Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 8
8
MORCIJ TS BL AÐIÐ
frimmtucTagur 24. janúar 1963
STAKSTEIIVAR
HÉR fer á eftir ritstjórnar-
grein úr Tímanum. Morgun-
blaðið telur eðlilegt að gefa
Iesendum sínum kost á að
kynnast skrifum málgagns
annars stærsta stjórnmála-
flokks landsins, svo að þeir
geti betur áttað sig á því,
hvers vænta megi af þeim
flokki. Morgunblaðið lætur
lesendum eftir að draga sínar
ályktanir af þessum skrifum.
Greinin birtist í Tímanum
sl. sunnudag og fer í heild
hér á eftir:
„SÖKTJDÓLGAR MEÐGANGA
Talsvert er rætt um játningar
þeirra Bjarna og Ólafs, að þeim
hafi gjörsamlega mástekizt að
stöðva dýrtíðina og árangur við
reisnarinnar sé því í háska.
í raun og veru eru þessar játn
ingar næsta ómerkilegt fyrir-
bæri. Það hefur löngum verið
háttur gamalla og reyndra söku
dólga að játa á sig yfirsjónir —
vel að merkja, þegar allir vita að
þeir hafa framið þær, sannanir
fyrir því eru borðleggjandi og til
gangslaust er að þræta lengur.
Venjulega reyna sökudólgarn
ir um leið að næla sér í álitsauka
fyrir „hreinskilni“ og „sann-
sögli“. Það brást heldur ekki í
þetta skipti .— Ólafur hafði þann
formáJa fyrir játningunni, að
hann ætlaði að segja þjóðinni
satt! og „játa hreinskilningslega“
o.s.frv.
Hið furðulega við þessa játn-
ingu ,auk þess sem síðar verður
sagt, er hvað hún kemur seint.
Hve lengi sökudólgarnir hafa
þrætt fyrir augljósar sannanir,
er blöstu við hverjum manni. —
Sýnir þetta hvað mennirnir eru
forstokkaðir.
TALAÐ f FLJÓTRÆÐI
Þær játningar, sem eru miklu
nvrrkverðari, eru venjulega tal-
aðar af forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins í fljótræði. Þær
birtast aldrei nema einu sinni í
blöðum eða ræðunu. Það er reynt
að láta þær gleymast. — En af
þeim má mikið læra.
Þegar Ólafur sagði í sambandi
við lögfrestingu „viðreisnarinn
ar“, að sig væri farið að dreyma
um hina „gömlu góðu daga“, Iýsti
hann „viðreisninni“ og tilgangi
hennar óvart betur en í öllu því
er hann hefur um hana sagt síð-
an.
Tilgangurinn með „viðreisn-
inni“ er að skapa hér fám«nna,
ríka auðmannastétt, sem helzt
sé alls ráðandi eins og í „gamla,
góða daga“. — Ríkisstjórnin tal
ar auðvitað ekki um það, að hún
hefur komizt talsvert áleiðis í
þessu efni. Enda var það frá
upphafi höfuðtilgangurinn.
En alveldi kaupmangaranna
yfir þjóðinni tekzt íhaldinu naum
ast að halda lengi, nema því tak
ist að innlima land og þjóð í
hið erlenda veldi kapitalista, sem
er voldugra en hið íslenzka. Kapi
talisminn er alþjóðlegur eins og
kommúnisminn.
YFIRLÝSINGIN EINSTÆÐA
En fyrst við erum að rifja upp
játningar og yfirlýsingar, sen* *
eru markverðastar vegna þess,
að þær eru gefnar í fljótræði, má
ekki gleymast sú, er Ólafur
Thors gaf í lok hvatningarræðu,
er hann flutti á landsfundi Sjálf
stæðismanna fyrir nokkrum ár
um. Þetta mun hafa verið um
leið og hann kvaddi landsfundar
menn og var því mergurinn í
þeirri andlegu fæðu, sem þeir
voru mataðir á. Yfirlýsingin var
bessi kenning:
„Við berjumst fyrir eigin hag
fyrir hag flokksins og fyrir
hag þjóðarinnar“.
Svona lítur boðskapurinn út
þégar leikaraskapnum er sleppt
og talað blátt áfram — óvart —
í þessum boðskap fellst rauði
þráðurinn í öllu starfi íhaldsins.
Ef menn hafa þessa yfirlýsingu
í huga, geta menn séð í gegnum
allan Ieikaraskap þess. Sérhver
athöfn íhaldsins verður auðskil
in, eins og opin bók.
ÍHALDSREGLAN
Það er haft eftir valdamiklum
og óprúttnum íhaldsþingmanni
„að maður eigi að reyna að kom
ast í stjórn hvenær sem nokkurt
tækifæri gefst, og sitja í stjórn
svo lengi sem sætt er“.
Hvort stefnan, sem fylgt er, sé
þjóðinni til blessunar á ekki að
ráða neinum úrslitum. Þessi í-
haldsregla verður mönnum auð
skilin þegar hún er athuguð við
kastljós af yfirlýsingu Ólafs:
Fyrst eigin hagur, næst flokkur-
inn, síðast þjóðin.
NÝSKÖPUNARSTJÓRNIN
Mörgum er nú Jjóst, að nýsköp
unarstjórnin, sem sat 1944 — 46,
var mynduð til að skipta stríðs-
gTÓðanum eftir reglunni: „Við
berjumst fyrir eigin hag“ o.s.frv.
— Þessi stjórn sálaðist á óvirðu
legri hátt en dæmi eru til. —
Samstarfsflokkurinn — komm-
únistar, — ráku Ólaf og Bjarna
og fleiri íhaldsmenn út úr Sjálf
stæðishúsinu eins og búfé. Úti
tók á móti þeim hópur kommún-
ista, sem lagði á þá hendur. Tókst
lögreglunni að bjarga þeim Ólafi
og Bjarna undan á flótta, og áttu
þeir fótum sínum fjör að launa.
Kommúnistar slitu svo sam-
starfinu um ríkisstjórn. — En í
rétta 100 daga gekk Ólafur á
eftir þeirr. að koma aftur með sér
í ríkisstjórn. Hann sagði að
stjómarslitin væru „þjóðaró-
gæfa“. — En þjóðarógæfa heitir
það á pólitísku máli íhaldsins,
þegar það missir völdin og tæki-
færi til að mata krókinn, sbr.
„Við berjumst fyrir eigin hag“.
— Þetta dæmi sýnir og hvernig
öll sjá.lfsvirðing hverfur, þegar
þarf að svala þeim þorsta, að ná
völdunum til þess að geta upp-
fyllt óskirnar í fyrsta og öðrum
lið yfirlýsingarinnar einstæðu.
ÍHALDSSIÐFRÆÐI
íhaldsforkólfarnir og blöð
þeirra hafa tugum sinnum ráð-
izt á Hermann Jónasson fyrir
það að hann baðst Iausnar fyrir
stjóm sína 1958 — án þess að
leggja tillögur sínar í efnahags-
málum fyrir Alþingi til synjun-
ar ,eða samþykkis .
Nú veit öll þjóðin, að K.J.
hafði gert þá samninga við vinnu
stéttirnar, að gera ekki ráðstaf-
anir í efnahagsm.álunum, án sam
ráðs og samstarfs við þær. —
Að leggja þær tillögur í
efnahagsmálunum fyrir AI-
þingi, sem Alþýðusambandsþing
hafði ekki aðeins neitað að fall-
ast á, heldur neitað um frest til
að ræða, hefðu verið grómtekin
svik á þeim samningum, sem
Hermann Jónasson hafði gert við
vinnustéttimar. í þessum árás-
um birtist því enn einu sinni sið-
gæði íhaldsins.
LÆRDÓMAR
Skal nú aftur vikið að játn-
ingu þeirra Bjarna og Ólafs,
sem spall þetta hefst á.
Þeir segja, að þeim hafi mis-
tekizt að halda dýrtíðinni í skefj-
m
Hversu margir skyldu vera
svo auðtrúa, að þeir trúi því,
að það hafi nokkurn tíma ver-
ið takmark þessara manna að
stöðva dýrtíðina. Hvemig á að
stöðva dýrtíðina með því að beita
á samvirkan hátt öllum þeim að-
ferðum, sem em bezt falinar til
að magna hana: Tvöföld gengis-
felling og ofan á það vaxtaokur
og óbeinir skattar (aðflutnings-
gjöld, söluskattar o.fl.) meiri en
dæmi eru til.
íhaldsforkólfamir, sem beita
þessum aðferðum., eru ekki þeir
bjánat, að þeim detti í hug að
dýrtíðin stöðvist með þessum að-
ferðum — heldur þvert á móti.
Yfirlýsingin um að nú ætti að
stöðva dýrtíðina, var gefin í upp-
hafi „viðreisnarinnar“ bara vegna
þess, að það er það sem flestir
þrá, — vinsælt með þjóðinni.
Nú koma þeir Ólafur og Bjarni
og „játa“ að þeim hafi „mistek-
ist“. Halda landsmenn þá, að
það hafi verið tilviljun að þeim
hefur „tekizt“ að skapa hér á
landi óðadýrtíð, sem er paradís
braskaranna. — Gerir hina ríku
ríkari og hina fátæku fátækari.
Aldrei í sögu þessarar þjóðar
hefur verið auðveldara en nú að
m.ata krókinni samkvæmt regl-
unni „Við berjumst fyrir eigin
hag“.
„SETH) MEÐAN SÆTT ER“
. Af þeim ástæðum ,sem greint
er hér á undan, er nú fylgt regl-
unni að „sitja meðan sætt er“,
— þótt öll kosningaloforð um
bætt lifskjör og stöðvun dýrtíð-
ar hafi verið svikin. — Það var
heldur aldrei meiningin að bæta
lífskjörin eða stöðva dýrtíð —
heldur að gera boðskap lands-
fundarræðunnar að veruleika.
Þeim árangri hefur „viðreisn-
in“ vissulega náð. Hún hefur gert
þá ríku ríkari og hina fátæku
fátækari, og skapað hér meira
misræmi í eignaskiptingu og
launakjörum en áður hefur
þekkzt. Hitt að stöðva dýrtíðina,
hefur henni misheppnast, enda
aldrei ætlast til þess. Og þann
ig verður þetta áfram, ef „við-
reisnarstefnan" drottnar áfram..
Óðaverðbólgan mun magnast,
braskið mun aukast, auðurinn
færast meira og meira á fáar
hendur. Ihaldið mun vissulega
„sitja meðan sætt er“, meðan það
fær kratana til að styðja sig,
hvað sem líður allri óðaverð-
bólgu og dýrtíð“.
BRAGI BJÖNSSON
Málflutningur — Fasteignasala.
Simi 878.
V estmannaey jum.
Hong Kong og Nýju Delhi,
17. jan. — AP.
• CHEN Yi, utanríkisráðherra
Kínverska alþýðulýðveldisins
sagði í dag, að Pekingstjórnin
féllist í grundvallaratriðum á
Colombo-tillögumar svonefndu.
• Tillögur þessar voru lagðar
fyrir neðri deild indverska
þingsins í dag og hef jast umræður
um þær væntanlega á miðviku-
dag.
• f tillögunum er kveðið svo á,
að Kínverjar hörfi um 20 km
í Ladakh-héraði, en Indverjar
haldi þar kyrru fyrir. Verði þar
komið upp vopnlausu belti, er
óbreyttir borgarar hafi umsjón
með. í Norð-austur héruðunum
mun vera gert ráð fyrir því, að
Indverjar komi sér upp varðstöðv
um 20 km frá McMahon línunni.
• Enn er óvíst um afdrif rúml.
2000 indverskra hermanna, er
þátt tóku í bardögunum við Kin-
VEITINGAHÚSH) Naustið tók
upp þá nýjung fyrir sex ár-
um að hafa á boðstólum sér-
stakan þorramat, það er að
segja þann mat, sem um alda-
raðir var hversdagsmatur hér
á landi, en er nú orðinn sjald-
séður og þykir gómsætt lúx-
us-fæði.
Þetta varð þegar mjög vin-
sælt og önnur veitingahús
hafa tekið upp þennan sið.
Allt frá upphafi hefir Naustið
boðið blaðamönnum til fyrsta
þorrablótsins. Halldór
Gröndal, veitingamaður, sagði
við það tækifæri, að veitinga-
húsið hefði að þessu sinni séð
um alla matargerðina sjálft,
en áður hefir sumt verið feng
ið að. Alls eru 15 réttir á boð-
stólum, þar á meðal súrsaðir
selshreifar, sem eru verkaðir
að fyrirsögn Kristins bónda
á Skarði.
verja í haust.
Kínverski utanríkisráðherrann
Chen Yi, lét ummæli sín falla í
hádegisverðarboði sem haldið var
til heiðurs sendinefnd frá Nepal
__ en undirritaður hefur verið
landamærasamningur milli Kína
og Nepal. Utanríkisráðherrann
sagði stjórn sína geta samþykkt
Colombo-tillögurnar í meginatrið
um, þannig, að hún væri fús að
leggja til grundvallar samnings-
viðræðum við Indverja. Þakkaði
Chen Yi óháðu ríkjunum sex, sem
að tillögunum stóðu, fyrir við-
leitni þeirra til þess að koma á
sáttum í deilunni.
Tillögur þessar voru lágðar
fyrir neðri deild indverska þings-
ins í dag, Nehru forsætisráðherra
Indlands hefur lýst sig fylgjandi
þeim í meginatriðum, en er hann
fylgdi þeim úr hlaði í dag, sagði
hann, að stjórnin myndi fara að
ákvörðun þingsins í þessu máli.
Halldór tók sem dæmi um
vinsældir þorramatsins, að
Islendingar erlendis hefðu í
vaxandi mæli fengið hann
sendan frá Nausti, t.d. verð-
ur að þessu sinni sendur mat-
ur til New York, Kaupmanna
hafnar og Osló og fyrirspurn
hefir komið frá fslendinga-
félaginu í Hamborg. Þá gat
hann þess og að einn hrepp-
ur í Borgarfirði hefði óskað
eftir þorramat fyrir 160
manns, en því -ar ekki hægt
að sinna þar sem birgðir eru
takmarkaðar. Þá gat hann
þess og að útlendingum þætti
mikið „sport“ að snæða ís-
lenzka matinn. Þeim bragðað
ist hann að visu misjafnlega,
en þættust menn að meiri eftir
að hafa borðað hann. —
Á myndinni sést Halldór
Gröndal fylgjast með þegar
tekið er úr súrtunnunum.
lagðar fyrir
Talið er, að stjórnarandstaðan sé
tillögunum andvíg og þó nokkrir
af þingmönnum Kongress flokks-
ins.
Nehru skýrði einnig frá því á
fundinum, að 26 Asíu- og Afríiku-
ríki hefðu lýst stuðningi sínum
við málstað Indverja í landamæra
deilunni við Kínverja.
• Saknað rúml. 2000 hermanna
Landvarnarráðherra Indlands,
Chavan, skýrði frá því á þing-
fundinum, að enn væri saknað
2000 indverskra hermanna, er
tekið hefðu þátt í bardögum við
Kínverja. Hann sagði, að 3.350
manns væru fangar Kínverja, að
sögn Pekingstjórnarinnar; 322 her
menn hefðu fallið í bardögunum
og hátt á sjöunda hundrað særzt.
Chavan upplýsti einnig, að ein-
hvern næstu daga kæmu fyrstu
MIG-þoturnar frá Sovétríkjun-
til Indlands. Væntu Indverjar
þess að geta sjálfir hafið fram-
leiðslu á þessari gerð flugvéla
eftir 1—2 ár, en til þessa hafa
þeir fengið heimild Sovétstjórn-
arinnar. Þeir hafa einnig fengið
heimild til þess að framleiða so-
vézkar þyrlur, telji Indverjar
það nauðsynlegt fyrir varnir
lands síns.
Colombo tillögurnar
indverska þingið
Pekingstjórniii vill grundvalla samninga-
viðræður á tillögunum