Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 12
12 MOPCl’NBT AÐIÐ TJaugardagur Í9. Januar 1963 JlbvpntiilðMb Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakici. BRETAR OG EFNA- HA GSBANDALA GIÐ eir, sem kunnugir eru mál- efnum Efnahagsbanda- lags Evrópu, hafa lengi gert sér grein fyrir því, að Frakk- ar væru lítið hrifnir af því að fá Breta inn í bandalagið og þá „halarófu" ríkja, sem þeim mundi fylgja. Frakkar hafa réttilega bent á, áð eðli bandalagsins mundi gjör- breytast, ef flest eða öll Vest- ur-Evrópuríki yrðu aðilar. í ráði EBE hafa Frakkar, Þjóðverjar og ítalir hverjir um sig fjögur atkvæði, Hol- lendingar og Belgar tvö at- kvæði hvorir og Luxembirrg eitt. Ef Bretland gerist aðili, mundi það væntanlega fá fjögur atkvæði, Norðmenn væntanlega tvö, Danir tvö og írar tvö. Stórveldin þrjú, sem nú eru í Efnahagsbandalaginu, hafa samanlagt tólf atkvæði, en ríki þau, sem áðan voru talin og sótt hafa um fulla að- ild, mimdu væntanlega fá tíu atkvæði, og litlu ríkin, sem nú eru í bandalaginu, hafa samtals fimm atkvæði. Þann- ig er alveg ljóst, að stórveld- in þrjú, sem nú eru í Efna- hagsbandalaginu, mundu ekki geta ráðið þar eftir að öll þau ríki, sem nefnd voru, hafa gerzt aðilar, jafnvel þótt þau stæðu saman, sem þó er engin ástæða til að ætla að yrði algild regla. Þvert á móti ber nú þegar á djúpstæðum ágreiningi milli þessara ríkja, einmitt um það hvort taka eigi Breta inn í bandalagið og breyta þannig eðli þess. Afstaða de Gaulle og stjómar hans er svo afdráttarlaus, að menn óttast nú mjög um afdrif við- ræðnanna við Breta, þótt ekki sé rétt á þessu stigi að gera því skóna, að þær fari út um þúfur. En ef svo færi, mundi það líka hafa mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir allt vestrænt samstarf og einnig gera sam- starf Efnahagsbandalagsríkj- anna sjálfra innbyrðis mjög erfitt. Þess vegna hljóta menn í lengstu lög að vona, að samkomulag náist og heil- brigt efnahagssamstarf geti þróazt í Evrópu. AFSTAÐA tSLANDS Á ð sjálfsögðu hlýtur það að hafa úrslitaáhrif á end- anlega afstöðu íslendinga í Efnahagsbandalagsmálinu, hvort Bretar og aðrar þær Vestur-Evrópuþjóðir, sem nú eru utan Efnahagsbandalags- ins, gerast aðilar að því eða ekki. Ef upp úr viðræðunum við Breta slitnar er ólíklegt að t.d. Danir og Norðmenn muni halda áfram samninga- umleitunum við bandalagið. Líklega mundu EFTA-þjóð- irnar þá að nýju reyna að styrkja samstöðu sína. Ekki er ólíklegt að síðar yrði svo á ný gerð tilraun til að tengja þessar tvær efna- hagsheildir, þótt enginn geti. nú gert sér grein fyrir því, á hvern hátt það helzt mætti takast. Við Islendingar höfum á- kveðið að bíða átekta og velja þá leið, sem heppileg- ust yrði, þegar sýnt er, hver þróunin verður. Ógjörlegt er líka í dag að gera sér grein fyrir því, hvað heppilegast verði að gera. Þess vegna er líka alveg fráleitt að lýsa því yfir, eins og formaður Framsóknar- flokksins gerir, að ein ákveð- in leið sé til að tengjast Efnahagsbandalagi Evrópu og hana eigi að fara, en úti- loka aðra leið, án þess að unnt sé að meta hvor leiðin sé hagkvæmari fyrir íslend- inga. VINSTRI STJÖRN- IN GEKK LENGRA ótt íslendingar hafi nú tek- ið þá ákvörðun að bíða átekta og stjórnmálaflokk- amir séu sammála um, að þar sé rétt að farið, er hinu ekki að leyna, að áður höfðu íslendingar gengið miklu lengra. Á tímum vinstri stjómar- innar stóðu íslendingar þann- ig að þremur samþykktum um þátttöku í fríverzlunar- bandalagi við Efnahagsbanda lag Evrópu. Vinstri stjórnin lét fulltrúa sinn í viðræðum innan Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu greiða at- kvæði með stofnun slíks bandalags, sem íslendingar yrðu fullir aðilar að. Ef þær samningatilraunir, sem þá fóm fram, hefðu bor- ið árangur, væra íslendingar þegar í slíku fríverzlunar- bandalagi og slík ákvörðun hefði að sjálfsögðu verið á ábyrgð þáverandi ríkisstjórn- ar, þ.e.a.s. vinstri stjórnar- innar. Með hliðsjón af þessum að- gerðum vinstri stjómarinnar hljóta menn að undrast af- UTAN ÚR HEIMI '\ Ytri-Mongdlía Sovétríkin RÁÐAMENN í Ytri-Mongólíu hafa nú skýrt opinberlega frá afstöðu kommúnistaflokks lands ins til ágTeinings Sovétríkjanna og Kína. Á þingi kommúnista- flokks Ytri-Mongóiíu, sem hald- ið var í höfuðborginni Ulan Bator fyrir skömmu, lýsti Tse- dendal forsætisráðherra landsins yfir eindregnum stuðningi við stefnu Sovétríkjanna og and- stöðu við Kínverska kommún- ista. Það valkti tölwerða undrun, að íbúar þessa hirðingjalands, sem eru nátengdir Innri Mongólum, skyldi ákveða að leita verndar, aðstoðar og leiðsagnar evrópsku fcommúnistanna 1 Pekinig. En raunverulega* * er langt síðan að íbúar Ytri-Mongólíu tóku þessa ákvörðun. Um, áratuiga bil hefur Ytri- Mongólía verið þrsetuepli Sovét- rikjanna og Kína. Lengst af hafa Eftir Edward Crankshaw leiðtogar Mongólíu leikið tveim skjölduim í þeim tilgangi að reyna að gera að veruleika hug- myndina um saimeiningu allra Mongóla og stofnun sjáilfstæðs ríkis þeirra. Þrátt fyrir þetta hafði stjórn- in í Ulan Bator gert margt til styður róðri gegn Sovétríkjunum og reynt með öðrum aðferðum að fcnýja Ytri-Mongólíu til þess að draga úr samstarfinu við þau. Sagði forsætisráðherrann, að þjóð sinni hefði gramizt þessi afskipti Kínverja og hún hefði vísað þeim á bug. Augljóst er, að tilraunir Kín- verja tiil þess að hafa áihrif á íbúa Ytri-Mongólíu hafa minnk að að undanförnu. Hefur stjórn landsins notað öll tækifæri til þess að auka tengslin við Moskvu og einnig hefur hún að undan- förnu leitazt við að koma á efna hagslegum tengslum við vest- ræn ríki. Auðsætt er, að ibúar Ytri-Mongólíu gera sér grein fyrir því hve auðveldllega Kín- verjar geta innlimað land þeirrai í ríki sitt. Einnig er það alrnenn sfcoðun manna í landinu, að und ir verndarvæng Sovétríkjanna muni helzt takast að fcorna hug- myndinni um óskipta sjá/lfstæða Mongólíu í framfcvæmd. (OBESERVER — öil réttindi áskilin). Frétta- korn frá Svíþjóö 40 ísbrjótar undan ströndum Svíþjóðar. Stokkhólmi, 11. jan. NTB. ÚTI fyrir ströndum Svíþjóðar eru nú að verki nær fjörutíu ísbrjótar. Þeir aðstoða farþega — og flutningaskip á siglingu inn og út hafnimar og reyna að halda helztu siglingaleiðun- um opnum. ísrek fer sífellt vaxandi og er ástandið að verða alvarlegt 1 Eyrarsundi og úti fyrir vestur- strönd Svíþjóðar. Hafa smálbátar verið varaðir við siglingum þar, en í gær, fimmtudag festust margir bátar í ísnum og urðu að leita hjálpar ísbrjótanna. Fá Svíar 4 vikna sumarfrí? Stokkhólmi, 11. jan. NTB. Sænska stjórnin mun síðar á þessu ári leggja fram á þingi frumvarp um að tekinn verði upp hægri handar akstur í land- inu. Ennfremur frumvarp um almenna lengingu sumarleyfa —■ í fjórar vikur árlega. London, 17. janar. — (AP-NTB) — • Talið er að þrettán manns, þar af fimm börn, hafi látið lífið í stórbruna er varð í Croydon, útborg Lundúna, í nótt. Eldurinn kom upp á neðstu hæð í fjögurra hæða sam- býlishúsi og breiddist ör- skjótt út með þeim afleið- ingum, að heil fjölskylda lok- aðist inni á efstu hæðinni. — Sjónarvottar að brunanum töldu sig sjá börn innan við gluggana í íbúðinni og heyrðu neyðaróp þeirrr Markaðstorg í stöðu Framsóknarflokksins nú. Viðreisnarstjórnin hefur ákveðið að bíða átekta, en vinstri stjórnin samþykkti þátttöku okkar. Engu að síð- ur er nú hamrað á því, að Viðreisnarstjórnin sé ekki nægilega varkár og vilji halda opinni aukaaðildar- leiðinni, sem ekki sé samrým- anleg hagsmunum íslend- inga. Sannleikurinn er þó sá, að fríverzlunarsamningur á borð við þann, sem vinstri stjórn- in samþykkti að við ættum að taka þátt í, getur einungis rúmazt innan aukaaðildar, en ekki hinnar svokölluðu við- skipta- og tollaleiðar, sem Framsóknarmenn ræða mest tun. Dylst því engum, að for- maður Framsóknarflokksins hyggst eingöngu nota mál þetta til æsinga og í flokks- pólitískum tilgangi, en met- ur það ekki málefnalega. LJlan Bator. þess að tenigja Ytri-Mongólíu Sovétríkjunum bæði efnahags- lega og stjórnmálalega, áður en kommúnistar náðu völduim í Kína og þannig fjarlægðust þeir frændur sína í Innri-Monigólíu. Almennt var talið, að valda- taka kommúnista í Kína mymdi tengja kommúnista í Mongólíu og Kína bæði vegna landfræði- legrar afstöðu og sfcyldleika þjóð anna, en það fór á annan veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kínverja til þess að hafa áhriif é málefni Ytri-Mongólíu og að- stoð, sem þeir hafa veitt landinu, hefur efcki losnað um tengsl þess við Sovétríkin. Það er nú Ijóst, að Ytri-Mon- gólía tók endanlega afstöðu á þingi kommúnistaíflöfcka í Moskva 1960 og ákvað þá að skipa sér á bekk með þeim kpmmúnistaríkjum, sem styðja stefnu Sovétríkjanna. En á fundi þessum deildu Kínrverjar og Rússar. Tók Tsedenbal forsætis- ráðherra upp hanzkann fyTir So- vétríkin og benti á það, að þau hefðu liðsinnt Mongólíu á veig- inum til frelsis og veitt landinu ómetanlega aðstwð. Kínrverjar hefðu hinsvegar haldið uippi á-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.