Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 24
 15. tbl. — Laugardagur 19. janúar 1963 Bærinn á Melum í Fnjósk- adal brann til ösku á 20 mín., og fórust 9 gripir í fjósi á- samt heimilishundinum, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Þessar myndir sýna eySi legginguna, sú efri bæinn eins og hann var fyrir brunann, en sú síðari rústirnar. Á efri myndinni er bærinn með áföstu fjósi, og til vinstri í aðeins 25 m fjarlægð, f járhús in, sem tókst að verja með því að stinga snjó upp úr hörðum skafli og bera á hús- in, sem neistaflugið dundi á. Vatn var nær ekkert fáanlegt. Ljósm. B. Sig. Neðri myndin er tekin nærri því á sama stað, þó heldur nær. Þá stendur skor- steinninn á íbúðarhúsinu einn eftir, ásamt safnþrónni við gripahúsin. Bak við hana sér aðeins á fjárhúsin, sem bjarg að var. — Ljósm. K. Hallgr. Verkamenn leggja fram lista til stjórnar- kjörs í Dagsbrún Kosið um aðra helgi LÝÐRÆÐISSINNAR í Verkamannafélaginu Dagsbrún lögðu í gær fram lista sinn til stjórnarkjörs í félaginu, en stjórnarkosning í Dagsbrún hefur verið auglýst 26. og 27. þ. m. Listi verkamanna er þannig skipaður: Aðalstjórn: Björn Jónsson, for- maður, Skipasundi 54; Jóhann Sigurðsson, varaform., Ásgarði 19; Tryggvi Gunnlaugsson, rit- ari, Digranesvegi 35; Torfi Ing- ólfsson, gjaldkeri, Melgarði 3; Magnús Hákonarson, fjármála- ritari, Laugateigi 14; Þorgrímur Guðmundsson, Sólheimum 27, og Gunnar Sigurðsson, Bústaðavegi 105. Varastjórn: Karl Þórðarson, Flókagötu 14, Karl Sigþórsson, Miðtúni 86, og Andrés Sveins- son, Hringbraut 101. Stjórn Vinnudeilusjóðs: Sig- urður Guðmundsson, Freyjugötu 10 A, Guðmundur Sigurjónsson, Gnoðarvogi 32, og Helgi Eyleifs- son, Snorrabraut 35. Varastjórn: Þórður Gíslason, Meðalholti 10, og Jón Arason, Ökrum v/Kaplaskjólsveg. Endurskoðendur: Haukur Guðnason, Veghúsastíg 1, og Ey- steinn Guðmundsson, Þvervegi 3 C. — Varaendurskoðandi: Agnar Guðmundsson, Bjarnarstíg 12. Stjórn Styrktarsjóðs: Daníel Daníelsson, Þinghólabraut 31, Þorbjörn Sigurhansson, Skóla- braut 7, Seltjarnarnesi, og Hall- dór Runólfsson, Hverfisgötu 40. Varastjórn: Steinberg Þórar- insson, Guðmundur Jónsson, Baldursgötu 36; endurskoðandi Sigurður Þórðarson, Tungu. Auk þess var stillt upp hundr- að manna trúnaðarráði og tutt- ugu til vara. ^ Færeyingar fá við fjogur lond Flugfélagið hefur lokið við áætlun sína FLUGFÉLAG Islands mun í vor hefja reglubundnar ferðir til Færeyja og þaðan til Bergen og Kaupmannahafnar. Einnig mill Færeyja og Glasgow. Verð- ur flogið á Douglas DC-3, þar eð flugvöllurinn í Færeyjum er ekki nægilegra stór fyrir stærri vélar félagsins, sagði Öm O Johnson, framkv.stjóri félagsins, á fundi með blaðamönnum í gær. Félagið hefur nú endanlega gengið frá áætlun sinni um flug- samgöng’ur við Færeyjar, en eft- ir er að fá nauðsynleg leyfi norskra og danskra stjórnarvalda Hins vegar er gert ráð fyrir því í loftferðasamningi íslands við Stóra-Bretland, að íslenzkar vél- ar fljúgi milli íslands oig Skot- lands með viðkomu í Færeyjum. Rakti örn í stuttu máli að- draganda málsins, gat þess, að hann hefði farið til Færeyja fyr- ir 7 árum til að kynna sér að- stæður, en ekki hefði orðið úr framkvæmdum fyrr en nú. Flugfélagið mun ekki geta misst neina flugvél úr innanlands fluginu og ætlar því að leigja Douglas-vél erlendis til Færeyja flugsins, en áhafnir verða ís- lenzkar. Jafnframt mun félagið senda einn flugvirkja til Fær- eyja og mun hann dveljast þar í sumar. Hið nýstofnaða Flugfé- lag Færeyja tekur að sér umboð fyrir Flugfélagið í Færeyjum, og hingað er væntanlegur innan skamms Færeyingur frá félaginu til stuttrar þjálfunar hjá Flug- félagi fslands. Mun hann þar læra að útfylla skjöl í sambandi við hleðslu flugvéla og annað síkt, sem annast þarf í sambandi við afgreiðsluna. Þá munu Færeyingar koma upp bráðabirgðaljósum meðfram flugbrautinni á Vaagey, byggja lítinn skála fyrir farþega, og setja upp litla talstöð til við- skipta við flugvélar. Ferðirnar hefjast um miðjan maí og nær áætlunin til loka september. Sagði örn, að þetta væri allt gert í tilraunaskyni. Reynzlan yrði að skera úr um framhaldið, en hann kvaðst einn Framh. á bls. 23 IPIatína fyr- ir 40 mill- Jónir í Loft- leiðavél UM kl. 22 í gærkvöldi lenti hér á Reykjavíkurflugvelli flugvél Loftleiða á leiðinni frá Amsterdam um Glasgow til New York. Vélin hafði innanborðs mjög dýrmætan farm, þar sem voru 418 kg af Platínu og Rhodium, og var megin- magnið af fyrri tegundinni. Platína er þriðji dýrasti málmur heims, notaður til skartgripagerðar og úrsmíði og til gerðar fleiri skraut- muna. Verðmæti farmsins er um 40 millj. isl. króna. Hér í Reykjavík var skipt um vél og var lögregla og tollgæzla viðstödd milliflutn- ing hins dýra farms. Viðtak- endur farmsins í New York eru Engelhard Industries Inc. Meðfylgjandi mynd sýnir lögregluna standa yfir hin- I um dýrmæta farmi er hann var fluttur milli flugvéla. Þetta er í annað skiptið, sem jafn dýrmætur farmur er fluttur með vélum Loft- leiða nú í vetur yfir Atlants- haf. — Mý sundlaug í Hlosfellssveit I GÆR var reisugildi fyrir nýrri sundlaug, sem byggð hefir verið að Varmá í Mos- fellssveit. Árið 1960 hófust framkvæmdir við bygging una, en laugin, ásamt búnings herbergjum og böðum er teiknuð af Guðmundi Guð- jónssyni hjá húsameistara ríkisins. Lokið er byggingu laugarinnar, búningsklefa og baða, og er áætlað að laugin taki til starfa í vor. Sundlaug- in er 25x8 m að stærð. í tilefni þessa atburðar ræddi oddviti Mosfellshrepps, Jón Guðmundsson bóndi á Reykjum, sögu íþróttamann- virkja sveitarinnar og gat forystu Sigurjóns á Álafossi í þeim efnum. Auk sundlaug- arinnar hafa verið gerð önn- ur íþróttamannvirki við hinn nýja skóla sveitarinnar að Varmá, svo sem malar-íþrótta völlur og fyrirhuguð er bygg- ing grasvallar. Byggingarkostnaður sund- laugarinnar er 1,8 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.