Morgunblaðið - 03.03.1963, Page 13

Morgunblaðið - 03.03.1963, Page 13
MORCVNBLAÐ1Ð 13 Sunnudagur 3. marz 1963 r Oánæ^ja til eflingar ■ Gagnrýni er öllum holl. Fátt er gert svo vel, að ekki megi betur gera. Á umbrotatímum ihljóta að vera uppi ýmsar skoð- anir og óánaegja þarí sízt að yera vitni afturfarar eða stöðn- unar. Hún fylgir þvert á móti oft örri framþróun' og eflir heil- brigðan þroska. Um síðustu helgi hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fund, þar sem rætt var um stöðu bókmennta og lista hér á landi nú. í>ar hélt hinn ágæti gagn- rýnandi Morgunblaðsins, Sigurð- ur A. Magnússon, ræðu, sem mikla athygli vakti. Sigurður er vanur að segja skoðun sína hreint og beint, hvort sem öllum líkar betur eða verr. Hin sama hreinskilni og ekoðanafesta, sem lýsir sér í skrifum Sigurðar, kom fram í málflutningi hans á Stt&dentafé- lagsfundinum. Hann er óánægð- ur með margt í andlegu lífi Rússnesku njósnararnir við brottförina héðan. I- REYKJAVIKURBREF Laugard. 2. marz •—-—-—— þjóðarinnar og telur meðal ann- ars, að skáldin hafi ekki ávaxtað sitt pund svo sem skyldi. Ekki er ófróðlegt að bera boðskap Sig- urðar saman við frægan fyrir- lestur, sem haldinn var í janúar 1888 „um ástand íslenzks kveð- skapar nú á tímum“. Þann fyrir- lestur hélt Hannes Hafstein og fullyrti, að íslenzk ljóðagerð væri þá í mikilli lægð. Síðan eru liðin 75 ár og nú dylst engum, að Islendingar hafa ekki átt fremri ljóðskáld en þá voru uppi. Matthías Jochumsson, Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal og Steingrímur Thor- steinsson tilheyrðu þá hinni eldri kynslóð, Hannes sjálfur var að ná þroska og Einar Bene- diktsson að búa um sig. Menningarlíf 1 blóma Nú tilheyra þeir Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Haga- lín og Halldór Kiljan Laxness hinni eldri kynslóð íslenzkra sagnaskálda, á sama veg og Davíð Stefánsson og Tómas Guð- mundsson eru í öndvegi meðal Ijóðskálda. Verk þessara manna munu lifa lengi. Og það mun seint verða talinn tími afturfar- ar, þegar þeir voru helztu léið- sögumennirnir. Enn er ekki Sýnt, hverjir af eftirkomendum þeirra koma til að taka við af þeim. I>eir eru okkuj: enn of nærri, en ólíklegt er anmað en, að ýmsir þeirra eigi eftir að afla sér lang- varandi frægðar. Hafa má og í huga, að andlegt afl Islendinga fær nú útrás í miklu fleiri far- vegum, þ.á.m. listgreinum, en áður var. Fjarstæða *r að halda því fram, að almenningur kunni ekki að meta það, sem vel er gert Kunnugleiki alþjóðar á verkum hinna beztu höfunda sannar allt annað. -Aðsókn að listsýningum, leikritum og hljóm leikum staðfestir þetta. Um það þarf m.a.s. ekki að vitna til hinn- er eilífu hlutfallstölu um fæð okkar, sem þó er óhjákvæmileg til rétts mats. Hinir ágætu þýzku hljómlistarmenm, sem hér voru fyrir rúmri viku, eru sagðir í •llra fremstu röð, hvar sem leit- að er. Býsna er það ósenni- legt, að það hafi verið menning- erlaus lýður, sem fyllti Háskóla- bíó þrjú kvöld í röð til að hlusta á þá. 100 ára hátíð Auðvitað má hér margt betur fara og aífeilt er þörf á því, að athygli sé vakin á veilunum. En allt tekur sinn tíma. Viðfangs- efnið er að samlagast gerbreytt- um þjóðfélagsháttum og halda þó því bezta úr okkar gömlu menningu. Þjóðminjasafnið, sem átti 100 ára afmæli sl. sunnudag, var stofnað í því skyni að efla skiln- ing á þessu og hefur með ágæt- um gegnt því verkefni. Þar eiga margir góðir menn hlut að. Einn þeirra, núverandi forstöðumaður, Kristján Eldjárn, drap í afmælis ræðu sinei á eitt atriði í sam- bandi við stofnun safnsins, sem ætla má, að sé nokkurn veginn einstakt. Allir, sem þekkja til opinberra stjórnvalda, vita, að venjulega tekur það nokkuð langan tima, oft býsna langan, að fá ákvörð- un þeirra. Svo seinvirk sem þau þykja nú á dögum, voru þau þó yfirleitt mun seinvirkari áður fyrri. Því athyglisverðara er, að þegar leitað var til stiftsyfir- valdanna um móttöku gjafar Helga Sigurðssonar og þar með um samþykki á stofnun safnsins, var þetta samþykki veitt strax sama daginn. Svo skjót af- greiðsla sýnir óvenjulegan áhuga yfirvaldanna á málinu og er raunar óskiljanleg, nema þau hafi átt meiri þátt í undirbún- ingi málsins, en menn hingað til hafa gert sér grein fyrir. Þess vegna er rétt að rifja það upp, að þegar þetta gerðist var Þórð- ur Jónasen, háyfirdómari, settur stiftamtmaður, og Helgi Thord- arsen biskup. Þeir mega með réttu teljast meðal stofnenda safnsins. Þá verður Morgunblaðinu von- andi ekki talið það til miska, þó að það minni á, að fáum er frek- ar að þakka en Valtý Stefáns- syni, að ákveðið var að byggt skyldi yfir Þjóðminjasafnið til minningar um lýðveldisstofnun- ina. Þá eins og nú var þörf margra þjóðhýsa og erfitt að greina á milli, hvert þeirra skyldi hafa forgöngu. Hiklaust má fullyrða, að það var mjög fyrir atbeina Valtýs, að Þjóð- minjasafnið varð fyrir valinu. Er það eitt meðal margra af- reka hans i þágu íslenzkrar menningar. Ekki cr allt gamalt gott Þó að forngripum beri að halda til haga og hafa fornar venjur í heiðri, fer því samt fjarri, að allt gamalt sé gott. Eitt af því, sem lengi hefur verið ljóður á ráði okkar íslendinga, er návígið í okkar litla þjóðfélagi. Menn leggja of persónulegt mat á flest,' sem fyrir ber, og hættir ekki sízt til að telja alla, sem andstæða skoðun hafa annað hvort óþokka eða andlega miður sín. í þessu sem ýmsu fleiru hefur þó orðið veruleg framför hin síðari ár. Persónulegur eltingarleikur er nú illa þokkaður. Miklu færri en áður hafa gaman.af skömm- um og skætingi manna í milli. Því fer þó fjarri, að hér séu enn tíðkaðir sömu hættir og sjálf- sagðir þykja með öðrum þjóð- um. Á sínum tíma þótti það í frá- sögur færandi um einn fremsta blaðamann Dana, sem uppi var um síðustu aldamót, að hann hefði gerbreytt tóninum í dönsk- um blöðum og þar með pólitísk- um umræðum, með því að kalla alla, samherja sína jafnt og and- stæðinga, „Hr.“ hvenær sem nafns þeirra var getið í blaði hans. Við erum óvanir slíku titla togi en almenn hæverska í um- ræðum fer okkur ekki síður vel en Dönum. Þar skilja allir og vel, að menn geta borið virðingu hvor fyrir öðrum, þótt þeir séu andstæðingar. Þess vegna þótti það eðlilegt, að í samsæti, sem haldið var til heiðurs formanni stjórnarandstöðunnar, Erik Erik sen, nú ekki alls fyrir löngu, skyldi Krag forsætisráðherra vera aðalræðumaðurinn. — semi má þó ekki leiða til þess að þeir frekar en aðrir, loki aug um fyrir staðreyndum og geri sér ekki grein fyrir sönnu eðli andstæðinga sinna, bæði kostum þeirra og göllum. Það væri t.d. engin hæverska heldur fals að kalla Eystein Jónsson víðsýnan mann. Honum er margt vel gef- ið, þ.á.m. ágæt greind, sem því miður nýtist ekki svó sem vert væri vegna þess hversu ein- sýnn hann er. Annað mál er, að víðsýnin ein dugar ekki svo sem berlega sannast á Einari Olgeirs syni því að oft hefur hugarflugið hlaupið með hann í gönur. Þegar að hjartanu kemur Menn velta því oft fyrir sér hvernig á því stendur, að slíkur skaðræðis flokkur sem kommún •istar skuli hafa jafnmikið fylgi hér á landi sem raun ber vitni Ein af orsökunum er tvímæla- laust sú, að Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason eru báðir hvor með sínum hætti, mikilhæf- ir menn. Sá, sem ekki gerir sér grein fyrir þessu, veikir sjálfan sig í baráttunni við óheillaáhrif þessara manna. Ógæfa þeirra og þar með íslenzku þjóðarinnar — svo langt sem áhrif þeirra ná — er sú, að þeir skyldu ungir ganga á hönd því, sem þeir héldu fagra hugsjón en hefur reynzt vera hin versta kúgun. Ekki skiptir máli hvort það er vegna skorts á manndómi eða raunsæi, sem þeir fást ekki til að viðurkenna hversu herfilega þeim hefur missýnzt. Enn í dag er það svo, að hvenær sem að hjartanu kemur hjá Einari Ol- geirssyni, þá slær það með mál- stað Sovétstjórnarinnar en á móti hinum íslenzka. Vafalaust afsakar hann sig með því, að án stuðnings Sovétstjórnarinnar verði aldrei á komið því Islandi, sem hann þráir: Sovét-íslandi. Hann vill leiða sams konar kúg- un og niðurdrep yfir íslenzku þjóðina og hin rússneka á við að búa. Afsökunin er yfirsjón- inni sízt betri. „Víðsýni Einars44 Skoðanaágreiningur þarf ekki að leiða til óvildar manna á milli. Hún er miklu fremur merki minnimáttarkendar heldur en sannfæringarstyrks. Á þetta er drepið hér vegna þess að Tímanum hefur þótt það í frásögur færandi, að í Reykjavíkurbréfi skuli hafa verið sagt, að Einar Olgeirsson væri „víðsýnn maður". Nú má að vísu lengi deila um eiginleika manna. En undarlegur er sá hugs unarlháttur, að telja andstæð ingi sínum það til miska, að hann skuli sjá eitthvað gott fari þeirra, sem hann á í höggi við. Hugsanlegt er raunar, að menn verði linari í baráttunni ef þeir viðurkenna góða kosti mótíherjans. En óneitanlega er sannfæringin ekki sterk, ef hún þarf á slíkri blindu að halda sjálfri sér til eflingar. í stjórnmálum skiptast löngum á sigrar og ósigrar. Sannar- lega mætti ætla, að stjórnmála- mönnnunum sjálfum þætti skemmtilegra að verða öðru hvoru að lúta 1 lægra haldi fyr ir mikilhæfum mönnum verða fyrir áföllum af ösnum og óþokkum. Slík tilfinninga- j býður Rússunum þjónustu sína.“ Og nokkru síðar: „Það er nú svo með þetta mál, að Ragnar hefur um árbil gengið erinda Sjáilfstæðásfl'dkksins, að útvega þeim fréttir af fundum Sósíalis taflokksins. “ Einar tekur umyrðalaust und- ir þá ásökun rússneska sendi- herrans, sem Þjóðviljinn einnig gerir að sinni, að þarna hafi ver- ið um „provocation“ að ræða. Einar gengur m.a.s. feti framar •en sendiherrann og gefur í skyn, að Sjálfstæðismenn hafi þarna með abbeina Ragnars ginnt al- saklausa sovézka sendiráðsmenn til að hefja glæpastarfsemi á ís- landi! Hin sovézka dúfa á að hafa orðið hinum íslenzka högg- ormi að bráð. Hubmyndaflugið lætur aldrei á sér standa hjá Ein arL Hér, sem oft ella, leikur það hann illa og lætur honum sjást yfir óhnekkjanlegar einfaldar staðreyndir. Skýringin er æ hin sama. Hvenær sem á reynir, þá stendur hann með sovézkum stjórnarvöldum en á móti íslend- ingum. lopuou tækifærinu Látum vera, að Einar Olgieirs- osn sé andstæður núverandi ís- lenzkum stjórnvöldum, vegna þess að hann vill taka up'P sov- ézka stjórnarhætti á íslandi. En hér gafst honum gullið tækifæri. í njósnamáli hins tékkneska sendimanns á sl. vori mátti segja að á skorti urti lögformlegar sam anir, þó að engum gæti blandazt hugur um, að íslendingurinn sagði satt frá. Það verður því Einari Olgeirssyni til ævarandi skammar, að hann, ásamt þeim Geir Gunnarssyni og Lúðvík Jó sefssyni, skyldi við atkvæða- greiðslu á Alþingi í vetur, talka undir með hinum tékkneska flugumanni til svívirðingar ís- lendingi, sem hafði neitað að taka þátt í njósnum á móti þjóð sinni. Með sama hætti verður það Ás- geiri Bjarnasyni, Birni Fr. Björns syni Birni Pálssyni, Hermanni Jónassyni, Ágústi Þorvaldssyni Sigurvin Einarsyni og Þórarni Þórarinssyni til lítillar sæmdar. að þeir mátu meira að móðga ekki kommúnista en að standa með íslendingum. En sleppum þessu. Hugsum okkur heldur hitt, að kommún- istar hefðú nú tekið þann kost að segja: „Þarna sjáið þið. Þið ásakið okkur um óþjóðhollustu. En í fyrsta skipti, sem það sannast, að sovézkur sendimaður leiti til ís- lendings um njósnir, er það að vísu kommúnisti, sem verður fyr ir valinu, en hann hefur þann manndóm, að hafna beiðni sinna sovézku vina, og metur meira hollustu við eigið land, en þjónustuna við alþjóðahreyfingu kommúnista. Þetta gerði hann af því, að þóbt hann sé kommúnisti, þá er hann íslenzkur kommún- isti. Svona hefðum við allir farið að“. Freistaði Islendmgurinn Sovét-sendi- mannanna? Gott dæmi þessara viðbragða Einars Olgeirssonar er það, þegar hann sagði við Vísi sl. fimmtu- dag: „Það er nú svona með þessi njósnamál, að maður veit aldrei hvor kemur til hvors, hvort það eru Rússarnir sem koma til ÍS- lendingsins eða sá síðari, sem Af hverju leita þeir í raðir kommúnista? Ef kommúnistar hefðu metið meira hinn íslenzka málstað, mundu þeir ekki hafa þurft að hugsa sig um heldur svarað á á þennan veg. Því fer fjarri, að sú hafi orðið raunin. Þvert á móti ráðast þeir með alls kyns brigzlum gegn flokksbróður sín- um, sem kom upp um skaðræðis mennina. Það er hann, sem að þeirra áliti er skaðræðisniaður og njósnari, en ekki hinir, sem staðnir voru að njósnum vegna þess að hann sýndi sig sem þjóð- hollan íslending. Með þessum viðbrögðum sann ar Einar Olgeirsson og Þjóðvilj- inn, að hinir sovézku njósnarar höfðu ríka ástæðu til að leita samstarfsmanns einmitt innan raða kommúnista. Engum kemur Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.