Morgunblaðið - 04.01.1963, Qupperneq 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Fostudagur 4. janúar 1983
PATRICIA IV E NTWOk f H:
MAUD
KEMUR I HEIMSOKN
Hann gekk svo leiðar sinnar
og Carr horfði á eftir honum.
Hanr hafði breytzt í skapinu við
þennan fund þeirra. Hann hugs-
aði til tímans áður en allt fór á
ringulreið og út um þúfu-r. Hold-
erness gamli tilheyrði þeim tíma
— var beinlínis táknrænn fyrir
hann. Þá va-r tilveran örugg og
nóg fyrir sig að leggja. Þ-á átti
maður kunningja. sem höfðu alizt
upp með manni, eða höfðu
kynnzt manni í skólanum.........
Allt í einu tók hann það í sig
að ganga niður eftir götunni,
síðan beygði hann til vinstri og
stanzaði við búðargluggann hjá
Jónatan Moore. Þarna var í
glugganum skáktafl úr fílabeini,
og mennirnir skornir út á kín-
verska visu — mikið listaverk.
Hann opnaði dyxnar og gekk
inn. Bjalla hrindi um leið, og
Elísabet kom fram.
— Carr! sagði hún og þau
námu staðar og horfðu hvort á
annað.
Það var ekki nema andartak,
sem hann horfði á hana, eins og
ókunnuga, því að enda þótt fimm
ár væru liðin síðan þau höfðu
sézt. hafði hann þekkt hana alla
sína ævi. En einmitt í þessu and-
artaki sá hann hana, rétt eins og
í fyrsta sinn — hávaxna, létt-
vaxna, björtu augun og snöggt,
skjálfandi bros.
— Carr .... en hvað það var
gaman að sjá þig. Það er orðið
langt siðan við höfðum sézt, er
það ekki?
— Jú, milljón ár .... og svo
fór hann að brjóta heilann um,
hvers vegna hann hefði sagt
þetta. En annars gerði ekkert til
hvað sagt var við Elísabetu.
Hún rétti fram hönd, en ekki
til þess að snerta hann. Þetta var
hreyfing, sem hann kannaðist
svo vel við
— SvO langt? Almáttugur
minn! Komdu inn fyrir og við
skulum tala saman. Jónatan
frændi er á uppboði.
Hann fór með henni inn í litlu
setustofuna inn af búðinni, þar
sem voru fornleg húsgögn og svo
skrifborð Jónatans frænda, þakið
a-llskonar drasli. Elísabet lokaði
dyrunum. Þau hefðu getað verið
komin inn í heiminn eins og hann
var í gamla daga. Hún opnaði
skáp, og leitaði þangað til hún
fann poka af brjóstsykri.
— Þykir þér hann ennþá góð-
ur? Ég býst við því. Smekkur-
inn breytist ekki svo mjög þó
tíminn líði.
— Ekki veit ég nú það.
— En ég veit það, og er alveg
viss um það. Hún hló ofurlítið.
— Hvað sem fyrir kemur, skal
mér alltaf þykja brjóstsykur
góður. Ég er alltaf þakklát fyrir
að mega éta eins mikið af hon-
um og ég vil, án þess að fitna.
En það er ekki ofsnemmt að fá
sér tebolla. Ég ætla að hita það.
Hann hleypti brúnum aftur. —
Nei, þakka þér fyrir ég get það
ekki. Ég er með Fancy með mér
— Frances Bell. Við erum hjá
Riettu frænku. Hún fór að láta
laga á sér hárið og svo ætluðum
við að fá okkur te á eftir.
Elísabet horfði á hann hugs-
andi.
— Gætirðu þá ekki eins vel
komið með hann hingað? Ég á
alveg nýja köku.
— Jú, það vildi ég gjarna.
— Það var ágætt. Þá getum
við setið hérna og skrafað sam-
an. En segðu mér eitthvað um
hana. Er hún vinstúlka þín?
— Nei.
Hann hafði ekki ætlað sér að
segja þetta, en orðin voru ekki
fyrr komin yfir varirnar en hann
fann, að þetta var ekki nema
satt. En hvaða vandræði hafði
hann komið sér í! Þetta var rétt
eins og að ganga í svefni og
vakna við það, að vera kominn
fram á hengiflug.
— Segðu mér eitthvað um
hana, Carr. Hvernig lítur hún
út.
Aftur kom kvalasvipurinn á
andlit hans, er hann leit á hana.
— Hún er lík Marjorie.
— Ég sá -hana nú ekki nema
einu sinni, en hún var mjög
falleg.
Þetta var sagt án allrar gremju,
en samt mundu bæði þennan
fund því að á eftir hafði Elísa-
bet spurt: — Ertu ástfanginn af
henni, C-arr? Þá voru þau ein
hérna í þessari stofu, og þegar
hann leit undan og gat engu
svarað, hafði hún tekið af sér
trúlofunarhringinn og lagt hann
á stólbríkina milli þeirra, og
þegar hann sagði enn ekki neitt,
hafði hún gengið út og upp á
loft í herbergið sitt. O'g hann
hafði látið hana fara.
— Já, fyrir fimm árum, en það
var eins og það hefði gerzt í gær.
Hann sagði: — Hversvegna
slepptirðu mér?
— Hvernig átti ég að - geta
haldið í þig?
— Þú reyndir ekkert til þess.
Nei, það gerði ég ekki. Ég vildi
ekki halda aftur af þér, ef þú
vildir fara.
Hann þagði, af því að hann
gat ekki sagt: „Ég vildi alls ekki
fara“. Hann hafði þekkt Elísa-
betu alla sevi en Marjorie í þrjár
vikur. En þegar maður er tuttugu
og þriggja ár, er það hið óþekkta
og óvænta, sem er rómantískast.
Hann fann, að hann laut fram
með hendur milli hnjáa, og svo
komu orðin, fyrst dræmt en
síðan í einni roku:
— Þú, veizt, að það var alls
ekki henni að kenna. Ég var
óþolandi í sambúð og barnið dó
— og hún átti ekkert eftir. Við
höfðum lítið að lifa á. Hún hafði
verið vön að skemmta sér —
marga kunningja til að fara út
með, og ég gat ekkert gefið
henni í staðinn. íbúðin var svo
þröng og hún hafði óbeit á henni.
Ég var alltaf burtu og engir pen-
ingar til, og þegar ég var heima,
var ég alltaf í fjandalegu skapi.
Það er ekki hægt að áfellast
hana fyrir neitt.
— Hvað kom svo fyrir, Carr?
— Ég var sendur til Þýzka-
lands, og slapp ekki úr herþjón-
ustunni fyrr en í árslok. Hún
hafði skrifað en ekki oft og
þegar fram liðu stundir, hætti
hún alveg að skrifa. Ég fékk
sv-o frí og kom heim, og fann þá
fyrir ókunnugt fólk í íbúðinni.
Hún hafði 1-eigt hana. Enginn
vissi, hvað af henni var orðið.
Þegar ég svo kom alkominn
heim, reyndi ég að finna hana.
Ég náði í íbúðina aftur, því að
einhversstaðar varð ég að vera
og ég hafði þessa atvinnu hjá
bókaútgáfufyrirtæki. Það var vin
ur minn, Jack Smithers, sem
hafði stofnað það. . .
Mér datt hálft um hálft í hug,
að hún myndi koma aftur. Og
það gerði hún líka. Það var eitt
ískalt janúarkvöld. Ég kom heim
rétt fyrir miðnætti og þá lá hún
þar í hnipri á legubekk. Hún
hlýtur að hafa verið orðin býsna
köld, því að hún var í engri yfir-
höfn, heldur bara í þunnum kjól.
Hún hafði náð í dúnteppi úr
svefnherberginu og sett rafmagns
ofninn á, en þegar ég kom heim,
var hún komin með ofsalegan
hita. Ég náði í lækni, en það var
alveg vonlaust. Svínið, sem hún
strauk með, hafði skilið hana
eftir allslausa í Frakklandi. Hún
hafði selt allt, sem hún gat við
sig losað, til þess að komast
heim. Það sagði hún mér, en hún
vildi ekki segja mér nafnið á
honum. Hún sagði, að hún vildi
ekki að ég myrti hann. Og eftir
allt, sem hann hafði gert henni,
— ég veit það vegna þess, að
hún talaði um það í óráðinu —
eftir þetta allt var hún ennþá
vitlaus í honum!
Rödd Elísabetar rauf þögnina:
— Hún getur hafa átt við þig!
Hann hló reiðilega.
— O, ekki alveg. Hún geymdi
mynd af honum, Og þannig get
ég fundið hann, þótt síðar verði.
Hún var í lokinu á púðurdós, und
ir léreftspjötlunni, se-m er ætluð
til þess að halda púðrinu í dós-
inni. Hún bjóst víst ekki við, að
neinn myndi finna hana þar,
enda vissi hún ekki, að hún var
að dauða komin. Röddin varð
hörð. — Hún he-fði víst ekki trú-
að því, ef einhver he-fði sagt
henni það.
Elísabet sagði: — Veslings
Marjorie.
Hann kinkaði kolli. — Eg hef
geymt þessa mynd. Eg skal finna
hann áður en lýkur. Þetta er
bara andlitið og axlirnar og bak-
Hvernig var kakan?
ið á myndinni var skafið, svo að
nafnið á Ijósmyndaranum sést
ekki, en ég veit, að ég þekki
hann ef ég sé hann.
— Fólk sleppur ekki við refs-
ingu, Carr. Farðu ekki að ger-
ast böðull. Það á ekki við þig.
— Er það e-kki? Eg veit ekki
Nú varð þögn og Elísabet rauf
hana ekki. Hún hallaði sér aftur
og horfði á hann, með hendurn-
ar í kjöltunni.
Allt í einu tók Carr aftur til
máls. — Fancy er dálítið lík
henni, skilurðu. Hún hefur verið
sýningarstúlka. en nú er hún
atvinnulaus Hún hefur unnið
mjög mikið og vill koma sér
áfram. Hún er að vona að fá
hlutverk í því, sem hún kallar
almennilegan leik. Eg held nú
ekki, að hún hafi nokkra mögu-
leika til að geta leikið. Svo verð-
ur hún að gæta sín vel með fram-
burðinn, af því að hann var
öðruvísi í Stepney, þar sem hún
ólst upp. Eg held, að foreldrar
hennar eigi þar heima enn, og
henni mundi ekki detta í hug að
slíta öllu sambandi við þau, af
því að hún er góð stúlka Og
henni þykir vænt um fólkið sitt.
— Og hvað kemur þú þessu
máli við? sagði Elísa-bet.
Hann leit upp með gremju-
svip í brosinu.
— Hún vill köma sér áfram
og ég á víst að hjálpa til þess.
— Eruð þið trúlofuð?
' — Líklega ekki.
— Hefurðu beðið hennar?
— Eg veit ekki.
— Það verðurðu að vita. Carr.
— Jæja, ég veit það nú ekki
og þér er óhætt að trúa því. Hún
rétti úr sér snögglega og horfði
á hann.
— Þú hefur látið berast með
straumnum og veizt ekkert hvert
þig er að reka.
— Það er víst hér um bil rétt
lýsing á því.
— Þetta er hreinasta sjálfs-
morð, Carr! Þú þarft ekki að fara
að giftast stúlku, sem þú kærir
þig ekkert um.
— Nei, ságði hann og bætti svo
við: — Það er svo hægt að láta
sig reka þannig, þegar maður
veit ekki einusinni, hvað er að
gerast, og kærir sig ekki um að
vita. Maður verður einmana.
Elísabet svaraði fljótt: — Það
er betra að vera einmana einn
síns liðs heldur en með öðrum.
Henni fannst sorgarsvipurinn í
augnaráði hans óhugnanlegur.
— Já. það er því miður óþarf-
KALLI KUREKI
*
Teiknari: Fred Harman
lega satt. Eg hef reynt hvort
tveggja, svo að ég ætti að þekkja
það. Én það á bara ekki við hér,
spakmælið um brennda barnið,
sem forðast eldinn — maður held
ur alltaf að það muni ganga bet-
ur næst.
Elísabet sagði ,neð ákafa: —
Mig langar mest til að hrista þig,
Carr! Þú ert að fara með vitleysu
og þú veizt það sjálfur. Þú sle-ppt
ir þér víst raunverulega í sam-
bandi við Marjorie, en nú læt-
urðu eins og þú kærir þig ekki
nokkurn skaþaðan hlut um þessa
veslings stúlku.
Hann setti upp gamla ögrun-
arbrosið. — Góða mín, hún etr
enginn veslingur. Þvert á móti
ágætis stúlka, og bráðfalleg. —
Bíddu bara þangað til þú sérð
hana.
V.
Tesamkvæmið fór fram eftir
öllum vonum. Fancy hafði verið
eitt hvað treg fyrst.
— En hver er þe-ssi Elísabet
Moore? Eg er viss um, að þú hef-
ur aldrei nefnt hana á nafn við
mig fyrr. Hefur hún einhverja
verzlun?
— Það er frændi hennar, se-m
hefur hana. Hann er annars tals-
vert þekktur. Moore-fjölskyldan
átti einusinni stóra jörð hérna I
nágrenninu við Meling. Svo féllu
þrír bræðurnir í stríðinu og
erfðaskatturinn gerði alveg út af
við fjölskylduna, efnalega. Jóna-
tan var fjórði bróðirinn.
Jafnvel afvopnaður er Ási staðráð nn í því að berjast.
SHtltvarpiö
Föstudagur 4. JamiP’*.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar.
13.25 „Við, sem iieima sitjum“: Hólm
fríður Gunnarsdóttir les úr ævi
sögu Grétu Garbo (2).
15».00 Síðdegisútvarp.
18.00 „í>eir gerðu garðinn frægan":
Guðmundur M. Þorláksson talar
um Jón biskup Arason.
18.20 Veðurfregnir.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Erindi: Framtíð landbúnaðar á
Íslandi / eftir Pál Zóphóníasson
fráfarandi búnaðarmálastjóra
(Páll H. Jónsson flytur).
20.25 Píanómúsik: José Iturbi leikur
tvö verk eftir Ravel.
a) „Jeux d’ea-u“.
b) „Pavane pour une infante
défunte".
20.35 í ljóði: Örlagaþræðir (Baldur
Pálmason sér um þáttinn. Les-
arar: Hulda Rundólfsdóttir og
Baldvin Halldórsson).
20.55 „Lohengrin4*, forleikur eftir
Wagner (Filharmoníusveit Ber-
línar leikur; Herbert von Karaj*
an stjórnar.)
21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th.
Bj-örnsison listfræðingur vetur
efnið.
21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull“ eftir
Thomas Mann; XVIII;. (Kristján
Árnason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Efst á baugi (Tómas Karlsson
og Björgvin Guðmundsson).
22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón-
list.
a) Feðginin Rina og Beniamino
Gigli syngja óperudúetta.
b) Annerose Schmidt píanóleik-
ari og Sinfóníuhljómsveit Var-
sjárborgar leika píanókonsert
nr. 2 í f-moll op. 21 eftir Chop-
in; Zdzislav Gorzynski stjórnar
23.30 Dagskrárlok.