Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 5
M O R r, V 7V B l A Ð I 9 5 Sunnudagur 27. janúar 1963 / .UNDANFARNA viku dvöldust hér á landi tveir tannlæknanemar frá Sví- þjóð, þau Gunilla Johnson frá Stokkhálmi og Nils Nilsson frá Málmey. Komu þau hingað í nemenda- skiptum í boði Tannlækna nemafélags Háskólans, en síðastliðið haust fór einn íslenzkur tannlæknanemi, Þórir Gíslason, utan til Svíþjóðar í boði sænskra tannlæknanema og dvald- ist hann þar í hálfan mán- uð. — — Það er kalt og blautt veðrið hjá ykkur á íslandi í dag, sagði Nils, er þau Gunilla litu snöggvast inn á ritstjórn arskrifstofur Mbl. úr einni snjóhríðinni í fyrradag. En landið ykkar er svo stórkost- legt og útsýnið alls staðar svo fagurt þegar skyggni leyfir, að óg fæ ékki séð, að það eigi nokkurn sinn líka á öllum Norðurlöndunum. — Já, bætti Gunilla við, gestrisnin ykkar á áreiðan- Sænsku tannlæknanemarnir, Nils og Gunilla N Ý SENDING A F Vetrarkápum tekin upp á morgun. Sjónvarp Til sölu er sjónvarp í Mjó- stræti 6, 1. h., eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. Einnig er á staðnum til sölu ódýrt útvarp. (ekki sími). til sölu, í góðu lagi. Uppl. að Nesvegi 66. Sími 10054 e. h. íbúð óskast til leigu, mætti vera herbergi með eldhúsaðgang. Algjör reglu temi. Uppl. í sima 36826. Óska að kaupa 2ja herb. íbúð á hæð á sanngjörnu verði. Þarf ekki að vera laus fyrr en síðast í maí. Uppl. í síma '9ÓTSZ vill með Ingólf næst Kem ef til lega heldur ekki sinn líka, að minnsta kosti fengi eng- inn stúdent slíkar móttökur heima í Svíþjóð. Áður en ég fór að heiman hélt ég, að ís- land væri afskekkt og forn- fálegt land, en nú veit ég að þvi er á allt annan veg farið. Að öðru leyti hafði ég gert mér fremur fáar hugmyndir um landið, því að tækifærin til þess að afia sér fróðleiks um það eru alls ekki svo auð- fengin, og maður verður blátt áfram að koma og kynnast því af eigin rapn. , x x x — Þið hafið auðvitað kynnt ykkur nám og störf íslenzku tannlæknanemanna? — Já, við fengum að starfa í nokkra daga með þeim á tannlækningastofunni á Lands spítalanum, sagði Gunilla. Til dæmis fengum við að gera við tennur tveggja tannlækna nema, og vakti það mikla at- hygli okkar, hvað borarnir þeirra eru nýir og góðir. En þeir eru nú heldur ekki svo margir, bæti hún hflosandi við. — Við heimsóttum einnig háskólann ykkar, og þar virt- ust okkur allir vera eins og stór fjölskylda, sagði Nils, og sérhver nem.andi vera í per- sónulegu sambandi við kenn- ara sína. Slíkt samband þekkj um við ekki heima, þar sem skólarnir eru svo stórir, en það hlýtur að vera ákjósan- legt fyrir alla aðila. — Er tannlæknanámið ekki annars svipað hér á íslandi og í Svíþjóð? — Jú, jú, þó munar það einu ári, hvað það er yfir- leitt lengra hér en á hinum Norðurlöndunum. Bóklegu greinarnar virðast samanlagð ar vera mjög svipaðar, en verklega kennslan byrjar fyrr hérna. Hjá okkur má segja að náminu sé skipt í fleiri aðgreindar deildir. f einni deildinni gerum við t.d. ekk- ert annað en að búa til krón- ur og brýr í ákveðinn tíma, eftir að verklega námið er hafið, í annarri deild búum við svo til fyllingar í jafn langan tíma o.s.frv. — Það er mjög mikilsvert fyrir okkur, hélt Nils áfram, að fá tækifæri til þess að kynnast námi og högum hvers annars á Norðurlöndunum. í því skyni hafa tannlækna- nemiar á Norðunlöndunum fimm með sér félag, sem heitir Nordisk Odontologisk Studentforening. Félag þetta heldur að jafnaði fundi tvisv- ar á ári og er þar rætt um kennslufyrirkomulag og stöðu tannlæknanemanna yfirleitt í þjóðfélaginu. Næsti fundur okkar verður haldinn í Oslo í næsta mánuði og í sumar verður haldinn fundur í Hels- ingfors í Finnlandi. Fundi þessa sækja að jafnaði um 300 tannlæknanemar og væri það mjög æskilegt, ef ísland gæti alltaf átt fulltrúa á þeim en eðlilega er ísland þar í lang erfiðastri aðstöðu sakir fjarlægðar sinnar og fæðar nemendanna. XXX — Er það algengt, Gunnilla að stúlkur leggi stund á tann- læknanóm í Svíþjóð? — Eg gizka á, svaraði hún, að í Tannlæknaskólanum í Stokkhólmi, þar sem um það bil 600 tannlæknanemar stunda nám, séu 'stúlkur ná- lægt því að vera þriðjungur / nemendanna og þannig mun \ það vera víðast hvar í Sví- I þjóð. En í Finnlandi er að minnsta kosti 85 af hundraði nemendanna stúlkur, en af hverju það er veit ég ekki. Að lokum sagði Nils, að þau Gunilla væru bæði stað- ráðin í því að koma aftur til fslands við fyrsta tækifæri —og hver veit nema ég lofi honum Ingólfi mínum þá að koma með mér og sjá landið sitt aftur, bætti hánn hiæj- andi við. En Ingólfur er afar fallegur íslenzkur lundi, sem ég keypti hérna um daginn og ætla mér að eiga til minn- 1 ingar um þessa ágætu ís- landsdvöl. Söfnin Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túnl 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 nema mánudaga. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74. er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga kl. 1.30 til 4 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, síml 1-23-08 — Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A: Útlánsdeild: 2-10 alla virka daga nema laugardaga 2-7 og sunnudaga 5-7. — Lesstofan: 10-10 alla virka daga 2-7. — Útibúið Hólmgarði 34: Opið 5-7 alla virka daga nema laug- ardaga og sunnudaga. — Útibúið Hofs vallagötu 16: Opið 5.30-7.30 alla daga daga nema laugardaga 10-7 og sunnu- nema laugardaga og sunnudaga. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga Irá kL 3.30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Hagatorgi 1, er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 10—21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagna- lerðir: 24,1,16,17. Útibú við Sólheima 27 opið kl. 16-19 *lla virka daga nema laugardaga. Þjóðminjasafnið er oplð þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- tlaga írá kl. 1.30 til 4 e.h. Flýttu þér nú dálítið, veiztu ekki, að sýningin byrjar eftir fimm mínútur? Afinn var mjög stoltur af son- arsyni sínum, sem var tveggja ára. — Ég verð að segja, sagði hann við son sinn, að drengurinn er miklu gáfaðri en þú varst á hans aldri. — Auðvitað pabbi, svaraði ungi faðirinn, hann á miklu gáfaðri föður. XXX Skoti, fri, Frakki og Gyðingur voru að borða saman á hótelL Þegar þjóninn kom með reikn- inginn, sagðist Skotinn skyldi borga hann. — Daginn eftir fannst Gyðing urinn, sem var búktalari, myrtur. Tízkuverzlunin Guðrún Rauðararslíg 1 Einai Gíslason talar í Tjarnarbæ kl. 5 í dag. í kvöld talar hann í Fíladelfíu kl. 8,30. Síðan talar hann í Fíla- delfíu hvert kvöld frá þriðjudegi til föstudags 1. febr. kl. 8,30 öll kvöld. Fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir! Ibúð Óska eftir 3—4 herb. íbúð'strax, með sérinngangi og sem mest sér. — Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 37628 á morgun (mánudag) kl. 6 — 8 s.d.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.