Morgunblaðið - 26.01.1963, Page 12

Morgunblaðið - 26.01.1963, Page 12
12 MORGTJ N BL AÐ1Ð Laugardagur 26. janúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, . Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. HVERJIR HAGNAST Á HÁ UM 0 ðru hverju eru Framsókn-< armenn að tala um „ok- urvexti“ og krefjast þess, að vextir verði lækkaðir. í gær ræðir Tíminn þetta mál í til- efni af því, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna vilji fá vaxtalækkun, Eðlilegt er að hugleiða, hverjir það eru í þjóðfélag- inu, sem hagnast á háum vöxtum og hverjir það séu, sem greiði þá. Auðvitað eru það sparifjár- eigendumir, sem njóta góðs af háum vöxtum, og sízt ber að sjá ofsjónum yfir þeim vaxtagreiðslum, sem renna til sparifjáreigenda, því að það eru þeir, sem sjá þjóð- inni fyrir nauðsynlegu fjár- magni til hinnar marghátt- uðu uppbyggingar, og vegna verðhækkana um langt skeið hafa einmitt þessir menn tapað, svo að þeir eru vel að því komnir að fá háa vexti. Og hverjir em sparifjár- eigendumir? Það em tugir þúsunda landsmanna, sem eiga spariféð í bönkum. Það er almenningur í þessu landi, bæði til sjávar og sveita. Lántakendurnir, þeir, sem greiða vextina, em hinsvegar fyrst og fremst þeir, sem í atvinnurekstri standa, þar á meðal auðvitað Solumiðstöð hraðfrystihúsanna, og er því ekki óeðlilegt, að þessir að- ilar vilji hafa vextina sem lægsta. Auðvitað má lengi um það deiLa hve háir vextir eigi að vera á hverjum tíma, enda eru þeir einmitt eitt tækið, sem notað er til að hafa áhrif á efnahagsþróunina, bæði hérlendis og í öðrum lýð- ræðislöndum. Nú háttar þannig til hér á Islandi, að miklu meiri eftir- spum er eftir fjármagni til framkvæmda en unnt eða skynsamlegt er að fullnægja, því að þegar eru svo mikLar framkvæmdir í landinu, að slegizt er um hvern vinnu- færan mann. Vaxtalækkun, eins og nú háttar, mundi þýða enn meiri eftirspum eftir lánsfé. Ef lát- ið væri undan þeim þunga hlyti það að leiða tii verð- bólgu. Jafnframt mundi vaxtalækkun eins og nú er háttað þýða minni spamað og þar með minni fram- kvæmdir. VÖXTUM? SKRÍLSLÆTI að er mjög leitt til þess að vita, að nokkrir menn í verkamannaféiaginu Dags- brún skuli láta kommúnista- flokkinn hafa sig til þess að halda uppi hreinum skríisiát- um á fundum félags síns. Margsinnis hefur það kom- ið fyrir, að ræðumenn hafa ekki fengið hljóð tiL að fiytja mál sitt fyrir öskrum og ólát- um, þar sem svo langt hefur gengið, að þessir ólátaseggir hafa jafnvel brigsiað félögum sínum um nazisma og hvers kyns óheiðarleika. Auðvitað taka þessir menn það ekki upp hjá sjálfum sér að haga sér eins og dónar. Þetta er skipulagt af komm- únistum, enda alkunna, að þeir kenna liðsmönnum sín- um að hleypa upp fundum og koma í veg fyrir frjálsar og heilbrigðar umræður. En þetta er verkamönnum og félagi þeirra til vansæmd- ar og þarf sannarlega að upp- ræta, svo Dagsbrún njóti réttmætrar virðingar. í kosn- ingunum um helgina mtmu verkamenn líka sýna hvers þeir meta slíkt hátterni. BEITA OFBELDI lkunna er, að nær því í hverjum einustu Dags- brúnarkosningvun hefur hvers kyns ofbeldi verið beitt. — Mönnum hefur verið haldið utan kjörskrár og þar að auki er það tíðkað að þverbrjóta lög Alþýðusambands Islands. í reglum Alþýðusambands- ins er kveðið svo á, að kjör- skrá skuli afhenda tveim dög- um áður en kosningar hefj- ast. Þetta er gert í öllum verkalýðsfélögum landsins nema Dagsbrún. Þar er sá háttur á hafður, að lýðræðis- sinnar fá aldrei kjörskrá fyrr en kosning hefst. Hér er auðvitað tun hrein- ustu lögbrot að ræða, en kommúnistar láta sig það engu varða. Það eina sem fyr- ir þeim vakir er að halda völdunum í Dagsbrún, hvort sem þeir gera það eftir rétt- um reglum eða röngum. UTAN UR HEIMI MYND þessi var tekin fyrir nokkrum dögum af Jóhannesi páfa XXIII, þar sem hann rseddi við fjöldamörg. kaiþólsk prestsefni í Vatikaninu í Rómaborg. Héldu prestsefnin, sem sagt er, að hafi mjög góðan söngkór, hljómleika í Vatikaninu til ágóða fyrir hinn kaþólska prestaskóla sinn. Fangarnir ÞRÍR dýrustu fangar heims sitja í Spandau fangelsinu í Vestur-Berlín. Lifa þeir í þeirri von að Krúsjeff for- sætisráðherra sjái sig um hönd og dragi úr refsingu þeirra. Þetta eru nazistarnir þrír og stríðsglæpamennirnir Rudolf Hess, Albert Speer og Baldur von Schirach, sem dæmdir voru eftir Nurnberg- réttarhöldin í Iok heims- styrjaldarinnar síðustu. Fyrir stríð voru venjulega um 600 fangar í Spandau- fangelsinu. Nú eru þar’ að- eins þessir þrír. Fangelsi þetta er í úthverfi Berlínar, og umhverfis það er há gaddavírsgirðing. Á aðvörun- arspjöldum stendur: „Komið ekki nálægt girðingunni. Verð irnir hafa fyrirskipanir um að skjóta.“ Innan við gadda- vírsgirðinguna er rúmlega 6 metrá hár múrveggur. Alls staðar eru ljóskastarar, óg í varðturnunum eru að stað- aldri hermenn vopnaðir liríð- skotabyssum. Voru sjö Um tíma voru sjö fangar í Spandau, sem allir höfðu hlotið dóma í Niirnberg. í nóvember 1954 samþykktu fjórveldin í Berlín, Banda- ríkjamenn, Bretar, Frakkar og Rússar, að leysa Konstant- in von Neurath úr haldi, en hann var þá 81 árs og alvar- lega sjúkur. Hann hafði verið hermálaráðherra Hitlers, og seinna landsstjóri í Tékkó- slóvakíu. Erich Rader aðmír- áll, sem var yfirmaður þýzka flotans fyrstu ár heimsstyrj- aldarinnar, var leystur úr haldi í september 1955. Hann var þá 78 ára. Ellefu mánuð- um síðar hlaut Karl Dönitz aðmíráll frelsi. Hann tók við yfirstjórn flotans af Rader árið 1943, og var skipaður eftirmaður Hitlers þegar ein- ræðisherrann svipti sig lffi í styrjaldarlok. í maí 195'’ var svo Walter Funk látinn laus. Hann var þá 66 ára, en hafði á Hitlersárunum verið forseti Ríkisbankans. Nú eru fangarnir þrír. Og ef allt fer samkvæmt áeetlun þrír í verður Rudolf Hess einn eftir árið 1966, þegar von Schiraoh og Speer hafa afplánað refs- ingar sínar. Hess er nú 67 ára og viðurkenndur geðsjúkling- ur. Á nýársdag tók 120 manna brezkur herflokkur við gæzlu í Spandau af Bandaríkja- mönnum. Fyrsta febrúar n.k. taka franskir hermenn vlð af Bretunum, og mánuði seinna leysa Rússar svo Frakkana af hólmi. Hermennirnir sjá varla fangana. Þeirra verkefni er að hafa gát á umhverfinu, og hrinda sérhverri hugsanlegri tilraun ofstækisfullra nazista til að frelsa fangana. • Fjölmennt starfslið. Fanganna þriggja gæta 16 fangaverðir, fjórir frá hverju stórveldanna fjögurra, fjórir yfirfangaverðir og fjórir f an gelsisstj ór ar. Sextíu manna starfslið vinnur í fangelsinu og ann- ast fangaverði og fangana þrjá. Flestir eru nú Þjóðverj- ar, en þó er þarna hollenzk- ur rakari og tveir ítalskir matreiðslumenn. ítalirnir mat reiða ekki fyrir fangana, sem fá venjulegt fangaviðurværi. Vestur þýzka stjómin áætl- ar að hver fangi kosti hana um 50 krónur á dag í fæðis og gæzlukostnað. En kostn- aður vestur þýzku stjómar- innar í sambandi við fangana þrjá í Spandau var á árinu 1962 um kr. þrjár milljónir. Kostnaður fjórveldanna er ekki látinn uppi, en talinn vera um 5 milljón krónur ár- lega að ótöldum kostnaði vegna hervarðanna. Fangaklefunum í Spandau hefur ekki verið ’rreytt frá því sem þeir voru fyrir stríð, og fangamir þrír njóta því sömu þæginda og fangar Hitlers. Þar til 1954, þegar Anthony Eden krafðist bættr ar aðbúðar fyrir þá, fengu þeir ekki einu sinni að talast við. Nú er það hins vegar leyft. Of skrautleg peisa. Um jólaleytið ár hvert fara ættingjar fanganna þriggja Spandau fram á það við alþjóða ' .auða krossinn eða herstjórnir fjór- veldanna að aðbúð fanganna verði bætt, en þær beiðnir hafa hingað til engan árang- ur borið. Um síðustu jól fékk von Sehirach fatapakka í jóla gjöf, en pakkinn var endur- sendur með þeim ummælum að peisan, sem í honur.. var, hafi verið of skrautleg fyrir fanga. Vesturveldin þrjú svara * venjulega fyrirspurnum um breyttan hag fanganna með þeim ummælum að breyting- in sé háð samþykki allra fjór- veldanna. Er þannig gefið- í skyn að Rússar hljóti að neita. Hins vegar þer að hafa í huga að í 17 ár hefur fjöldi manns haft atvinnu við Spandau fangelsið, og er það orðið rótgróið fyrirtæki. Ekki er sennilegt að Rússar hafi frumkvæðið að því að láta fangana lausa. En með breyttum aðstæðum í heims- málum er hugsanlegt að þeir tækju málaleitan frá Vestar- veldunum um náðun fang- anna jákvætt. En Vesturveld- in óttast að Rússar noti hverja slíka málaleitun 1 áróðurs- skyni. I Átakanleg áminning. Svo fangarnir þrír fá að sitja áfram. Baldur von Schirach var sá eini, ser í ótt- ast var að gæti sameinað að nýju og skipulagt nazismann í Þýzkalandi. Hann er aðeins 55 ára, og hafði allan Hitlers- tímann yfirstjóm á uppeldi Hitlersæskunnar. Speer, sem er tveimur árum eldri, var ráðherra í stjórn Hitlers, og hafði með smíði hergagna að gera. Hess hefur verið í fangelsi frá 194)1, þegar hann, sem hægri hönd Hitlers fór flugleiðis til Skotlands til að reyna að komast að samning- um um að Bretar hættu bar- áttunni gegn nazismanum. Þremenningarnir eru átak- anleg áminning um þau ógn- arvöld, sem þýzka þjóðin eitt sinn veitti „leiðtoganum". (Rawle Knox I Observer).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.