Morgunblaðið - 05.02.1963, Page 6

Morgunblaðið - 05.02.1963, Page 6
6 MORGXJTSBLAÐIÐ Þríðjudagur 5. febrúar 1965 Féll at hestbaki og stórslasaðist SÍÐASTLIÐINN Iaugardag um kl. 7 að kvöldi varð það slys í Hveragerði að þýzk stúlka féll af hestbaki og stór slasaðist. Hefir hún ekki kom ið til meðvitundar síðan. Forsaga þessa slyss er sú, að systurnar Susie og Rosm.arie Kunze staria sem nuddkonur á heilsuihælinu í Hveragerði. Hef- ir Susie verið þar um nokkurt áraíbil, en systir hennar skemur. Susie er mikill unniandi íslenzkra hesta og á sjálf tvær hryssur, aðra skjótta, sem ekki er allra meðfæri. Á laugardaginn átti Rosmarie að Æana með hest í hesthús á staðnum og teymdi skjóttu hryss una systur sirrnar. Átti hún síð- an að fara með hryssuna í hest- hús Susie og hafði henni verið sagt að hún skyldi ekki stíga á bak hryssunni. Næst gerist það, að Susie kemur að hesthúsi sinu og finnuir þar skjóttu (hryssuna með hnakk og beizli. Setur hún hana inn og fer síðan að leita Rosmarie, kallar á ‘hana en fær ekki svar. Gengur hún leið þá frá húsinu -er Xá til fyrrgreinda hestihússins og er hún á skammt eftir þang- að finnur hún systur sína liggj- Síldarbátar til Eskifjarðar ESKIFIRÐI, 4. febr. — Tveir síldarbátar komu hér í nótt, Víðir II með 950 tunnur og Gull- faxi með 1200. Fer aflinn í bræðslu. Er byrjað að bræða síld ina. Vattarnes var að landa hér fiski, 50—60 lestum. Hólmanesið landaði á laugardag um 40 lest- um. — Gunnar. andi meðvitundarlausa í blóði sínu, illa út leikna. Ekki er vitað með vissu hvern- ig slysið bar að höndum, em á- litið að Rosmarie hafi fallið af hryssunni og hlotið við það hina mikla áverka. Samkvæmt upplýsingum frá Landakotsspítala í gærkvöldi var Rosmarie illa slösuð á höfði, hafði misst meðvitund strax og ekki hlotið hana er síðast frétt- ist Frá Alþingi FUNDIR voru haldnir í gær I efri og deild Alþingis. í neðri deild voru fimm mál á dagskrá, en tveimur þeirra var frestað, 1. umræðu um frum- varp til laga um Framleiðsluráð landbúnaðarins og framhaldi 1. umræðu um frumvarp til laga um Áætlunarráð ríkisins. Frum- varpi um veitingasölu, gististaða- hald o. fl. var vísað umræðulaust til efri deildar. Frumvarp um breytingar á lögum um lögtak var til 1. umræðu. Benedikt Gröndal (A) hafði framsögu I málinu, sem síðan var vísað til 2. umræðu og nefndar. Þá var framhald 2. umræðu um félags- heimili. Var því frumvarpi vísað til 3. umræðu. í efri deild var til 1. umræðu frumvárp um breytingar á vega- lögum, og hafði Sigurvin Ein- arsson (F) framsögu. Málinu var vísað til nefndar og 2. umræðu. Þá var í. umræða um frumvarp til laga, sem heimilar ríkissjóði að selja jörðina Bakkasel Öxna- dalshreppi. Flutningsmenn þessa frumvarps eru Magnús Jónsson (S) og Friðjón Skarphéðinsson (A), og hafði Friðjón framsögu. Björn Jónsson (K) mælti gegn frumvarpinu, sem síðan var vís- að til 2. umræðu. Jötunn á hafs- botn GAMLI lóðsbáturinn Jötunn lá á sunnudag utan á tog- aranum Þormóði goða við Faxagarð, en þannig er hon- um oft lagt í norðanroki. í rokinu á aðfaranótt mánu- dags hefur hann sokkið, því ekki sást neitt af honum á mánudagsmorgun. Var Andri kafari fenginn til að fara nið- ur og koma böndum á hann, og er hann hafði verið dreg- inn upp í vatnsborðið, var dælt úr honum. Þesa mynd tók Sv. Þorm. meðan það verk stóð yfir. Jötunn er 11 lestir að stærð. Hann er talinn lítið skemmdur, en var settur í slipp. Hér í dálkunum eru nú að spinnast miklar umræður um notkun Skarna og trjáklipp- ingar og leiða fræðimenn á þessu sviði saman hesta sína. Síðast í gær fengum við aðra stórgrein frá Jóni H. Björns- syni, forstjóra Alaska, en hann vakti upp þennan leiða draug hér í Velvakanda. Okkur virð- ist fljótt á litið sú grein mega hljóta hvíldina löngu og raun- / ar frekari umræður um þetta mál. Við vorum hins vegar búnir að lofa tveimur bréfum rými hér í dálkunum, sem svari til fyrrgreinds forstjóra, en frábiðjum okkur frekari langhunda á þessum vettvangi. Þessi bréf eru bæði undir full- um nöfnum. Hér birtist annað bréfið: Af Svar við ásökunum „Velvakandi! í dálkum Velvakanda 30. jan. sl. gat að líta fræðigrein um garðyrkju. Það er að segja um trjáklippingar og áburð, skrifaða af forstjóra Alaska gróðrarstöðvarinnar, Jóni H. Björnssyni, skrúðgarðsarkitekt. Þar sem hann víkur þar að orðum sem höfð voru eftir okkur undirrituðum 1 einu af dagblöðum borgarinnar nokkru áður og telur okkur þar fara með ósatt mál, óskum við að svara fáum orðum. Það er að sjálfsögðu æski- legt að vísir menn fræði al- menning, en þess verður þó að krefjast, að slíkar leiðbeining- ar séu byggðar á raunhæfum staðreyndum en ekki þeim að- stæðum sem henta bezt rekstri þess fyrirtækis sem viðkom- andi stýrir. Um það að dvalar- tími trjánna sé heppilegastur til klippinga þeirra er með öllu óumdeilanlegt. Um það atriði eru bæði skógfræðingar og garðyrkjumenn sammála að undanteknum forstjóranum. Safarennsli úr trjám við sær- ingu eftir að þau fara að vakna á vorinu hlýtur að vera trénu óeðlilegt og þá að sjálf- sögðu til skaða þó ekki leiði til dauða. Ein er sú kenning forstjórans að tré þurfi að standa í laufskrúði svo hægt sé að gera sér grein fyrir vaxt- arlagi þess. Þetta færir aðeins fram þá staðreynd að forstjór- inn hefur ekki talið ómaks vert að gera sér grein fyrir þeim atriðum, sem starfandi garð- yrkjumenn verða þó að kunna skil á ef þeir eiga að vera starfi sínu vaxnir, en hinu neitum við með öllu að trúa að skrúð- garðaarkitektinn váeri ekki fær um að þekkja kalkvisti, ef hann legði á sig þá fyrirhöfn að fara inn í garð og yfirfara trjágróð- urinn. Annað aðalefni greinar hans er um áburð og er þar allt á sama veg, eða hver vill trúa því, jafnvel þó Alaskaforstjór- inn segi, að lífrænn áburður sé grasvexti til einskis gagns og þó öllu frekar til skaða, Tilbúinn áburður er að vissu marki ef fyrir er í jarðvegin- um næg lífræn áburðarefni. Þessi fullyrðing forstjórans er því furðuleg og gæti vakið tor- tryggni á þeim ræktunarmanni, sem slíkt flytur, ef hann sjálf- in- breytti eftir því. Að sjálfsögðu verður að virða forstjóranum nokkuð til vorkunnar þessi skrif hans. Á þessum árstíma á hann erfitt um vik að sinna þörfum garð- eigenda, en óhlutvönd áróðurs- skrif mega menntaðir menn ekki láta frá sér fara í leið- beiningaformi og þó forstjór- inn sjálfur álíti það eitt rétt sem fyrirtæki hans hentar hverju sinni er vafasamt að bera slíkar fjarstæður fram sem hann gerir í áðurnefndri grein sinni. Rvík, 1. febr. ’63 Björn Kristófersson, Finnur Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.