Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 20
20 m n n c i ny b l 4 ð i & Sunnudagur 17. febrúar 1961 PATRICIA WENTWORTH: mnmu 1 11 MAUD SILVER _______KEMUR í HEIMSÓKN Þegar dagurinn kom, dræmt | og treglega fór allt þetta fólk á fætur og tók til við störf sín. Katrín Welby fór á fætur til að ná í vagninn klukkan 9.40 til Lenton. Hún hitaði sér kaffi og ristaði nokkrar brauðsneiðar. Hún var ekki föl lengur því að hún hafði gert ráðstafanir til að forðast svo óviðeigandi hlut. Hún leit út að mestu eins og hún var vön, nema hvað hún var með hatt — gráan hatt. sem fór vel við fatnað hennar, með fjöður undir borðanum. Hann kom út um útidyrnar og læsti þeim síðan á eftir sér, og sá þá frú Fallow koma eftir brautinni, í mesta flýti og alveg að springa utan af fréttunum. Katrín bauð góðan daginn, én svo kom fréttabunan. — Ja, ég á nú að réttu lagi að vera hjá ungfrú Cray, og þér eruð sjálfsagt hissa á mér. én ég sagði við hana Riettu, að ég gæti ekki annað en hugsað um veslinginn hana frú Mayhew. Það er alveg voði, hvernig hún hefur látið. Maðurinn hennar getur ekki fengið hana til að bragða mat. Hún gerir ekki ann- að en svolgra í sig te og svo grætur hún. Svo að ég sagði við Riettu: — Ég á hænu, sem hefur verið að verpa og ég á ný egg. Hvernig væri, að ég færi til veslingsins hennar frú Mayhew og reyndi að þeyta egg út í teið hjá henni, svo að hún fengi þó einhverja næringu. Og ungfrú Rietta pagði allt í lagi, svo • að ég flýtti mér að fara. Katrín leit á armbandsúrið sitt. Vagnstöðin var rétt við hlið ið. Hún hafði fimm mínútur til umráða. Hún sagði: — Ég hélt. að þér hefðuð held ur farið hina leiðina, bakatil. Röddin var róleg og skjálfta- laus. Samt hélt hún nú ekki, að frú Fallow hefði tekið á sig krók, til þess að segja henni, hvort frú Mayhew hefði þegið að fá egg út í teið sitt. Þunna, dökka andþtið á frú Fallow, titraði af- óþolinmæði. Hún vildi geta haldið áfram með söguna sína án þess að vera taf- ia. — Það gerði ég líka- svaraði hún. —- Og þegar ég kom þang- að, jæja það gerði nú ekki bet- ur en ég myndi, hvaða erindi ég átti. í>að var nú meiri fyrir- gangurinn! Mér skildist, að lög- reglustjórinn heíði komið þarna aftur, seinnipartinn og konan með honum, sem er gestkomandi hjá henni frú Voycey, og þau fara inn í skrifstofuna. Og stundarkorni seinna kemur Drake fulltrúi þangað og ijós- myndarinn og einir tveir til, og svo taka þeir ljósmyndir og gipsmót. En þessi ungfrú Silver — hún var þá farin. Líklega hef- ur hún' verið fyrir þeim og lög- reglustjórinn komið henni burt. 42 Katrín var að setja upp hanzk- ana og sléttaði þá vandlega - á fingrunum. — Og af hverju voru þeir að taka myndir og gipsmót? Frú Éallow kom nær og sagði með rödd, sem smaug gegn um merg Og bein: — Það voru fótspor. — Fótspor? Katrín hopaði á hæl, en frú Fallow kom á eftir. — Já, iótspor. Þarna undir glugganum hjá sýrernurunnun- um. Það lítur út fyrir, að einhver hafi staðið þar, á miðvikudags- kvöldið um það leyti. sem hr. Lessiter var myrtur. Og nú eru þeir búnir að mæla allt og Ijós- mynda, til þess að geta séð, hver það hafi verið. Og svo er guði fyrir að þakka, að þeir geta ekki komið því á hana ungfrú Riettu, því að þeir segja, að þessi fót- spor séu smá, og það er þó ekki hægt að segja um hana. að hún sé fótnett. Hún hefur1 lögulega fætur, en smáir eru þeir ekki, og víst er um það. Svo að þetta getur komið ungfrú Riettu að gagrii og líka honum Cyril Mayhew. Við vitum vel, að hann er hálfgerður vandræðagripur, en hann notar ekki dömuskó I númer fjögur og gæti ekki not- að. Og ég hefði getað sparað mér þetta með eggin. Frú Mey- hew er alveg eins og önnur manneskja — hún er lifnuð við, svo að því skyldi enginn maður trúa og borðaði reykta síld og þrjár sneiðar af ristuðu brauði og marmelaði með. Svo að mér datt í hug að fara þessa leiðina og segja yöur fréttirnar, ef þér væruð einhversstaðar nærri. En ég má b 11 ekki vera að slóra. því að hun ungrú Rietta bíður eftir mér. Þær hengu út um stólparhlið- ið. Katrín náði í vagninn. XXXVÍ. — Auðvitað, elskan mín, verð- urðu að taka á móti honum í setustofunni. Bessie skal kveijcja upp alveg í býtið. — Þakka þér fyrir, Cecilia. Og það var í rauninni þakkar- vert, því erfitt viðureignar, að maður skyldi ekki mega spyrja um málefni náungans. Já, þessar siðareglur eru ekki lambið að leika sér við. Og nú roðnaði hún í framan af áreynslunni við að stilla sig. En þegar bíll lögreglu- | stjórans rann í hlaðið. gerði hún Iekki annað en endurtaka, að hún ætlaði ekki að ónáða þau, og gekk svo inn í borðstofuna, i minnug þess, að Maud hafði allt- ! af verið svo andstyggilega þag- mælsk, jafnvel á skólaárunum. í setustofunni endurtók Maud Silver viðtal sitt við Katrínu Welby og það, sem Alan Grover hafði trúað henni fyrir. March sussaði nú að visu ekki 'við því síðarnefnda. en leyfði sér að benda á, að það, sem skrifstofu- maðurinn hafði sagt væri ekki neinn vitnaframburður. Ungfrú Silver samsinnti því, en bætti við, með ofurlitlum hósta, að hún hefði orðið hrifin af hrein- skilni hans, og vildi jafnframt ekki gerast sek um það að breiða yfir vitneskju. sem lögreglan gæti haft gagn af. Lögreglustjórinn var í greini- lega betra skapi nú en daginn áður. Hann hló Og sagði: — Það mundir þú aldrei gera. Ef hann sagði þetta í léttum tón, kom svarið i öllu alvarlegri tón: — Mjög sjaldan, en þá af góð- um og gildum ástæðum, Randal. Og svo var eitt, sem ég vildi gjarna benda þér á, þó að það hafi ef til vill þegar verið gert, en ef ekki. þá.... — Hvað er það? — Það er þetta með síma- hringingarnar á miðvikudags- kvöldið. — Hringingar? — Já. Við vitum, að rú Welby var í símanum í tíu mínútur og talaði við ungfrú Cray milli 8.20 og 8.30. — Var það Katrín Welby, sem hringdi? — Já. Ungfrú Cray neitar að segja, hvað þær hafi talað um. Þegar ég gaf í skyn, að það hefði verið viðskiptamál, sagði hún: .,Það má eins vel kalla það“, og þegar ég spurði, hvort það stæði í nokkru sambandi við Lessiter, sagði hún bara „Ó“, og það var eins og kæmi á hana. Frú Welby varð reið og að ég held. hrædd líka, þegar ég minntist á þessa hringingu. Og þegar ég minntist á minnisblað- ið, sem er saknað, er ég alveg viss um, að hún varð sem snöggvast alveg dauðhrædd. Ef ég íegg saman öll' smáatriðin, sem ég hef tekið eftir eða gripið upp úr þvaðrinu hérna á staðn- um, er ég alveg viss um. að frú Welby hefur komizt í illilega klípu, við heimkomu Lessiters. Frú Lessiter lét hana hafa hús- gögn í Hilðhúsið. Svo hefur ver- ið smá-'bætt við þetta, og sumt, sem þangað hefur farið, er mjög verðmætt. F Welby hefur lát- ið það í veðri vaka við alla. að þetta væri allt að gjöf. Svo kem- ur Lessiter heim. Það væri ekk- ert óeðlilegt, að hann vildi fá einhverjar sannanir fyrir því, að móðir hans hefði gefið frú Wel- by svona margar og verðmætar gjafir. Það liggja fyrir sannanir fyrir því, að hann var að leita í húsinu að blaði, sem hann sagði vera minnisblaðið, sem hann minntist á við ungfrú Cray. Frú Fallow. sem vinnur I Melling- húsinu, sagði ráðskonunni hjá frú Voycey, að hann „væri bók- staflega að snúa öllu við“, til að finna skjal. sem frú Lessiter hefði látið eftir sig handa hon- um. Við vitum, að skjaiið fannst, þar sem ungfrú Cray sá það á borðinu hjá honum. En nú finnst það hvergi. Ég held, að ekki sé hægt að álykta annað en að þetta skjal hafi verið mein- legt fyrir einhvern, sem þess vegna lagði kapp á að koma því fyrir kattarnef. Ég vil nú ekki ganga svo langt að fullyrða, að þessi persóna hafi verið morð- inginn sjálfur. en það er þó allt- af hugsanlegt. 3|Utvarpiö Sunnudaaur 17. febrúar 8.30 Létt morsumlöe. 9.20 Morgunhugleiðine uim mús ík: „Söneur Fións“ eftir Carl Nielsen (Árni Kristi ánss'On). 9.3ö Morgiuntónleikar: Verk eft ir Carl Nielsen. 11.00 Messa í elliiheimilinu Grund (Auðuir Eir Vilhiálmsdóttir cand. theol.^ prédikar: séra Sigurbiörn Á. Gíslason bióix ar fvrir al'tari. Söngflokkur úr KFUM og K svngur. Org anleikari: Gústaf Jóthannes son). 12.15 Kádegisútvarn. 13.15 Tæikini os verksmennimg. XVI. erindi: Um siálfvL. il (Sveinn Guðimundsson verk fræðingur). 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn. — (16.00 Veð urfregnir). 16.30 Enþurtekið efni: a) Rann veig Tómasdóttir talar um (hiónabönd fóliks af ólálku Ibiióðernii. — b) Sig.uröur Biörnsson svngur sex ísL lög.. — c) Stefán Jónsson rithöf. fer mcð ljóð og íi. 17.30 Ba.rnatími (Helga og Huida Vc \n isdætuir): . .Æ vint vri S tikilsberi ar-Finns". leikriit eftir Mark Twain og Flemmn ing Gell, 1. hluti. — Leik- stióri: Hildur Kalman. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Sortnar bú, ský“: Gömlu lögin suirfgin og leikin. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréittir. 20.00 Umhverfis iörðina: Guðni Þórðarson segir frá dvöl sinni í Japan. 20.25 Samsöngur í útvarpssal: Albýðukórinn syngur. Stiómandi: Dr Hallgrimur Heleason. Píanóleikari: Guð mundur Jónsson. 21.00 Sunnudagskvöld með Svav ari Gests. spurninga- og skemmtibáttur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. —22.10 Danslög. — 23.30 Dagskirárlok. Mánudagiur 18. febrúar 8.00 Morgunútvarp . 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: ólafur E. Stefánsson ráðunautur talar um meðferð kúanna næstu mánuði. 14.00 „Við vinnuna" Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum". 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Stund fyrir stofutónlist (Guð mundur W. Vilhjálmsson). 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust endur (Stefán Jóns^pn rith), 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Sverr ir Hermannsson viðskiptafræð ingur). 20.20 Frá píanótónleikum i Há* skólabiói 19. des. sl. 20.40 Á blaðamannafundi: Benedikt Bjarklind stórtemplar svarar spurningum. Spyrjendur: Ás- mundur Sigurjónsson, Gísli Ástþórsson og Haukur Hauks son . Stjórnandi: Dr. Gunn- ar Schram. 21.15 Tveir óperuforleikir: „Vald örlaganna" og „Silkistiginn". 21.30 Útvarpssagan: „íslenskur að all“ eftir Þórberg Þórðarson, VII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Passíusálmar (7). 22.10 Hljómplötusafnið. 23.10 Skákþáttur — 23.45 Dagskrár lok. ^ tNú er rétti tíminn a9 panta 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF KALLI KUREKI - Teiknari: Fred Harman — Hvernig getur gamalt spænskt »verð verið hérna í eyðimörkinni? — Fyrir löngu, árið 1540, kom spænskur hershöfðingi, sem hét Cor- onado hingað frá Mexíkó með fjöld- an allan af hermönnum til að finna hinar sjö gullnu borgir. Náungi, sem hét „kýrhöfuð“, Cabeza de Vaca, sagði að gullnu borgirnar væru hérna nálægt. — Kúrekarnir finna alltaf annað slagið hjálm eða spora þar sem her- menn Coronado háðu bardaga við Indíána. — Ég held að ég hafi séð fléira í' hellinum þar sem ég fann sverðið. — Kannski er eitthvað þar, sem við getum notað. — Já, en mér líkar þessir hellar ekki of veL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.