Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. Jatvúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 23 — / fáum orðum ' Framhald af bls. 15 steins, en hvers er að vænta á atómöld? Heimurinn hefur tekið stakkaskiptum. Og ég held það sé ómögulegt að segja nema stjórnendur Sinfónínuhljómsveitarinnar verði einhvern tíma í náinni framtið í geimbúningi með geislavirka tónsprota. — Eða hvað heldurðu að Beethoven heíði sagt, það hef ég oft hugsað um. Eða Bach? Ætli þeir hefðu ekki annars bara brosað og tekið þessari þróun með olympskri ró?“ „Hefurðu hitt séra Bjama nýlega?“ spurði ég. „Já, við hittumst oft. Og við höfum komið okkur saman ttm að húmorinn sé flotholt lífsins. Á honum höfum við báðir fleytt okkur yfir mörg hættuleg sker. Húmorlaust fólk er þreytandi. Það hefur samskonar álhrif á mig og þurr rúgbrauðsskorpa. En samt getur húmorleysi verk- að hlægilega. Ég hef kynnzt mönnum, sem hafa verið svo frábitnir gríni, að mér hefur fundizt það kómískt. En það hjálpar þeim ekki. Grínið er eins og kastljós, það varpar ljósi og skýrir skuggana. „>ú veizt að Þórbergur er á móti óperum.“ „Já, hann sagði mér einu sinni að óperuskáld væru menn,' sem hefðu dottið og fengið kúlu á höfuðið. Þá var mér litið á kúluna á enninu á honum og sagði: „Þá hlýtur þú að vera óperuskáld með svona stóra kúlu á enninu“. En hann sagði: „Þetta er vizkukúla og Búddha hefði verið fullsæmdur af henni.“ Þórbergur hefur húmor, en sitt vit á músík. Jfann var að skrifa bók um Stefán frá Hvítadal, er mér sagt. Ég þekkti hann vel. Hann hafði fallegasta yfirandlit sem ég hef séð, en niðurandlitið sam- svaraði því ekki. Við töluð- um oft um músík og ég samdi lag við eitt af Ijððunum hans, æ hvað heitir það nú aftur. .? Ég kom aldrei í Unuhús, ut- an einu sinni. Ég hef aldrei verið mikill bóhem, aúk þess lengi erlendis. Ég held mér hafi sjaldan liðið eins illa og þegar Kjarval sagði við mig: „Heyrðu Páll, þú ert óhugn- anlega normal." Það var allt of satt. Kvöldið sem ég kom r í Unuhús voru þar meðal annarra Kiljan og Þórbergur, og þegar ég nú lít í anda yfir þennan hóp, undrar mig, hvað margir þessara manna hafa náð mikilli borgaralegri frægð. Mér farinst einhvem veginn á þeim í þá daga, að það væri annað sem þeir kepptu að. Erlendur var ó- spar á kaffi. Ég held ég hafi aldrei drukkið eins mikið kaffi og þetta kvöld í Unu- húsi. En þá var minna að ’ gera en síðar varð. Ég var hissa á því hvað Stefán var strax mikill og agitatórískur kaþóliki. Hann boðaði trú sína af djúpri i sannfæringu, ég held jafnvel - hann hafi haft mikla löngun til að snúa mér. En ég hugs- aði: Bach var lútherskur og ; hví skyldi það þá ekkr vera 1 nógu giott hánda mér? Fólk 1 segir oft við mig: Ef þú vær- ir ekki organisti, Páll, mund- irðu þá nokkurn tíma fara í kirkju? Ég svara þessu fólki: . Ég mundi oft fara í kirkju, þó ég þyrfti ekki að spila. Það er einhvern veginn /iss- ara M. Athugið! að borið saman við útbreiðslv f er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Skyndisala í 3 daga Barna- og unglingaúlpur á 1—14 ára. kostuðu áður 469.- 875.— nú 195.— — 445.— Heimamyndatökur Áttu afmæli, og vinirnir, senda mikið af blómum? Þau fölna, en viljir þú geyma minninguna, hringdu í síma 23414 við festum það á filmu og skilum því- á positiva litmynd. ST J ÖRNUL J ÓSMYNDIR Bama og fjölskyldumyndatökur í heimahúsum, með stuttum fyrirvara. Eins góðar og þér kæmuð öll á stofuna. STJÖRNULJÓSMYNDIR Sími 23414. Heraðs og héimavistarskólar nú er rétti tíminn fyrir skólaspjöldin. STJÖRNULJÓSMYNDIR Barna og tækifærismyndatökur á stofu allan daginn á laugardögum, brúðkaup og skírnir. Athugið eina stofan á landinu sem getur afgreitt portrett, blóma og auglýsinga- myndir í ekta litum. STJÖRIMULJÓSMYNDIR Flókagötu 45 — Sími 23414. Elías Hannesson. Somkvæimsskór nýtt úrval. Austurstræti 10. — Venjulegf flug Framhald af bls. 3. son, en ekki ákveðið hver vélamaður verður. Vilt þú ekki bara koma með, Brand- ur? — Nei, takk, svarar Brand- ur. — Hafið þið nokkurn út- búnað, ef þið skylduð þurfa að nauðlenda. — Mikil ósköp. Við höfum alls konar neyðarútbúnað, vistir til tveggja vikna, byss- ur til að drepa hvítabirni með o. fl. Ég hlakka til þess- arar tilbreytingar. Flugið er orðið eins og að keyra strætó. Á Grænlandi er þetta allt öðruvísi. Þar er ekki í sí- fellu verið að skipta sér af því í hvaða hæð maður flýg- ur og það þarf ekki að hafa áhyggj ur af reglum eða hömlum. Það er heilmikið Alliance Francaise Franski sendikennarinn, Régis Boyer, heldur áfram fyrirlestrum sínum á frönsku í Þjóðleikhúskjallar- anum þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 20,30. — Umræðu- efni hans að þessu sinni verður: L’humanisme per- sonnaliste (Emmanuel Mounier). Öllum heimill aðgangur. STJÓRNIN. [fftnBeam VÖRUR Rafmagnssteikarponnur 2 gerðir af hrærivélum 3 gerðir af rakvélum. IViunið allt frá Hafnarstræti 1 — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.