Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVISBLAÐIÐ Sunmi'dagur 27. janúar 1963 Mfc [íi£R» KIKISINS Skjaldbreið fer 31/1 til Ólafsvikur, Grundafjarðar, Stykkishólms og Flateyjar. Vörumóttaka mánudag og þriðjudag. Rafmagnsamma Rafmagnsamman ruggar barninu í svefn að rugga barninu í væran svefn. Hraðinn er stilltur, og vaggan eða barnavagninn rennur fram og aftur með sama hraða. Og ekki má gleyma músík- koppnum. Allir foreldrar kann ast við þá erfiðleika, þegar barnið neitar að setjast á kopp • Enn um dagsetningar Mjólkursamsölunnar í tilefni af skrifum Velvak- anda í gær út af rangri dag- setningu mjólkurhyrna, hringdi húsmóðir í Sólheimum og sagði sínar farir ekki sléttar úr mjólk urbúðinni. Um 11-leytið fór hún út í búð og keypti mjólkur hyrnur og decilíter af rjóma. Þegar hún leit á dagsetninguna stóð 27. janúar á •mjólkinni en 24. á rjómanum, mjólkin sem sé merkt degi fyrr en hún var seld en rjóminn tveggja daga gamali. Fékk hún að athuga dagsetningu á pela-rjómahyrn- unum og voru þær merktar 25. jan. eða sólarhrings-gamlar. Ekki kváðust stúlkurnar eiga von á nýjum rjóma þennan dag inn, möguleiki væri að hann kæmi rétt fyrir lokun og yrði hann þá seldur á morgun (sunnudag). Húsmóðirin spurði: Hvað á þessi skrípaleikur með dagsetningarnar að þýða? — Væri ekki bezt að leggja þær niður, fyrst ekkert er að marka þær? • Stybban af skarna Velvakandi hefur fengið bréf og upphringingu vegna ódaunsins, sem leggur af skarna áburðinum, en um þessar mund- ir er verið að dreifa úr skama- kössum víðs vegar um bæinn. T. d. hefur skarni verið klesst- ur ofan í snjóinn og grasrótina á akreinunum suður á Hring- braut, og leggur af megnustu stækju. Þá hafa stóreflis hrúgur verið settar fyrir sunnan gamla kirkjugarðinn á Melunum, t. d. á horninu við hliðið beint á móti Vesturbæjar-Björnsbakríi. Traðkast skarna-áburðurinn út og dreifist þar um gangstéttina, GRÁTTU, barnið mitt, gráttu eins og þú villt. Mamma heyr ir alltaf í þér, jafnvel þó hún sé í öðru herbergi, Já, þunnt er móðureyrað, mundi kannski einhver segja. En ekki í þessu tilfelli. Mikró- fónn er hengdur yfir höfuð ungbarnsins og móðirin getur heyrt hverja stunu, sem frá því berst í viðtæki, sem stað- sett er í eldhúsinu, stofunni, úti í garði eða hvar sem vera skal. Þetta er nýi tíminn með öllum sínum undratækjum. Nú getur móðirin sofið svefni hinna réttlátu, það er engin hætta á að hún heyri ekki þeg ar barnið rumskar í morgun- sárið. Já, vel á minnst. Það er heldur ónotalegt að fara fram úr hiýju bólinu um miðjar nætur og velgja pelann. Pela hitari með hitastilli tekur af móðurinni ómakið. Síðan er pelinn settur í pelagjörð, sem vafin er froðusvampi, og gjörð in spennt yfir maga barnsins. Þá er engin hætta á að ang- inn gleypi loft með mjólkinni. Frá þessum nýjungum ung- börnunum viðkomandi og mörgum fleiri skýrði þýzkt blað fyrir skömmu. Nýjungam ar eru óteljandi, sumar eru ær ið kostnaðarsamar en aðrar kosta lítið fé, eins óg til dæm- Músíkkoppurinn að láta spiladós í koppgrind- ina, og meðan barnið situr á koppnum leikur dósin „Allir krakkar“ eða eitthvað annað Ennfremur sætið með öryggis- ólum, sem hengt er á bílsætið, þegar hnokki..n fer í ferðalag. Og að lokum má minnast á barnavagnaskíði, sem þægileg eru í snjóþungum heimshlut- um. Allir kannast við hversu erfitt er að aka bamavagni í snjó, en ef skíði eru fest á hjólin er það leikur einn. —Brúðhjón Framhald af bls. 8. — Jú, einkum á sumrin. Og þegar lítið er að gera er alltaf hægt að finna eitthvað til að gera við. Notum við vetrartímann til að dytta að bifreiðunum, því annríkið er miklu meira á sumrin. — Hvaða ferðalag er þér eftirminnilegast? — Þau eru nú svo mörg — ætli það sé ekki annars Öskju ferðin 1961. Eg var við Öskju viku eftir að gosið byrjaði og kom á mjög skemmtilegu augnabliki: sá fossandi hraun læki renna yfir nýtt og hálf- storkið hraunið. Það var ó- gleymanleg sjón. -— Ferðist þið ekki mikið með útlendinga? — Jú, og það er ólíkt hvað þeir ganga betur um bílana en íslendingamir, því miður verð ég að segja það. Það getur varla heitið að sjáist ruslögn á gólfinu, þegar út- lendingar em í bílunum, en annað er uppi á teningnum ef íslendingar, eru með í ferðum — Er drenghnokkinn ekk- ert fyrir bílana eins og fað- ir hans og afi? — Ekki verður annað séð en hann hafi ánægju af því að vera i bíl, þó lítíl reynsla sé komin á það ennþá. Hg Pelagjörðin er spennt yfir maga barnsins. 7867 is magapelinn. f stað gúmmí- túttu er komið fyrir lítilli skeið, pelinn er úr mjúku plasti og er fæðunni ýtt úr pelanum niður í skeiðina. Þá er gott að barnið beri plast- smekk með háum brúnum um hálsinn, (sjá mynd), ef eitt- hvað skyldi fara forgörðum. Af dýrari tækjum má nefna rafmagnsömmuna svokölluðu, en það er tæki, sem tekið hef- ur að sér hlutverk ömmunnar Pelahitari Matarpelinn og smekkurinn það virðist þessi ekki hafa verið. Annars var svo sem mun verri ólykt af honum hér fyrst, þegar byrjað var að nota hann, og vonandi fáum við þeflausaa áburð hið fyrsta. Nú spyrja menn, hvort ekki sé bannað i lögreglusamþykkt- inni að bera lyktsterkan áburð á tún eða garða á almanna færi. Því er til að svara, að í sam- þykktinni mun bannað að bera á almannafæri, ef „megnan óþef leggur af“ áburðinum. Nú vita allir hins vegar, að árum sam- an hefur viðgengizt að menn bæru á garða sína og tún í Reykjavík bæði slor og saur alls konar húsdýra, t. d. hrossa- tað, kúamykju, hænsnaskít og svínasaur. Eitthvað mun þó hafa dregið úr þessu á síðari árum. Á hitt ber og að líta, að almenningsgarðar verða að vera vel sprottnir og líta vel út á sumrin, og eitthvað verða menn að leggja á sig til þess. Skarni mun vera lyktarlaus, ef hann er geymdur nógu lengi, en t —3J i n ©pib ■ _ ~ I |U COPENHMíM • Olíukynding og skortur á við- gerðarmönnum Húsmóðir ein hefur kvartað undan því við Velvakanda, hve illa gangi að fá viðgerðarmenn til þess að gera við biluð olíu- kyndingartæki. Hún kveðst hafa þurft að fá viðgerðarmann í haust, í endaðan september, og beðið um hann hjá viðkom- andi olíufélagi, en hún hafi orð- ið að bíða í hitalausu húsi i fimm vikur, eða fram í byrjað- an nóvember. Nú virðist sagan vera að endurtaka sig, því að aftur hafi kyndingin bilað og sér verið heitið viðgerðarmanni samdægurs, en daginn eftir hafi ekki verið farið að bóla á hon- um. Sé þetta mjög slæmt, þvi að börnin séu kvefuð og ótækt með öllu að vera með þau 1 ísköldu húsi. Konan sagðist hafa frétt, að ekki störfuðu nema tveir menn að viðgerðum hjá félaginu, sem hún skiptir við, en það sé allt of lítið. Velvakandi þekkir ekki til þessara mála, þar sem hann er svo heppinn að búa á hitaveitu- væði, og hitaveitan hefur aldrei bilað hjá honum. Vitanlega er það slæmt, ef félögin hafa ekki nógu marga viðgerðarmenh í þjónustu sinni, en erfitt mun að útvega menn í vinnu um þessar mundir; sama hvaða vinna það er. gott barnalag. Að síðustu má nefna rólu- pokann með tveim götum fyr- ir fætur barnsins; rólupokinn er hengdur upp í dyrnar og þegar barnið er orðið leitt að róla sér, getur það staðið á fætur og gengið fram og aftur. Skælurnar heyrast, þó móðir- in sé frammi í eldhúsi. Velvakandi hefur hefur kynnt sér það, að málið verður nú tek- ið fyrir hjá Heilbrigðisnefnd borgarinnar. en voðalegan fnyk leggur fyrir vit vegfarenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.