Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. janúar 1963 MORCTJNBLAÐ1Ð 13 Frá fundi Chamberlains og Hitlers í Miinchen 1938. REYKJAVÍKURBRÉF Merkasti atburð- urinn? f'r Sjálft tímatalið minnir menn á, hversu oft er erfitt að gera sér grein fyrir hverjir atburðir hafa úrslitaþýðingu. Kristsburð- ur olli þeim aldaskiptum, að yestrænar þjóðir hafa lengi tal- ið tíma sinn frá honum. En að sjálfsögðu vissu fáir, þegar sá atburður gerðist, né gerðu sér þá grein fyrir þýðingu hans, og ekki varð hann alkunnur, jafn- vel í vestlægum löndum, fyrr en nokkrum öldum síðar. Enginn skyldi því fullyrða hvaða at- burður hafi gerzt merkastur á sínum dögum, hvað þá á einu ári. Hitt eru engar ýkjur, þó að sagt sé, að enginn einn atburð- ur hafi á síðasta ári verkað meira á hugi manna en viður-' eign stórveldanna út af Kúbu- málinu. Þá svarf svo til stáls og þvílíkar ógnir virtust yfirvof- andi, að seint mun falla úr hug- um þeirra, er þá voru uppi. — Sjaldgæft er, að stórveldi bíði jafnaugljósan stjórnmálaó- sigur og Rússland gerði þá. Af- ieiðingar þessa birtast nú með ýmsum hætti. Það hefur þó ekki orðið, sem ýmsir óttuðust, að Berlínardeilan myndi harðna af þessum sökum. Þvert á móti virðist Sovétstjórnin nú fara sér hægar í þeim efnum en áður. Auknar vonir um bann gegn tilraunum með kjarnorkusprengj um eiga vafalaust að nokkru ræt ur sínar að rekja til átakanna út af Kúbu. Eins hafa þau orðið til^ að magna ágreininginn milli Sovétstjórnarinnar og flokks- bræðra hennar í Kína. Kína- kommúnistar ásaka Krúsjeff ekki að ástæðulausu fyrir að hafa þá beðið svipaðan ósigur og Vesturveldin í Múnchen 1938. „Svartimánu- dagurinn“ Því hörmulegra er, að lýðræð- isríkin skuli ekki, þegar slík stórtíðindi eru að gerast, þétta raðir sínar og standa fastar sam- an en nokkru sinni fyrr. f sjálfu Kúbu-málinu veittu þau raunar Bandaríkjunum þann stuðning, sem þau leituðu eftir. Er t. d. talið, að de Gaulle hafi þá ver- ið reiðubúinn að leggja í ófrið með Bandaríkjunum, ef á hefði reynt. En ræða de Gaulle mánu- daginn 14. janúar hefur hvar- vetna komið miklu róti á hugi manna. Fróðlegt var þá að vera í Svi- þjóð og fylgjast með viðbörgð- um stjórnmálamanna og blaða. Svíar hyggjast ekki gerast fullir gðilar að Efnahagsbandalaginu heldur einungis aukaaðilar. Engu að síður töldu þeir það mikið áfall fyrir sig, þegar de Gaulle lýsti andstöðu sinni við aðild Breta og annarra í þeirra kjöl- far. Eitt helzta blað Svía birti þá forystugrein undir heitinu: „Svarti mánudagurinn“, með vísun til „svarta dagsins'* á á kauphöllinni í New York 1929, sem varð upphaf heimskrepp- unnar miklu. Hið sænska blað taldi þann hug, sem kom fram í ræðú de Gaulles ámóta ugg- vænlegan fyrir æskilega stjórn- mólaþróun og verðfallið 1929 yarð fyrir efnahagsþróunina. Enn sést ekki, hvernig þessum málum lyktar. Frakkar verða vafalaust fyrir margvíslegum þrýstingi um að láta undan. Sumir benda á, að þótt de Gaulle sýnist lítt sveigjanlegur, þá hafi hann stundum í því, sem mestu máli skipti, eins og Alsírmálinu, gert þvert á móti því, sem hann sagði í upphafi. Búa til ágrein- ingsefni Hvað sem því líður, þá er það Ijóst, að á meðan þessi átök standa milli stórveldanna, hljót- um við íslendingar að bíða á- tekta og sjá hverju fram vind- ur og gera þá fyrst upp hug okkar til Efnahagsbandalagsins, þegar komið er á daginn hvað úr því verður. Allar bollaleggingar þangað til eru í rauninni tíma- töf og til þess eins lagaðar að skapa sér ágreiningsefni. Áróður Framsóknar um þetta mál er því furðulegri, þar sem skjalfest er, að forystumenn hennar og þá ekki sízt Eysteinn Jónsson hafa áður haldið fram því, sem þeir nú harðast for- dæma. Allur bægslagangurinn bitnar því fyrst og fremst á þeim sjálfum. Raunar er með ólíkindum, hversu sumir eru fundvísir á deiluefni. Þar taka Framsóknar- menn öllum öðrum fram. Eða hverjir aðrir gætu látið sér end- ast í mörg ár að japla á því, Ólafi Thors til ávirðingar, að hann skuli eitt sinn í ræðu hafa talið það síðast, sem hann lagði mesta áherzlu á? Allir þeir, sem eitthvað þekkja til íslenzkrar tungu, vita þó, að ekki fer síð- ur vel á upptalningu í þeirri röð, sem Ólafur hafði, en að hafa hana á öfugan veg. Þar er um algert smekksatriði að ræða og má færa ótal dæmi um hvoru tveggja úr fornu máli og nýju. Illkvittni Tímans í þessum ásökunum hefur ill- kvittnin því illilega hlaupið í gön ur með Tímann, nú síðast á sunnudaginn var. Illkvittni er þeim einum til skammar, sem á hana venja sig, og væri ekki t»mtalsverð, ef Tímanum og sum um forystumönnum Framsóknar hefði ekki tekizt að innprenta hana of mörgum annars góðum og gegnum mönnum, er flokki þeirra fylgja. Það er t. d. naumast tilviljun, að í hinni skemmtilegu samtals- bók eftir Guðmund Danielsson, „Verkamenn í víngarði". sem kom út fyrir jólin, skuli eitt sam talanna skera sig úr. Þau eru öll áreitnislaus í annarra garð nema eitt. Sá eini, sem telur sér sæma að vera með áreitni og úlfúð, er Framsóknarmaður, starfsmaður kaupfélagsins á Sel- fossi, sennilega skikkanlegur maður í daglegu lífi, en hefur tillagt sér hinn leiða Tímatón. Nöldrið um Norð- urlandaráð Síendurtekið nöldur Tímans í garð Sjálfstæðismanna fyrir stuðning við Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason er af sama toga spunnið. Þar er ásökunar- efnið það, að Sjálfstæðismenn Laugard. 26. jan. hafi í fyrra beitt sér fyrir kosn- ingu Einars Olgeirssonar í Norð- urlandaráð og nú fyrir fjárstyrk til Brynjólfs Bjanrasonar á fjár- lögum. Um Norðurlandaráðskosning- una er sannleikurinn sá, að Sjálf stæðismenn hafa beitt sér fyrir, að rétt flokkahlutföll væru látin ráða við kjör á Alþingi í ýmiss konar nefndir og ráð. Eitt af því sem eðlilegt var að leiðrétt yrði í þessu sambandi, var kosningin til Norðurlandaráðs. Með því að kjósa þrjá í neðri deild og tvo í efri deild, var stærri flokkun- um í'&ilnað á kostnað hinna. Sjálfstæðismenn hefðu getað fengið þrjá kosna en Framsókn tvo en hinir engan. Sjálfstæðis- menn sóttust hins vegar aldrei eftir kjöri fleiri en tveggja, svo sem þeim bar í réttu hlutfalli við þingstyrk sinn. Á vinstri stjórnaráruhum höfðu Framsókn armenn tekið þann kost, að velja Einar Olgeirsson í annað það sæti, sem þeir réðu yfir. Það eru því þeir, sem komu Einari Olgeirssyni í Norðurlandaráð með samningum flokkanna í milli, en ekki Sjálfstæðismenn. Vafalaust hefur Framsókn notað þá aðstöðu, sem hún með þessu hafði, til að knýja einhver hlunn indi út úr kommúnistum sér til hags, í staðinn fyrir greiðasem- ina við Einar. Þessi kaupskapar- möguleiki var af henni tekinn, þegar ákveðið var, að alla fimm fulltrúana skyldi kjósa í Samein uðu þingi. Þar af sprettur gremja Framsóknar. Studdu styrkveit- ingu til Brynjólfs Skiljanlegt kann að vera, að Framsókn gremjist að vera svift þessum verzlunarmöguleika. Eri þau sárindi hefðu átt að birtast með öðrum hætti. Ef Framsókn taldi á sig hallað, hafði hún færi til þess að koma andmælum fram, þegar Alþingi gerði breyt- ingu á þessum samþykktum sín- um. En þá þögðu Framsóknar- men og létu meira að segja vera að greiða atkvæði á móti breyt- ingunni. Þeir vissu, að þeir höfðu engin gögn fram að færa, er stæðust í umræðum á Alþingi. í stað þess reyna þeir að vekja tortryggni með síendurteknu narti í því trausti, að einhverjir finnist, sem haldi, að úr því þetta er endurtekið æ ofan i æ hljóti eitthváð að vera athugavert við það, sem allir á sínum tíma voru sammála um og enginn treysti sér þá til að andmæla. Sama máli gegnir um styrk- veitinguna til Brynjólfs Bjarna- sonar. Að sjálfsögðu má færa rök með henni og á móti. En Framsóknarmenn fluttu tillögu um hana, ásamt öðrum fjárveit- ingarnefndarmönnum. Enginn þeirra greiddi atkvæði á móti henni á Alþingi, heldur munu þeir flestir eða allir hafa stutt hana með atkvæði sínu. Ein skýring ein- angrunar Fram- sóknar Ef % Framsóknarmenn töldu styrkveitingu þessa að einhverju leyti varhugaverða og í ósam- ræmi við það, sem tíðkanlegt er, af hverju létu þeir þá ekki í sér heyra við umræðurnar á Alþingi og beittu sér með atkvæði sínu á móti því, sem þeir nú virðast telja hneyksli? Sannleikurinn er sá, að þótt alþingismenn greini á um margt, og hljóti eðli málsins samk'væmt að halda uppi hörðum deilum, þá virða þeir yfirleitt hver ann- an persónulega og telja sjálfsagt að gera vel við þá, sem af víg- vellinum eru horfnir. Það var þetta, sem réði einhuga ákvörð- un um styrk til Brynjólfs Bjarna sonar, eins og Steingríms Stein- þórssonar, við hina sömu fjár- lagaafgreiðslu. Segja má, að slíkar fjárveitingar séu ofrausn og þeim eigi að hætta. En þá er að segja það og standa við það. Sem betur fer gæti engum öðr- um en Framsóknarmönnum kom ið til hugar að flytja fyrst til- lögu, styðja hana síðan með at- kvæði sínu og gera eftir það sam þykkt hennar að rógsmáli á hend ur öðrum. Þetta er dæmi hinnar einstöku Framsóknarmennsku og enn ein skýring þess, hvers vegna öðrum gengur illa að vinna með þeim flokki. r Anægjulegur vitnisburður Ætla verður, að þeir sem halda uppi hörðum deilum af þeim tilefnum, sem nú hafa ver- ið rakin, hafi ekki mörg raun- veruleg ádeiluefni. Svo er og í raun og veru. Framsóknarmenn finna sjálfir, að ásakanir þeirra í garð stjórnarflokkanna út af efnahagsmálunum hafa enga stoð í veruleikanum. Allur almenn- ingur, jafnt til sjávar og sveita, hefur aldrei átt við betri kjör að búa en einmitt nú. Allar hrak spár stjórnarandstæðinga hafa orðið sér rækilega til skammar. Þessa gætir hvarvetna. Álit lands ins út á við hefur gerbreytzt. Um það má nefna lítið dæmi, sem einn af traustustu og bezt metnu kaupmönnum Reykja- víkur sagði þeim, er þetta ritar. Hann var staddur úti í Dan- mörku og heimsótti þar heild- sölufyrirtæki, sem hann hefur um langan aldur haft skipti við Sjálfur hefur hann að visu ætið staðið í skilum, en þó stundum átt í erfiðleikum eins og aðrir vegna gjaldeyrisörðugleika og tregðu á nauðsynlegum leyfum, Nú bar svo við, að forráðamenn hdns erlenda fyrirtækis komu sjálfir með skýrslu um hinn stór bætta hag íslands og lýstu á- nægju sinni yfir þeirri gerbreyt- ingu, sem orðin væri á viðskipt- um við Islendinga. Segja má, að slik atvik skipti ekki miklu máli. En þó er allur munur á því fyrir íslendinga að þurfa ekki ætíð að vera að biðja afsökunar á sjálfum sér og stjórnarháttum í landi sínu, enda hlýtur það sannarlega að vera öllum góðum mönnum gleðiefni, að króna lands þeirra skuli nú vera skráð eins og gjaldeyrir annarra þjóðríkja. Allir tapa á einokun Aukið frjálsræði í viðskiptum er öllum til góðs. Okkur íslend- ingum hefur að vonum orðið tíð- rætt um hið feikna tjón, sem einokunin danska á sínum tíma bakaði þjóð okkar. Talið um það tjón hefur oft orðið til þess, að við mikluðum fyrir okk ur gróða einokunarkaupmann- anna. Vafalaust hefur hann öðru hverju orðið talsverður, þó að því fari fjarri, sem stundum hef- ur verið sagt, að Kaupmanna- höfn hafi verið byggð upp fyr- ir gróða af íslandsverzlun. ís- landsverzlunin var aldrei nema lítill hluti af verzlun Kaúp- mannahafnarbúa og yfirleitt ekki eins ábatasöm og við höfum hneigzt til að trúa. Um þetta má fá merkilegan fróðleik í Ferðarollu Magnúsar dómstjóra Stephensens. Hún er skrifum sem dagbók, til minnis fyrir sjálfan hann og fróðleiks fyrir fjölskyldu hans. Þar kemst því enginn áróður að, heldur skrifar Magnús það eitt, sem hon um þykir í frásögur færandi. Magnús var enginn vinur hinna dönsku kaupmanna. Þeir höfðu þvert á móti reynzt honum þung ir í skauti og áttu sinn hlut að því, að hann náði ekki þeim frama, stiftamtmannsembættinu, sem hann í rauninni var sjálf- sagður til, ekki einungis að eig- in áliti, heldur og að sögunnar dómi. Því eftirtektarverðara er, að Magnús víkur í Ferðaroll- unni hvað eftir annað að fjár- hagsörðugleikum kaupmanna, sem stundað höfðu íslandsverzl- un. Gróði þeirra var sem sagt engan veginn eins mikill og ætla mátti samkvæmt hinni raunveru legu einokunaraðstöðu, sem þeir nutu. Þarna er ótvrætt dæmi þess, hvernig einokunin verður öllum til tjpns, þeim, sem henni beitir, jafnt og hinum er henni verður að sæta. Frjálsræðið er sá aflvaki, sem allir hagnast af áður en lýkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.