Morgunblaðið - 16.01.1963, Page 20

Morgunblaðið - 16.01.1963, Page 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 16. januar 1965. PATRICIA WENTWORTH: —— MAUD SILVER KPMUP i HEIMSÓKN — Við hjónin rífumst aldrei! Maðurinn minn fyrirgefur mét alltaf, þegar ég hef rangt fyrir mér og ég fyrirgef honum allt- af þegar hann hefur rétt fyrir sér. — Þessi ungi fauti þinn hefur nú ekki komið enn, svo að ég býst við, að hann sé að jafna sig eftir reiðikastið, Kn þegar hann kemur heim, geturðu sagt hon- um þessar staðreyndir, sem ættu að geta kælt hann ofurlítið. Hann getur ekki hafa verið bú- inn að vera giftur Marjorie í þrjú ár, án þess að kynnast henni í aðalatriðum. Ég býst við, að þú getir komið vitinu fyrir hann. Eg hef ýmislegt fyrir stafni, eins og er og hef ekki almennilega tíma til að láta myrða mig. Hann hló ofurlítið. — Skrítið, að þú skyldir koma einmitt núna, Rietta. Ég var að brenna bréfin þín. — Bréfin mín? — Já, unga ástardrauminn! Mjög lærdómsríkt — svolítil svört aska í arninum! En þau gáfu góðan hita — það er þeim að þakka, að svona heitt er hérna inni. Hún leit á öskuhrúguna, sem fyllti arininn. Sumt af henni hélt enn löguninni — saman- brotin bréf. Opnar brúnirnar titruðu í súgnum frá reykháfn- um, en fáeinir neistar flugu til og frá, eins og þeir væru að flýta sér að komast burt. Hún hleypti brúnum föl og hörkuleg á svipinn. James mælti: — Ég varð að róta öllu upp, af því að ég var að leita að minnisblaði, sem mamma lét eftir sig — mjög eftirtektarvert minnisblað! Hann hló. — Það fá víst ýmsir að heyra efni þess áður en lýkur Illkvittnin skein út úr augum hans. — Hérna liggur það á borðinu, og sumir yrðu sjálfsagt fegnir, ef það væri ekki til. Það gæti róað þá talsvert, ef þeir væru vissir um, að það væri komið í ösku, eins og bréfin þín. Ég fann þau, skil- urðu, þegar ég var að leita að minnisblaðinu. Þau voru lokuð niðri þar sem ég skildi við þau, þegar ég fór að heiman. Og þetta var hjá þeim! Hann stakk skjalinu, sem hann hélt á, í hönd hennar — það var gamalt og gulnað erfða- skrárform. Hún horfði á það og skildi ekkert í þessu í fyrstu, en svo með undrun og viðbjóði. — En sú vitleysa, James! Hann hló. — Já, ekki laust við það. „Allt skal ganga til Henri- ettu Cray, Hvítakofa, Melling". Mamma hafði lífeyri af því, sem pábbi lét eftir sig og fullan um- ráðarétt yfir því, svo að þegar ég gerði þessa erfðaskrá, átti ég ekki annað en nokkur skóla- verðlaun, safn af myndum af knattspyrnuliðum og eitthvað lítið slangur af fötum. Það skrítna er, að ég hef aldrei gert aðra erfðaskrá svo að ef Carr litli myrti mig í kvöld, mundir þú erfa allverulegar eignir. Hún svaraði lágt: — Ég kann ekki við svona tal. Og að minnsta kosti er þetta blað búið að vera. Blaðið datt úr hendi hennar í arininn, en áður en kviknaði í því, hafði James hrifsað það til sín. — Nei, þetta máttu ekki, góða mín. Þetta er mín eign. Veiztu það ekki, að það varðar við lög að eyðileggja erfðaskrá? Ég veit nú ekki, hvað það getur varðað þig margra ára fangelsi — en þú gætir spurt Holderness að því, næst þegar þú hittir hann. Hún sagði og röddin var full viðbjóðs. — Þú gerir svo vel og brennir þessu, James! Hann stóð þarna hálf-hlæj- andi, með skjalið í hendinni, og hélt því á loft, rétt eins og þau væru krakkar og hún ætlaði að reyna að hrifsa það af honum. Á svipstundu breyttist svipurinn á andliti hans. Hann teygði sig yfir borðið og lagði blaðið á blekþurrkuna. Síðan sneri hann sér að henni og sagði í alvöru- tón: 14 — Ég þekki engan, sem ég vildi fremur arfleiða, Rietta. — Það er eins og hver önnur vitleysa. — Er það? Þar er ég ekki á sama máli. Ég á ekkert skyld- fólk nema einn eða tvo fjar- skylda frændur — álíka skylda eins og ykkur Katrínu. Ég hef engan áhuga á þeim. Ég ætla ekki að kvænast — ég hef enga þá kosti, sem heimilisfaðir þarf að hafa, og enga löngun til að fara að stofna til fjölskyldu. Hann dró orðin við sig. — Hvað mundir þú gera ef þú eignaðist það allt. Það er hreint ekkert smáræði. Hún rétti úr sér og hleypti brúnum. — Ég vil alls ekki tala um það. Gerðu það fyrir mig að brenna þessu blaði. Hann rak upp hlátur. — Þú hefur ekki mikla á- nægju af lífinu, er það? Settu þig niður og ræddu hugsað til- felli við mig — algjörlega hugs- að, því að ég fullvissa þig um, að ég verð hundrað ára, og samvizka eins og þín verður bú- in að nöldra þig ofan í gröfina löngu fyrir þann tíma. En það sem mig langar til að vita, er það, hver mundu verða viðbrögð þín ef þú erfðir stórfé. Þau urðu um eitthvað að tala. Hún vildi vera þess fullviss, að Carr jafnaði sig eftir geðshrær- inguna. Hún settist því niður og sagði: — Það væri nú undir því kom- ið ...... — Alltaf ert þú jafn varfær- in! Það væri undir því komið, hvað ég á við með stórfé? Jæja, segjum nóg til að reka þetta hús að ríkismanna sið. Heldurðu, -að þú vildir eiga hér heima? Hún hló óþvingað. — Nei, það gæti ég ekki hugs- að mér. Ég kann ágætlega við mig í kofanum mínum. — Og þig langar ekkert til að fara eitthvað burt og slá þér út? — Góði James minn. Hann hallaði sér aftur að börð inu, og augun ljómudu og var- irnar brostu. — Hvað mundirðu þá gera við eigurnar. Eitthvað verðurðu að gera við þær .... í þessu hugsaða tilfelli mínu. Hún svaraði og hugsaði sig vel um. — Það er svoddan fjöldi fólks, sem á engin heimili, og enginn vill hafa neitt með að gera. Þetta fólk er að flækjast úr einu leiguherberginu í ann- að og visnar upp. Mér hefur oft dottið í hug, að hægt væri að reka þessi stóru sveitahús sem sambýlishús, — hafa þar fjölda af þægilegum smáíbúðum og svo stóra sameiginlega sali fyrir máltíðar og skemmtanir. Hann kinkaði kolli og hló síðan. — Svona eins konar hænsna- bú. Ég skyldi ekki öfunda þig af að reka það. Hugsaðu þér bara þegar hver færi að kroppa augun úr öðrum. — Hves vegnar þyrfti það að vera? Og ég mundi ekki hafa þarna eintómt kvenfólk. Karl- menn þarfnast heimila engu síður — enda geta þeir ekki stofnað þau sjálfir. Hún rétti út höndina. — Og brenndu svo þetta blað, James. Hann hristi höfuðið brosandi. — Þetta er mín erfðaskrá, Og !þér óviðkomandi. Ef ég hefði nokkurntíma kært mig um það, hefði ég getað gert aðra, hvenær sem var fyrir mörgum árum. En ég hef bara aldrei kært mig um það. Ef ég kærði mig um það, eða færi að hugsa um það, held ég bara, að ég mundi gera það sama upp aftur. Hún horfði hvasst á hann. — Hvers vegna? — Það skal ég segja þér. — Vertu nú viðbúin að taka við heiðursblómvendi. Það var ást- ardraumur æskunnar, eins og ég var að segja áðan — og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá hef ég aldrei getað endurtekið hann. Ég hef látið vel að mörg- um konum og ég hef skemmt mér vel við það, en ef ég má svo segja, þá voru þessi sam- bönd allt annars eðlis. Það vant- aði í þau alla rómantík. Hinar konurnar voru ekki nokkra vit- und líkar Pallas Aþenu. Þó mað- ur geti ekki snúið aftur til þess- ara erfiðu uppvaxtarára og langi ekki til, þá hafa þau samt sem áður vissa töfra. Og þú ert eins og ímynd þeirra töfra. — Þú veizt víst manna bezt, að ég hef aldrei haft neina töfra til að bera. — Veiztu, að þegar þú sagðir þetta, komstu mer til að finnast ég vera unglingur aftur? Hún hló. — Þú sagðir einu sinni, að ég væri sljó eins og eldskörungur. Það er ég enn. Ég hef aldrei átt neina lagni til að bera, svo að þú verður að taka mig eins og ég er. En það var dálítið, sem mig langaði að segja við þig. Það er viðvíkjandi henni Katrínu. Úti á dyraþrepunum, með eyr- að að hurðarrúðunni. stóð Katrín og heyrði nafnið sitt nefnt. Fyr- ir ofan hurðina var ein af þess- um stjörnulaga loftrásum, sem höfðu komizt í tízku um 1860, á þeim árum þegar menn upp- götvuðu, að hreint loft þyrfti ekki skilyrðislaust að vera ban- vænt. Þessi loftrás var opin, og raddir þeirra, sem inni voru í stofunni voru háar og hvellar. Hún hafði heyrt talsvert af því, sem þeim fór á milli. Nú heyrði hún James Lessiter segja: — Hvað um Katrínu? Rieta steig eitt skref fram. — Gakktu ekki hart að henni, — Jame. — Góða mín, hún er þjófur. Katrín var sveipuð í síða, svarta kápu, sem var mjög heit, af því að hún var loðfóðruð. Mildred Lessiter hafði gefið henni hana endur fyrir löngu. Loðskinnið var ennþá gott Og hlýtt, en Rietta skalf samt inn- an í henni. — Hún er þjófur. — Þú hefur engan rétt til að segja það. ÍHtltvarpiö Miðvikudaeur 16. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Gretu Garbo (6) 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsktl og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Óperulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Ólafur Guð- mundsson talar um umferð- armál. 20.05 Tónleikar: Paul Weston og hljómsv. hans leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fom- rita. b) íslenzk tónlist. c) Guðlaugur Gíslason flytur frásöguþátt. d) Tvö alþýðu- skáid: Kjartan Hálmarsson kveður ferskeytlur eftir Ind- riða á Fjalli og Gísla frá Ei- ríksstöðum. 21.45 íslenzkt mál. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu Leós Tolstojs, V. (Gylfi Gröndal ritstjóri). 22.30 Næturhljómleikar: Frá tón- leikum Sinfóníuhljómsv. ísL í Háskólabíói 10. þ.m.‘ síðari hluti. 23 10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 17. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frivaktinni" (Sigríður Hagalín) 14.40 „Við sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustenduma 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ríki Ránar; VI. erindi: Merkingar fiskistofna og hag- nýting (Aðalsteinn Sigurðs- son fiskifræðingur). 20.25 Píanótónleikar í útvarpssal: Rögnvaldur Sigurjónsson leik ur. 20.50 Svipmynd frá 17. öld: Sam- felld dagskrá um Jón Ólafs- son Indíafara og reisubók hans. 21.35 „Tívolí-músik" eftir Lumbye: Sinfóníuhljómsv. Khafnar leikur; Lavard Friisholm stj. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu Leós Tolstojs, rit- aðri af syni hans, Sergje VL 22.30 Harmonikuþáttur. 23.00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR!- Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. KALLI KÚREKI —• -)< — — Teikncui: Fred Harman Halli festir Pésa í kaðlinum, en þá Þá ætlar Halli sér að taka upp Pési sveiflar handleggnum upp til dregur Pési hníf sinn úr slíðrum. byssu Pésa, sem dottið hafði. þess að geta kastað hnífnum. — Hentu henni Pési. — Hörfaðu aftur, RauðskinnL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.