Morgunblaðið - 16.01.1963, Page 1
24 sfður
50 árgangur
12. tbl. — Miðvikudagur 16. janúar 1963
Frentsmíðja Morgnnblaðsíns
Ulbricht skýrir frá
íeynisamkomu-
lagi um Beriín
BerZín, 15. jan. (NTB-AP)
SJÖTTA ársþing austur-þýzka
kommúnistaflokksins hófst 'í A-
Berlín í dag. Setningarræðuna
flutti Walter Ulbricht, og talaði
í tæpar sex klukkustundír. — t
ræðunni fordæmdi hann stefnu
Kínverja og Albana, en lýsti
fullum stuðningi við Krúsjeff
og stefnu hans varðandi frið-
samlega sambúð. Hann sagði að
landamærastyrjöld Kína og Ind-
lands hafi verið ónauðsynleg, og
sagði að Austur-Þjóðverjar hafi
hvorki verið spurðir ráða, né
látnir vita fyrirfram hvað Kín-
verjar höfðu í huga.
Ulbricht gaf i skyn að gagn-
kvæmur skilningur Bandarikj-
anna og Sovétríkjanna á Berlín-
ar- og Þýzkalandsmálunum færi
vaxandi, og sagði að þau mál
yrði að leysa, og þau væri unnt
að leysa.
Ársþingið sitja um 4.500 full-
trúar frá 70 löndum.
Ulbricht sagði að Kúbudeilan
væri gott dæmi þess að alþjóða
deilumál má leysa með samning-
um, ef velvilji deiluaðila er fyr-
ir hendi, og að af þessu ætti að
læra að því er varðar Þýzkaland.
Sagði hann að nú þegar hefði
náðst samkomulag um ýmis at-
riði Þýzkalandsmálsins í leyni-
viðræðum Bandaríkjanna og
Sovétrikjanna, og að Krúsjeff
forsætisráðherra mundi staðfesta
það í ræðu sinni á þinginu á
morgun.
Varðandi styrjöld Kína og Ind
lands sagði Ulbricht að það væri
ósk Austur-Þjóðverja að déilan
yrði leyst ó friðsamlegan hátt
og fljótt. Við höfum alltaf átt
góða samvinnu við Indland, sagði
hann, og þeirri samvinnu viljum
við einnig halda áfram í fram-
tíðinni.
Það vakti mikila atihygli á þing
Framhald á bl.s. 2
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Jón Pálmason, lýsir því yfir að samstarfinu sé slitið. Aðrir
á myndinni eru, frá vinstri: Eggert ísaksson, Elín Jósefsdóttir og Páll Daníelsson. Ljósm. Sv. Þ.
Framsdkn rýfur samstarf við
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði
Astæðan sú ein, að frkv.stj. Bæjarútgerðarinnar
sagðv upp einum þriggja verkstjóra. Og „fulltrú-
aráð Framsóknarflokksins hafnaði málamiðlun4*
ÞAU furðulegu tíðindi gerð-
ust í gær á fundi bæjarstjórn-
ar Hafnarfjarðar, að bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins
lýsti því yfir, að samstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn væri
lokið og tilgreindi þá ástæðu
eina, að framkvæmdastjóri I kvæmdastjórinn yrði rekinn,
Bæjarútgerðar Hafnarfjarð-
ar, Othar Hansson, hefði
sagt upp einum af þremur
verkstjórum hjá fyrirtækinu.
— Áður höfðu Framsóknar-
menn krafizt þess, að fram-
vegna þessarar uppsagnar, en
verkstjórinn ráðinn aftur. Að
sjálfsögðu neituðu Sjálf-
stæðismenn svo fráleitri
kröfu, enda allra mat, að
stjóm Othars á fyrirtækinu
Islenzkar mafargjafir í Alsír
hafi verið með prýði og ó-
hjákvæmilegt, að forstjórinn
réði, hvaða fólk hann hefði í
þjónustu fyrirtækisins.
Vegna þessara samstarfs-
slita, er nú allt í óvissu um
stjórn bæjarmála Hafnar-
fjarðar, og er það alvarlegt
með hliðsjón af miklum fjár-
hagserfiðleikum bæjarins og
bæjarfyrirtækja. Að sjálf-
sögðu starfa þó bæjarstjór-
inn, Hafsteinn Baldvinsson,
og framkvæmdastjóri bæjar-
útgerðarinnar áfram, en óvíst
er um afgreiðslur mála í bæj-
arstjórn og útgerðarráði, þar
sem Sjálfstæðismenn hafa
aðeins 4 af 9 bæjarfulltrúum.
Fundur hófst í bæjarstjóm
Hafnarfjarðar kl. 5 síðdegis í
gær, • og lá fyrir fundinum á-
kvörðun um afgreiðslu á frum-
varpi að fjárhagsáætlun bæjar-
sjóðs fyrir árið 1963. í upphafi
fundarins var lögð fram tillaga
frá bæjarráði í tveimur svo-
hljóðandi liðum:
I. Með hliðsjón af þeirri ó-
vissu, sem nú er um afgreiðslu
á frumvarpi um fjárhagsáætlun
fyrir bæjarsjóð 1963 samþykkir
bæjarráð að leggja til við bæj-
arstjórn, að þess verði farið á
Framhald á bls. 22.
EINS og skýrt hefur verið
frá í Mbl. hefur verið komið
upp matargjafarstöðvum í
Alsír, þar sem matargjöfum
frá íslendingum, mjólk og
brauði, er útdeilt til hungr-
aðra bama þar í Iandi. AIIs
eru íslenzku stöðvarnar 35
talsins, allar I Oranhéraði.
Mbl. fékk í gær sendar mynd-
ir frá gjafastöðvunum í Alsír,
og sýnir myndin hér t. v.
alsírsk börn þyrpast á stöð í
Valmy í Oranhéraði, og
þiggja mjólk og brauð. Á
spjaldinu á veggnum stendur
á frönsku og máli innfæddra
„Gjöf frá Rauða Krossi ís-
lands.“ Sjá ennfremur bls. 3.