Morgunblaðið - 04.01.1963, Qupperneq 24
JM0rg!tí#!s#iiíí>
2. tbl. — Föstudagur 4. janúar 1963
Búpeningi fækkað
vegna heyskorts
BÆNDUR víða um land hafa
fækkað búpeningi sínum í haust
og vetur vegna heyskorts. Vont
árferði var sJ» surrar svo að
segja um land allt og hvatti
Búnaðarfélag fslands bændur til
þess að gæta hófs í ásetningi,
þar sem litlar sem engar líkur j
væru til að hægt yrði að útvega '
hey.
Samkvæmt upplýsingum hins
nýja búnaðarmálastjóra, Hall-
dórs Pálssonar, virðist þessi hvatn
ing Búnaðarfélagsins hafa haft
þau áhrif, að bústofn landsmanna
hefur dregizt saman.
Hann sagði að t. d. sunnan
4LITI.I ökumaðurinn á jeppan-l
um heitir Kristján Elíasson og
sr aðeins 4ra ára.
Hann fékk jeppann i jóla
gjöf frá pabba sínum og í gær
dag var hann að aka um ál
gangstéttinni á gatnamótum
Hverfisgötu og Klapparstígs,
Jjegar Ijósmyndara Mbl., Svein
Þormóðsson, bar þar að.
Kristján litli sagðist eiga
heima við Laugaveg, en mundi
ekki húsnúmerið. Hann sagð-
ist þó alveg vita hvar hann
ætti heima.
Ekið á f jöguira
ára telpu
EKIÐ var á 4. ára telpu kl.
14.06 í gærdag á móts við hús
nr. 6 við Teigagerði.
Telpan heitir Björk Jónsdótt-
ir og á heima að Grundargerði
13. Hún var flutt á Slysavarð-
stofuna. Meiðsli munu ekki vera
alvarlag.
Skipastóll landsmanna
tæplega 140 þús. lestir
Hefur aukizt um á sjötta þús. rúmL frá 1961
í ÁRSLOK 1962 nam samanlagð-
ur skipastóll íslendinga 139,918
rúmlestum og hefur orðið all-
veruleg aukning á frá árinu áður,
cr skipastóllinn nam 134,260 rúm
lestum.
Hér fer á eftir sundurgreint yf
irlit um skipastólinn (tölur frá
1961 í svigum):
33 farþega- og flutningskip sam
tals 47,536 lestir (30 — 44,056),
47 togarar samtals 32,816 (48 —
Heildaraflinn 462
820 þús. lestir
MBL. ÁTTI í gær tal við Davíð
Ólafsson, fiskimálastjóra og
spurðist fyrir um heildarafla
landsmanna á sl. ári. Sagði Davíð
að áætlað væri að að heildarfisk
aflinn á árinu 1962 muni nema
um 820 þús. lestum, miðað við
fisk veginn upp úr sjó. Á fyrra
ári var heildaraflinn 710 þús. lest
ir.
Meira en helmingijr aflans á
Tilkynnt um
Færeyjaflug i
15. janúar nk.
Þórshöfn, Færeyjum, —
3. janúar.
Talsmaður Flugfélags Færeyja
segir, að áætlanir Flugfélags
íslands varðandi flug til Fær-
eyja séu óbreyttar og að hinn
15. janúar verði tilkynnt um
hinar fyrirhuguðu tvær viku-
legu ferðir þangað.
Að sögn færeyska flugfélags
ins hafa Danir ekki reynt að
stöðva hið fyrirhugaða flug,
heldur hafa þeir þvert á móti
reynt að veita sína aðstoð.
— Arge. í
árinu var síld, eða alls 473 þús.
lestir og var 147 þús. lestum
meira en á fyrra ári. Hinsvegar
var afli á öðrum veiðum minni en
á fyrra ári og nam nú 346 þús.
lestum en var 381 þús. lestir á
fyrra ári.
Ástæðan fyrir minni afla nú
var að sjálfsögðu einkum hin
langa stöðvun togaranna vegna
verkfalls.
Krabbadýraafli, þ.e. humar og
rækja, var um 2900 lestir og var
það svipað og á fyrra ári.
33,470), 111 fiskiskip og hvalveiði
skip yfir 100 rúmlestir samtals
18,206 rúmlestir (100 — 16,246),
676 fiskiskip með þilfari undir
100 rúmlestum samtals 23,591 rúm
lest (657 — 23,539), 5 varðskip
samtals 2,421 rúmlest, 3 björgun
arskip samtals 201 rúmlest, (í
fyrra samtals 7 björgunar- og
varðskip, samtals 2,607 lestir), 5
olíuskip samtals 13,987 rúmlestir
(4 — 13,839 lestir), 2 dráttar-
skip samtals 283 lestir (1 — 184),
2 dýpkunar- og sanddæluskip
samtals 785 lestir (1 — 286), 1
mælingaskip 33 lestir (1 í fyrra)
og 6 lóðs- og tollbátar samtals 59
rúmlestir.
Ágætur línuafli
Patreksfjarðar-
báta
Patreksfirði, 3. janúar.
PATREKSFJARÐARBÁTAR
fóru allir út 1. janúar með línu
og öfluðu ágætlega. Þeir fengu
frá 8 tonnum og upp í 12 tonn.
Samningar eru klárir hér milli
sjómanna og útvegsmanna fyrir
þessa vertíð. — Trausti.
Löndunarstöðvun
á Akranesi í gær
Akranesi, 3. janúar.
SVO óhemju mikil síld berst
hingað á nýja árinu — í dag er
það hvorki meira né minna en
14 þúsund tunnur af 16 bátum
— að nú þriðja dag ársins er
löndunarstöðvun.
Nokkrir bátanna verða að bíða
löndunar í síldarverksmiðjuna til
hádegis á morgun. Aflahæstur
var Skírnir með 1800 tunnur,
Sigurður 1300, Ólafur Magnússon
1100, Haraldur og Fiskaskagi
1000 hvor, Anna og Keilir 950
hvor, Sæfari 900, Náttfari 900
(landar í Reykjavík), Sigrún 850,
Höfrungur I 800, Sveinn Guð-
mundsson 750, Reynir og Heima-
skagi 600 hvor, Ver 400, Sigur-
von 100.
Sumir bátanna voru suður í
Miðnessjó, en sumir 2 stunda
siglingu norð-vestur af Garð-
skaga PrýðisVeður var á mið-
unum.
Síldin var sæmilega góð hjá
þeim bátum, sem voru norð-
vestur af Garðskaga, en milli-
síld og nokkuð af smásíld úr
Miðnessjó. — Oddur
Útaf skipasikrá voru strikuð á
árinu 26 skip samtals 1658 rúm-
lestir. Eru það bæði skip, sem
farizt hafa, strandað eða rekið
á land, svo og nokkrir bátar, sem
taldir voru ónýtir vegna fúa og
fleira.
Fálkanum sieppt
AKRANESI, 3. janúar: — Fálk-
anum í Sementsverksmiðjunni
var sleppt í morgun.
Þótt hann væri vel mettur og
fullsaddur, náði hann glæsilegu
flugtaki og hvarf starfsmönnum
verksmiðjunnar sjónum að vörmu
spori. — Oddur.
lands hafi verið slátrað allt fram
í nóvember og bændur hefði tak-
markað nokkuð ásetningu.
Búnaðarmálastjóri sagði, að
ekki væri enn vitað hve mikill
bústofninn væri ennþá, það
kæmi í ljós síðar í vetur. Hann.
þrýndi fyrir bændum, að taka
upp snemma kjarnfóðursgjöf
með heyinu, ef þeir óttuðust hey-
leysi með vorinu.
Rósemdar
|ól ■
Vestmanna-
eyjum
Tilhæfulausum
fréttaflutningi hnekkí
Vestmannaeyjum, 3. janúar. 1
í TILEFNI af frétt, sem birtist
í Alþýðublaðinu í gær, að
skemmdarverk hafi verið unnin
í kirkjugarðinum hér um ára-
mótin, sneri fréttaritari blaðsins
hér sér til hlutaðeigandi aðila og
spurðist fyrir um, h/að hæft
væri í frétt þessari.
Upplýsti kirkjugarðsvörður og
lögreglan, að fréttin væri með
öllu tilhæfulaus. í sambandi við
þetta er rétt að geta þess, að
mjög rólegt var hér um hátíð-
irnar og fóru samkomur og
skemmtanir mjög vel fram.
Eyjabúar eru furðu lostnir yfir
þessum fréttaflutningi og skilja
tæplega tilgang fréttaritara, jafn-
vel þótt hann væri á hrakhólum
með fréttaefni. — Bj. Guðm.
25 stiga heitt
vatn á botni llrr-
iðavatns á Héraði
Egilsstöðum, 3. janúar: —
Gamlir menn kannast við það,
að vakir hafa verið á Urriða-
vatni á Fljótsdalshéraði og
hefur lengi verið grunur um,
að jarðhiti væri í botni vatns-
ins.
Á nýársdagsmorgun fór Jón-
as Pétursson, alþingismaður
að athuga vakir á vatninu og
stigu jafnt og þétt upp loft
bólur á yfirborðið.
Jónas hringdi strax til Jóns
Jónssonar, jarðfræðings, í jarð
hitadeild Raforkumálaskrif-
stofunnar. Hann kom austur
með flugvél í kvöld og skrapp
Jónas með honum að Urriða-
vatni og athuguðu þeir 3 vak-
ir, sem opnar voru.
Jarðfræðingurinn hafði með
sér hitamæli og sýndi hann á
botni einnar vakarinnar 25
stiga hita. Jafnframt tók hann
sýnishorn af vatninu í flösku,
sem hann fór með til Reykja-
víkur til rannsóknar.
Þessi hiti getur ekki stafað
af öðru en jarðyl, segir Jónas
Pétursson.
Fyrirhugað er að gera jarð-
hitarannsóknir á Austurlandi
næsta sumar, en þar sem lang
auðveldast er að gera athugan
ir á Urriðavatni á vetrum, þeg
ar það er ísi lagt, fannst Jón-
asi sjálfsagt að grípa tækifær
ið og láta athuga þetta á með
an nokkrar vakir voru opnar.
Þetta gefur tilefni til að ítar
legar rannsóknir verði gerðar
á Urriðavatni og umhverfi
þess næsta sumar.