Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIB Laugardagur 19. Janfiar 1963 99^%'|pg|»|-rrs' m/ssan -/v?)?:- Fjórir af hinum fimm ferðafélögum fyrir framan jeppana. Tafsamt fjallaferðalag ungra Borgfirðinga SL. SUNNUDAGSMORGUN fóru fimm ungir Borgfirðing- ar í skemmtiför úr Reykholts ðal upp í óbyggðir á tveimur jeppum og ætluffu allt inn að Hagavatni, sunnan undir Hagafelli í Langjökli. Var ætlunin aff koma aftur á mánudagskvöld, en vegna ó- færðar komust þeir aldrei alla ieiff og ekki aftur til byggða, fyrr en á fimmtu- dagsmorgun. Tekiff var að óttast um fólkiff á þriffjudag, og fór þá flugvél aff leita þess, og á miðvikudag fóru tveir bílar úr Reykjavík og beltisdráttarvél úr Reykholts dal aff leita að því. M!bl. hefur átt tal við Guðna Sigurjónsson í Litla-Hvamimi við Reykholt, en hann var aSalhvatamaður fararinnar og e.k. fararstjóri. Auk hans voru í ferðinni Ingimundur Jónsson í Litla-Hvammi, Þor- finnur Júlíusson í Laugabæ, Gunnar Benediktsson í Víði- gerði og Elínborg Kristins- dóttir. Guðni Skýrði þannig frá ferðinni í höfuðdráttum: Hlaffið snjóhús Lagt var af stað frá Reyk- holti snemma á sunnudags- morgun á tveimur jeppum, ekið niður Bæjarsveit, upp Lundarreykjadal og um Uxa- hryggi að Kaldadalsvegi. í>ar á vegamótunum var stefnan tekin austur í áttina að Haga- vatni. Ekið var norðan Skjaldbreiðar og Skessubása, milli Sköflungs og Laimiba- hlíða, norðan Hlöðufelils og numið staðar ekki alllangt frá Þórólfsfelli. Þar var hilað- ið snjóhús, og hafðist ferða- fólkið við í því um nóttina. Ekki væsti um það. því að kosangas-hitunartæki var með í förinni, svo að hægt var að elda mat. Nægar gas'birgðir voru með í förinni og matur til rúmlega viku útilegu, ef illa tækist til. Reynt haifði verið að útvega talstöð, áður en lagt var upp í ferðina, en ekki tókst það. Kom síðar í ljós, að ekki hefði verið van- þörf á henni. öskubylur og ófærff Á mánudag var ekið af stað til Hagavatns, en ekki voru jepparnir komnir nema nokkuð inn fyrir Þórólfsfell, þegar blindbylur skall á. Voru þá aðeins ófarnir um átta km á leiðarenda. Snjó- aði svo mikið, að ekki var viðlit að halda áfram. Ferða- fólkið kom sér nú upp „húsi“ í flýti. Mynduðu jepparnir tvo veggi, klettur þann þriðja, en sá fjórði var hlað- inn úr snjókögglum. Þakið var segldúkur og hilóðust brátt snjóalög ofan á hann. Gist í hraunsprungu Eftir náttlanga dvöl var ákveðið 'að snúa við (á þriðju dagsmorgun). Var þá afleitt færi, slétt yfir allt, og engin för að fara eftir, enda sóttist ferðin ákaflega seint. Hríð- inni hafði létt, og var sólskin um tíma en frostþoka og lág- skýjað mestan daginn. Frost var um fimm stig. Um kvöld- ið hafði ferðalöngunum ekki miðað betur áfram en svo, að þeir höfðu samtals farið 18 km á tveimur dögum. Á þriðjudagskvöld var setzt að í hraunsprungu, grafið gott hús niður í fönnina í henni og tjaldað yfir með seglinu. Á miðvikudagsmorgun enn vont færi, en rignt hafði um nóttina og snjórinn þétzt Um kl. 17 var fólkið komið að fyrsta snjóhúsinu og ætl- uðu að vera þar um nóttina, en um kl. hálfníu um kvöldið kom til þeirra beltisdráttar- vél með þriggja manna á- höfn, sem send hafði verið að leita að þekn. Var nú á- kveðið að halda til byggða, enda var jeppaslóðin þá fund in; hafði rignt ofan af henni. Gekk ferðin allgreiðlega nið- ur eftir, og var komið að Þverflelli, efsta bæ í Lundar- reykjadal um kl. 7 á fimmtu- dagsmorgun. Allir voru hress ir, enda hafði ekkert orðið að í ferðinni, nema hvað ófærð- in kom í veg fyrir, að á ieið- arenda yrði komizt. Á þriðjudag voru aðstand- endur hins unga fólks farnir að óttast um afdrif þess. Var flugvél frá Þyt hf fengin til þess að fljúga yfir svæðið, þar sem þess var helzt von, og var maður með flugmann- inum, sem var nákaminn ein- um ferðamannanna og kunn- ugur svæðinu. Flogið var yfir þetta svæði, en hávaðarok var á og skyggni afar slæmt, svo að vonlítið var að finna fólkið. Flaug flugvélin þarna um upp undir tvo tíma, en þá var leit hætt úr lofti. Dráttarvél á skriffbeltum Á miðvikudag var ekið með stóra beltisdráttarvél á vöru- . bíl upp að Þverfelli. Einnig komu þangiað á Volkswagen- bíl menn til að aka vélinni á slóðir ferðamanna og veita þeim aðstoð, ef með þyrfti. Beltisdráttarvélin ók nú af stað í för jeppanna og kom í náttstað ferðalanganna um kl. 20.30 eins og fyrr segir. Dráttarvélinni óku Guðmund- ur Magnússon í Reykholti, Benedikt Guðiaugsson í Viði- gerði og Viðar Guðmundsson á Litla-Kroppi. jeppana annað veifið á leið- irrni niður eftir, og eins þurftu fjallabílarnir,, sem síðar verð ur sagt frá, að takia þá í tog spotta og spotta. Um kl. 16 á fóru tveir kunningjar ferða- mannianna úr Reykjavík á fjallabílum af gerðinni Dodge Weapon. Báðir _ a búnir tal- stöðvum og annar spili. Öðr- umr ók Þorsteinn Hjaltason, bifvélavirki, en hinum Hans Benjamínsson, rennismiður. Með þeim voru tveir fédag- ar þeirra. Áætlun þeirra var að komast eins nálægt ferða- fólkinu og unnt væri og geta síðan haft talstöðvasamlband bæði í Borgarfjörð og til Reykjavíkur. Fóru þeir Þing- vallaleið og sem leið liggur norður með Ármannsfelli. Færðin þyngdist mjög fyrir ofan Meyjarsæti og einkum, er komið var á sandinn fyrir norðan Sandkluftavatn. Erfitt var að komast yfir ána, svo að höggva varð skarð í ís- hrönnina á nyrðri bakkanum, til þess að komiast upp úr henni. í Víðikjörum var farið yfir ána á ísi, og mátti þar engu muna, að bílarnir færu ekki niður úr. Um miðnætti voru bílarnir komnir að vegamótum Uxa- hryggjavegar og Kaldadials- vegar, og var áð í námunda við Biskupsbrekku. Sáu leið- angursmenn för eftir beltis- traktorinn og óku nokkurn spöl eftir troðningnum, en urðu að staðnæmast við næsta gil og biðu þar. Litlu seínna kom jeppi meðan úr Borgar- firði. Voru í honum Guð- mundur Kjerulf, Jónas Kjer- ulf og kona Guðmundar. Beið nú allt fólkið eftir því að dráttarvélin kæmi til baka. Um kl. 2 sáust ljós í austur- átt frá jeppunum og trakt- ornum, og um kl. 4 um morg- uninn voru þeir komnir til þeirra, sem biðu. Var þá haldið niður að Þverfelli, eins og áður getur. Bílarnir, jepp- arnir þrír, fjallabílarnir tveir, vörubíllinn mað dráttarvél- ina og Volkswagen-bíllinn, höfðu síðan samflot niður Lundarreykjadal, en síðan . héldu fjallabílarnir til Reykja víkur og voru komnir þangað um kl. 13 á fimmtudag. Dráttarvélin þurfti að draga Ferffafólkið fyrir framan fyrsta snjóhúsið, sem það reisti. wm ' VÍ-x-:;::: — Hugh Gaitskell Framh. af bls. 1. Meffal þeirra, sem sent hafa frú Gaitskell samúffar- kveffjur, eru Elisabet Bretadrottning, Macmillan forsætis- ráðherra, Sir Winston Churshill, Kennedy forseti og Adlai Stevenson, affalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ. Bretadrottning segir m.a. í kveðju sinni að hún hafi orffiff harmi lostin viff fregnina um lát Gaitskells. Segir hún aff frábærra starfa hans fyrir þjóðina og þingið verði ákaft saknað. Macmillan segir að fulltrúar allra flokka muni inni- lega sakna Gaitskells, andlát hans sé sárt áfall fyrir all? þjóðina. Kennedy forseti segir í kveffju sinni að heimurinn hafi misst hugprúffan forvígismann frelsisins. Sendir Kennedy frú Gaitskell, vinum hans og samstarfsmönnum innilegar samúffarkveffjur forsetahjónanna. Adlai Stevenson sagffi aff andlátsfréttin væri sorglegt áfall fyrir frelsisunnendur um allan heim. „Ég miklast af því aff hann var um margra ára skeiff vinur minn. Hann var maður hugsjóna, mannúðar og hugrekkis. Alla ævi sína barffist hann hraustlega fyrir meginreglum lýffræffis, sem eru hluti af arfleifð Bretaveldis. Moskvu, 18. jan. (NTB). Foy Kohler, sendilherra Bandaríkjanna í Moskvu, gekk í daig á fund Groonykos utan- ríkisráðherira. Tllkynnti Kolhl er Gromyko, að hann færi í stutta heimsókn til Bandarífkj anna 28. þjn., og væri reiðu- búinn að flytja stjóm sinni orðsendingar frá stjórn Sov- étríkjanna, ef einhverjair væru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.