Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 20
20
MORGVNTtL 4 Ð1Ð
Sunnudagur 27. januar 1963
PATRICIA WENTWORTH:
MAUD SILVER
KEMUR í HEIMSÓKN
Cosper
— Ég er alveg óður af ást til þín, Soffía.
aðvara hann um, að ég hefði
komizt að öllu um hann og
Marjorie. Hann sagði henni svo
einhverja lygasögu til að róa
hana. Svo sýndi hann henni
erfðaskrá, sem hann hafði gert,
þegar þau voru trúlofuð, þar
sem hann arfleiddi hana að öllu
sínu — og frú, Mayhew lá á hleri
við dyrnar! Hún heyrði hann
segja: „Ef Carr hinn ungi myrð-
ir mig í kvöld, erfir þú dálag-
lega upphæð“ Þetta nægir til
þess að benda beint á Riettu
— eða mig! Ef ég hreinsa mig
af því, er Rietta ein eftir. Og
ef ekki annað, þá er Fancy vís
til að segja þeim, að ég hafi
þekkt myndina og þotið út sam-
stundis, öskuvondur!
Hr. Holderness beit á jaxlinn,
einbeittur á svipinn.
— Það er nógur tími fyrir þig
að fremja sjálfsmorð, ef það
sannast, að Rietta sé í verulegri
hættu. Ég verð að leggja áherzlu
á, að þú steinþegir yfir öllu
saman!
Carr dró augað í pung.
— Sjálfsmorð?
Hr. Holderness starði á hann
með reiðisvip.
— Það gæti verið eins gött
fyrir þig, ef þú færir að segja
Árbæjarbl. og
Selási
Fyrir nokkrum dögum hóf
Morgunblaðið skipulega dreif
ingu blaðsins í Árbæjar- og
Selásbyggðinni, og er blaðið *
nú borið árdegis til kaup-1
enda. Umboðsmaður MbL
fyrir byggðina er Hafsteinn
Þorgeirsson að Árbæjarbletti
36, og hefur hann á hendi alla
dreifingu og innheimtu blaðs-
ins.
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
í Hafnarffrði er að Arnar-
i hrauni 14, sími 50374.
Kópavogur
Afgreiðsla blaðsins í Kópa-
vogi er að Hlíðarvegi 35,
sími 14947.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir kaupendur þess i Garða-
hreppi, er að Hoftúni við
Vífilsstaðaveg, sími 51247. J
lögreglunni, í fyrsta lagi, að þú
hafir þekkt myndina af James
Lessiter í gærkvöldi og séð um
leið, að þarna var kominn mað-
urinn sem hafði dregið Marjorie
á tálar og yfirgefið hana síðan,
og í öðru lagi, að þú hafir verið
á staðnum hér um bil á sama
tíma og morðið var framið. Þú
getur auðvitað gert hvað þú
vilt, en ég neita algjörlega að
taka þátt í annarri eins vitleysu.
Að mínu áliti er Rietta ekki í
nærri eins alvarlegri aðstöðu og
þú. Enginn, sem þekkir hana,
gæti látið sér detta í hug, að
hún mundi fremja svívirðilegan
glæp í ábataskyni.
24
Carr kinkaði kolli eins og ut-
an við sig, og sagði loksins:
— Ég hefði gaman af að vita,
hver hefur gert það.
Velhirt höndin á hr. Hölder-
ness lyftist af hné hans og féll
niður á það á víxl.
James Lessiter hafði grætt
stórfé. Slíkur gróði er Oftast á
annarra kostnað. Mér finnst ó-
tnilegt, að nokkur hér á staðn-
um hafi myrt hann, enda þótt
ef til vill hafi verið reynt að
láta það líta þannig út. Nú væri
mér mest förvitni í á að vita hvort
nokkurs er saknað úr húsinu.
Ég lét semja nákvæma skrá yfir
allt, eftir andlát frú Lessiter, og
ég held ég láti það verða mitt
fyrsta verk að biðja lögregluna
að bera hana saman við það, sem
til er í húsinu. Ef einhvers er
saknað, getur það bent lögregl-
unni á eitthvert spor. En þangað
til mælist ég til, að þú-haldir
þér saman. Ef þér verður skipað
að gefa skýrslu, skaltu segja, að
samkvæmt ráðleggingu lögfræð-
ings þíns, viljir þú heldur bíða
með það þangað til á réttarpróf-
inu. Það getur gefið mér næði
til að rannsaka, hvernig öllu er
háttað.
Carr kinkaði aftur kolli, eins
og annars hugar. Það var eins
og hann væri aCf ráða eitthvað
við sig. Loksins var líkast því
sem hann hefði ákveðið sig.
— Veiztu nokkuð um Cyril
Mayhew?
Höndin hoppaði upp af hnénu
á hr. Holderness.
— Hversvegna spyrðu að því?
— O.bara af forvitni. Ég
spurði Riettu um hann um dag-
inn, og hún fór undan í flæm-
ingi. Hvað hefur verið með
hann?
— Ég held, að hann hafi kom-
izt í einhverja bölvun.
— Við lögregluna?
— Það er ég hræddur um.
Hann fékk biðdóm.
— Hvað gerði hann af sér?
— Stal frá húsbónda sínum,
að ég held. Mayhew-hjónin tóku
sér þetta afskaplega nærri. Og
það er líka hart, þegar svona fer
fyrir einkasyninum. Þau eru
mestu heiðurshjón.
— Einkabörn njóta allt of
mikils eftirlætis. Cyril var bölv-
aður óþekktarormur.
— Já, foreldrar eru ekki allt-
af forsjálir. En hversvegna
varstu að spyrja um Cyril
Mayhew?
Carr horfði upp í löftið.
— Það var svo sem ekki neitt
— nema hváð ég sá hann á járn-
brautarstöðinni í Lenton í gær-
kvöldi.
Hr. Holderness hnyklaði brýnn
ar.
— Ertu viss um það?
— Já, alveg handviss.
— Talaðirðu við hann?
— Nei, ég sá hann bara fyrir
tilviljun. Hann kom út úr aft-
asta vagninum og hvarf fyrir
hornið á stöðvarhúsinu. Mér datt
ekki í hug þá, að hann vildi
helzt ekki nitta neinn. Ég hef
verið að velta því fyrir mér,
hvort hann hafi komið heim til
sin í gærkvöldi.
Hr. Holderness svaraði: — Ég
held við ættum að spyrja lög-
regluna um það.
XXII.
Þegar Rietta Cray hafði lokið
símtali sinu, sat hún kyrr um
stund við borðið, sem síminn
stóð á. Hún kunni vel við rúm-
góð borð og var þakklát í huga
sínum fyrir stóran krók í stof-
unni, sem jók rúmið þar inni að
stórum mun. Þarna sat hún og
Sneri bakinu að matborðinu, sem
var fornlegt og alltof stórt fyrir
núverandi umhverfi sitt. Hvorki
það né heldur stólarnir, sem
voru fyrirferðarmiklir og bak-
beinir, hæfðu þrengslunum í
litla húsinu, en Rietta hafði al-
izt upp með þeim, svo að segja,
og henni hefði aldrei dottið í
hug að losa sig við þá. Þessi
húsgögn stöfuðu frá þeim tíma,
þegar faðir hennar var aðal-
læknirinn 1 Lenton, og þau áttu
heima í stóru húsi í aðalgötunni
þar. Sá tími virtist nú orðinn
býsna fjarlægur. Cray læknir
dó, og fjölskyldan flutti í Hvíta-
kofa í Melling. Næstum þrjátíu
ár síðan. Langur tími.
Hún sat og horfði á símatólið
í nokkrar mínútur, rétti síðan
út höndina og lyfti heyrnartæk-
inur Röddin, sem svaraði henni
á miðstöð, var ekki Gladys
Luker, eins og verið hafði þegar
hún hringdi Carr upp. Það var
ungfrú Prosser, sem sagði halló,
og það gerði allt málið miklu
einfaldara. Hvert mannsbarn í
Melling vissi, að Gladys hlust-
aði á það, sem hún gat, ef hún
hélt, að samtalið væri þess virði,
en það þurfti engar áhyggjur að
hafa af ungfrú Prosser. Hún var
að vísu ekki heyrnarlaus, en
heyrði hálfilla, eða eins og hún
sjálf orðaði það: „Ég hef alveg
nóg að gera að heyra það, sem
ég þarf að heyra“.
Rietta sagði henni númerið og
þurfti að endurtaka það: Len-
fold 21. Hún fór að hugsa um,
hvort ungfrú Professor mundi
muna, að það var einkanúmer
Randals March. Þegar hann var
gerður að lögreglustjóra í hérað-
inu, hafði hann keypt sér þægi-
legt lítið hús, nokkrum mílum
frá Lenton, fengið þangað rosk-
in hjón til að sjá um húshaldið
fyrir sig og tekið ástfóstri við
garðinn þarna, þar sem ofurlítill
lækur rann í. gegn, og auk þess
var þar tjörn með vatnaliljum
og ofurlítill skógarblettur.
SHlltvarpiö
Sunnudagur 27. janúar
8.30 Létt morgunlög.
9.20 Morgunhugleiðing um músik
„Dauðinn og stúlkan" (Árni
Kristjánsson).
9.35 Morguntónleikar.
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prest
ur: Séra Óskar J. Þorláksson.
Organleikari: Dr. Páll ísólfs-
son).
12.15 Hádegisútvarp.
13.00 Tækni og verkmenning: XIII,
erindi: Skipa- og bátasmíðar
(Hjálmar R. Bárðarson skipa
skoðunarstj óri).
14,00 Miðdegistónleikar: Óperu-
kynning.
Þættir úr „Meistarasöngvur-
unum frá Nurnberg" eftir
Wagner (Flytjendur: Hilde
Gúden, Ilse Schúrhoff, Anton
Dermota, Gúnther Treptow,
Otto Edelmann o.fl. ásamt kór
Vínaróperunnar og Fílharmon
íusveitinni í Vín. Stjórnandi:
Hans Knappertsbusch. — Þor
steinn Hannesson kynnir).
15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veð-
urfregnir).
a) Jónas Dagbjartsson og fé-
lagar hans leika.
b) Söngvar frá Noregi.
16.20 Endurtekið leikrit: „Unnusta
fjallahermannsins" eftir Edo-
ardo Anton, með músík eftir
Armando Trovajoli, Leikstj.:
Helgi Skúlason (Áður útv,
annan jóladag sl.).
17.30 Barnatimi (Helga og Hulda
Valtýsdætur):
a) „Sagan af Tuma litla“ eft-
ir Mark Twain .
b) Kafli úr bókinni „Vandinn
að vera pabbi“ — o.fl.
18.20 Veðurfregnir. ;'
18.30 „Töframynd f Atlantsál":
Gömlu lögin sungin og leikin.
19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir
og íþróttaspjall.
20.00 Umhverfis jörðina: Guðni
Þórðars. segir frá Bora ora og
öðrum Suðurhafseyjum. •
20.25. Tónleikar í Útvarpssal:
a) Sænski fiðluleikarinn Gert
Crafoord leikur Assaggio f
A-dúr eftir Johan Helmich
Roman.
b) Jude Mollenhauer, Averil
Williams og Einar G .Svein
bjömsson leika sónötu fyrir
hörpu, flautu og víólu eft-
ir Debussy.
21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur
Pétursson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir —
22.10 Danslög. — 23.30 Dag-
skrárlok.
Mánudagur 28. janúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Frá lands-
móti hestamanna 1962 (Þor-
kell Bjarnaon bóndi á Laug-
arvatni).
13.35 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum“: Jó-
hanna Norðfjörð les úr ævi-
sögu Gretu Garbo (11).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.05 Sígilcj tónlist fyrir ungt fólk
(Reynir Axelsson).
18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust
endur (Ingimar Jóhannesson),
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Axel
Thorsteinson rithöfundur).
20.20 „Selda brúðurin", óperumús-
ik eftir Smetana. flutt af
þýzkum listamönnum.
20.40 Spurningakeppni skólanem-
enda (6): Gagnfræðaskóli Kópa-
vogs og Miðbæjarskólinn í
Reykjavik kepþa. Stjórnendur
Árni Böðvarss. cand. mag. og
Margrét Indriðadóttir.
21.30 Utvarpssagan: „íslenzkur að-
all“ eftir Þórberg Þórðarson,
I. (Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
23.00 Skákþáttur (Sveins Kristins
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur.að meðaltafi!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur,
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
KALLI KÚREKI
— *
* -
Teiknari: Fred Harman
— Hver heldur þú eiginlega, að þú
sért? að ráðast svona á mig.
— Ert þú drukkinn eða ert þú að-
eins að stofna til vandræða? Það
varst einmitt þú, sem réðst á mig.
— Þú skalt endurtaka þessi orð, ef
þú þorir, og við skulum útkljá það,
hvor réðst á hvorn.
— Þú ætlar þér greinilega í áflog
við rangan aðila, og nú munt þú ekki
sleppa.
— Heyrðu, bíddu, þú ert þá Rauð-
skinn,. Eg hélt, að þú værir allt ann-
ar maður af þeirri lýsingu, sem ég
hafði íengið.