Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 1
24 sfður — nýjar upplýsingar i Röðuls. málinu í sjórétti YFIRMENN Röðuls var far- ið að griuia á leiðinni frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur, að veikindi skipverja stöfuðu af ólofti frá kæli- vökva skipsins — fyrst í stað héldu þeir, að skipverjar hefðu neytt eiturlyfja og síð- ast en ekki sízt: Leiðarvísir með kælivél varaði við að menn önduðu að sér methyl- klóríð í langan tíma nema með grímum. Þetta kom m.a. fram í gær í sjóréttinum, sem rann- sakar orsök slyssins, sem varð um borð í togaranum Röðli. Sjóréttiurinn í Hafnarfirði, sem fjallar uim Röðulsmálið, kvaddi fyrir réttinn í gær 1. stýrimann, Magnús Pálsson, ag Jens Jóns- son, skipstjóra, til að fá nánari upplýsingar um atriði, sem höfðu komið fram í málinu. Aðspurður skýrði 1. stýrimað- ur frá því, að þagar Röðull hafi verið búinn að sigla 2—3 tíma írá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur si. laugardag, hafi hann farið fram í forlúkar til að stumra yfir einum hásetanna. Þegar hann hafi verið búinn að dveljast þar um það bil 10 mínútur hafi hann farið að finna fyrir þyngslum í höfði og þá tekið til þess ráðs að opna fyrir allar loftræstitúður. Hann hafi fundið, að hann hresstist mjög við hann, hvort veikindi fram farið og opnað fyrir loftræsting- una á stjórnborðslúkarnum líka. ' Stýrimaður kvaðst svo hafa farið aftur á og þetta verið að brjótast í sér. I>egar skipstjóri hafi verið vakinn um kl. J1 um kvöldið hafi hann fært það í tal við hann, hvort veikindin fram í gætu ekki stafað frá ólofti frá kæiivélinni þar. Töldu veikindin ekki geta stafað frá kælikerfinu. Samkvæmt framburði stýri- manns kallaði skipstjóri 1. vél- stjóra þegar fyrir sig og spurði hann hvort veikindin gætu staf- að frá frystivökvanum á kæli- kerfinu. Hafi 1. vélstjóri talið það úti- lokað, svo og 2. vélstjóri, en hann var spurður álits um það bil sem Röðull kom til Reykja- víkur. Þetta hafi orðið til þess að hug myndin hafi verið nefnd við borgarlækni við komuna til Reýkjavíkur og hafi það að lík- indum flýtt fyrir því að lausnin fannst. Héldu að eiturlyf væru í spilinu. Þegar Jens Jónsson, skipstjóri, kom fyrir réttinn síðar um dag- inn staðfesti hann fyrngreind- an framburð 1. stýrimanns. Samkvæmt framburði skip- stjórans hvarflaði að honurn, og reyndar fleirum, fyrst þegar veik inda háseta varð vart, að notk- un eiturlyfja eða nautnalyfja ættu þátt í þeim. Sjúkdómsein- kennin voru svipuð og þegar slíkra lyfja er neytt, sjáaldur stækkuðu, augun urðu starandi og mennirnir riðuðu til. Skipstjóri kvaðst þó ekki hafa álitið að slík lyf væru aðalorsök in fyrir veikindum háseta, held- Framh. á bls. 23. Aðild Breta óskyld Parísarsamningum seg/r Adenauer, kanzlari, á fundi með blaðamönnum i Bonn i gær Bonn, 23. jan. — (NTB-AP) — ADENAUER, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, efndi í dag til blaftamannafundar í Bonn, þar sem hann ræddi samning þann, er hann og de Gaulle, Frakklandsforseti, undirrit- uðu í París. Ein fyrstu um- mæli kanzlarans voru á þann veg, að samningurinn legði ekki aðeins grundvöll að nán- ara samstarfi Frakklands og Vestur-Þýzkalands, heldur og að samstarfi allra Evrópu- ríkja. Kánzlarinn efndi til hlaða- mannafundarins aðeins 3 tím- um eftir að hann kom flug- leiðis frá París. Benti hann | DeGaulle, Frakklandsforseti tekur á móti Aðenauer, kanzl- ara V-Þýzkalands, á tröppum Elysee-hallar, við komu hins síðarnefnda til Parísar s.l. mánudag. Myndin var tekin skömmu áður en leiðtogarnir áttu fyrsta fundinn með sér. þar á, að slíkur samingur hefði sjaldan eða aldrei verið gerður í heiminum, og án hans væri ekki mögulegt að stofna samband Evrópuríkja. Aðspurður sagði Adenauer, að hann hefði rætt aðild Breta við de Gaulle, en kvað það mál alls óskylt Parísar» samningnum. — (Sjá nánar bls. 2). • Kanzlarinn lagði á þaS Framh. á bls. 23 Eiturlyf, leiðarvísir, grunur um hættuna Samkomulag um57okaup? hækkun til verkamanna S/að/ð verður gegn launahækkunum til þeirra, sem betri kjör hafa Einn Röðuls- mnnnn enn þungt hnldinn — en hinir allir á góðum batavegi MBL. átti í gærkvöldi tal við Henrik Linnet, héraðs- lækni í Vestmannaeyjum, varð andi líðan þeirra tveggja skip verja af Röðli, sem liggja í sjúkrahúsinu þar. Henrik sagði að Reynir Jensson væri að verða fullfriskur, en hins- vegar væri Brynjar Valde- marsson enn mjög þungt hald- inn. Hefði hann fengið bron- kítis auk eitrunarinnar. Ekki tókst að fá upplýslng- ar hjá Bæjarspítalanum um líðan þeirra skipverja á Röðli, sem þar liggja, en Mbl. hafði fregnir annars staðar frá í gær að líðan þeirra hefði þá verið yfirleitt betri. Einum manni mun hafa þyngt í fyrra dag, en hann var á batavegi í gær. í G Æ R náðist samkomulag milli Vinnuveitendasambands íslands og Verkamannafélags ins Dagsbrúnar í Reykjavík um 5% kauphækkun á alla taxta. félagsins og er sám- komulag þetta ótímabundið. Auk þess hefur Vinnuveit- endasambandið ákveðið ein- hliða að tekið skuli upp sum- artímafyrirkomulag í upp- skipunar- og útskipunar- vinnu við Reykjavíkurhöfn, svo og í vinnu í frystihúsum, og gildi þetta fyrirkomulag allt árið, svo sem verkamenn á viðkomandi stöðum hafa óskað eftir, en þó getur kom- ið til mála að verkamenn í birgðaskálum við höfnina hafi valfrelsi um hvort fyr- irkomulagið þeir vilja hafa. Um þetta atriði vildi Dags- brún hins vegar ekki semja. Hafa þannig hinar lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins fengið raunhæfar kjarabæt- ur en samkvæmt upplýsing- um, sem Mbl. fékk í gær mun verða staðið ákveðið gegn hugsanlegum kröfum stétta, sem hærra eru launaðar, um sams konar launahækkun. Mbl. átti í gær tal við Björg- vin Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins og spurði hann hvort hann teldi að þessar kjarabætur til verka- manna mundu leiða til almennra launahækkana. Björgvin kvaðst ekki telja að svo yrði. Verkamenn hefðu dreg- izt aftur úr í launahækkunum á sl. ári miðað við aðrar stéttir og miðuðu kjarabæturnar nú að því að bæta þeim það. Kvaðst Björg- vin þó telja að launahækkunin mundi sennilega einnig ná til stétta, sem á sl. vori fengu ekki meiri hækkun en verkamenfft. „En þessi launahækkun á ekki að ganga yfir allar stéttir, aðeins þær lægst launuðu, og ákveðið verður staðið gegn hugsanlegum kröfum annarra stétta um sams konar launahækkun", sagði Björg vin. Hann bætti því við að þessl kauphækkun hefði staðið Dags- brún til boða um nokkurn tíma, og Vinnuveitendasambandið hefði komið fram með margvíslegar tillögur um afvinnslu og vinnu- tímastyttingu, sem ekki hefði náðst samkomulag um, né um samningstímann. Launahækkunin tekur gildi varðandi daglaun og vikulaun frá og með deginum i dag, en varðandi mánaðarlaun frá næstu mánaðamótum. Þá átti Mbl. í gær tal við Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.