Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 16.01.1963, Síða 23
Miðvikudagur 16. ianúar 1963 MORGVNBL4Ð1Ð 23 Tshombe fellst á sameinlngu Kat- anga og Kongó Elisa'bethville og Leopoldville, lö. janúar (NTB-AP) MOISE Tshombe íorseti Katanga boðaði í dag nokkra fréttamenn á sinn fund í borginni Kolwesi. Tilkynnti bann þeim að hann væri fallinn frá öUum kröfum sínum um aðskilnað Katanga frá Kongó, svo frairarlega sem Kongóstjórn staðfesti að öllum starfsmönnnm Katangastjórnar væru gefnar upp sakir ,eins og Erlendar fréttir í STUTTU MÁLI London, 15. jan. (NTB) — Morgan Phillips, fyrrverandi aðal ritari brezka Verkamannaflokks- ins, lézt í sjúkrahúsi í kvöld. — Phillips fékk slag í ágúst 1960. Hann lét af ritaraembætti í des- ember 1961 eftir 17 ára starf. Moskvu, 16. jan (NTB) — Moskvublöðin skýra frá því í dag að tveir opinberir starfs- menn hafi verið dæmdir til dauða fyrir svik. Annar var dæmdur fyrir að falsa fram- leiðsluskýrslur og þegið mútur, hinn fyrir óleyfilega sölu ýmissa muna, sem smíðaðir voru í vinnu hæli fyrir geðveika. Tel Aviv, 15. jan. (NTB) — Stjórnin í ísrael mun fara þess á leit við Alþjóða heilbrigðismála- etofnunina (W. H. O.), að hún veiti aðstoð ísraelskum vísinda- mönnum, sem vinna að rannsókn um á áhrifum svenflyfsins thali- domide á krabbámein. Washington, 15. jan (NTB) Kennedy forseti mun fara fram á um 54 þúsund milljón dollara fjárveitingu Bandaríkjaþings til landvama á næsta fjárhagsári, sem hefst 1. júlí n.k. (um krónur 2.325.000.000.000.—) Túnis, 15. j’an. (NTB) Herréttur í Túnis kvað í dag upp dauðadóm yfir 25 mönnun^ sem sakaðir voru um þátttöku í samsæri um að myrða Habib Bourguiba for- seta. Key West, Florida, 15. jan. — (NTB) — Kuznetsov, aðstoðar utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, er kom- inn til Havana á Kúbu. Að lokn- um viðræðum við fulltrúa Banda ríkjastjómar um lausn Kúbu- málsins, fór Kuznetsov um Mexí kó til Havana. Beirut, 5. janúar (NTB) — Dagblöð í Líbanon segja að stjóm Býrlands hafi tekizt að koma í veg fyrir nýja byltingartilraun í landinu. Að tilrauninni stóðu nokkrir foringjar í hernum. tekið er fram í áætlun U Thants framkvæmdastjóra SÞ um sam einingu Kongó. Kongóstjórn kom saman til 1 fundar síðdegis í dag og stað- , festi síðan í símskeyti til U ’ Thants, sem undirritað er af Cyrille Adoula forsætisráðherra og Kasavubu forseta, að stjóm- in stæði að fullu við ákvörðun- . ina um sakamppgjöf. Nobkrar óeirðir urðu í dag í Leopoldville, höfuðborg Kongó. j Um 890 manna hópur safnaðist { saman fyrir framan brezika sendi ráðið þar í borg til að mótmæla framkomu Breta í Katangadeil- unni. Um tuttugu manns réðust inn í sendiráðið, brutu rúður og eyðilögðu skjöl, ljósmyndir og filmur, sem þeir fleygðu út á götuna. Ekki tókst lögrc-glunni að hafa hemil á mannfjaldanum, sem hvarf ekki frá sendiráðinu fyrr en Robert Gardiner, full- trúi Sþ, kom á vettvang .Hefur brezki sendiherrann sent Kongó stjórn mótmæli vegna atburðar ins. Happdrætti Háskólans ÞRIÐJUDAGINN 15. janúar var dregið í 1. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 700 vinningar að fjárhæð 1.700.000 krónur. Hæsti vinningurinn, hálf millj. kr., kom á heilmiða nr. 42.365, sem seldur var í Vestmannaeyj- um. 100.000 krónur komu á hálf- miða, nr. 22.409, sem seldir voru á Akureyri og á SiglufirðL 10.000 krónur komu á númer: 187 5519 5859 8309 16287 16659 23131 29824 30575 35093 39265 43410 46313 47025 57438 59797 (Birt án ábyrgðar). - TOGO Framhald af bls. 14 um öðrum tóninn, og urðu við ferðalangamir mjög varir við þessa óvild af blöðum. í blöðum sínum ásakaði Nkrumah Togo um að þaðan kæmu morðingj- banatilræði, sagði að Togostjórn arnir, sem væru að sýna sér veitti þeim skjól, og hótaði Ghanastjórn að taka til sinna ráða. Togostjórn harðneitaði, heimtaði nánari tilgreiningu á þessum ásökunum og sagði að flóttamenn frá Ghana fengju að- eins landvistarleyfi í Togo, ef þeir hétu að skipta sér ekki af stjórnmálum. Okkur gekk ágætlega fram og aftur yfir landamærin milli ríkjanna, enda höfðum við Nig- eríunúmer á bílnum. En mér var sagt að oft gengi eigendum bíla með Ghananúmer erfiðlega að fá leyti til að fara inn í Togo og öfugt. — E. Pá. ★ Mikið af sögulegum upplýs- ingum hef ég tekið úr bókinni „líie New Africa“ eftir Smith Heystone. — E. Pá. Heimsmeistnrakeppni í svii- flugi í Argentínu í febrúnr Buenos Aires, 12. jan. — AP HeimsmeistaréLkeppnin í svif- flugi mun fara fram í Junin í Argentínu dagana 10.—24. febrú «r n.k. 67 svifflugmenn frá 24 löndum hafa tilkynnt þátttöku síua, en þetta er í fyrsta sinn, sem slík keppni er haldin vestan hafs. Þátttökuþjóðirnar eru m.a. V- Þýzkaland, Austurríki, Ástralía, Belgía, Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, Finnland, Brasilía, Bandarík in, Kanada, Holland, ísrael, ítal- ía, Rhodesia, Sviss, Pólland, Chile Spánn, Frakkland og Júgóslavía. í GÆRMORGUN lá við að stórbruni yrði á Reykja- víkurflugvelli er Skymast- erflugvél Landhelgisgæzl- unnar varð fyrir skemmd- um og á annað þúsund lítrar af flugvélabenzíni flóðu umhverfis hana. — Kranabifreið stórskemmdi væng vélarinnar og olli hundruð þúsunda króna tjóni. Um þessar mundir er ver- ið að breyta flugskýli Land- helgisg.æzlunnar á Reykjavílk- urflugvelli tU þess að hsegt sé að koma þar inn hinni nýju Skymasterflugvéd gæzl- unnar. Þarf að hækka dyra- búnað skýlisins á vestur- gafli þess. í fyrradag var vél gæzl- unnar tekin út úr skýlinu, enda ráðgert að starfsmenn Landssmiðjunnar hæfu starf snemma í gærmortgun. Vélin var sett út á stæðið vestan skýlisins. Kl. tæplega 9 í gænmorg- un kom vörubíll frá Lands- amiðjunni akandi með raf- suðutæki, sem nota skyldi við breytingu skýlisins. Á bíln- um var krani og var suðu tækið tengt í arm hans og látið hanga þar til stuðnings. Er bíllinn kom suður á völl ók hann undir vinstri væng landhelgisvélarinnar. Armurinn var það hátt stil/lt ...... Skemmdirnar á SIF. — Hallastýrið er sundurskorið og göt á benzíntank. Miklar skemmdir á land- helgisvélinni í gær ur, að hann rakst upp í væng- inn, er bíllinn ók undir. Skall hann á hallastýri vélarinnar og klippti það nærfellt í sund ur, risti síðan sundur einn benzíntank vélarinnar, svo benzínið flóði kringum hana. Fyrir norðan flugskýli II á Reykjavíkurflugveilli er greinilega merkt bílastæði, og er bifreiðum ekki ætlað að aka út á plan það, sem flug- vélum er ætlað. Á bílastæð- inu vom nokkrar bifreiðir starfsmanna. Fréttamaður Mbl. spurði Gunnar Loftsson yfirflug- virkja La n dhe lgisgæ zlu nnar, um skemmdirnar á SIF. — Þetta er»miki.l og afdrifa- rik skemmd, sagði Gunnar. — Það, sem við getum gert hér á staðnum, er að taka vélina inn í skýli, skipta um halla- stýri og fiá síðan athugun brezka vélaeftirlitsmannsins hér fyrir flughæfni vélarinn- ar, og gefur hann lokasvar um, hvort hægt sé að fljúga vélinni utan til viðgerðar. Hægt mun að fá nýjan væng á vélina og láta þennan í skiptum hjá fyrirtæki í Bretlandi, sem annast slíka fyrirgreiðslu. Gangi þetta að óskum, getur vélin verið kom in til starfa eftir mánaðar- tíma. Eldur í hlöðu Verða metsöEur togara í Þýzkalandi og Bretlandi í dag? f GÆR og í dag selur togarinn Sigurður afla sinn og síld, er 'hann tók til flutnings, í Cuxhaven í Þýzkalandi. Talið er líklegt vegna þess hve farmur togarans er stór, að um metsölu verði að ræða. í dag selur togarinn Marz afla sinn í Hull og gæti þar einn ig verið um metsölu að ræða, því skipið hefir um 250 tonn af góðfiski til sölu. í gær seldi Jón Þorláksson 253,7 tonn af síld í Cuxhaven fyr ir 110.400 DM og Askur í Brem erhaven 229,8 tonn af síld fyrir 110.000 DM. Sigurður hafði í gær selt 150 tonn af fiski fyrir 64,335 DM og á eftir að selja 90 tonn af fiski! og 150—160 tonn af síld. i Moskvu, 12. janúar — AP. Dagblaðið Bakinski Rabotchy skýrði frá því í gær, að þrir menn hafi verið dæmdir til dauða í Azerbajan fyrir innbrot. Höfðu þeir brotizt inn í íbúðarhús — en ekki er þess getið hverju stol ið var. Malmö, 14. jan. (NTB) Rannsóknir við Almenna Sjuk- huset í Malrnö hafa leitt í ljós, að blint fólk á auðvelt með að vinna að framköllun röntgen- mynda. Myrkrið, sem hefur slæm áhrif á sjáandi, truflar á engan | hátt þá blindu. Sendinefndir víða að hafa heimsótt sjúkrahús- ; ið í Malmö til að kynna sér I rannsóknir þessar. UM KL. 10 í gærmorgun va.5 þess vart að eldur var laus í stórri braggahlöðu að Vestra Garðsauka í Hvolshreppi, en 1 hlöðunni eru allt að 1500 hestar af heyi. 30—40 menn úr Hvols- hreppi og V-Landeyjum urniu að því í allan gærdag að rífa upp heyið, flytja það út og færa til í hlöðunni. Munu um 300 hestar hafa verið bornir út. Eldurinn var aðallega í timbri i súgþurrkunarstokki og varð að rífa upp stokkinn. Tókst að slökkva eldinn í gærkvöldi. Skemmdir urðu furðu litlar á heyi, þ.e.a.s. takist að ná því inn Óskemmdu, sem út var borið. Er það undir ábreiðum, sem fengn ar voru frá Kaupfélagi Árnes- inga. Bóndi að Vestra Garðsauka er Jón Einaissun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.