Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 8
4 8 •* k a j*. *.« t t t í< <i > MORCVNBLAÐIÖ 'ýy ^ .• •• ■•/••' •••/ NÚ f öndverðum janúnar átti ég leið frá Akureyri um Skaga fjörð og greip þá tækifærið að litast nokkuð um. Hygg ég það hefði komið fleirum á óvart en mér að fara þá leið um há- vetur og þurfa þó ekki að hafa svo mikið við, sem að setja keðjur á bifreiðina. En þannig heilsaði nýja árið Norð urlandi, að snjólaust var nema tii fjalla, þótt frosthörkur hafi Séð heim að Birkihlíð. Stofnlánadeildin með msiri framfara og framtíðarmálum landbúnaðarins / Hjónin í Birkihlfð, Steindór Benediktsson og Elínóra Jóns- dóttir ásamt syni þeirra, Sólbjrgi, væntanlegum bónda þar. verið miklar. Og eini síkaflinn, ef skafl skyldi kalla, sem ég hitti á minni ferð, var á Öxna dalsheiði, skömmu áður en komið var í Giljareitinn. Mér er minnisstæð innreiðin í Skagafjörð. Það' er fallegt á Norðurlandi í frosti og still- um um hádegisbil. Skammt frá Silfrastöðum mættum við bónda á reiðhjóli, sem var að fara í beitarhúsin, og innan tiðar vorum við komin að Miklabæ, þar sem ,„,Vötn“ í klaka kropin kveða á aðra hlið“. En lengra var ferðinni heit ið og loks komið í Birkihlíð. Steindór bóndi Benediktsson stóð úti á hlaðinu og leiddi mig þegar til stofu. Var ekki laust við, að honum hnykkti við, er hann vissi, að hér var blaðamaður á ferð; kvaðst þó mundu rabba við mig eins og hvern annan gest um hitt og þetta. Innti ég hann um bú- skapinn í Birkhlíð og hvort hann hefði búið þar alla sína búmannstíð: — Eg var 18 ára, er ég hóf búskap og bjó ég þá á móti föður mínum á Gili, sem þá var næsti bær við Birkihlíð. Hingað fluttist ég svo 1920. Það er öll yfirferðin í veröld- inni. — Þú hefur þó skroppið út fyrir héraðið endrum og sinn- um? — Ekki neita ég því. Það hefur þó ekki líklega verið fyrr en 1840, sem ég gerði það í fyrsta skipti, og fór ég þá til Akureyrar. En nú erum við hjónin búin að ferðast svo að segja umhverfis landið. — Hvernig var aðkoman hér í Birkihlíð, er þú fluttir hing- að? — Eg þurfti aí ^yggja allt upp og bústofninn var lítill til að byrja með. Tvær kýr og 100 fjár. Þurfti ég þó að sækja heyskap burtu meira og minna handa þessum fáu skepnum. Nú heyja ég bara á túni, er þó með 17 nautgripi og urn 200 fjár. — Og hér eru allar bygging ar nýlegar og reisulegar að sjá? — Já. Gamli bærinn, sem ég byggði, var aðeins úr torfi og timbri, en góður bær samt. Þó var raki í honuim, svo að ég réðist í að byggja nýtt íbúðar hús árið 1936. Fjósið stækkaði ég svo tveim árum síðar og fjölgaði þá þessum fáu grip- um mínum í 12—13 kýr, en þá var mjólkursamleg komið á Sauðárkrók. Svo réðumst við feðgarnir, ég og Sólbergur son ur minn, í að endurnýja gripa húsin. Byggðum nýtt fjárhús 1956, haughús 1958, fjós 1959, hlöðu 1960 og stækkuðum hana þá um meir en helming. — Hvernig finnast þér frarn kvæmdir hafa verið hér í Skagafirðinum nú í seinni tíð? — Eg tel, að framkvæmdir hafi almennt haldið í horf- inu og er mikið unnið hér á hverju ári að byggingar- og ræktunarmálum. Hins vegar var það svo fram undir 1935, að hýbýli og gripahús voru léleg hér, a. m. k. ef miðað var við aðalleiðir. Og síðan hef ur mjög skriðið áfram og stöndum við nú ekki aftar öðrum héruðum hvað það snertir, heldur þvert á móti fremur að því leyti að við fórum seinna af stað og eigum því yfirleitt vandaðri bygging ar, eftir því sem byggingar- tækninni hefur fleygt fram. Og við þurfum ekki að kvarta, úr því við komumst úr lægð inni. — Viðgangur og vöxtur Sauðárkróks hefur valdið þar miklu um? .— Já, það hefur mikið að segja að hafa kaupstað upp á markaðsmöguleika að gera. Sauðárkrókur hefur verið að stækka og atvinnuskilyrði þar að batna. Lífsafkoman hefur verið ágæt þar þrjú til fjögur síðustu árin, mikil atvinna og velmegun. Það hefur sitt að segja til að umsetja og af- setja. — En var ekki nokkur bú- fjárrækt þar fram eftir árum? — Jú, búskapur var mikill þar fram undir 1940—1950. Kýr voru þar flestar eitthvað á annað hundrað, — en nú er þar aðeins ein kýr. Auknir at vinnumöguleikar hafa breytt þessu algjörlega og ég vil halda því fram, að það hafi mikið að segja, sérstaklega hvað mjólkurvörui’nar snert- ir. Þó að við Skagfirðingar sé um montnir, hef ég alltaf litið upp til Eyfirðinga. En eins og ég segi, þá tel ég ekki að mann gildi sé hér minna, heldur hef ur aðstöðumunur skapað þeim betri skilyrði til framkvæmda. Mætti benda á, að þeir fengu fyrsta þúfnabanann, enda skil- yrði þar betri, fyrst og fremst vegna hins góða kaupstaðar. Og þó þessi tæki hafi ekki reynzt eins vel hér á landi og menn höfðu vonað, komu þau þó ræktunarframkvæmdunum af stað. Hingað í Skagafjörð- inn kom fyrsta beltisdráttar- vélin ekki fyrr en 1945 og má segja að þá verði tímamót í ræktunarsögunni. Og ég verð að segja það Skagfirðingum til hróss, að þeir hafa notað þessi tæki vel og umbreytt hér aðinu. — En hvenær stofnuðuð þið ykkar mjólkursamlag? — Það gerðum við árið 1934. Fram að þeim tíma var hér ein göngu fjárbúskapur, nema í næsta nágrenni við Sauðár- krók. Þar var selt eitthvað af mjólk og flutti þá hver bóndi fyrir sig. Upp úr því tók mjólk urframleiðslan að vaxa mjög mikið og er innlagsmjólkin nú eitthvað á 4. milljón lítra. Og aðeins í þessum hreppi, Staðar hreppi, sem telur 27 bæi, nem ur framleiðslan um hálfri milljón lítra. — Lítur þú björtum augum til framtíðarmnar? — Landbúnaðurinn er enn þá á framfarastigi. Afurðirnar aukazt stöðugf og meðan svo er, finnst méf vel horfa. Enda er tæknin orðin svo almenn, sem verið getur, þó að sjálf- Sunnudagur 17. febrúar 1961 sögðu komi ný tæki, sem taka þessum fram. Hins vegar tel ég, að fara þurfi með gát. Sér staklega verðum við mjólkur framleiðendur að fara með þeirri gát, að við getum selt af urðirnar hér innan lands. — Og ertu ánægður með vöruverðið? — Já, mér finnst það ágætt og vel viðunandi. Menn verða að gá að sér og of hátt vöru verð leiðir af sér vaxandi kröfugerð og vaxandi dýrtíð, — og ég er hræddur við dýr- tíðina. Það er illt að ráða við stéttasamtökin og erfitt að hamla þar á móti, þegar kröfu gerðin fer að ganga út í öfgar og byggir ekki á aukinni þjóð arframleiðslu. Þegar svo er komið, er skuggalegt um að litast, og framfarahugur get- ur beðið hnekki við það. -— Segðu mér eitt að lokum, Steindór. — Hvaða augum lítur þú á nýju löggjöfina um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins? — Eg tel Stofnlánadeildina með meiri framfara og fram- tiðarmálum landbúnaðarins. Og ég er satt að segja hissa á því, hve margir bændur hafa tekið þessum breytingum með fálæti og jafnvel andstöðu. Það skiptir öllu máli fyrir þá, sem ráðast í byggingar, að öruggt sé um lánafyrirgreiðslu og allir vissum við, að búnaðar sjóðirnir voru orðnir meira en félausir. Eg hefði talið það hæpna leið að velta þeim enda laust áfram með nýjum og nýj um lánum. Eg man, að 1959 var allt mjög í óvissu um, hvort nokk- ur lán fengjust til húsabygg- inga. Slíkt öryggisleysi er al- gjör hemill á framkvæmdirn ar og ekkert gagn í nöfnum sjóðanna einum saman, ef annað kemur ekki til. Þess vegna finnst mér mikið ör- yggi í þessari nýju löggjöf fyrir framtíðina; framlag bænda er þar tiltölulega lítið en dregur mikið á móti. -- XXX - Er ég hafði þegið góðan við- urgjörning, fór ég að tygja mig til brottferðar. Steindór fylgdi mér út á hlað og sýndi mér gripahúsin, sem öll voru mjög til fyrirmyndar. Spurði ég hann þá, hvort hann gæti ekki státað af góðum reið- hestum, sem aðrir Skagfirð- ingar. Lét hann vel yfir, en kvað þá þó einna lakasta í seinni tíð. Töluvert var tekið að rökkva, loksins þegar ég kom mér af stað. Meðfram vegin- um til Sauðárkróks og niður við Héraðsvötn dreifðu sér stóðhross um hagana, þung- lamaleg og kuldaleg að sjá. Efaðist ég þó ekki um fjör og mjúkleika gæðinganna, ef á hefði reynt, og saknaði þess ■bð geta ekki tekið undir með vígreifum hestamanni; „Djúpt í klofin klakabönd klárinn lofið grefur; gegnum skrofið rósarönd rétta ofið hefur“. H. BL \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.