Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUIVBLAÐIÐ Laugardagur 19. janáar 1963 ' 111 fyrirtœki í firmakeppniTBR Keppnin verður forgjafarkeppni en sérstök 16 manna úrslitakeppni FIBMAKEPNI Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur er ný- Iega hafin og tekur mikill fjöldi fyrirtækja þátt i henni eða nokk uð á annað hundrað talsins. Keppnin er með forgjafarsniði og eru leikimir því yfirleitt mjög jafmr og úrslit tvisýn. Vilja úrskurð I. S. í. A BLAÐAMANNAFUNDI er stjórn ÍR hélt í gær var lögð fram spuming um það hvað ÍR hefði gert i máli er risið sfur út af félagsskiptum Valbjamar Þorlákssonar. — Stjórnin viidi gefa eftirfar- andi skýringu. „Samkvæmt lögum ÍSÍ þarf að vera búið að tilkynna til sérráðs eða sambands ef iþróttamaður ætlar að skipta um félag með minnst mánað- ar fyrirvara. Stjórn ÍR telur æskilegt að fá úr því skorið hvort hin margræddu félagsskipti V.Þ. hefðu farið fram eftir settum reglum. Stjórnin vill þó taka fram, að hún vill á engan. hátt hindra V.Þ. né nokkurn annan félaga i því að keppa með því félagi sem hann ósk- ar.“ Stjórnin gat þess að áskil- inn hefði verið réttur á til- settum tima til aðgerða í máli V.Þ. og myndi sennilega verða óskað úrskurðar ÍSÍ um þetta atriði, en ÍSÍ á að úr- skurða mál varðandi móta- og keppendareglur. Keppt er eingöngu í tviliðaleik. Eins og áður er keppnin út- sláttarkeppni og falla því úr þau fyrirtæki, sem trpa leik. Þegar eftir standa 16 firmu ósigruð, verður efnt til sérstaks úrslitamóts, og fer það væntan- lega fram í Valshúsi laugardag- inn 26. janúar nk. Keppt er um fagran silfurbik- ar, sem Leðurverzlun Magnúsar Víglundssonar gaf, og er það farandgripur. En auk hans hlýt- ur það fyrirtæki, sem sigrar í mótinu, áletraðan silfurbikar til eignar, og einnig hlýtur það firma, sem verður í 2. sæti, eign- arbikar. í sambandi við keppnina hef- ur Herrabúðin við Austurstræti boðið félaginu aðstöðu til glugga sýningar. Þar má m. a. sjá verð- launabikarana þrjá, sem keppt er um, og nofn allra fyrirtækj- anna, sem þátt taka í keppninni. Nöfn fyrirtækjanna eru einnig birt á bls. 21 hér í blaðinu. Handbolti helgina um UM þessa helgi verður hand- knattleiksmótinu fram haldið að Hálogalandi. í kvöld kl. 8.15 keppa 3. fl. karla ÍA og Breiða- blik og í 2. deild karla ÍA og Ármann og síðan Breiðablik og Haukar. Á sunnudag verður keppni hafin kl. 2 e. h. og fara fram 4 leikir í 3. flokki karla og þrír í 2. flokki karla og leikur í 2. deild milli ÍA og Vals. Á sunnudagskvöldið kl. 8.15 verða tveir leikir í 1. deild karla. Þá mætast KR og FH og á eftir Fram og ÍR. ÍR-skálinn og skíðabrckkurnar í Hamragili. ÍR heldur námskeið skólanemenda og mót undir stjórn Gabors Mjög öflug ibróttastarfsemi félagsins 7 deildum i STJÓRN ÍR boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði frá vetrarstarfi félagsins. Form. fé- lagsins Reynir Sigurðsson lýsti ánægju stjórnarinnar yfir að Gabor þjálfari hefði komið svo óvænt og fljótt til starfa hjá fé- laginu, en þetta er 4. árið sem hann starfar hér. Væntir félagið sér mikils árangurs af starfi hans. Fram bezta hnattspyrnufélagið HÉR er Einar Björnsson form. Knattspyrnuráðsins að afhenda formanni Fram Sig- urði E. Jónssyni styttu þá sem veitt er félagi því er hlýtur titiiinn „bezta knatt- spymufélag Reykjavíkur ’62“. Um þann titil er keppt þann- ig að lögð eru saman öll stig sem félagið vinnur í öllum aldursflokkum. Fram hlaut samtals 194 stig, Valur 145, KR 127, Víkingur 88 og Þrótt ur 39. Þetta er í 4. sinn sem Fram ber sigur úr býtum i þessari sérkennilegu keppni, en KR hefur hlotið sigur einu sinni. Kynningarnámskeið skólana Samið hefur verið við Gabor um 1 V-i árs starf. Hann hefur þegar byrjað kennslu bæði í frjálsíþróttadeild og í lyftinga- deild. Þá hefur verið ákveðið að efna til sérstakra útbreiðslu- og kynningarnámskeiða í frjáls- íþróttum meðal framhaldsskóla- nemenda. Hefjast þessi nám- skeið sunnudaginn 3. febrúar nk. ld. 3 og verða alla sunnudaga til vors. Æfingarnar verða í ÍR- húsinu. Er það von stjórnar ÍR að þessi námskeið verði vel þeg- in aí yngri áhugamönnum og þeir noti tækifærið til að kynnast frjálsum íþróttum, og njóti fyrsta flokks kennslu. Kynningarmót í vor erður strax og veður leyfir efnt til vornámskeiðs á svipuðum grundvelli og var gerí í fyrravor og gafst þá svo vel. í sambandi við vornámskeiðin verður efnt til einskonar kynn- ingarmóta fyrir alla aldurs- flokka allt niður í 8 ára. Á þeim mótum mega einungis keppa byrjendur í viðkomandi grein. Er þetta gert til að reyna að fá sem flesta til að reyna sig í frjálsum íþróttum, unglinga sem æfa aðrar íþróttir t. d. handbolta eða sund en vilja gjarna reyna sig í frjálsum íþrótum. Sumarbúðastarf ÍR í Reykjadal Þá hefur ÍR tekið á Ieigu íþróttaskólann í Reykjadal 18.—28. júni í sumar og verð- ur þar starfrækt sumarbúða- námskeið ÍR í frjálsum íþrótt um. Þátttakendur verða að hafa náð 12 ára aldri. Þar mun Gabor kenna ásamt beztu mönnum félagsins í hverri grein. Framkvæmdastjóri ÍR hefur nú ráðið sér fram- kvæmdastjóra til hjálpar stjórn og deildum félagsins. Var ráð- inn Höskuldur Goði Karlsson og mun hann hafa skrifstofu opna í ÍR-húsinu daglega kl. 5—7 nema sunnudaga. Gefur hann allar upplýsingar um starfsemi deilda félagsins sem nú eru 7 talsins, fimleikadeild, frjáls- íþróttadeild, handknattléiksdeild, körfuknattleiksdeild, lyftinga- deild, skíða- og sunddeild. Hver deild um sig vinnur sem mest sjálfstætt og hefur starfið að undanförnu gengið mjög vel að sögn formanns. Fimleikadrengir félagsins hafa hvarvetna hlotið viðurkenningu og lof, körfubolta menn hafa gengið nær óslitna sigurgöngu og handboltadeild aukizt mjög ásmegin. í sund- deild er allt bezta sundfólk lands ins og hafin iðkun sundknatt- leiks. Skíðadeildin Einna öflugast er þó starf sxíðé deildar. Hélt deildin námskeið milli jóla og nýárs og var hinn nýi skáli fullsetinn alla daga og hefur svo verið undanfarnar helgar. Deildin hélt fyrsta skiða- Framh. á bls. 23 , Erlendur skíðahennari íyrir almenning SKÍÐADEIUD ÍR lefur verið L falið að sjá um Reykjavíkur- mótið í skíðaíþróttum Og verð ur það í Hamragili um mán- aðamótin febrúar-marz. Deild in stendur nú í bréfaskiptum við erlend félög um að fá hingað góða keppendur á mót ið sem jafnframt myndu vilja taka að sér kennslu fyrir al- menning í 2—4 vikur. Er það ætlun deildarinnar að kennsl- an verði sem víðtækust, helzt hér í bænúm líka ef snjór er nægur, annars í Hamragili þar sem alltaf er snjór ef 1 hann finnst hér í nágrenninu. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.