Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 24. janúar 1965»
16
MORCVNBLAÐIÐ
Jóhanna Eggertsdótfir
Briem — Minning
FLÓÐIN fluttu nýlega þá tilkynn
ingu, að Jóhanna Eggertsdóttir
Briem hefði látizt hinn 4. des.
s.l. að Laugarbökkum í Qlfusi.
Það er vfst allra ör!ög að skilj-
ast við þettta jarðlíf og ekki
nema eðlilegur viðburður að
níræð kona hverfi héðan af sjón-
arsviðinu. En andlátsfregnir
snerta misjafnlega djúpt eftir
því hvernig það sjónarsvið er,
sem við manni blasir er litið er
til baka yfir líf og störf þess,
sem kvaddur er. Hér er það svo,
að stórmerk kona er horfin af svið
inu. Og þar sem ég er einn hinna
mörgu, sem hef hér margs að
minnast og margs að þakka, lang-
ar mig til að skrifa hér örfá orð
um þann þátt úr ævi frú Jó-
hönnu, sem mér er kunnastur,
en það er sá tími, sem hún var
húsfreyja á þeim fræga stað,
prestssetrinu Reykholti og réði
þar ríkjum ásamt manni sínum,
prúðmenninu séra Einari Páls-
syni.
Það var vorið 1908, að prests-
kosningar fóru fram í Reykholts-
sókn, og af fjóxum umsækjend-
um var séra Einar Pálsson, þá-
verandi prestur í Gaulverjabæ,
kosinn með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða og fluttist að Reyk
holti þetta vor með allt sitt
skyldulið, setti þar saman bú og
bjó þar til ársins 1930 og þjón-
aði bæði Reykholts- og Stóra-
Assókn sama tíma, en auk þess
varð séra Einar að bæta við sig
að þjóna Gilsbakkaprestakalli
frá 1917—1930.
En þessi prestaköll höfðu verið
setin langa hríð af tveimur önd-
vegisprestum. — Reykholt af
séra Guðmundi Helgasyni og
Gilsbakki af sr. Magnúsi Andrés-
syni. — Verkefnið var því ekki
lítið, sem beið hinna nýkomnu
f prestshjóna að fylla hið mikla
skarð, sem hér var fyrir skildi.
í>að segir sig sjálft, að hlut-
ur frú Jóhönnu hefur ekki ver-
ið lítill í að stofna í Reykholti
heimili er bæri bá reis'n, er hæfði
hinum stóra stað. En þrátt fyrir
hina löngu og erfiðu búferla-
flutninga var ákveðið að verki
gengið. Staður var fundinn fyrir
hvern hlut og hver hlutur var
látinn á sinn stað; allt var hreint
og fágað og ekki leið á löngu að
í Reykholti væri á ný risið full-
mótað fyrirmyndarheimili. Veik-
indi voru þó á heimilinu fyrsta
sumarið, sem mjög hafa aukið
á byrjunarörðugleikana.
í Reykholti var löngum eril-
samt fyrir húsmóðurina, því um-
ferð og gestakoma var mikil,
bæði í sambandi við prestsem-
bættið og af langferðamönnum,
bæði innlendum og útlendum.
Heimilið í Reykholti var stórt.
Auk prestshjónanna og sjö barna
þeirra tilheyrðu fjölskyldunni:
Hróðný Einarsdóttir, móðir prests
ins og systkini hans tvö, Helga
og Jón. Hann var farlama eftir
slys, er hann lenti í og lifði ekki
lengi. >á kom og með þeim Jón
Kjartanson, gamall maður, er ver
ið hafði ráðsmaður hjá Hróðnýju.
Einnig var jafnan eitthvað af
hjúum og öðru verkafólki. svo
að í mörg horn var að líta fyrir
húsmóðurina.
Ég, sem þessar línur rita, átti
því láni að fagna, að vera ferm-
ingarbarn séra Einars Pálssonar.
Og mér eru mjög minnisstæðar
komur mínar að Reykholti, bæði
að messum og spurningum.
Gistrisni var þar meira en
þekkzt hafði á þeim tímum.
Kirkjur voru þá enn mikið sótt-
ar, svo að fjöldi fólks kom að
Tímarit Máls
og menningar
4. - 5. hetti 1962
Efni
GREINAR
Halldór Kiljan Laxness: Island, Norðurlönd og Evrópa
Jóhannes úr Kötlum: Þrjár kynslóðir
Gísli Ásmundsson: Einstaklingshyggja — félagshyggja
Björn Jóhannesson: Raunvísindi og islenzkur
þjóðarbúskapur
Sigurður Blöndal: Skógrækt
Skúli Guðjónsson: Blessuð sértu sveitin mín
Baldur Ragnarsson: Vikið að 1 jóðlist
Gunnar Benediktsson: Var á því þingi svarður skattur
Björn Franzson: Nokkrar hugleiðingar um nýja tónlist
Björn Þorsteinsson: Sagnaskemmtun og upphaf
íslcnzkra bókmennta
LJÓÐ OG SÖGUR
eftir
Snorra Hjartarson
Guðmund Böðvarsson
Kristin Reyr
Ólaf Jóh. Sigurðsson
Guðmund Thoroddsen
Hannes Sigfússon
Guðberg Bergsson
Þorstein frá Hamri
Dag Siguðarson
Skúla Magnússon
Árgjald Máls og menningar 1962 var kr. 250,00
Félagsbækur ársins auk Tímaritsins:
Hermann Pálsson: Sagnaskemmtun íslendinga
Juan José Arévalo: Hákarlinn og sardínurnar
Myndlist/Manet.
Fyrsta félagsbók þessa árs verður nýtt bindi Mann-
kynssögu Máls og meningar, um tímabilið 1648—1789,
samið af Bergsteini Jónssyni.
MÁL OG MENNING
Laugavegi 18. — Símar 15055 og 18106.
Fyrir nokkru luku 24 nem. lokaprófi í smáskipadeild Stýrimannaskólans. Aftasta röð frá vinstri:
Þráinn Sigtryggsson, Kristinn J. Friðþjófsson, Eiríkur Óskarsson, Þórólfur Sveinsson, Björn
Björnsson, Sigmundur Magnússon og Friðrik Friðriksson. I miðju, talið frá vinstri: Guðmundur
Friðriksson, Einar B. Sigurðsson, Kristinn Karlsson, Viktor Sturlaugsson, Jóhannes Guðvarðar-
son, Árni Símonarson, Jón Ólafsson, Þorgrímur Eyjólfsson, Björn Þórhallsson og Kristián
Björnsson. Sitjandi frá vinstri: Sigurður T. Sigurðsson, Trausti Örn Guðmundsson, Bela Hege-
diis (ungverskur flóttamaður), Halldór H. Jónsson, Jónas Björgvinsson, Lúkas Kárason og
Hjálmar Randversson.
hverri messu. Þá var ekVi eins
og nú, að hægt var að hlýða á
messu í hvers manns húsi með
þvi að snúa einum takka. Kirkj-
umar voru einu samkomustað-
irnir og á hverjum bæ var
margt fólk, sem gat farið til
'kirkju. Af þessu leiddi það. að
frúin varð að leggja á sig mjög
mikla vinnu við bakstur og veit-
ingar, því að á hverjum messú-
degi voru hlaðin borð af veit-
ingum, sem óspart voru með-
teknar af kirkjugestum. Fólki
var í bá daga meira nýnæmi í
öHu sliku en nú.
Ég minnist bess hvað prests-
frúin var alúðleg við okkur
krakkana og umhygpjusöm. Ef
við komum blaut og illa til reika,
þá kom hún með hrein, þurr og
hlý föt, sem við skyldum vera í
á meðan við var staðið og hin
fötin voru að þorna. Og öll um-
hyggja var eftir því. Hún vakti
yfir öllu og allt skyldi haft í
því bezta lagi, sem kostur var á.
Einnig mun hún hafa haft mjög
vakandi augu með hverju heimili
í sóknunum. sem maður hennar
þjónaði og eins eftir að þau voru
flutt burt úr héraðinu. Henni
var auðvelt að komast i kynni
við konur í sóknunum, því að
hún var ekki að halda í þann
sið. sem verið hafði. að alþýðan
varð að þéra alla embættismenn
og konur þeirra. Þar var hún á
undan samtíð sinni sem annars
staðar.
Öll yfirborðsmennska var
henni fjarri skapi, hégómi og tild
ur, því hún kunni vel að greina
kjarnan frá hisminu. Hún var
mikill persónuleiki . '
Hér verður engin ævisaga rak-
in og hvorki raktir forfeður né
afkomendur. það munu aðrir
færari gjöra. Fædd var hún norð
ur í Skagafirði, að Hjaltastöð-
um, 2. febr.. 1872. Foreldrar henn
ar voru hin merku hjón Eggert
Briem, sýslumaður og kona hans
Ingibjörg Eiríksdóttir Sverrissen,
sem næsta vor fluttu að Reyni-
stað og þar ólst Jóhanna upp hjá
foreldrum sínnm í hópi hinna
mörgu systkina, sem flest urðu
þjóðkunn. Hún var yngst þeirra
Reynistaðasystkina.
Engum sem þekkti frú Jó-
hönnu, gat dulizt að hún væri
Nýr — gullfallegur
Svefnsófi
á aðeins kr. 1500,-
Yfirdekkjum.
Sófaverkstæðið
Grettisgötu 69. Opið kl. 2—9.
góðrar ættar og af sterkum stofn
um komin, því hæfileikar henn-
ar. mannkostir og svipmót allt.
bar vott um það. Hún var há
vexti og tíguleg, hárprúð í bezta
lagi, framgangan örugg og djarf-
leg og augnaráð óvenju sterkt
og skýrlegt. í Reykholti skilaði
hún miklu starfi. Þar uxu unp
sjö börn þeirra hjóna, undir hinni
móðurlegu umhyggu hénnar og
henni auðnaðist að sjá þatr öll
verða vel menntað fyrirmynd-
arfólk. En leiðir þeirra allra láu
frá Reykholti. Og var að þeim
mikil eftirsjá fyrir alla í sókn-
inni.
Þau voru, talin eftir aldurs-
röð: Eggert. læknir í Borgar-
nesi, Ingibjörg, húsfreyja í
Reykjavík, Gunnlaugur, guð-
fræðikandidat, látinn. Svanbjörg.
húsfreyja í Reykjavík. Valgerð-
ur. húsfreyja um 30 ára skeið
í Kalmanstungu, en nú flutt til
Reykjavikur, Páll, vélameistari
í Reykjavik og Vilhjálmur. bóndi
að Laugarbökkum í Ölfusi.
Vorið 1930 hætti séra Einar
Pálsson prestsskap .fluttist til
Reykjavíkur og gerðist starfsmað
ur við Söfnunarsjóð íslands.
í skilnaðarsamsæti. er þeim
hjónum var haldið að skilnaði
í Ungmennafélagshúsi Revkdæla.
sá ég þau hjón í síðasta sinn. Þar
Katiöir bærinn
M
Búnaðarféla^s-
húsið?
BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur
skrifað borgarráði og boðið bæn
um til kaups gamla Búnaðarfé-
lagshúsið í Lækjargötu 14 B. Var
bréfið lagt fram á síðasta borg-
arráðsfundi og þar vísað til borg
arlögmanns. Ekki hefur enn ver-
ið rætt um kaupverð.
Nú fer að líða að því að Bún-
aðarfélagið flytji starfsemi sína
yfir í nýju Bændahöllina og þá
losnar gamla húsið við Tjörn-
ina.
voru þau og börn þeirra kvödd
með virðingu og söknuði. eftir
tuttugu og tveggja ára þroflaust,
heillaríkt starf, er þau höfðu
unnið í þágu sveitar og safn-
aðar.
Frú Jóhanna Eggertsdóttir
Briem mun vart gleymast þeim,
er hana þekktu. Og ég hygg að
flestir, sem hana þekktu, hefðu
orðið sammála um, að hún hefði
allsstaðar hlotið að sóma sér vel,
jafnt hvort hún hefði verið drottn
ing í hárri höll eða bóndakona
í lágum sveitabæ. Með henni
hefði umhverfið alltaf stækkað
og fengið virðulegri svip.
Hlýjar kveðjur munu hvaðan-
æva fylgja henni yfir landamær-
in.
Með virðingu og þökk i huga
kveð ég hana og óska henni góðr
ar heimferðar.
Börnum hennar og öðrum að-
standendum sendum við hjónin
beztu samúðarkveðjur.
Einar Kristleifsson.
r
A^ætur fundur
Sjálfstæðisfélag-
anna í Bolun«arv.
Bolungarvík, 21. jan.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN hér
efndu til fundar í sjómannales-
stofu félagsheimilisins í gær.
Formaður „Þjóðólfs" Friðrik
Sigurbjörnsson lögreglustjóri
setti fundinn og stjórnaði hon-
um.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
flutti ræðu um stjórnmálavið-
horfið og var ræðu hans ágæt-
lega tekið.
Til máls tóku auk frummæl-
enda:
Guðmundur B. Jónsson vél-
smiðjustjóri, Jónatan Einarsson
vélsmiðjustjóri, Friðrik Sigur-
björnsson og Högni Torfason
hinn nýskipaði erindreki Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum.
Mikill áhugi ríkti á fundinum
og fór hann hið bezta fram.
Sólar-kaffi
Árshátíð 'Isfirðingafélagsins verður í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld kl. 20,30 —
— Beztu skemmtikraftar —•
Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu seldir í dag kl.
5—7.'— Borð tekin frá á sama tíma.
ísfirðingafélagið.