Morgunblaðið - 16.01.1963, Page 11

Morgunblaðið - 16.01.1963, Page 11
Miðvikudagur 16. janúar 1963 MORGV N Bb AÐIÐ 3T1 FRÁ STOKKHÓLMl eftir Jóhann Hjálmarsson í>EGAR JOHN STEINBECK fékk hann upp úr vasa sínum langan bókmenntaverðlaun Nóbels fór óánægjukurr um bekki sænskra bókmenntamanna. Flestir héldu að Pablo Neruda, skáld frá Chile, yrði sá útvaldi í ár. Artur Lund kvist og fleiri voru þegar farnir á stjá með greinar um Neruda nýjar þýðingar á ljóðum eftir hann, eins og staðfestingu á fram úrskarandi hæfileika Chilebúans. En eins og svo oft áður blésu mót vindar í fang skáldsins. Kúbumál ið fór eldi um hugi manna, og Pablo Neruda, vinur Castros og löngu auglýstur kommúnisti, varð að gjalda þess. Hvernig var hægt að veita slíkum manni aeðstu bókmenntaverðlaun heims ins á þessum hættulegu dögum. Nei, það varð að bíða. í staðinn var dreginn fram höfundur sem ekki var umdeildur lengur: John Steinbeck. íslenzkir bókmennta- menn sem venjulega eru þrjátíu til fjörutíu árum á eftir tímanum, ef ekki lengur, lýstu yfir bless- un sinni á þessu í Morgunblað- inu. Eg verð að viðurkenna að ég gat ekki fundið að þeir hefðu nokkur rök fram að færa í mál- inu, eru þeir þó hinir greindustu menn og sá frægasti mesta nú- lifandi ljóðskáld íslendinga að margra áliti. En sem fyrr segir voru starfsfélagar þeirra í Sví- þjóð heldur en ekki harðir í horn að taka. Ljóskáldið Lars Forsseil sagði í sænska útvarpinu að Stein beck væri ekki sá rithöfundur sem héldi vöku fyrir okkur í dag, það væri fyrst og fremst menn eins og Ionesco, höfundur Nas- hyrningsins, Jean Paul Sartre og Ezra Pound. Karl Vennberg tók í sama streng og áleit að róttæk hreinsun innan sænsku akademí unnar yrði að eiga sér stað. Nýir verðlaunasjóðir í bókmenntum eru stofnaðir víða um heim, sagði hann, og sænska akademían mun ekki gegna neinu forustuhlut- verki, ef hún fer eins að ráði sínu og þetta ár, sagði Venn- berg. Bókmenntagagnrýnandi Ex pressen sagði að hræðslan við skoðanir Pablo Neruda væri barnaleg, einmitt Steinbeck fengi nú verðlaun fyrir bækur sem hann skrifaði á þeim árum, sem hann hallaðist að kommúnisma. Eg ætla ekki að vitna í fleiri um mæli, sum voru beinlínis dóna- leg í garð Steinbecks, og græðir enginn á því þegar voru bein- línis dónaleg í garð Steinbecks, og græðir enginn á því þegar jafn alvarlegt efni og bókmennta starfsemi er tekið til athugunar. Fáir held ég að efist um að John Steinbeck er snjall rithöf- undur og glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar. En hann fékk bók menntaverðlaun Nóbels of seint. Sjálfur held ég að hann geri sér manna best brein fyrir þessu. Hann staðnæmdist aðeins fáa daga í Stokkhólmi, og þegar blaðamenn inntu hann frétta, dró lista með nöfnum rithöfunda sem hann taldi að frekar hefði átt að heiðra. Hann álítur sig standa á vegamótum í starfi sínu, ef til vill mun hann ekki semja margar bækur eftir þetta. Samt veit enginn nema John Steinbeck rísi upp á ný. íslendingar hafa tekið ástfóstri við bækur John Steinbecks. Eg minnist þess af hve mikilli hrifn ingu Vilhjálmur frá Skáholti tal aði um bókina Kátir voru karlar, sem Karl ísfeld íslenzkaði. Við vorum að leið með Gullfossi til Hamborgar og ýmsar bækur bár ust í tal. I»á skildi ég hve mikla þýðingu rithöfundur eins og John Steinbeck hafa, í senn alþýðlegir og vitrir, gæddir frásagnargleð- inni gullvægu. Sjálfur las ég Mýs og menn innan við fermingu og þótti hún tilkomumikil. Eg man enn vel eftir Lenna og dapurleg um örlögum hans. Þessi bók ork aði á mig eins og straumur fljóts. Síðan kom Þrúgur reiðinnar með þj óðfélagsraunsæi sinna tíma. íslenzkar bókmenntir í Svíþjóð. Um íslenzkar bókmenntir vita Svíar ekki mikið. Þeir eru of önn um kafnir við að kynna sér og lofa bókmenntir stærri þjóða til þess að þeir megi vera að því að hugsa um útsker norður í hafi. Þeir vita að þar eru heitir hverir og eldfjöll, hafa séð það í sjón varpi sem þeir sitja andspænis öll kvöld, en að þeir hafi áhuga fyrir því hvort merkilegar bók- menntir verði til á íslandi nútím ans, nei, það verða þeir ekki sak aðir um. Sumir þeirra hafa yfir borðsþekkingu á fornbókmennt á móti vilja þeir ólmir ferðast til íslands, því auk sjónvarpsins hugsar sænska þjóðin yfirleitt ekki um annað en hvernig eigi að verja næsta sumarleyfi. Þann ig er nú komið fyrir norrænni samvinnu. Aftur á móti höfum við hitt Englendinga og annarra þjóða fólk hérna, sem áhuga hef ur fyrir íslandi. Kunningi okkar enskur, hleypur um allan bæinn með Morgunblaðið, sem við gáf um honum, til að láta fólk halda að hann sé íslendingur. Heldur hann blaðinu uppi af stolti á mannamótum og í sporvögnum. Það sem flestir kannast við í Sví þjóð er Halldór Laxness. Sannar það enn einu sinni hve íslend ingum er nauðsynlegt að hlúa að bókmenntum sínum og list- um. Þær eru og hafa verið bezta landkynning okkar. Leikhúslíf. ' Einhverntíma lofaði ég því að minnast á leikhúslíf í Stokk- hólmi. Eg hefi aldrei fundið hjá mér löngun til að skrifa um leik list á svipaðan hátt og íslenzkir leikhúsgagnrýnendur. Aftur á móti hef ég af því mikla unun eins og flestir að horfa á leiksýn iúgar. En að benda leikurum á hvernig þeir eigi að vera eða ekki vera, hvort þeir eigi að Tomas Tranströtner um okkar, sem þeir kalla sænsk ar, norskar eða eitthvað ennþá verra. Flestir trúa fnér þegar ég segist' hafa leikið mér við ís- birni sem barn. Einn spurði mig hvort grindadráp væri ekki þjóð aríþrótt íslendinga. Sænskir bók menntamenn og ritstjórar sem ég hef talað við eru furðu tóm láttir um íslenzk málefni, aftur ■ -0Í - Nils Ferlin brosa breitt eða skæla sig gleitt, hef ég því miður enga þekkingu eða reynslu til. í nýju og glæsilegu leikhúsi, sem nefnist Borgarleikhúsið, er sýnt leikritið Tartuffe eftir Moli ére. Anders Ek leikur svikahrapp inn Tartuffe. Á tímum Moliérs þótti leikrit þetta ádeila á kirkj- unnar þjóna, en í leikritinu er það fyrst og fremst hræsnin, skinnhelgin, sem verður fyrir barðinu á höfundinum. Á það við um alla hvort þeir gegna erindi kirkjunnar, stjórnmálaflokka eða sinna eigin miður ■ göfugra kennda. Léttleikinn og fágunin ásamt því ísmeygilega háði sem einkennir verk Molíérs birtist vel á sviðinu. Anders Ek á ekki sízt þátt í því að gera leiksýningu þessa ógleymanlega öllum sem á horfa. Dramaten býður upp á mikla skrautsýningu: Kaupmanninn í Feneyjum, eftir Wilham Shake speare. Alf Sjöberg hefur sett leikinn á svið. Leikur þessi þar sem fyrir koma prúður kaupmað ur, vondur gyðingur og fleira fólk þykir viðburður í Stokk- hólmi. Víða í Svíþjóð eru nú sýning- ar á verkum eftir Friedrich Diirrenmatt. Dramaten sýnir nýtt verk eftir Samuel Beckett: Hamingjudagar. Leikritið fjallar um konu sem er sokkin niður í jörðina upp að mitti í byrjun leiksins og sekkur æ dýpra eftir því sem á leikinn líður. Borgar- leikhúsið hefur tekið upp sýn- ingar á leikritinu Mary Lou eft- ir Lars Forssell og Dramaten sýnir nokkra leikþætti eftir ann að ljóðskáld: Werner Aspen- ström. Nýlega var frumsýnt leik rit eftir Eugene O’Neil í Stokk- hólmi. Nefnist það á sænsku: Bygg dig allt högre boningar. Bækur. Af þeim bókum sem komu út fyrir jólin þótti mér mest gaman að lesa og skoða ævisögu Nils Ferlins eftir Áke Runnquist !! bókinni eru samankomnar fjöldi mynda úr ævi Ferlins, sumar á- Johannes Edfelt kaflega skemmtilegar. Ferlin stundaði óteljandi störf um dag- ana. Meðal annars var hann leik ari og sýnir bókin margar mynd ir af honum á sviðinu. Ferlin var alla tíð óforbetranlegur bó- hem, unz hann gekk að eiga finnska konu. Hann kom í seinna lagi til brúðkaupsins. Hafði hann farið til rakara að láta snyrta sig og kom þá í ljós að þeir voru gamlir kunningjar. Þurftu þeir mikið að rabba sam an. En allt fór vel og Ferlin komst í hjónabandið. Var hann þá orðinn fullorðinn og flutti frá Stokkhólmi, Klárahverfinu og kránum. Hann var eitt þeirra skálda sem ná mikilli hylli í lif anda lífi og það að verðleikum. Hann var héillandi persónuleiki og góður maður að allra sögn. Auk þessarar bókar hefur kom ið út ný ljóðabók eftir Ferlin. Bókin heitir: En gammal cylinder hatt. Hefur ekkja hans séð um útgáfuna. Ferlin lézt haustið 1961. Gunnar Ekelöf er það núlif- andi sænska skáld, sem nýtur mests álits. Hann gaf út fyrir jól in fyrstu bók sína: Seint á jörðu, í endurskoðaðri útgáfu með við bæti. Ekelöf hefur sjálfur sagt að Seint á jörðu sé sú bók hans sem honum verði jafnan efst í huga. Gunnar Ekelöf hefur gefið út margar ljóðabækur. Þessi bólc er lykill áð verkum hans. Enn í dag vekur hún , hrifningu og um tal. Ekelöf sem nú er meðlimur sænsku akademíunnar var manna fyrstur til þess að kynna verk frönsku súrrealistai.na í Svíþjóð. : Johannes Edfelt, skáld, ljóða- þýðandi og höfundur veigmikilla greina um skáldskap, mest þýzkan, sendi frá sér nýja ljóða- bók í haust. Nefnist hún Innsýn. í bókinni eru hugleiðingar um tómleika og dauða, einnig ljóð sem líkt og verk Hölderlins búa yfir sömu töfrum og fjallatindar heiðríkjunnar. Harald Forss syngur með sínu nefi um augu ástarinnar í nýút- kominni bók og Tomas Tran- Gunnar Ekelöf strömer, sem er ungur maður, yrkir stutt ljóð, einföld að formi. Verk hans þykja ásamt verkum fleiri ungra skálda benda á nýja strauma í sænskri ljóðagerð. Liggja þeir straumar frá þung um og myrkvum fossagný þeirra sem ortu ljóð sín milli 1940—50 til lygnari vatna. Eitt er víst að um endurskoðun er að ræða í sænskri nútímaljóðagerð. En þar hafa varla neinir stórvið- burðir gerzt síðan Ekelöf og Lindegren voru upp á sitt bezta. Eg hlustaði á nokkur sænsk skáld lesa úr verkum sínum fyrir skömmu. Mesta athygli vakti að Harald Forss eyddi tíma sínum í að þruma yfir áheyrendum að bölmóður eldri skáldanna ætti að hverfa úr verkum hinna yngri. Forss sem er sambland af sam- vinnumanni og draumhyggju- manni vakti kátinu meðal áheyr enda. Eg held að hann hafi skroppið á bar, sem er hinum megin í húsinu þegar hann fékk tækifæri til. Síðan kom hann full ur af eldmóði og rómantískum ljóðum um blóm, fugla, vorstjörn ur og ást. Meðal yngri skáldsagnahöf- unda eru margir kunnáttumenn, en það seinasta sem ég geri er að dqtta í skáldsögur og mun ég verða fáorður um þær. Af bókum um önnur efni er ævisaga sagnfræðingsins Her- berts Tingsten ef til vill sú merk- asta. Tingsten er snjall rithöfund ur, djúpskyggn á mannlega til- veru. Greinar þær sem hann sem- ur íyrir dagblaðið Dagens Ny- heter í Stokkhólmi gera blaðið þess virði að það sé keypt. Stokkhólmi, 30. des. 1962. „Pravda“ heldur áiram heríerð sinati — gegn kommúnistaflokkum Kína og Albaníu Moskvu, 11. jan. (NTB-AP) MÁLGAGN sovézka kommún- istaflokksins „Pravda“ heldur enn í dag áfram herferð sinni gegn alþýðulýðveldinu Kína og Albaníu og sakar kommaúnista- flokka landanna tveggja nm að Ktunda markvissa klofningsstarf- eemi innan hinnar kommúnisku hreyfingar. Vísar „Pravda" til ummæla ýmissa blaða, þar sem lýst er stuðningi við skoðun Sovétstjórn 1 arinnar á málinu, þar á meðal er úrdráttur úr grein, er birtist í „L’Humanité", málgagni franska kommúnistaflokksins. í þeirri grein var fordæmd stefna al- banska bommúnistafl'Okksins og ' iklofnings-starfsemi hans sem, I eins og í Kína, færi sífellt vax- andi. Einnig birtir „Pravda" ritstjórn argrein úr pólska blaðinu „Try- bunu Ludu“, þar sem lýst er stuðn ingi við tillögu „Pravda" um við ræður er miði að því að stemma stigu við hugsjónaágreiningnum. Á hinn bóginn skýrir „Pravda" ekki frá neinum ummælum er brjóta í bága við skoðanir blaðs- ins og minnist ekki á það einu orði að málgögn ýmissa komm- únistaflokka, t.d. í Asíulöndum, hafa birt greinar, þar sem lýst er stuðningi við KLnverska komm únista. • Óskar Albönum árangurs. í dag sendi forsætisráðherra Kína, Chou-En-lai, afmælis- kveðju til Mahmet Cheohu, for- sætisráðherna Albaníu og óskar þjóð hans heilla og árangurs í uppbyggingu hins sósíalistíska þjófélags svo og í baráttumíi gegn heimsvaldasinnum og end- urskoðunarsinnum. • Hafa beðið í mánuð. Þá er skýrt frá því í Róm, að ítalski kommúnistaflokkurinn hafi nú beðið árangurslaust í mánuð eftir svari frá Kina við tilmælum um að senda ti-1 Róm- arborgar nefnd manna, er ræði við ítalska kommúnista um á- greining flokkanna í Kína og á Italíu. Boðið var sent Kínverj- um í desember, er ítalski komm- únistaflokkurinn hélt ársþing sitt. ítalskir stjórnmálafréttaritar- ar telja, að hinir evrópsku flokks leiðtogar óski yfirleitt ekki eftir því, að ráðstefna verði haldin um hugsjónaágreininginn, eins og nú standa sakir. Séu þeir uggandi um, að þar verði lítið um sættir en því meiri og harðari þrætur. Berlín, 14. jan. (AP) Lögreglan í Vestur-Berlín til- kynnti í dag að hún hefði hand- tekið iðnaðarmann nokkurn, sera grunur leikur á að hafi starfað fyrir leyniþjónustu kommún- ista frá árinu 1960. Er hann sak- aður um að hafa skýrt austur- þýzku lögreglunni frá jarðgöng- um, sem flóttamenn unnu við að grafa undir múrinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.