Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1963, Blaðsíða 8
8 MOKCVNBLAÐ I Ð Laugardagur 19. janúar 1963 ' Fé husatryggingasjóðs avaxtað á hag- kvœmasta hátt ÞAÐ vakti mikla athygli á fundi borgarstjómar Reykjavíkur sl. fimmtudag, að einn borgarfull- trúi kommúnista, Guðmundur Vigfússon, amaðist mjög við því, að fé Húsatryggingasjóðs Reykja víkurborgar væri ávaxtað, eins og hagstæðast þykir, og borgar- sjóður grípi til bráðabirgðalána úr sjóðnum til þess að fleyta sér yfir þann árstíma , er lítið innheimtist af tekjum borgar- sjóðs. Kom þetta fram í ræðu, sem Guðmundur flutti á fundinum og tillögu, er hann bar fram í sambandi við hana. Var tillaga !hans um mjög mikla takmörkun á ráðstöfun á fé sjóðsins, og rök- studdi hann tillögu sína aðallega með þvi, að nokkur drattur hefði orðið á því, að leysa út bruna- bifreið, er Slökkvilið Reykjavík- ur hefur fest kaup á. Taldi hann þetta sýna, að of nærri sjóðnum hefði verið gengið. Og af þeim sökum hefði sjóðurinn ekki get- að lagt fram nægilegt fjármagn til eflingar brunavörnum og til lækkunar á iðgjöldum húseig- enda. Geir Hallgrím.sson, borgar- stjóri, svaraði fyrst þeirri gagn- rýni G.V., að hústryggingasjóð- irr rækti ekki sem skyldi það hlutverk sitt að efla brunavam- ir í borginni. Minnti hann í því sambandi á nokkur framlög, sem borgarstjórn hefur samþykkt að veita úr sjóðnum til eflingar brunavörnum. Nefndi hann fyrst, að laun 6 slökkviliðsmanna og annar kostnaður við störf þeirra eru borguð úr sjóðnum; ennfrem Sendisveinn óskast nú þegar. Þarf að hafa skellinöðru. BJÖRIM & HALLDÓR V élaverkstæði, Síðumúla 9 — Sími 36030. Afgreiðslumaður ur er Húseigendafélagi Reykja- víkur veittur styrkur úr sjóðn- um til eflingar brunavörnum; samþykkt hefur verið 1 millj. kr. framlag til kaupa á slökkvi- tækjum, þ.á.m. bíl — og hafa þar af, þegar verið greiddar 7Ö0 þús. kr.; og til slökkvistöðvar befur verið samiþykkt 4 millj. kr. framlag úr sjóðnum, sem ekki hefur enn komið til útborgunar. Lioks minnti borgarstjóri á, að borgarstjórn hefur veitt úr sjóðn- um lö millj. kr. lán til hitaveitu- framkvæmda, sem vissulega yrði að telja til eflingar brunavarna, þar eð með því væri stefnt að útrýmingu olíukyndingartækja. í»á talli borgarstjóri eðlilegt, að borgarsjóður gripi til bráða- birgðalána úr sjóðnum, þar sem kunnugt væri að greiða yrði af höndum bæði rekstrargjöld borg- arsjóðs og framlög til margvís- legra fjárfestingarframkvæmda mun fyrr en tekjur innheimtast og yfirleitt áður en mótframlög fást greidd eða lán tekin. Og auk þess sem bráðabirgðalán úr sjóðnum léttu þannig undir með borgarsjóði, þegar svo stæði á, þá væri hér um að ræða hag- stæðari ávöxtun sjóðsins en ella væri. Þá kvað borgarstjóri það al- rangt, að tekjum sjóðsins hefði ekki verið varið til lækkunar á iðgjöldum húseigenda. Nefndi hann því til sönnunar eftirfar- andi tölur: Árið 1929 var meðaliðgj. 2.24% — 1953—54 var það 1.24% — 1962 — — 0.95% Vegna gagnrýni G.V. á drátt, er orðið hefði á kaupum bruna- bifreiðar, sem ákveðin voru 1958, benti borgarstjóri á, að í fyrstu hefði borgarsjóði verið neitað um innflutningsleyfi fyrir bifreið inni, og það hefði ekki verið fyrr en eftir að innflutningur var gefinn frjáls fyrir aðgerðir núverandi rí'kisstjórnar, að hægt var að fá bifreiðina flutta inn. Hitt væri rétt, að 2—3 mánaða töf hefði orðið á því að leysa bifreiðina út eftir að hún var komin til landsins, en' það hefði verið gert áður en G.V. lagði fram tillögu sína í borgarstjórn, og því væri hér um að ræða hreina tylliástæðu fyrir tillögu- flutningi hans. Lagði borgar- stjóri loks til, að tillögu G.V. yrði vísað frá, og bar fram eftir- farandi frávísunartillögu fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins: „Borgarstjórn er það kunnugt, að greiða verður af höndum bæði rekstrargjöld borgarsjóðs og framlög til margvíslegra fjár- festingarframkvæmda mun fyrr en tekjur innheimtast og yfir- leitt áður en mótframlög fást greidd eða lán tekin. Borgarstjórn er og kunnugt um erfiðleika, sem eru á því, að fá lán til reksturs og fram- kvæmda sveitarfélaga. Telur borgarstjórnin því eðli- legt, að grípa til bráðabirgða- lána fyrir borgarsjóð úr sjóði sjóðs húsatrygginganna, þar sena um hagstæðari ávöxtun húsa- tryggingasjóðs er með þeirri ráð- stöfun að ræða, enda sé þess gætt, að húsatryggingarnar standi við skuldbindingar sínar. Vísar borgaristjórnin frá tillögu Guðm. Vigfússonar borgarfull- trúa.** Samiþykkti borgarstjórn til- lögu þessa. óskast nú þegar. Hafið samband við afgreiðslu- stjóra Þórarinn Öfjörð. = HÉÐINN = Járniðnaðarnám Viljum ráða nokkra nemendur til nám í renni- smíði og vélvirkjun. Framtíðarvinna. Góð laun. Góð vinnuskilyrði. = HÉÐINN = Hálfsdagsvinna Stúlka með vélritunarkunnáttu getur fengið atvinnu á opinberri skrifstofu hálfan daginn frá kl. 1—5. Kaup eftir sam- komulagi. Umsóknir sendist Mbl. fyrir 23. jan. merkt: „Hálfdags vinna — 3947“. Ótímabœrt að hefja rekst■ ur skuttogara M E Ð hliðsjón af hinum mikla vinnuaflsskorti í Reykjavík, fjárhagsástæðum Bæjarútgerðar Reykjavíkur og þeirri fjárfestingu, sem fram hefur farið á hennar vegum í landi, taldi borgar- stjórn Reykjavíkur á fundi sínum sl. fimmtudag tillögu Guðmundar Vigfússonar, borgarfulltrúa kommúnista, um kaup á skuttogara fyrir BÚR ótímabæra og vísaði henni því frá. Lagði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, á það áherzlu, að fyrst og fremst bæri nú að tryggja rekstursgrundvöll þeirra tog- ara, sem þegar eru reknir í landinu, en afkoma þeirra yrði svo að búa öflun nýrri og fullkomnari tækja skil- yrði. Tillaga Guðmundar Vigfússon ar var þess efnis, að stjórn BÚR yrði falið að taka til athugunar möguleika á smíði a.m.k. eins skuttogara og jafnframt óskað álits hennar um það, hvort ekki væri tímabært að hefja smíði eins verksmiðjuskuttogara. Taldi GV sjálfsagt, að Islendingar hæfust handa um að taka slíka togara í notkun, en þeir hefðu á undanförnum árum rutt sér mjög til rúms hjá öðrum fisk- veiðiþjóðum Evrópu. Geir Hallgrímsson borgarstjóri hafði leitað umsagnar fram- kvæmdastjóra BÚR um tillögu GV, en hann kveður það álit sitt, að ekki sé tímabært fyrir íslendinga að taka upp þessa gerð skipa fyrr en meiri reynsla hefur fengizt af þeim erlendis. Ennfremur benti borgarstjóri á, að ekki væri ástæða til að ætla, að skuttogarar gætu aflað á afla- leysistímum frekar en aðrir tog- arar, en alkunnugt væri ihið mikla aflaleysi íslenzkra togara á undanförnum árum. Auk þess væri fjárhagur BÚR ekki með þeim hætti, að hann leyfði slíka fjárfestingu, en verksmiðjuskut- togari mundi sennilega ekki kosta minna en 120 millj. kr. Á árinu 1960 hefði rekstrarhalli fyrirtækisins verið rúml. 14 millj. kr. og og á árinu 1961 9,9 millj. kr.; og skuld BÚR við framkvæmdasjóð hefði í árslok 1962 sennilega numið u.þ.b. 56 millj. kr. Þá benti borgarstjóri á, að veiðiferð verksmiðju-skuttogara mundi sennilega taka 3—4 mán- uði. Væri því ólíklegt, að kleift yrði að manna slíkt skip íslend- ingum, eins og veiðum væri nú háttað hér við land, þegar sjó- mönnum þykir of langt að fara í 3—4 vikna veiðiferð með tog- ara. Þá benti borgarstjóri á, að fs- lendingar ættu nú yfir 50 fiski- skip í smíðum. Væri sennilegt, að þessir bátar fengju, þegar til kæmi, aðallega vinnuafl sitt frá togurunum, og þá yrði enn erf- iðara að halda þeim úti en nú er. Lagði borgarstjóri áherzlu á hina miklu þýðingu togara- útgerðarinnar fyrir vöxt Reykja víkur og viðgang. Togaraútgerð- in hefði vissulega beðið hnekki við útfærslu landhelgir.nar, en 'þá hefði íhún misst mörg veiði- svæði sín, og þar ofan á hefði1 svo bætzt aflaleysi á fjarlægari miðum. Rekstrargrundvöll yrði að finna fyrir. togaraútgerðina, þvá að ekki væri hægt að hugsa sér, að hún leggist niður. Vita- skuld væri þýðingarmikið, að sem bezt yrði fylgzt með nýj- ungum öllum og bættri tækni, en það væri fyrst og fremst í verkahring útgerðarráðs og stjórnanda BÚR. Ef þessir aðilar teldu BÚR það hagkvæmt að taka upp rekstur skuttogara, þá bæri þeim að gera tillögu um slíkt, en eins og nú stæðu sakir virtist sú niðurstaða ólíkleg. Að lokum lagði borgarstjórl fram svohljóðandi frávísunartil- lögu við tillögu GV, og sam- Framhaild á bls. 11 Sjálfstæðiskvennafélagið Hvot heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 21. janúar kl. 8,30 síðdegis. FUND AREFNI: Félagsmál. Rætt verður um hlutveltuna. Nigeriu. Frk. Elín Pálmadóttir, blaðakona, talar um eikþátt. Ungar stúlkur úr Kvennaskólanum flytja 1 Kaffidrykkja. — Mætið stundvíslega.__________________ Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.