Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 1
24 síður og Lesbók De Gaulle segir Dani fá fulla aðild aö EBE þó viöræður við Breta hætti Parts, 26. jan. — NTB-AP FORSÆTISRÁÐHERRA Dana, Jens Otto Krag, ræddi í morgun við de Gaulle Frakklandsforseta í Elysée- höllinni í París. Eftir viðræð- urnar sagði Krag fréttamönn- um, að de Gaulle hefði látið svo ummælt, að Danir gætu fengið fulla aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu, þó að viðræðurnar um aðild Breta færu út um þúfur. Krag sagði de Gaulle hafa lýst J>ví yfir, að færu viðræður Breta við EBE um aðild út um þúfur, yrðu Danir að velja um aukaað ild eða fulla aðild með þeim efna hagslegu og sjórnmálalegu skil- málum, sem hún fæli í sér. Krag sagðist ánægður með þetta tilboð de Gaulle og sagði að það myndi verða tekið til ná kvæmrar athugunar innan dösnsku stjórnarinnar. Krag sagð ist hafa skýrt de Gaulle frá þýð ingu hinna viðskiptalegu tengsla Danmerkur og Bretlands og sagt, að það yrði að taka tillit til þeirra. * Krag sagðist ennfremur hafa lagt áherzlu á það við de Gaulle, að mikill áhugi ríkti í Danmörku á því, að Bretar, Norðmenn og Danir fengju allir aðild að banda laginu og látið í ljós þá von, að viðræður þessarra þjóða við EBE yrðu farsællega til lykta leiddar. Sagðist Krag telja, að það væri enn mögulegt. Á mánudag ræðir Krag við for sætisráðherra Frakka, George Pompidou, en um miðja vikuna heldur hann til Bretlands til við ræðna við Macmillan, forsætis ráðherra Breta. Konur kjósa * í Iran en atkvæði þeirra ekki talin Teheran, 26. jan. (AP) — f dag gengu um 5 milljónir íranbúa til atkvæðagreiðslu um frumvarp keisara landsins. Frumvarpið felur m. a. í sér, að jörðum stóreignabænda verður skipt milli smábænda, endurbætur í kennslumálum og endurbætur á sviði iðnað- ar. Konur fengu að greiða at- kvæði í dag í fyrsta skipti sögu íran. Konurnar kusu á sérstökum kjörstöðum og vegna þess, að ekki er gert ráð fyrir því í kosningalögum í landinu, að konur greiði at- kvæði verða atkvæði kvenn anna ekki talin með. Togorasölur B.V. GEIR seldi 172 tonn í Hull á föstudag fyrir 13.234 sterlings pund. Tveir togarar selja á mánu dag, Þormóður goði í Bretlandi og Hvalfell í Þýzkalandi. Málgagn kommunista i Kína segir' Uibricht kom rudda- lega fram í Berlín Peking, 26. jan. — NTB-AP D A G B L A Ð þjóðarinnar“ skýrði kínversku þjóðinni frá því í dag, sem fram fór á þingi austur-þýzkra kommún istaflokksins í Austur-Berlín. Er þetta í fyrsta skipti, sem minnzt er á flokksþingið á opinberum vettvangi í Kína. Blaðið birtir á baksíðu sinni útdrátt úr ræðum allra þeirra, er gagnrýndu stefnu kommúnista- flokka Kína og Albaníu, þar á meðal ræðum Ulbrichts, leiðtoga austur-þýzka. kommúnistaflokks- ins, Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna og Gomulka, leið- toga pólskra kommúnista. Blaðið skýrir einnig frá viðtök unum, sem formaður sendinefnd- ar kínverskra kommúnistaflokks ins á flokksþinginu í Berlín Wu Hsiu Chuan, hlaut, er hann steig í ræðustól og gagnrýndi Júgó- Herflugvél ferst í USA New York, 25. janúar — AP. BANDARÍSK sprengjuþota, af gerðinni 5—52, með 9 manns inn anborðs, hrapaði í óbyggðum hluta Maine-ríkis í Bandaríkjun- um 1 gærkvöldi. 9 menn voru með vélinni. Að- eins 2 höfðu fundizt, er síðast fréttist, Leit heldur enn áfram. Flugvélin var á æfingaflugi, er slysið bar að höndum. slava, en tók upp hanzkann fyrir Albani. Skýrði blaðið nákvæm- lega frá því, að þingfulltrúar hefðu stappað, hrópað, flautað og hlegið og sakaði Ulbricht um að hafa komið ruddalega fram, þegar hann hefði ætlað að þagga niður í fundarmönnum. STJÓRN útgáfufélagsins mundur Sveinsson, mynd- Árvakurs hefur í heiðurs- höggvari. og virðingarskyni við Hér að ofan hirtist mynd Valtý Stefánsson, ritstjóra, af styttunni en ráðgert er látið gera af honum hrjóst- að koma henni fyrir í húsa- mynd. Myndina gerði Ás- kynnum Morgunhlaðsins. Fðr Gullfoss gegnum ísinn Stutt samtal v/ð Kristján Aðalsteinsson skipstjóra GULLFOSS, skip Eim- skipafélags íslands, kom til Kaupmannahafnar á laugardagsmorgun eftir að hafa siglt í gegnum ísinn á Kattegat og Eyrarsundi. Gullfoss festist ekki í ísn- um, en varð lítillega á eft- ir áætlun af völdum hans. Fréttaritari Morgunhlaðs ins í Kaupmannahöfn átti stutt samtal við Kristján Aðalsteinsson skipstjóra á laugardaginn og fer skeyti frá honum hér á eftir: Einkaskeyti til M!bl. frá Kaupmannahöfn 26. janúar. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í morgun með 80 farþega. Var skipið aðeins á eftir áætlun, vegna tafa af völdum íss á Kattegat og Eyr- arsundi. Kristján Aðalsteinsson, skip stjóri, sagði, að Gullfoss hefði siglt inn í ísinn á Kattegat eftir að dimmt var orðið í gærkvöldi. Þó að farið sé að þiðna veldur ísinn ennþá miklum erfiðleikum og Krist- ján sagði, að á Eyrasundi hefði Gullfoss siglt fram hjá mörgum skipum, sem föst voru í ísnum. Gullfoss festist ekki í ísnum. Sagði Kristján, að minnsti hraði skipsins á siglingunni gegnum ísinn hefði verið 5—6 mílur, en meðalhraði skipsins væri 14— 15 mílur á klukkustund. Ekki er talið, að erfiðleik- arnir vegna íssins umhverfis Danmörku minnki í bráð, því að vindur hrekur nú ísinn inn í sundin. Ferðir yfir sum sundanna liggja alveg niðri og Stórabeltisferjan hefur orðið fyrir miklum töfum af völdum íssins. Rytgaard. * 1 Bandarískir kafbdfar með Polaris til Miðjarðarhaisins d þessu dri Hafa ekki aðsetur í ítölskum höfnum Róm, Washington, 26. janúar (NTB — AP). Fjöldi lý&ræðissinna strikaður út í Dagsbrún ENDA ÞÓTT lög ASÍ kveði svo á, að kjörskrár skuli af- hentar í síðasta lagi tveim dögum áður en kosningar hef j ast í verkalýðsfélögum, fengu lýðræðissinnar ekki afhentar kjörskrár Dagsbrúnar fyrr en kosning hófst í gær. Þegar farið var að athuga kjörskrána kom í ljós, að meira en 400 verkamenn höfðu verið strikaðir út af henni frá því í haust. Þá voru 2750 á kjörskrá en eru nú um 2330. Ástæðan til þessarar fækk unar er sú m.a., að kommúnist ar hafa ræk'ilega strikað út alla lýðræðissinna, sem ekki höfðu að fullu greitt gjöld sín til félagsins, án þess að inna þá eftir greiðslu, en hins veg- ar gætt þess jafn vandlega að fella enga af sínum mönnum af kjörskránni. Morgunblaðið vill benda þeim verkamönnum, sem strik aðir hafa verið af kjörskrá af þessum sökum á það, að þeir hafa fullan rétt til að krefjast þess að vera teknir á kjörskrá, ef þeir greiða gjöld sín í dag. Forsætisráðherra Ítalíu, Amin- tore Fanfani, skýrði frá þvi í ræðu á ítalska þinginu í dag, að Bandaríkin myndu senda kaf- báta búna Polaris-eldflaugum til Miðjarðarhafsins í stað Júpíter- eldflauganna, sem fluttar verða frá Ítalíu. Fanfani sagði, að kaf bátarnir yrðu ekki staðsettir I ítölskum höfnum, en gat ekki um i hvaða höfnum þeir myndu hafa. aðsetur. Skýrt var frá því í Washington í dag, að fyrsti kafbáturinn, bú- inn Polaris-eldflaugum yrði vænt anlega sendur til Miðjarðarhafs- ins á þessu ári. I ræðu sinni í ítalska þinginu sagði Amintore Fanfani m. að ítalir væru hlynntir þeirri hug mynd Bandaríkjanna, að búa her afla Atlantshafsbandalagsins kaf bátum með Polaris-eldflaugar. Framh, á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.