Morgunblaðið - 26.01.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.01.1963, Qupperneq 17
I Laugardagur 26. Janflar 1968 MORCVNBLAÐ1Ð 17 JqdS BIXSTJÓBAH: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Aðalfundur F.U.S. í Árnessýslu AÐALFUNDUR Félags ungra Sjálfstæðismanna í Árnes- sýslu var haldinn á Selfossi sunnudaginn 13. janúar sl. Var fundurinn vel sóttur. — Fráfarandi formaður félags- ins, Matthías Sveinsson, sveitarstjóri, gaf skýrslu um félagsstarfið á liðnu ári, en einnig tóku til máls á fund- inum ýmsir félagsmenn aðrir. — Varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Jó- hann J. Ragnarsson, hdl., sat fundinn á vegum sambands- ins og flutti ávarp. Aðalfundurinn hófst kl. 14,30 og var fundarstjóri Helgi Jóns- son, bankafulltrúi, en fundar- ritari Óskar Magnússon, kennari á Eyrarbakka. Fundarstörf hóf- ust með því að Matthías Sveins- Matthías son, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin 4 ár, flutti skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Kom þar m.a. fram, að ferða starfsemi félagsins hafði einkum verið með blóma á árinu. Farin var hópferð í Þórsmörk síðla í ágúst og tóku þátt í henni nær 50 manns. Var ferðin vel undir- búin og efnt til fjölbreyttrar skemmtidagskrár í Þórsmörk, haldin þar kvöldvaka o.fl., sem mæltist mjög vel fyrir og var það einróma álit þátttakenda, að förin öll hefði tekizt hið bezta í hvívetna. Þá tók félagið á móti fjölmennum hóp ungra Sjálf- Stæðismanna úr Reykjavík, sem kom í heimsókn í héraðið um mánaðamótin júní/júlí, skoðuðu m. a. gróðurhús í Hveragerði, kynntu sér starfsemi Mjólkurbús flóamanna á Selfossi o. fl. Var efnt til sameiginlegrar kaffi- drykkju í tilefni af heimsókn þessari og þar haldnar nokkrar ræður. Stjórnmálastarfsemi félagsins & árinu var með svipuðum hætti og áður. Fulltrúar frá félaginu áttu hlut að stofnun kjördæm- isþings ungra Sjálfstæðismanna f Suðurlandskjördæmi, en hún fór fram í Vestmannaeyjum á sl. hausti. Sátu 5 fulltrúar frá fé- laginu stofnþingið- — Unnið var að endurskoðun félagaskrár og ný og vönduð spjaldskrá gerð. Sérstök skemmtinefnd starfaði á vegum félagsins sl. ár. Að skýrslu formanns lokinni voru lögð fram drög að nýjum lögum fyrir félagið, þar sem gert var ráð fyrir nauðsynlegum breytingum vegna nýrrar kjör- dæmaskipunar og breyttra skipu lagsreglna Sjálfstæðisflokksins, sem af henni hafa leitt. Voru hin nýju lög samþykkt ein- róma. Allmargir nýir meðlimir fengu inngöngu í félagið á fundinum. Stjórnarkjör — formannaskipti Þessu næst fór fram stjórnar- kjör. Matthías Sveinsson var ekki í kjöri, enda fyrir skömmu | fluttur búferlum úr héraðinu. í hans stað var kjörinn til for- mennsku Óli Þ. Guðbjartsson, kennari á Selfossi. Aðrir stjórn- armenn voru kjörnir þau Elín Arnoldsdóttir, Selfossi, Óskar Magnússon, Eyrarbakka, Ásgeir Guðnason, Selfossi, Valgarð Runólfsson, Hveragerði, Sigurð- ur Guðmundsson, Selfossi, og Sverrir Steindórsson, Selfossi. Varastjórn skipa þessir: Jón Helgi Hálfdánarson, Garðar Einarsson, Björn Arnoldsson, Tryggvi Gestsson, Benedikt Boga son, Valdemar Þorsteinsson og Guðleif Guðlaugsdóttir. Endurskoðendur voru kjörn- ir Gunnar EinarSson og Helgi Jónsson. í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Árnessýslu hlutu kosn- ingu þeir Ásgeir Guðnason og Jón Helgi Hálfdánarson og til vara Skúli B. Ágústsson. Fráfarandi formaður bauð hina nýju stjórnendur félagsins velkomna til starfa. Nýkjörinn formaður, Óli Þ. Guðbjartsson, þakkaði það traust, sem sér og meðstjórnarmönnum sínum hefði verið sýnt með kjörinu. Enn- fremur þakkaði hann Matthíasi Sveinssyni vel unnin störf í þágu félagsins og kvað hann hafa skilið eftir sig þau spor, sem seint mundi yfir skefla. Að stjórnarkjöri loknu flutti varaformaður SUS, Jóhann J. Ragnarsson, hdl., stutta ræðu og gerði fundarmönnum grein fyr- ir helztu viðfangsefnum stjórn- ar SUS um þessar mundir. Vék hann m.a. að undirbúningi næstu Alþingiskosninga, benti á að málefnaleg aðstaða stuðnings manna núverandi ríkisstjórnar væri góð og mætti því vænta góðs árangurs í kosningunum, ef allir Sjálfstæðismenn legðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni. Hvatti hann unga Sjálfstæðis- menn til dáða. Miklar umræður Miklar umræður urðu á fund- inum um ýmis félagsmál og mál- efni kjördæmisins. I þeim tóku þátt, auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir, þeir Skúli B. Ágústsson, Jón Helgi Hálfdánar- son, Valgarð Runólfsson og Helgi Jónsson. — Samþykkt var einróma tillaga varðandi fram- boð flokksins í kjördæminu við væntanlegar Alþingiskosningar, en mikill áhugi ríkti meðal fundarmanna á því að gera hlut Sjálfstæðisflokksins í þeim sem allra beztan. Undir lok fundarins flutti Matthías Sveinsson nokkur kveðjuorð til félagsmanna, jafn framt því sem hann þakkaði þeim samstarfið. Minnti hann á þá skyldu yngri kynslóðarinn- ar, sem brátt ætti að erfa landvð, að skila því gæðaríkara Framh. á bls. 10 Hdskóli íslands „Vaka“ heldur ráðstefnu um hagsmunamái stúdenta — Rætt við formann félagsins, Sigurð Hafstein, stud. jur. UM ÞESSA HELGI efnir „VAKA'1, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, til ráð- stefnu um hagsmunamál háskólastúdenta. Verða þar' tekin til meðferðar öll veigamestu mál, sem nú eru ofarlega á baugi hjá stúdentum. Þar sem slík ráðstefna hefur ekki verið haldin áður og hér er um að ræða merkan atburð í félagsmálum háskólans, hefur tíðindamaður síðunn ar snúið sér til formanns „VÖKU“, Sigurðar Haf- stein, stud. jur., og innt hann fregna af ráðstefnu þessari v og starfsemi „VÖKU“ almennt um þess ar mundir, en félagið er sem kunnugt er lang- stærsta stjónmálafélagið í háskólanum. Mikilvæg mál til lykta leidd. — „Vaka“ var stöfnuð fyr- ir 27 árum, rifjaði Sigurður upp, þegar við hittum hann að máli — og hefur lengst af verið í fararbroddi í fé- lagsmálum stúdenta. Segja má að öll þýðingarmestu hags munamál háskólastúdenta fram til þessa dags hafi verið leidd til lykta af „Vöku“ og fulltrúum félagsins í Stúd- entaráði. Má í því sambandi frá síðustu árum minnast stórfelldrar eflingar Lána- sjóðs stúdenta, hótelreksturs- ins á Stúdentagörðunum, rekturs Bóksölu stúdenta og síaukinnar starfsemi Ferða- þjónustu stúdenta, svo að eitthvað sé nefnt. Nú, þegar mörg af þeim málum, sem hvað harðast hefur verið barizt fyrir á und anförnum árum eru til lykta leidd, þótti stjórn „Vöku“ til hlýða, að .kveðja samati ráð- stefnu „Vökumanna" til þess að leggja á ráðin um happa- drýgstu leiðir, til að hrinda í framkvæmd þeim hagsmuna málum stúdenta, sem brýnust eru í dag. Tveggja daga ráðstefna. — Og hvað er svo helzt um ráðstefnuna að segja? — Ráðstefnunni er ætlað að standa í 2 daga. Hún verður sett í 1. kennslustofu háskól- ans kl. 2 e.h. á laugardag. í upphafi hennar mun formað- ur Stúdentaráðs, Jón E, Ragn arsson, flytja yfirlitserindi um alla helztu þættina í málefnum stúdenta. Að því búnu verða kjörnar 5 nefndir, sem vinna eiga að undirbún- Siguröur Hafstein ingi tillagna um eftirfarandi málaflokka: 1. Utanríkismál, 2. Félagsheimili stúdenta, 3. Stúdentagarðana, hótel rekstur og ferðamál, 4. Könnun á högum stúdenta og lánasjóðsmál, óg 5. Umbætur á starfshátt- um Stúdentaráðs. Gera má ráð fyrir, að störf nefndanna standi fram til kvölds og máske einnig fyrri- hluta sunnudags. Þegar álit nefndanna verða fullbúin, feir endanleg afgreiðsla þeirra fram á almennum fundum ráðstefnunnar. Má ætla, að þar verði jafnvel enn fleiri mál tekin til meðferðar. Óhætt mun að fullyrða, að hagsmunamál stúdenta hafi aldrei áður verið tekin til svo ýtarlegrar meðferðar á jafn breiðum grundvelli. Margir þátttakendur úr öllum háskóladeildum. — Hvað er gert ráð fyrir að margir taki þátt í störfum ráðstefnunnar? — Þátttakendur munu verða um 50 talsins úr öllum sex deildum háskólans,- Það er von okkar,' að þessi ráð- stefna eigi eftir að marka tímamót í félags- og hags- munamálum stúdenta og að áhrifa hennar eigi eftir að gæta svo um munar á fram- vindu þessara mála næstu árin. — Hvað vilt þú helzt regja, Sigurður, um hagsmunamál stúdenta um þessar mundir? Félagsheimili — brýnasta hagsmunamálið. — Brýnasta hagsmunamál stúdenta í dag tel ég tvímæla laust vera byggingu f "ags- heimilis stúdenta. Það er óskemmtilegt frá að segja, að húsnæðisskortur skuli standa félagslífi háskólastúdenta svo tilfinnanlega fyrir þrifum sem raun ber vitni. Eg tel því, að það megi undir engum kringumstæðum dragast öllu lengur, að hafizt verði handa til úrbóta í þessu efni og í því sambandi er mikilsvert að háskólinn láti ekki sinn hlut eftir liggja. Meðal „Vöku manna“ hefur upp á síðkastið ríkt mjög vaxandi áhugi á því, að þetta mál komizt á öruggan rekspöl sem allra fyrst. Mikill áhugi meðal Vökumanna. — Og að lökum: Hvað er frekast að segja um starfsemi „Vöku“ almennt? — Enn sem fyrr er það meginstefnumál félagsins, að vinna að eflingu lýðræðis og lýðræðishugsjóna en gegn hvers konar áhrifum ofbeldis- og öfgastefna, jafnframt því að efla samtök stúdenta til sameiginlegra átaka í þeim málum, er stúdentum horfa til heilla. Fundarhöld og blaðaútgáfu hafa jafnan verið Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.