Morgunblaðið - 03.03.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 03.03.1963, Síða 8
8 UORCUNBLÁÐÍB Sunnudagur 3. marz 1963 TVErR fræðshistjórar frá ná- grannalöndunum, hr. Ola Laukli, fræðslustjóri í Dramra en og hr. Kr. Thomsen Jensen, fræðslustjóri Kaupmannahafn ar, hafa undanfarna daga dvalið í Reykjavík og flutt er indi um skólamál. Hr. Laukli kom hingað til að sitja ráð- stefnu skólastjóra og yfir- kennara barna- og gagnfræða- stigs í Reykjavík, haldna að til hlutan fræðslustjóra og Skó>la stjórafélagsins. Ráðstefnan var sett s.l. sunnudag og lauk henni á fimmtudaginn. Á ráð stefnunni flutti fræðslustjór- inn mörg erindi. Fræðsluskrif stofa Rvíkur., í samvinnu við stéttarfélag barnakennara og Félag gagnfræðaskólakennara, gekkst fyrir boði hr. Jensens til Reykjavikur til erindaflutn ings fyrir kennara. Fyrsta er- indið flutti hr. Jensen s.l. mið vikudag, en síðasta erindið verður í dag í samkomusal Ola I.aukli ít. v.) og Kr. Thomsen Jensen. Myndin er tekin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu. Fræöslustjorar Drammen og Kaupmannahafnar ræDa um skólamál i Reykjavík Hagaskólans og fjallar um sam vinnu heimila og skóla. Er öllum heimill aðgangur að þeim fundi og hefst hann kl. 14. Fræðslustjórinn í Reykja- vík, Jónas B. Jónsson, og aðr- ir forystumenn kennslumála í Reykjavík efndu til blaða- mannafundar með fræðslu- stjórunum á Hótel Sögu. Við það tækifæri sagði Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, að þetta væri í fyrsta skipti sem ráð- stefna skólastjóra og yfir- kennara væri haldin hér á landi, en slíkar ráðstefnur væru hinsvegar oft haldnar í nágrannalöndunum. Hefði kunnur skólamaður því verið fenginn, hr. Laukli frá Dramm en, til leiðbeiningar. Um 30 menn sátu ráðstefnuna og var þar rætt um ýms mál skóla- stjórnar. ★ Fræðslustjórarnir ræddu nú um skólamál í heimalöndum sínum og bar margt á góma. Hr. Jensen sagði, að 75% af danskri skólaæsku gengi í skóla í níu ár. í>ó væri engin skólaskylda þar, en fræðslu- skyldan væri 7 ár, og öll börn, þó þau gengu ekki reglulega í skóla, væru prófskyld. I>á sagði hr. Jensen, að árið 1958 hefði verið sett ný skólalög- gjöf, sem kvæði svo á að nám inu skuli skipt, að 5. bekk lokn um, eftir áhugamálum og hæfni og hefðu nemendur frjálst val um: verklegt nám, almennt nám og undirbúnings nám undir framhaldsskóla. Áherzla væri lögð á að veita börnunum hagnýta fræðslu og færi sú kennsla dálítið eftir staðháttum, t. d. væri lögð aðaláherzla á landbúnaðar- störf í skólum landbúnaðar- héraðanna, fiskistörf í skólum fiskibæjanna, iðnaðarstörf i skólum iðnaðarborganna o. s. frv. Einnig þyrftu nemendur að vinna stuttan tíma á ýms- um vinnustöðvum, minnst þjár vikur, til að kynnast af eigin raun viðkomandi starfi. Ola Laukli sagði að vinnu- skylda væri einnig lögboðin, minnst 14 daga, 1 Noregi. Fræðslustjóri Reykjavíkur skaut því inn, að hér giltu önnur viðhorf til vinnuskyld- unnar, vegna almennrar þátt- töku unglinganna í atvinnu- lífi landsins yfir sumarmán- uðina, en í Noregi og Dan- mörku væri gefið aðeins 2ja mánaða sumarfrí úr skólun- Hr. Laukli lagði ennfremur, að í Noregi gilti 7 ára skóla- skylda en hinsvegar hefðu einstakar skólanefndir heim- ild til að lengja námsskyld- una um tvö ár og 70% norskra bæja hefðu 9 ára skyldunám. Væri búizt, við að um 1970 væri 9 ára skyldunám komið um land allt. Eftir fimm ára skólanám gætu börnin valið milli námsgreina. Að síðustu luku fræðslustjór arnir miiklu lofsyrði á íslenzka skóla og töldu þá í fremstu röð á Norðurlöndum. NÝLiBGA var kveðinn upp I Hæstarétti dómur í máli, er)( Bergsteinn Árnason, lögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli, höfð aði gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta að upphæð kr. 159.179.00. Málavextir eru þessir: Þann 10. nóvemlber árið 1955 varð mjög harður árekstur milli bifreiðanna J-6 og VL-1629 á veginum, sem liggur frá Hótel Keflavík norður til Camp Turn- er á Keflavikurflugvelli og var öfeumaður hennar stefnandi í máli þessu. Hann var einn í biifreiðinni, er slysið skeði og vax >á á leið til lögreglustöðv- arinnar í Camp Turner. Áreksturinn varð svo harður að VL-1627 hentist út af veg- inum, og valt á hliðina. J-6 stóð hinsvegar þversum á vegin um og var ökumaðurinn undir bifreiðinni, er að var komið. Ökumaðurinn, Bergsteinn Árna- son, slasaðist mjög mikið við slys þetta og var varanleg ör- orka hans af völdum slyssins metin 10%. Vegna slyssins var gefin út ákæra á hendur Berg- steini, þar sem.hann þótti hafa ekið ógætilega og með dómi upp kveðnum í sakadómi Hafnar- fjarðar var hann dæmdur tii greiðslu sektar kr. 1.000.00 fyrir brot á 219 gr. alm. hgl. og 38. gr. bifreiðalaganna. Stefndi höfðaði nú mál það, sem hér um ræðir, á hendur ríkissjóði. Byggði hann dóm- kröfu sína í fyrsta lagi á því, að hann hefði verið að skyldu- störfum sem ríkislögreglumað- ur, er slysið vildi til og bæri stefnda því að bæta honum það tjón, er hann hefði orðið fyrir skv. 2. migr. 7. gr. 1. 50/1940 um lögreglumenn, en þar segir: „Lög reglumenn ríkisins og varalög- reglumenn eiga rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns.“ í öðru lagi reiisti stefnandi dómkröfur sínar á því, að öku- maður varnarliðsbifreiðarinnar hefði átt sök á slysinu og því bæri stefnda að bæta tjón það, er af hlauzt skv. ákvæðum í viðbótarsamningi um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna. í>á gat stefnandi þess einnig, kröfum sinum til áréttingar, að Þrdttmikið starf FlugbjörguiDarsvetitarinnar 29. janúar s.l. var aðaifundur haldinn hjá Flugbjörgunarsveit inni. Formaður, Sigurður M. Þor steinsson, setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna, en gestir vorú frá Björgunar- sveitinni á KeflavíkurflugvelH, þeir C.D.R. Morris, sem er yfir- maður þeirrar deildar, og nýr flugmaður, Lt, Richard Gráy. Baldvin Jónsson, forseti Flug- málafélags íslands, var kosinn fundarstjóri og ritari Guðjón Valgeirsson. Formaður gaf skýrslu stjórnar fyrir síðast liðið starfsár. Á árinu voru haldnir 16 stjórn arfundir, fyrsti miðvikudagur í hverjum mánuði er fundardagur stjórnar. I>á voru haldnir 4 al- mennir félagsfundir, þar sem meðad annars dr. Sigurður Þór- arinsson flutti fræðsluerindi um jarðskjálfta á íslandi. Æfingar hafa verið stundaðar eins og áð- ur. Hver flokkur mætir hálfs- mánaðarlega til æfinga að vetr- inum og útiæfinga á sumrin. Þá hefur verið haldið uppi sam- eiginlegu félagslifi með skemmti kvöldum og ferðalagi út á land. Bifreiðadeild og fjarskiptadeild hafa starfað mikið og mætt á hverju mánudagskvöldi til að setja bifreiðarnar í gang og prófa talstöðvar, því að ekki er hægt að treysta á þessi tæki, ef ekki er haft stöðugt eftirlit með þeim. Flokksstjórar eru: Sigurður Waage, Stefán Bjarnason, Árni Edvinsson, Guðmundur Magnús- son, sem tók við flokki Magnúsar Þórarinssonar. Bifreiðftdeild: Haukur Hallgrímsson. Fjarskipta deild: Gunnar Jóhannsson. F.B.S. var fjórum sinnum beð in um aðstoð í sambandi við fólk. Ennfremur veitti hún hjálp arsveit skáta í Hafnarfirði að- stoð í smbandi við skátamótið, með því að lána þeim talstöðvar bifreið. Þá voru F.Í.B. lánaðar sjúkratöskur í vegaþjónustu, auk þess var sjúkrabifreið F.B.S. á vegunum í nágrenni Reykjavík- ur. Þá hafa verið haldnar æfingar með björgunarsveitinni á Kefla- víkurflugvelli, þar sem æft hef- ur verið samstarf leitarflokka og þyrlu. Þá hafa verið farnar ferðir tiil deildanna úti á landi. Akúreyrar deildin var heimsótt 1.—2. des- ember, og var haldin samæfing í nýja skiðahótelinu. Akureyrar deild er mjög vel búin tækjum og hefur harðduglegu liði á aS skipa. Nýkjörinn formaður F.B.S. á Ákureyri er Halldór Ólafsson, úrsmiður. Þrjár deildir á Suðurlandi voru heimsóttar, en þær eru: Helludeild, Skógadeild, formaður Þórhallur Friðriksson, Skógarskóla og Víkurdeild, for- maður Brandur Stefánsson, Vík í Mýrdal. Þessar deildir hafa mjög góðum mönnum á að skipa, ef á þarf að halda. Formaður færði fram þakkir til allra aðila, er höfðu stutt F.B.S. á árinu. Þeir aðilar eru þessir auk ríkis og Reykjavíkur borgar: Xjoftleiðir h.f. kr. 10.090.* Flugfélag íslands með flutningi á mönnum og tækjum o.fl., Olíu verzlun Íslands, sem gaf hitun- artæki í bifreiðageymslu og Fluig skólinn Þytur, sém flaug hring- fluig með söluhæstu börn á merk j asöludegi. öflun nýrra tækja: Á árinu keypti sveitin 3 ný tjöld og fjóra sjúkrasleða. Þá hefur verið leitað bæði hér og er- lendis eftir betri útbúnaði fyrir leitarflokka. Á árinu keypti sveit in brúðu til að æfa meðlimi sína og aðra í lífgun úr dauðadlái með blástursaðferðinni. Á árinu fékk Reykjavikurflug völlur nýjan björgunarbát, sem staðsettur er hjá slökikviliði vallarins og útvegaði F.B.S. tvo gúmmíbjörgunarbáta til að hafa í honum og hefur slökkviliðið haft margar æfingar með þess- um tækjum. Að lokum þakkaði formaður öllum meðlimum F.B.S. fyrir gott og óeigingjarnt starf á ár- inu. Fundinn sátu um 60 manns. Drukkið var kaffi og sýnd kvik mynd frá brezka sendiráðinu um fjallgöngu í Alpafjöllum. Þessir menn voru kiosnir 1 stjórn: Sigurður M. Þorsteinsson, for- maður, Sigurður Waage, vara- formaður, Stefán Bjarnason, rit- ari, Magnús Þórarinsson, gjald- keri, Árni Edviasson, spjaldskrár ritari, Axel Aspelund og Guð- mundur Magnússon. Varastjórn: Haukur Hallgríms son, Gunnar Jóhannsson, og Guð mundur Guðmundsson. Úlfar Þórðarson læknir, sér um þjálfun í hjálp í viðlögum. keypt hefði verið slysatrygging hjá Tryggingarstofnun ríkisins til handa ríkislögreglumönn- um. Taldi stefnandi, að trygging þessi ætti að bæta öll slys, er ríkislögreglumenn yrðu fyrir í starfi, án tillits til þess, hvort þeir ættu sök á slysinu eða ekki. Slysatrygging þessi hefði ekki tekið gildi gagnvart ríkis- lögreglumönnum á Keflavíkur- flugvelli fyrr en nokkrum mán- uðum eftir að hann varð fyrir sysinu og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt, að það eitt ætti að valda því, að hann þyrfti að þola þetta slys bótalaust. Stefndi byggði sýknukröfur sínar á því, að Stefnandi hefði sjálfur átt alla sök á slysinu með því að aka bifreiðinni óhæfi lega hratt miðað við aðstæður, enda hefði hann hlotið refsi- dóm fyrir það gáleysi sitt í um- rætt skipti. Niðurstöður máls þessa urðu þær sömu í Hæstarétti og í Hér- aðsdómi og segir svo í forsendum héraðsdómsins: „Stefnandi hefur viðurkennt að hafa misst stjórn á bifreið- inni rétt fyrir slysið, sem verður að telja að hafi stafað af of hröðum akstri hans miðað við ástand vegarins í umrætt sinn, enda virðist ekkert benda til, að um bilun í stjórntækjum hennar hafi verið að ræða. öku maður bifreiðarinnar VL-1627 segist hafa ekið yzt vinstra meg- in á malbikinu, en reynt að sveigja út á malarkantinn utan við malbiikið, er hann hafi séð, að árekstur var óumflýjanlegur og þeirri staðhæfingu ómótmælt af hálfu stefnanda. Verður þvi að. telja, að stefnandi eigi alla sök á árekstri bifreiðanna og ber því að sýkna stefnda aí þeirri málsástæðu stefnanda, að ökumaður bifreiðarinnar VL- 1627, hafi átt sök á slysinu. Ekkert er fram komið í mál- inu um það, að Stefnandi hafi þurft starfs síns vegna að aka hratt í umrætt sinn. Stefnandi skapaði því með ökulagi sínu á eigin ábyrgð og að nauðsynja- lausu það hættuástand, er leiddi til slyssins. Þykir því eigi unnt að dæma honum bætur skv. 2. mgr. 7. gr, 1. 50/1940, þar sem skýra verð- ur það ákvæði í samræmi við hina viðurkenndu reglu skaða- bótaréttarins, að tjónþoli verði að bera þann skaða bótalaust, sem hann á sjálfur sök á. Réttar reglur annars leiða og eigi tii ábyngðar stefnda á tjóni stefn- anda, né heldur framangreind- ur slysatryggingarsamninigur fyrir ríkislögreglumenn.“ Úrslit málsins urðu þoí þau fyrir báðum réttum að stefndi var sýknaður af kröfum stefnda, Málskostnaður fyrir Hæstarétti var felldur niður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.