Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. JanSar 1963 MORCUNBLAÐIÐ 15 — / fáum orðum Framhald af bls. 10. ég gripinn einhverju öryggis- leyisi og gróflegri eld'hræðslu Varð ég svo þeirri stund fegn- astur, þegar sól bar við hafs- brún um morguninn og eld- aði af nýjum degi; og martröðin leið hjá. Það næsta sem ég frétti af sumarhúsi Páls voru þessi orð: „Veiztu að ísólfsskáli er brunninn?“ Það var Andrés Björnsson sem sagði þau við mig. Mér hefði ekki átt að koma bruninn á óvart, en ein- hvern veginn er búið svo um hnútana að okkur kemur flest á óvart, þrátt fyrir allt. „Nei, það hefur ekki verið mjög mikið brim undan far- ið,“ ítrekaði Páll, „það hefur verið dálítið skerjaskrölt.“ „Og þeir hafa ekkert róið,“ sagði Gunnar. „Nei,“ svaraði Páll. „Þeir veiða mikinn hum ar hér,“ sagði Gunnar. Það kom vatn í munninn á mér, „Skyldi vera til betri mat- ur?“ „Þeir sem borða mikinn humar fá nærha tilfinningu fyrir list og fegurð,“ sagði Páll. „Það er jafnvel nóg að umgangast humarinn eins og karlarnir gera. Þeir kunna sitt verk. Þeir eru snillingar. Enginn kann betur að smíða hús en Sigurður Sigurðsson, sem sá um smíðina á ísólfs- skála. Hann er mikill lista- maður.“ „Þeir kunna vel að byggja hús hér,“ sagði Gunn- ar. „Þeir eru samvizkusam- ir og leggja sál sína í hvert hamarshögg.“ „Þeir vinna þetta eins og hvert annað kærleiksverk,“ skaut Páll inn í. „Þykir þér góður humar?“ spurði ég Gunnar. „Ágætur,“ svaraði hann. En Páll sagði íslendingar hefðu byggt fal- legri hús, _ef þeir hefðu borð- að meiri h’umar. „En hann er dýr,“ sagði ég. „Listin kostar peninga," sagði Gunnar. Þetta líkaði Páli augsýni- lega vel. „Mikla peninga," sagði hann. Þeir fóru nú að tala um landnema íslands og undar- legt væri, að þeir hefðu ekki byggt eitt einasta hús, sem varðveitzt hefði til okkar daga. Þeir veltu því fyrir sér, hvers konar flökkulýður þetta hefði eiginlega verið; ekki væri annað að sjá en „feðurnir frægu“ hefðu ein- ungis tjaldað til einnar nætur Og lítil reisn væri yfir bygg- ingarkúnst þeirra, ef hún er skoðuð án rómantískrar birtu. Mér heyrðist að þeim fy: dist þessi staðreynd styðja heldur skoðanir Barða um Herólana. Kannski húsleysið sýni svart á hvítu að þetta undarlega og eirðarlausa fólk hafi ein- ungis ætlað að staldra við á íslandi á leið yfir höfin, en setzt hér að fyrir einhvern undursamlegan misskilning. Nú var kominn kliður í stofuna, frúrnar setztar við eldstóna. Og snarkið ekki lengur partur af samskrafi stundarinnar. Frú Sigrún á ættir að rekja austur í Skafta- fellssýslu, þess vegna sagði hún: „Þeir voru að reyna að halda því fram í gærkvöldi, að einhverjir fyrir austan hefðu á fyrri tíð gengið um fjörurnar með ljósker og villt um fyrir skipum.“ „Laxnes lætur liggja að því í Paradís- arheimt,“ sagði Páll. „Þetta er einber vitleysa,“ sagði frú- in, „eða hafið þið nokkurn tíma heyrt þess getið?“ „Þessi saga er frá Jótlandi,“ sagði Gunnar. „Það skiptir engu máli,‘ sagði Páll, „aðalatriðið er, að konur allrá tíma hafa gengið með Ijóskerin sín á einhverri annarlegri strönd og afleiðingin orðið sú, að blásaklausir sjófarendur hafa glapizt á ljósinu, hrakizt og orðið skipreika. Og þá hafe þær sagt sigri hrósandi: „Þetta var gott strand!“ mm Á efstu myndinni ræðast þeir við Páll fsólfsson og Gunnar Hannsson, arkitekt, glugginn horfir við Stokkseyrarfjöru, — á myndinni í miðju sitja þeir að kaffidrykkju í skálanum Sigurður trésmíðameistari og Guðmundur í Merkigarði, en á neðstu myndinni eru frú Sigrún og dr. Páll. Þegar neðsta myndin var tekin, sagði frúin: „Horfðu út á hafið, en ekki á mig“. Við þetta hljóp galsi í sam- talið og jókst eftir því sem á leið kvöldið. Gestir komu og fóru, Ásmundur Sæmunds- son, bóndi á Grund, bróðir Helga, Guðmundur í Merki- garði, Guðmundur DaníelssOn og Sigurður trésmiðameistari, sem hlustaði á af stakri prúð- mennsku. Þegar við Sigurður vorum kynntir, féll samtal okkar í þennan farveg: „Ertu héðan frá Stokks- eyri?“ »Já.“ „Og þú hefur einkum starf- að við húsbyggingar.“ „Já, og viðhald." „Ha, viðhald. Hvað held- urðu að konan segi?“ „Ég jer ógiftur." „En við hvað áttu? Viðhald er að vísu mikið praktíserað í Reykjavík, en ég þekki eng- an sem hefir það að aðal- starfi." „Nú, þú átt við það,“ sagði Sigurður og brosti eins og neifabarn. „Já, er til einhver önnur merking?“ „Þekkirðu hana ekki, mað- ur?“ „Nei, aldrei heyrt hana,“ sagði ég stríðnislega., „Við köllum það viðhald að dytta að gluggum og svoleið- is,“ hélt Sigurður áfram, og var eins saklaus í andlitinu og sjálf vornóttin „1 Reykjavík er hár við- haldskostnaður hjá sumum.“ „Hann getur orðið nokkuð hár, þegar gamlir kumbaldar eiga í hlut,“ sagði Sigurður og var nú með á nótunum. „Hvernig lízt þér á ísólfs- skála?“ „Stórvel." „Fannst þér erfitt að smíða hann?“ „Ekkert sérstaklega. En ég mundi verða fljótari með næsta hús.“ „Það leikur allt í höndun- um á honum,“ sagði Páll. „Hann fór um húsið gull- smiðshöndum", sagði Gunnar. „Ég ætla að fá hann suður". Þegar hér var komið kynn- ingunrii, vorum við aftur farnir að heyra í. eldin- um. Enginn vildi missa af því, sem fram fór. „Það er gott fólk hér á ,Stokkseyri,“ sagði Páll. „Þú ættir að kynn- ast mentaliteti þess og skilja það. Hér er þröngt, en gott. Ástandið versnar eftir því sem bæirnir stækka. Stðr- þjóðirnar eru heimskastar. Eitt er samt sameiginlegt í öllum löndum; að éiginkonur eru á móti áfengi. En það er hægt að tala þær til með lagni. Ég hitti gamla konu hér fyrir austan ekki alls fyr- ir löngu. Hún sagði það væri hart að fylgjast með því, hvernig karlarnir lægju hund flatir fyrir brennivíninu. „Ojá,“ sagði ég, „Ijótt er að sjá.“ „Eða þá unglingarnir," sagði hún. „Ojæja,“ sagði ég. „Mjór er mikils vísir,“ sagði hún. „En voru þeir nokkuð betri í gamla daga?“ spurði ég. „Æi-nei, ætli það,“ sagði hún. „Þú hefðir átt að sjá, hvernig þeir lágu fyrir hunda og manna fótum.“ „En hóf- lega drukkið vín er guðs gjöf,“ sagði ég. „Ja, heldurðu það, Páll minn,“ sagði hún. „Já, en ekki of mikið í einu,“ sagði ég. Og á það féllst hún. . Svo flýtti hann sér út í aðra sálma: „Gunnar er stórskáld. Ég ætti að nota sömu aðferðina við hann og fvar grimmi við sína kirkju- smiði. Þegar Ragnar í Smára kom hingað, sagði hann: „Ég er búinn að segja Hannibal frá húsinu og þeir verði að teikna í sama stíl, þegar þeir byggja yfir safnið.“ Hingað kemur margt fólk að skoða, sumir eru feimnir, aðrir ganga hreint til verks og gægjast um allar gáttir. Margir eru hrifnir. En einn áhorfenda, sem hafði virt húsið lengi fyrir sér, kom til mín og sagði. „Það er fallegt útsýni héðan.“ Þá vissi ég hann var arkitekt.“ „En aðalatriðið er að Páll geti unnið hérna,“ skaut Gunn ar inn í. „Eg fer á fætur milli fimm og sex á morgnana,“ sagði Páll, „og byrja að vinna. Þá er mjög fallegt og kyrrt. Svo vinn ég til kl. 11, eftir það er ekki eins'rólegt.“ „Hvaða viður er í loftum og veggjum?" spurði ég Sig- urð. „Það er fura,“ svaraði hann. „En við setjunT harðvið eins og palisander og íben- holt á eldinn,“ sagði Páll. „Þú hefur uppljómaðan hnöttinn á píanóinu þínu.“ „Já,“ sagði Páll, „það veitir ekki af.“ „Er það góð inspírasjón?" „Hnötturinn er vafalaust góð inspírasjón fyrir einræð- isherra og landvinningamenn. En fjaran er minn innblást- ur. Hún er svo frjósöm, að kindurnar hérna eru flestar þrílembdar. Ég hef varað konur við fjörunni." „Ég hef heyrt þú sért að skrifa óperu, Páll?“ „Hafðu ekki hátt Um það. Maður veit aldrei hvað verð- ur. Guðmundur Daníelsson lét mig fá óperutexta. Ég hef verið að reyna að þræða hann upp á eirihvers konar músík- band. Ég er kominn langt með fyrsta þátt.“ „Og þú ert þá oft í fjör- unni?“ „Ég skrepp þangað oft, já. Ég var svo hundiheppinn að sjá stórveltubrim nýlega, það hef ég ekki séð síðan ég var strókur. Mér þykir gott að vera hér og ganga með sjón- um og hlusta á niðinn. En ég er alltaf myrkfælinn, þegar tekur að skyggja. Hér á ég á öllu von, það er nauðsyn- legt að vera var um sig í myrkrinu. Það er mikið myrk ur í heiminum. En óttinn er Oftast óþarfa ímyndun. Gísli föðurbróðir minn gekk ein- hverju sinrii í niðamyrkri frá Baugsstöðum vestur að Stokkseyri eftir sjávarbökk- unum. Þá sér hann allt í einu eitthvert kvikindi. Hann var kjarkmaður og laus við bá- biljur, en samt leizt honum ekki á blikuna Og hrópaði út í myrkrið. „Hver er þarna?“ Ekkert svar. Þá hélt hann áfram og í ljós kom að kvki- indið var tryppi. Þannig eru það oftast einhvers konar tryppi sem reyna að hefta för okkar, en við höldum alltafx það séu skrímsli". „Og þér finnst gott að vinna hér í nýja húsinu?" „Já, ég vildi ég gæti verið hér oftar.“ „Af hverju geturðu það ekki?“ „Vegna kirkjunnar. Mér hefur alltaf þótt vænt í|m starf mitt í kirkjunni. En ,ég skrifa stundum nótur, það;er rétt. Oftast . lenda þær;: í kamínunni. -Það er satria hvaða vitleysa stendur f. á pappírnum, ailtaf skál hahn brenna með; skærúm loga. Það er eiginlega nauðsynlégt ;; að hafa kamínu, hefur þú ekki fengið þér kamínu eriiri- þá?“ „Nei.“ „Þú ættir að athuga það.“ Nú sneri Páll sér að Gtíð- mundi í Merkigarði. ,„Þeir éru n að reyna að Segja að Skipar sé ekki rétt, örnefni,“ sagði hann. „Hvað segir þú um það?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Guðmundur. Ætli sé ekki nétt ara að segja Skipa.“ „Nei, nei,“ 'fullyrti Páll fast og ákveðið. „Örnefnið heitir: Skipar, eða hvað segir þú þm það, þú átt að heita málfrseð- ingur.“ • i „Ég gæti bezt trúað það heiti Skipar," sagði ég, „það er nógu góð afbökun fyrir hvern sem er,“ „Og áf hverju heldurðu það sé komið?“ spurði Páll. f, „Ætli Nielsen kaupmaður hafi ekki einhvern tíma sagt: „Þarna liggja skiparnar mínar.“ Og svo hafa allir haldið að þetta væri gullald- armál. Og þar með var örnefnið skjalfest." „Það er miklu eldra,“ mót- mælti Póll. „En hvað held- urðu að örnefnið Roðgúll þýði?“ „Ég hef heýrt það væri ,af- - bökun úr Rauðkuhóll,“ sagði Guðmundur „Tóm vitleysa,“ sagði Páll. „Ætli það þýði ekki Rauða- gull,“ sagði ég. „Mýrarrauðí?" „En Vælugerði?" spurði þá Páll. „í Vafþrúðnismálum er tal- að um Víðarr og Vála, sém voru synir Óðins. Ætli Væla þessi hafi ekki verið viðhald Vála,“ sagði ég. Þá stóðst Ásmundúr eþki mátið og mótmælti í nafni þjóðlegrar einingar. En Páll fékk tilefni til að .segja okk- ur eftirfarandi sögu af Geir Sigurðssyni, skipstjóra. Harin var einhverju sinni staddur: norður á Siglufirði. ;Þá gekk hann niður á bryggju til karl- anna, sém voru að landa sfld. Hann benti á síldina og spurði: „Hvað er þetta?“ „Þetta er síld,“ sögðu þéir. „Og hvað er síld?“ spurði hann. „Ja, það er . ... það er ....“ sögðu þeir.: „Já, ejn- mitt það,“ sagði hann. „Ög hvernig veiðið þið þessa síld?“ „í nót,“ svöruðu þeir. „Jæja, svo þið veiðið síldiria á nótur,“ sagði Geir gatrili með uppgerðarundrun ý í röddinni. „Það má' þá hafa gagn af þeim líka.“ Vesalings mönnunum varð nú ekki um sel, en sámt sögðu þeir þessum spurula aðkomumanni undan og ofán af síldveiðuln og minntust m.a á nótabassa. „Já, einmitt, svo þið notið líka bassa við veiðarnar,“ sagði þá Geir. Én þá var körlunum nóg boðið og vildu fá að vifa, hver þessi maður eiginlega vaéri. „Ja, ég. heiti nú Árni fisjd- fræðingur,“ sagði Geir og kvaddi. Þetta var góð saga eins ög á stóð. Nú var komið með kaffi og bætt g arinirjri. Ég spurði Pál um' óperuna. „Þetta er ekki í fyrsta skiptí sem ég hef gert tilraun ti’ að skrifa óperu," sagði hanri. „En guð einn má vita, hvórt þetta verður nokkurn tiíria barn í brók.“ „Er nokfcur elektrónísk músík í óperunni?“ „Nei, ég læt þá ungu um hana. Ég er líklega orðinn af- skaplega gamall maður. Elektrónísk músík verkar - á mig eins og kenningar Ein- Framhald á bls. 23.: »; & v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.