Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 20
20 MOHCVNfílAÐIÐ Laugardagur 19. Janúar 1963 ' PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER ! KEMUR í HEIMSÓKN — Bíddu við. Ég ætla að athuga hvort ég sé ekk'i auglýsta íbúð til leigu. — Þetta hlóð er úr sjálfri mér. Eg rispaði mig á únliðnum á leiðinni þangað. Hún sýndi hon- um rispuna, sem var þegar tek- in að jafna sig. Carr hló reiðilega. — Láttu ikki eins og bjáni. Ekki við mig. Við verðum að finna upp 'x einhverju — Eg rispaði mig .. Hann hristi kápuna sundur og jg sýndi henni hægri ermina og heyrði hana grípa andann á lofti. Ermin var gegnvot og iltolóðug. Stóri, rauði bletturinn náði næstum upp að olntooga, en bar fyrir neðan var hún öll út- ötuð. — í>ú rispaðir þig á únliðn- ,im .... í guðs bænum talaðu ins og þú hefðir eitthvert vit. Á næsta andartaki skalf stof- an fyrir augum hennar og blóð- liturinn var eins Og rauð þoka. En svo náði hún taki á sjálfri sér og þokunni létti. — Líttu á mig, Carr. Hann horfði á hana. — Og hlustaðu: Mér er alveg ókunnugt um þetta allt. Eftir að þú fórst út, var ég hrædd um hvað þú kynnir að gera. í>ú hafðir orðið fyrir áfalli, og ég .... ja, ég var hrædd. Eg greip fyrstu yfirhöfnina, sem ég náði í, og þaut upp í Melling-húsið. Þegar ég kom þangað, var heitt þar inni — svo að ég fleygði kápunni á stól og gleymdi henni alveg, mundi ekki eftir henni eftir það. Eg talaði við James .... og loks fórum við að ríf- ast. Jæja, það var nú kannski ekki beinlínis rifrildi, en hann sagði nokkuð, sem mér mislík- aði mjög, og ég fór út, án þess að muna eftir kápunni. Hann hélt erminni upp. — Þetta er hans blóð. Hún svaraði: — Eg rispaði mig að vísu á únliðnum, og það blæddi úr honum. Hann léði mér vasaklútinn sinn, og hann hlýtur að hafa orðið eftir líka. — Hvað heldurðu, að þýði að telja mér trú um, að allt þetta blóð hafi komið úr einni smá- rispu? — Eg hef aldrei sagt það — og það hefur það heldur ekki gert. En hitt er satt, að ég risp- aði mig á runna og það blæddi talsvert úr því. Hún fékk hroll. — En vitanlega ekkert þessu líkt. Hún þagði stundarkorn og þurfti sýnilega að taka á allri sinni stillingu. Síðan gekk hún til hans. — Carr, leggðu frá þér þennan hræðilega hlut og segðu mér, hvað gerðist. Við vitum ekki neitt um neitt. Og fyrir guðs skuld, segðu mér sannleik- ann, því að ekkert annað getur komið að neinu gagni. Hann lét kápuna detta í hrúgu á gólfið, og þar lá hún eins og illa gerður hlutur. En Rietta horfði alls ekki á hana. Augu hennar voru fest á skuggalegt og hörkulegt andlitið á Carr. Hann sagði: — Gott og vel, ég skal segja þér alla söguna. Þegar ég fór héðan, vissi ég ekki mitt rjúk- andi ráð. Eg gekk þangað til ég var orðinn dauðþreyttur í fót- unum. Eg hlýt að hafa gengið í heilan klukkutíma og loksins var ég kominn heim til Jónatans Moore. Elísabet var ein heima. Eg stóð þar við, þangað til ég var búinn að jafna mig. — Við erum .... hann breytti svip .. .... — hún hefur tekið mig aftur. Þegar ég fór þajðan, lang- aði mig ekki lengur til að drepa hann — ég vildi bara losa mig við liðna tímann. Það er heilag- ur sannleikur, Rietta, Þegar ég kom aftur að Hliðhúsinu, var 17 Ijós í glugga hjá Katrínu. Þá datt mér í hug, að það væri nú ekki orðið svo sérlega framorðið — Lessiter mundi vera á fótum — Og ég gæti gert upp við hann og byrjað svo nýtt líf. Eg ætlaði alls ekki að gera honum neitt mein, heldur bara að láta hann vita, að ég vissi allt, og um leið, hvaða álit ég hefði á honum. Það var kannski heimskulegt af mér, en svona leit ég víst á það. Eg fór að húsinu, og þar var allt dimmt að framan. Eg hugs- aði, að ef hann væri á fótum, myndi hann vera í skrifstofunni, svo að ég gekk yfir að garð- dyrunum og fann þær í hálfa gátt. Rietta dró snöggt að sér and- ann. — Eg _____ég man ekki, hvort ég lokaði þeim eða ekki .... ég var í svo miklum æsingi .... en líklega hef ég samt gert það. Hann hló ofurlítið. — Æsingi .... Eg skyldi nú ekki fjölyrða um það um of. — Það var út af henni Kat- rínu ........ en það getur ver- ið sama. Haltu áfram, Carr. — Eg opnaði dyrnar og gekk inn. Tjöldin voru dregin fyrir, innan við hurðina, og það log- aði á loftljósinu. Hann lá fram á borðið með molað höfuðið. — Carr! Hann kinkaði kolli. — Það var ekkert falleg sjón. Það var eins og hann hefði -setið í stóln- um og verið barinn aftan frá. Skörungurinn lá á arinábreið- unni. Það var enginn vafi á með hverju hann hafði verið barinn. — Hryllilegt! — Já, það var ekki fagurt á að líta. Líklega hefur hann dáið samstundis. Þú ætlast þó ekki til, að ég fari að syrgja hann? Ef við förum ekki varlega, verða aðaláhyggjur okkar sjálfra okk- ar vegna. — Haltu áfram. — Eg var fyrst gripinn ein- hverjum fögnuði fyrst, og þeg- ar ég sá regnkápuna, jókst sú tilfinning. Henni var snúið þann- ig við, að dálítið af fóðrinu sást, og mér fannst ég hafa séð eina rönd á því áður. Eg gáði betur að og sá fangamarkið mitt á hankanum. Síðan þurrkaði ég af skörungnum með blóðugum vasaklút, sem virtist hafa ver- ið fleygt í arininn. Hún fékk hrollkast. — Hann lánaði mér hann til að þurrka únliðinn á mér. Þú hefðir ekki átt að vera að þerra handfang- ið. Hann horfði á hana ásakandi. — Hvers vegna hefði ég ekki átt að gera það? Ef regnkápan mín var þarna, hlaut einhver að hafa komið með hana þangað. Og ekki var það ég sjálfur, svo að þá var ekki öðrum til að dreifa en þér sjálfri. — Carr! — Það er lítið gagn í að segja- Carr! Ef þú hefur lent í rifrildi við hann og slegið hann, hef- urðu aldrei haft hugsun á að þurrka fingraförin af. En ef það var einhver annar, nógu klókur til að nota regnkápuna mína, voru yfirgnæfandi líkur til, að hann væri þegar búinn að þurrka skörunginn — að minnsta kosti fannst mér svo hljóta að vera. Eg þurrkaði því handfangið og setti vasaklútinn í arininn, sem var annars kúf- fullur af ösku. Eg veit ekki, hvort hann brennur eða ekki, enda skiptir það engu máli. Svo þurrkaði ég röndina á hurðinni með mínum eigin vasaklút, tók með mér regnkápuna og fór. Hún dró enn snöggt að sér andann. — Þú hefðir átt að hringja í lögregluna. Hann svaraði. — Glópur kann ég að vera, en enginn hreggvi- glópur. Svo greip hann regn- kápuna. Við verðum að ná blóð- inu af henni. Hvernig förum við bezt að því? — Kalt vatn .... Nei, mér líkar þetta ekki, Carr. Við ætt- um að senda eftir lögreglunni ...... við höfum ekkert illt afhafzt. Hann snerti hana nú í fyrsta sinn, með því að grípa heljartaki í öxlina á henni. — Þú ert sæmilega greind og nú ættirðu að nota greindina þína. Eins og atvikin eru vax- in, heldurðu þá, að þú gætir fundið tólf manns, sem tryðu því, að ég hefði ekki gert það? — Þú? — Já, eða þá þú. Hún fann dofann aftur og bar höndina upp að höfðinu. — Tólf manns ........ Hann sneri til dyra. — Já, í kviðdómi eru tólf manns, Rietta. XVI. Hr. Stokes lagði upp í mjólk- urferðina sína klukkan sjö að morgni. Hann kom að Melling- húsinu tuttugu mínútur yfir, og rakst þar á hryllilega sjón, eins og hann sjálfur komst síðar að orði. Bakdyrnar voru opnar, en það var nú ekkert óvenjulegt. Það var ekki nema daglegt torauð, að hann færi inn í eld- húsið með mjólkina og segði: „Það er nú svo alveg óþarfi“, þegar frú Mayhew bauð honum tebolla. En þennan mofgun var ekkert te á ferðinni, ekkert nema frú Mayhew,. sem sat á stól og ríghélt sér í hann með toáðum höndum, og leit út eins og hún væri hrædd um að velta um koll, ef hún sleppti takinu. Hún rétti úr sér og leit á hr. Stokes, en hann þyrði ekki að fullyrða, að hún hefði samt séð hann — andlitið alvott og hvítt eins og skyr, og augun stóðu í höfðinu á henni. Ekki vissi hr. Stokes, hvenær hún hefði orðið fyrir svona áfalli. — Hvað er þeta, frú Mayhew, hvað gengur að? sagði hann, en fékk ekkert svar annað en þetta starandi augnatillit. Hann setti mjólkina á toorðið og svipaðist um eftir Mayhew, því að það var ekki um að villast, að hér hafði eitthvað meira en litið komið fyrir, og hann gat ekki farið leiðar sinnar og látið það eiga sig. Hann gekk yfir eldhúsgólfið að dyrunum hinumegin, og opn- aði þær. Þar tók við hálfdimmur gangur, þar sem voru dyrnar inn í búrið brytans og þær stóðu opnar Hann gat séð öxlina og hægri handlegginn á Mayhew, og það, að hann var með símann í hendinni. Handleggurinn skalf og svo höndin og öxlin. Og þeg- ar höfuðið kom í Ijós, þá skalf það líka — ekki eins og Mayhew væri sjálfur að hrista það, held- ur skalf hann allur, líkast hlaup inu, sem konan hans bjó til. Og tennurnar í honum glömruðu. Hr. Stokes þóttist viss um, að enginn mundi geta botnað í því, sem hann var að segja. Og lík- lega var það rétt ályktað, því brátt var eins og verið væ.. að segja honum að koma þessu út úr sér og tala greinilega. Hann svaraði: „Eg skal reyna“, en svo skalf hann allur aftur og sagði: „Eg fékk svoddan taugaáfall . . . ég fann hann ....... hann er hræðilegur útlits .... guð minn góður.“ Hr. Stokes hafði mikið orð á sér í sínu nágrenni sem sögu- smetta. Nú gat hann ekki stillt sig lengur. Það var jafnvel heimskasta manni augljóst, að hér hafði eitthvað gerzt. Hr. Stokes hafði ekkert smáræðis álit á eigin greind, og ályktaði tafarlaust, að þetta eitthvað væri, ef ekki morð, þá að minnsta kosti snögglegt dauðs- fall. Hann nálgaðist því May- hew, sem enn skalf frá hvirfli til ilja, og lagði hönd á öxl hans. — Hvað er að, kunningi? Við hvern ertu að tala? Lögregluna? Fáðu þér vatnssopa og vittu, hvort þú jafnar þig ekki. gHtltvarpiö Laugardagur 19. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagsskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir — Laugardagslögin. 16.00 Veðurfregnir. 16.30 Danskennsla. 17.00 Fréttir — Æskulýðstónleikar. 18.00 Útvarpssaga bamanna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Aldraðir söngvarar taka lagið 21.00 Leikrit: „Ég og senditækið“ eftir Pier Benedette Bertoli. 22.00 Fréttir og veðurfm"- 5- 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. KALLI KtJREKI — * - ' * ~ Teiknari: Fred Harman ' SOMETIMES I --\ THIMK A ROPE AMD 1 ASIX-S-UN FITMV ‘ HAND BETTERTHAN A PAINT BRtlSH / 5- NOVsí <JOHM, EXPLAIM A FEW THIN&S/ YOU UOOK UKEADUDE, AN'TAUK UKE ON£." Btrr WHEN _ S/WYOU HANOLE TH’ ROPE, AN’ THAT.45--- IWAS BORN ItO THE WEST, REP, ANP KAISED IN THE SAPPLti I WOULD HAVE BEEN A FORTY-A-MONTH COWPOXE ALL MY LIFE, BUT A CEUTAIM MAN HAD HIS VACATION ATTHE RANCH WHEEE t W0RKED." ANP THAT CHANS-ED MY LIFEf T’ HE SAWSOME DRAWINSS IMADEíHORSES AND INDIANS ANDTHE LlkE" AND SENT ME EAST TO ART SCHOOL/ HE TAU&HT ME TO SPEAK AND ACT LlkE AN EASTERNER, AND NOW HE SELLS MYPAlNTINeS IN HIS &ALLERY/ THE FUNNY RARTIS, PEOPLE PAY REAL MONEY F0RTHEM/. — Jæja, Halli, mér þætti dálítið gaman að vita, hvers vegna þú ert svo leikinn í að sveifla snörunni og fást við byssur? — Stundum finnst mér, að ég ætti heldur að fást við snörur og byssur en mála myndir. Ég er fæddur í vestrinu og hefði sannarlega orðið kúreki alla ævi, ef maður nokkur hefði ekki komið í heimsókn á búgarðinn, þar sem ég vann, og farið að athuga myndirnar, sem ég hafði málað af hestum, Indí- ánum og þess háttar. Þessi maður sendi mig austur á listaskóla og kenndi mér að tala og hegða mér eins og þeir gera þar. Og nú selur hann myndimar mínar í listaverka- sölum sínum og það einkennilega er, að fólk virðist vilja kaupa þær. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 miiljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.