- indarannsókna úr Menningar- og minningarsjóði kvenna. Þótt ekki væri um miklar fjárhæðir að ræða, komu styrkir þessir í góð- ar þarfir og voru henni hvatn- Kieppsspítala 1933—1934, en, skeið að rækilegri könnun á kveð , ing. HÚN hét Karólína Einarsdóttir, en var kölluð Líba. Einhvern tíma var mér sagt, að bróðir hennar, Guðmundur Einarsson frá Mið dal, nýkominn heim frá Þýzka- landi, hefði kallað hana „meine Liebe“ — ástina sína, — og síðan hefði gælunafnið við hana festst allt til fullorðinsára. Og það var orð að sönnu. Hún var mikil ástkona, og ástum sínum var hún ekki við eina fjölina felld. Hún var góð og traust eiginkona og húsmóðir Hún var mikil og fórnfús móðir, og þar hafði henni verið veitt meira hluskipti en hversdagsleg um mæðrum, — ef nokkur móðir er annars hversdagsleg. En einnig unni hún bókmennt um og þjóðlegum fræðum af þeim alhug, sem fáum er gefinn, Margar prýðilega gefnar stúlk ur og samvizkusamar hafa lagt stund á íslenzk fræði hér við há skólann. En játa ber, að þpð nám er einkar óaðgengilegt, að mestu sjálfsnám — eins og allt mennt- andi nám er raunar í eðli sínu, — en hér eru þó bagalega lítil hjálpargögn og einkum fáar handbækur. Það er því skiljan- legt, að flestar stúlkurnar hafa horfið frá námi. Við skyldum ætla, að hin fyrsta, sem fulln- aðarprófi lauk í íslenzkum fræð- um, hafi verið áhyggjulítil dóttir efnaðra foreldra og hafi getað einbeitt sér að námi. Svo var þó ekki. Það var gift kona og þriggja barna móðir, Karólína Einarsdóttir, sem þar reið á vað- ið og lauk fyrst kvenna kandí- datsprófi í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslánds vorið 1950, þá réttra 38 ára að aldri (f. í Mið- dal í Mosfellssveit 25. maí 1912). Ásamt ástinni, áhuganum og virð ingu fyrir náminu hafði hún til að bera þann þrótt, það þrek og þá þrautseigju, sem til þessa þurfti. En vitaskuld hefði þetta verið ókleift, ef ekki hefði til komið skilningur og áhugi manns hennar, Guðmundar lækn- is Gíslasonar, hins ágætasta eigin- manns og merkasta rannsóknar- manns á sinu sviði, svo og fjöl- skyldunnar allrar. Til heimaritgerða valdi Karó- lína efni úr bókmenntum síðari tíma, til fyrra hluta prófs lík- ingar í ljóðum Einars Benedikts- sonar (sbr. Á góðu dægri, Af- mæliskveðja til Sigurðar Nor- dals, 1951), og til síðara hluta prófs áhrif frá kveðskap séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá á Jónas Hallgrímsson. Öllu voru þessu gerð skil af kostgæfni, nærfærni og skilningi. Við Karólína áttum að sjálfsögðu mikil samskipti, bæði við nám og próf, og ef til vill hafa þau haft meira gildi fyrir mig en hana, þótt hér verði ekki rakin. Síðan hafa níu íslenzkar konur lokið prófi ,í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands, fjórar B-A- prófi, þrjár kandídatsprófi og tvær meistaraprófi. Þegar heim- spekideild hefur nú náð því óæskilega meti, vegna kjara framhaldsskólakennara, að í hálft þriðja ár lýkur aðeins einn íslendingur (en á sama tima 4 útlendingar) íslenzkuprófi frá Háskóla íslands, þá er þessi eini fslendingur kvenmaður. Svo fagurt og óeigingjarnt fordæmi gaf Líba. Eftir próflok dvaldist hún eitt misseri í Kaupmannahöfn og kannaði íslenzkan kveðskap og þýðingar frá því um aldamótin 1800, aðallega eftir séra Jón Þor- láksson og Benedikt Jónsson Gröndal. En eftir að heim kom — og eftir að hún vissi, að hún hafði tekið ólæknandi sjúkdóm, fór hún hvert sumarið eftir annað á gæðingum sínum um landið þvert og endilengt, safn- aði hestavísum og ýmsu menn- ingarsögulegu efni. Slikur var áhugi hennar og þróttur. Hún var þannig ekki bundin bókun- einum, en dróst einnig að því efni, sem fólgið var í ólgandi lífi manna og dýra. Hún var táp- mikil kjarkkona, glöð og heil- brigð, og kunni þá list að neyta orku sinnar og njóta sannarlega gæða lífsins, meðan auðið var. Hún lézt í Reykjavík á jóla- dag eftir þung og langvinn veik- indi, sem hún bar með hetjulund. Útför hennar er gerð í dag frá Lágafellskirkju. Ég flyt fjölskyldu Líbu alúðar- kveðjur okkar kennara hennar, þakka þessari miklu og góðu vin- konu minni ómetanlega viðkynn- ingu og óska henni góðrar ferðar á fákum sínum um himinleiðir. Steingrímur J. Þorsteinsson. Ingibjörg E. Valberg — Kveðja 7. nóv. 1884. D. 22. des. 1962. KLUKKURNAR KALLA Jólaklukkurnar kalla þangað, sem hryggðin á heima, og hjartað einmana slær, sem ekki var gjarnt að gleyma, þangað, sem þögnin ríkir. Þangað nú enginn flýr. Og þó er það einmitt elskan, sem inn í því hjarta býr. Og það var þetta hjarta, sem eitt sinn átti þá heima, sem unaðinn veittu þér, sem kunni að gleðja — og geyma allt það, sem fegurst var fundið, og fögnuðinn vakti þinn. Getur það dáið, þó dauðinn drjúpi þar sjálfur inn? Barnslega brosið er slokknað, og hærurnar gullnu hvíla hrokkinlokkinn á iíni. Ennþá eins og þær skini. Kærleiks handtakið heita í hendi Drottins nú er. Þar eyrir fátækrar ekkju af auðlindum heimsins ber. Árs hnígur sól að öldum. Fölt er og hljótt um fold. Farin af jörðinni ertu, elskunnar mynd, í mold. Nýársklukkurnar kalla, þær kalla þig, kalla þig burt úr köldum einmana skugga. — Gefðu þá Guð í heimi einhvern, sem á svona hjarta, einhvern. sem kann að hugga. Rósa B. Blöndals.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.