Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. febrúar 1963 MORCU1SBLAÐ1Ð 3 Nú veröur hann Svíþjóðarsamtal við Eggert Gíslason U M þessar mundir er ver- ið að Ijúka byggingu nýs skips í Svíþjóð, sem er eign Guðmundar á Kafnkels- stöðum og hinn aflasæli skipstjóri Eggert Gíslason mun stjórna. Blaðið átti tal við Guðmund og spurðist fyrir um hvernig gengi. Hann sagði verkið ganga allvel en hins vegar væri Eggert nú úti í Svíþjóð og fylgdist með verkinu og mundi hann vita betur um þetta mál. ★ Við spurðum um nafnið á hinu nýja skipi og sagði Guð- mundur að það ætti að heita „Sigurpáll“. Eætt hefði verið allmikið um Víðisnafnið. Talað var um að flytja nafnið Víðir II yfir á hið nýja skip, en það var skoðun ýmsra að það væri ekki heimilt nema með leyfi Sigurðar Magnússonar, eig- anda Víðis SU 175 frá Eski- firði. Sigurður hefir keypt einkaleyfi á því nafni, en gat þó ekki látið má það af skip- um, sem þegar héldu því. Því má Víðir II, sem nú er, hafa það áfram, en það mun ekki verða fiutt yfir á annað skip, nema leyfi Sigurðar komi til. Sigurður svaraði því til, er um leyfi hans var sótt: — Ég veit að gæfa fylgir þessu nafni. Má Víðir Sveins- son, sem nú er skipstjóri á Víði II, ekki njóta gæfu nafns ins með því að það fylgi sama skipi? Þar með var málið útrætt og nafnið verður ekki flutt. Hins vegar átti Guðmundur Víðisnafnið löngu á undan Sigurði og eignaðist það fyrst með skipi er hann keypti brotið og sjórekið uppi Akranesi árið 1922. En þar sem skipið var nýlegt var not- að úr því það sem hægt var, en að öðru leyti byggt upp. Og númerin á þessum skip- um eru svipuð. Víðir SU er nr. 175, Víðir II 275 og Sigur- páll verður nr. 375, en það númer var m. a. laust er Egg- ert fór að athuga um númer hjá sýslumanninum í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. — Hvað um nýju síldar- verksmiðjuna í Sandgerði? spyrjum við. — 'Hún var tilbúin til starfa 15. janúar og er búin að vinna 400 tonn af mjöli, sagði Guðmundur. ★ Við vendum okkar kvæði í kross og hringjum til Mar- stad í Svíþjóð og náum von bráðar tali af Eggert. Hann er hinn kátasti, enda kom konan hans út til hans á föstu daginn. Samtalið við hann fer hér á eftir. — Hverníg gengur smíði nýja bátsins? spyrjum við. — Þetta gengur sæmilega og hér eru ágætir starfsmenn, en það er eins og alltaf með smíði nýrra skipa, ýmsar or- sakir valda því að smíðin hef- ir dregizt nokkuð. Það var gert ráð fyrir því um áramót að henni yrði lokið í febrúar- lok. — Hvað verður nýja skipið stórt? — Það er ekki búið að mæla það enn. Það er 160 tonn áður en mældir eru lokaðir gang- ar, sem kallað er. Það verðu’r eitthvað um 200 tonn. — Okkur langaði til að spyrja þig um nafnið á skip- inu. Það hafa eins og þú hefir sjálfsagt frétt, gengið alls konar sögur um það. — Það er tómt kjaftæði, þessar sögusagnir. — Eruð þið búnir að skíra hann? — Það er ákveðið hvað bát- urinn á að heita. Hann á að heita Sigurpáll. — Gera þessar sögur þér nokkuð til? — Nei, nei, þetta gerir mér gær. Þá snjóaði allan daginn og menn að vera úti við suðuverk og smíðar, það er bókstaflega alveg ómögulegt. Þeim verður ekkert úr vinnu. Þetta er eins og maður veit óviðráðarilegt. Maður getur ekkert við þetta ráðið þegar móttarvöldin koma til. — Svo við snúum okkur aft ur að nafninu, þá vorum við búnir að frétta að Sigurður Magnússon hafi ekkert „vilj- að fyrir þá bræður gera“, það er þig og bróðir þinn. — Eg hef nú aldrei haft nema gott af Sigurði að segja. En þetta með nafnið er ann- að mál. Og það verður að hafa sinn gang. — Og þú ert ánægður með þetta nýja nafn? — Jú, jú. Mér datt þetta svona í hug. Það spinnast svo um þetta alls konar þjóðsögur og svo er skáldað svo mikið í kringum þetta. — En hefir þú ekki alltaf Eggert myndaður við Víði II, það happaskip. ekkert til. Enda væri maður vitlaus ef maður væri hör- undsár út af svona smámun- um. — Er það raunin á, að þig hafi dreymt þetta? — Æ, ég veit ekkert um það. — Er ekki allt í lagi, ef það er satt, þótt þú lofir mér að heyra það. . —• Heyrðu! — Já. — Er nokkuð að frétta heima? — Já, já. Það er ýmislegt að frétta. Arftaka þínum á Víði II hefir t. d. gengið ágæt- lega. — Það er fínt. Það er nú það bezta, sem maður heyrir að heiman. — Annars er dauft yfir síld inni núna. ★ Þar með hafði Eggert ^leg- ið okkur út af laginu með draumamálin og talið berst að því hvenær hann komi heim með Sigurpál. — Ef allt gengur eðlilega eins og er, getur hann orðið til upp úr miðjum marz. Ann ars er aldrei hægt að segja ákveðið um þetta upp á dag. Við skulum taka til dæmis í verið svolítið sérvitur? — Nei, það er síður en svo. Það er svona 90% af öllum' sjómönnum sem dreymir stanzlaust fyrir daglátum og ég er ekkert einstakur í því. Það skapast svo alls konar sögur í kringum þetta, þegar manni gengur vel í augnablik inu. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sínu. — Já, það skapast alltaf þjóðsögur í kringum menn sem gengur vel, skjótum við inn í. — Og stór hlutinn af þeim lygasögur, eins og þjóðsögur eru. ★ — Það er gott að þetta gengui allt eðlilega hjá ykk- ur. — Þetta er allt á réttri leið og ég trúi ekki öðru en skipið verði gott þegar þar að kem- ur. — Eruð þið með nokkur sér stök ný tæki, sem ekki hafa þekkzt heima. — Eru ekki komnir nýir neðansjávar-radarar eða ann- að þess háttar. — Það munu vera komin neðansjávarsjónvörp, eins og þeir eru með hjá landhelgis- gæzlunnL SR- JÖNAS GÍSLASON IBLÍUDAGUR i. 1 SÍÐASTA þætti lagði ég á- herzlu á, að Biblían væri sá eini grundvöllur, sem öll kristni kenning byggir á. í henni hefur Guð opinberað okkur mönnun- um vilja sinn og hjálpræði. Þess vegna þykir kristnum mönn um vænt um Biblíuna. Hún er þeim dýrmætari en allt annað. Því miður er Biblían í minni metum hjá fjölda íslendinga en vera skyldi. Eitt hið mesta ó- þurftarverk, sem verið hefur unnið kristni og kirkju þessa lánds, er niðurrif Bi'blíunnar. í nafni vísindamanna hafa margir menn, jafnvel guðfræðingar, reynt að draga úr gildi hennar sem hins guðlega orðs til okkar mannanna talað. Og nú er svo komið, að margir nútímamenn gera lítinn un á Biblíunni og öðrum þeim bókum, sem ritaðar hafa verið. Þeir afneita hinu ein- stæða við hana. Þetta hefur raunar berlega komið fram í trúmálaumræðum þeim, sem staðið hafa um skeið í blöðum hérlendis. Menn neita að taka orð Biblíunnar til greina til úrskurðar um kristna kenn- ingu. Menn taka alls konar .op- inberanir" og bollaleggingar nú- tímamanna jafnvel fram yfir þann boðskap, sem okkur er fluttur í Biblíunni. Það er alls ekki hægt. Það er ekki hægt að skilja að kristin- dóminn og Biblíuna. Sá maður, sem hafnar Biblíunni sem orði Guðs, hafnar um leið kenningu kristindómsins. Og hversu mjög sem hann reynir að kalla hinar nýju kenningar, sem hann kann að aðhyllast, kristindóm, þá er það aðeins frekleg blekking og fölsun staðreynda. Kristindómurinn er það eitt, sem Biblían flytur okkur. Kenn- ing hans byggist aðeins og ein- vörðungu á þeirri guðsopinber- un, sem hún hefur að geyn.a. Þ e s s i grundvallarstaðreynd kristinnar trúar verður aldrei of oft undirstrikuð. Boðskapur Biblíunnar og kenningar kristin- dómsins eru og hljóta að vera eitt og hið sama. II. , Þetta gera kristnir menn sér ljóst. Þeim þykir vænt um Guðs orð. Þeir lesa það reglulega og sækja styrk og kraft í lestur þess. Og þeir láta sér ekki nægja það eitt að geta lesið orð Guðs. Þeir þrá að útbreiða það sem allra víðast um jörðina, svo að allir menn eigi þess kost að kynnast opinberun Guðs og eignast trúna á hinn krossfesta og upprisna frelsara, Jesúm Krist. Þess vegna hafa kristnir menn stofnað stór og mikil félög til þess að gefa út Biblíuna á fjöl- mörgum tungumálum. Þessi fé- lög eru nefnd Biblíufélög. Hafa mörg þeirra unnið ótrúlega mik- ið starf að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar um allan heim. Engin bók hefur verið gefin út í jafnstórum upplögum og Biblían. Engin bók hefur verið þýdd á jafnmörg tungumál. í dag mun láta nærri, 'að Biblían eða einhver einstök rit hennar hafi verið gefin út á nærri 1200 — Heldurðu að þau komi að gagnL við fiskveiðar? — Maður veit aldrei, en við fáum ekkert slíkt. Ég fæ ekk- ert nýtt í sambandi við tæki, en læt útbúa ýmislegt smá- vegis, sem verður til hagræð- is svona eftir mínu höfði, til að hafa þetta eins gott og maður hefir vit á. Þar með lýkur þessu spjalli við Eggert á Víði II, sem í ná- inni framtíð verður sjálfsagt kallaður Eggert á Sigurpáli. — vig. tungumálum. Og oft er það svo. að Biblían er eina bókin, sem komið hefur út á viðkomandi máli. Oft er það svo, að kristniboð- ar, sem störfuðu á meðal frum- stæðra þjóða, sem ekkert ritmál áttu, hafa búið til ritmál fyrir þessar þjóðir og þýtt einstök rit Biblíunnar á þessi frumstæðu mál. Og stöðugt er unnfð að nýjum þýðingum og nýjum út- gáfum hennar. Það væri hægt að segja argar hrífaijdi sögur frá þessu starfi, en þess er enginn kostur hér að sinni. í stuttu máli má segja, að kristniboðar hafa víða unnið ótrúlegustu þrekvirki á sviði málvísindanna. Og tilgangurinn með öllu þessu starfi hefur að- eins veirið einn og hinn sami: Að flytja æ fleiri þjóðum og þjóðflokkum orð Guðs á móður- málinu. III. Við vitum, að Biblían er stór bók, rúmar 1100 blaðsíður að stærð í íslenzku útgáfunni. Hér er því um dýrar útgáfur að ræða. Prentun Biblíunnar kostar stórfé. Ef selja ætti hana á venjulegu verði, yrði hún svo dýr, að fáum yrði kleift að eign- ast orð Guðs. Þess vegna hafa Biblíufélögin lagt kapp á að selja Biblíuna sem allra ódýr- asta. langt undir kostnaðarverði. Til þess að svo megi takast, þurfa félögin að hafa miklar tekjur af oðru en sölu hennar. Og kristnir menn um gervallan heihi gefa hundruð milljóna króna ár hvert til þess, að hægt sé að halda söluverði Biblíunn- ar niðri. Þess vegna er Biblian langódýrasta bókin á bókamark- aðinum miðað við stærð og út- gáfukostanð. Hið íslenzka biblíufélag var stofnað sumarið 1815 að forgöngu Brezka og erlenda biblíufélags- ins, sem er elzta og stærsta bibl- íufélag heims. Það hefur nú fyr- ir fáum árum tekið að sér út- gáfu íslenzku Biblíunnar á nýj- an leik, eftir að Brezka og er- lenda biblíufélagið hafði annazt útgáfu íslenzku Biblíunnar um nær aldar skeið. Markmið Hins íslenzka biblíu- félags er hið sama og allra ann- arra biblíufélaga: Að annast um útgáfu og útbreiðslu Biblíunn- ar, á fslenzku. Félagið er þvi miður of fámennt Og vanmegn- ugt fjárhagslega. Þó hafa ýmsir unnið mikið og fórnfúst starf í þess þágu. Annað félag má nefna, sem mikið hefur unnið að útbreiðslu Guðs orðs með þjóðinni. Gideon- félagið hefur nú um mörg ár gefið hverju 12 ára skó’labarni í landinu Nýja testamenti, auk þess sem það hefur víða gefið Bibliur og Nýja testamenti, t, d. á sjúkrahús, gistihús, farþega- skip og viðar. Starf þess er ó- metanlegt fyrir útbreiðslu Bifol- íunnar hérlendis. Þó má betur, ef duga skal. Nú er unnið að nýrri þýðingu Biblíunnar úr frummálunum. sem ætlunin er að reyna að gefa út á 150 ára afmæll Biblíufé- lagsins árið 1965. Sú útgáfa kem ur til með að kosta mikið fé. Þess vegna þarf félagið á að halda góðum stuðningi allra þeirra, sem láta sig varða út- breiðslu Guðs orðs meðal ís- lenzku þjóðarinnar. í dag er almennur bibliudag- ur. Látum hann verða okkur hvatningu til að taka jákvæðan þátt i starfi Hins íslenzka biblíu- félags. Þar er íslenzkri kristni lífsnauðsyn, að Biblían, orð Guðs, hljóti aftur sinn fyrri sess í vitund þjóðarinnar. Biblian er opinberun Guðs, gefin okkur til hjálpræðis. Hún og hún ein hefur úrskurðarvald um kristna kenningu. Því meg- um við aldrei gleyma. Jónas Gislason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.