Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. janúar 1963 W O R C V N Tt L 4 Ð 1 Ð 5 að höggva ísinn, svo að sigl- ingár þeirra um flóann stöðv- ist ekki. Á myndinni sézt einn slíkur ísbrjótur, Ymir, ryðja sér leið gegnum þykkan ísinn úti fyrir ströndum Austur- Svíþjóðar. JLoftleiðir h.f.: í>orfinnur karlsefni er væntanlegur frá N.Y. kl. 15:00. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 16:30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og Oslo kl. 23:00. Fer til NY kl. 00:30 Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:10 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa- fjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð- ar og Sauðárkróks. Skipadeild SÍS: Hvassafell er á Ak- ureyri. Arnarfell er í Rotterdam. Jök- ulfell er á leið til Gloucester. Dísar- fell er í Gautaborg. Litlafell er vænt- anlegt til Rvíkur á morgun frá Húsa- vík. Helgafell er á leið til Finnlands. Hamrafell kemur til Rvíkur 27. þ.m. frá Batumi. Stapafell er 1 olíuflutn- ingum 1 Faxaflóa. H.F. JÖKLAR: Drangajökull lestar á Faxaflóahöfnum. Langjökull lestar á Vestfjarðahöfnum. Vatnajökull lest- ar á Vestfjarðahöfnum. H.f. Eimskipafélag íslands: Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss er á leið til NY. Fjallfoss kom til Kotka 23. þ.m.. Goðafoss fer frá Akra- nesi í gær til Vestfjarðahafna. Gull- foss fór frá Hamborg í gær til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss er á leið til Gloucester. Reykjafoss fór frá Kristi- anssand í gær til Moss, Oslo, Ant- werpen og Rotterdam. Selfoss er í NY. Tröllafoss er á leið til Avon- mouth. Tungufoss fór frá Belfast 22. þ.m. til Avonmouth og Hull. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá Reykjavík 1 gærkvöldi austur um land 1 hringferð. Esja fór frá Álaborg í gær til Rvíkur. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum í dag til Hornafjarð- ar. Þyrill er væntanlegur til Rvíkur 26. þ.m. frá Kaupmannahöfn. Skjald- breið er á Norðurlandshöfnum. Herðu- breið er á Austfjörðum á suðurleið. MENN 06 = mŒFNI = EINN hinna efnilegustu lista manna meðal yngri kynslóð arinnar í Grikklandi er teikn arinn o.g listmálarinn Sofok- les Ohristou, en hann er fædd ur árið 1932. í heimstyrjöld- inni síðari varð Christou fyrir sprengjuárás Þjóðverja og missti hann við það báðar hendurnar og sk'adidaðist á öðru auga. En eftir stríðslok hjálpaði Frederica Grikklands drottning honum til þess að fá inngöngu í listaháskólann í Aþenu og þaðan útskrifaðist hann með glæsibrag eftir 5 ára nám. Christou er í dag mjög þekktur og vinsæll listamað- ur í heimalandi sínu og jafn- vel einnig utan þess. Td. hefur hann bæði komið fram í út- varpi í Englandi og á ftalíu og EYSTRASALT er allt ísi lagt um þessar miundir og verða Svíar að nota ísbrjóta til þess um þessar mundir dvelst hann í Bandaríkjunum, þar sem ver ið er að framleiða kvikmynd um ævi hans. Þegar Chrustou teiknar, notar hann lítinn penna, sem hann heldur á milli handleggjastubbanna, en í hverri teikningu hans eru að minnsta kosti 30 þúsund drættir. Bezt geðjast Ohristou að því að teikna fólk, dýr og landslag, en abstraktlist vill hann að sögn ekkert skipta sér af. PENNA 13 ára gömul sænsk stúlka óskar eftir*að skrifast á við íslenzkan jafn- aldra sinn. Áhugamál hennar eru: frímerkjasöfnun, teiknun, ljósmynda- taka og sund. Hún skrifar á sænsku, ensku og þýzku, og skilur dönsku. Heimilisfangið er: Ulla Lennartsson Trádgárdsvágen 7, Umeá 4, Sweden. Hollenzkur frímerkjasafnari óskar eftir bréfaskiptum við íslenzkan frí- merkjasafnara. Hann skrifar m.a. á ensku. Heimilisfangið er: H. G. F. Sasburg Jáchtlaan 52 Apeldoorn, Holland. Dönsk stúlka óskar eftir bréfaskipt- um við 16—18 ára stúlku eða pilt, helzt í sveit. Áhugamál hennar eru húsdýr, skólaganga og reiðmennska. Heimilis- fangið er: Ingrid Andreasen „Aatoft“, Frederikssundsvej 26, Stenlpse, Nordsjælland, Danmark. Hollenzkur frímerkjasafnari óskar eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzkan frímerkjasafnara. Heimilis- fangið er: J. F. H. Loor, Julianalaan 74, 6 Verveen, Holland. 19 ára gömul þýzk stúlka hefur hu| á að komast í bréfasamband við jafn- öldru sína á íslandi. Áhugamál hennai eru ferðalög, bókmenntir, listir, lista- saga og heimspeki. Heimilisfangið er Elke Bittner 56 Wuppertal-Elberfeld Arminius Strasse 1, Deutschland. Þrjár finnskar skólastúlkur, 16 árs gamlar, sem hafa áhuga á tónlist, bók- menntum og tungumálum, vilja skrif- ast á við íslenzka jafnaldra sína. Þæi skrifa sænsku, ensku og þýzku. ilisföngin eru: Eija-Riitta Haapavuori Ikaal Aulikki Heikkilá Ikaalinen Lisa Nurmi Ikaalinen Kilvakkala, Finland. 17 ára gamall þýzkur piltur skrifast á við íslenzka jafnaldra Heimilisfangið er: Helmut Sprang, 4193 Kranenburg, Scheffenthum 127, West-Germany. Tvítugur Hollendingur, sem hefur á- huga á ýmsum íþróttum, t.d. sundi sigling'um, fótbolta, og safnar frí- merkjum, óskar eftir bréfask.iptum vií Íslending á svipuðum aldri. Heimilis- fangið er: L. P. Obbens Niasstraat 21, Den Helder (NH), Holland. Verkamannafélagið Dagsbrun KOSNIIMG stjórnar, varastjórnar, stjórnar Vinnu ieilusjóðs, stjórnar Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna, endur- skoðenda og túnaðarráðs Vmf. Dagsbrúnar fyrir árið 1963 fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í skrifstofu félagsins dagana 26. og 27. þ. m. Laugardaginn 26. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f. h. og' stendur til kl. 9 e.‘ h. Sunnudaginn 27 .janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 11 e. h. og er þá kosningu lokið. Atkvæðisrétt hafa aðeins aðalfélagar sem eru skuld- lausir fyrir árið 1962. Þeir sem skulda, geta greitt gjöld sín meðan kosning stendur yfir og öðlazt þá atkvæðisrétt. Ekki verður tekið á móti inntöku- beiðnum eftir að kosning er hafin. Kjörstjórn Dagsbrúnar. ■V Vörubílstjóraíélogið Þróttur Allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu stjórnar, trúnaðarmannaráðs og varamanna fer fram í húsi félagsins og hefst laugardaginn 26. þ. m. kl. 1 e.h. og stendur yfir þann dag til kl. 9 e. h. — Sunnu- daginn 27. þ. m. frá kl. 1 e. h. til kl. 9 e. h. og er þá kosningu lokið. Kjörskrá liggur frammi í skrif- stofu félagsins. Kjörstjórnin. Útvarpsvárki eða maður vanur útvarpsviðgerðum, óskast strax. Upplýsingar í síma 10278. Tilboð óskast í húseign á eignarlóð í Miðbænum. Upplýsingar gefur Sigurður Sigurðsson, hdl. c/o L Ö G M E N N Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Tryggvagötu 8. — Reykjavík. Stálbátur - Stálbátur 150 tonna, sem er í byggingu ER TIL SÖLU, ásamt öllum nauðsynlegum tækjum. Afhending fyrir sum- arsild. Báturinn er byggður eftir Lloyds reglum. Vélin er af þekktri gerð. Verð og lán hagstætt. BJARNI PÁLSSON Sími 14869, heimasími 12059. Snyrtiskólinn óskar eftir húsnæði til leigu fyrir starfsemi sína. — Til greina kemur rúmgóð 2ja herb. íbúð. Sími 36399. Bátur til sölu Tilboð óskast í varðbátinn GAUT, einkennisbókstaf- ir TFOA, í því ástandi, sem hann er í við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Báturinn verður þar til sýnis hvern virkan dag til hádegis, og munu allar nánari upp- lýsingar gefnar um borð eða í síma 19400. — Til- boðum sé skilað á skrifstofu vora, Seljavegi32, Reykjavík, fyrir 10. febrúar n. k. Landhelgisgæzlan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.