Morgunblaðið - 05.03.1963, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1963, Qupperneq 2
2 MORGV TS BL AÐIÐ Þriðjudagur 5. marz 1963 Hér er Óskar Ólason varð- stjóri að virða fyrir sér þýf- ið, sem náðist af innbrots- þjófunum er brutust inn í Sveinsbakarí. Við símann á borðinu stendur vínflaska, sem tekin var af ölvuðum ökumanni. — Ljósm. Sv. Þ. Innbrot, þ|ófnaðir og bílfundur INTVBROT og Þjófnaðir voru framdir um helgina, bæði á áhöld um, munum og peningum. Aðfaranótt laugardagsins var innbrot framið I Bátanaust við Elliðaárvog. Þar var stolið Harris-mælum af gas- og súrkút um ásamt slöngum og öðru því er fylgir. Einnig var stolið þar tveimur borvélum af Black & Decker-gerð Vz“ og Vi“, svo og Féll ofan í lest og slasaðist ■nkranesi, 4. marz. UM kl. 5 s.l. laugardagsmorgun var Hermann Torfason, 41 árs til heimilis á Vesturgötu 129, að vinna um borð í vélbátnum Nátt- fara. Datt hann þá ofan af þil- fari og kom niður á höfuðið á botn tómrar lestarinnar. Hermann, sem er einn háset- anna, hlaut stóran skurð á höfuð og marðist í baki. Páll Gíslason kom fljótt á vett- vang og varð Hermann samferða honum á sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans. — Oddur. topplyklasetti af gerðinni Will- ard í bláum kassa og nokkru af snitttöppum Og pökkum. Talið er að þýfi þetta sé að verðmæti 15—20 þús króna. Sömu nótt var stölið úr bif- reiðinni R-7879 við Kvisthaga tösku með 16 stökum skóm karla og kvenna. Var hér um að ræða sýnishorn framleiddum af skó- verksmiðjunni Iðunni. Auk tösk unnar var stolið 22 peysum karla og kvenna frá prjónastofunni Heklu. Aðfaranótt sunnudagsins var brotizt inn í Sveinsbakarí við Bræðraborgarstíg. Var þar tekið innan við 100 kr. í skipti- mynt og tómur peningakassi. Þjófarnir náðust strax um nótt- ina skömmu eftir að hafa fram- ið verknaðinn. Sömu nótt var brotizt inn í hárgreiðslustofuna Greiðuna á Grettisgötu 62. Þar var stolið um 200 kr. Sá þjófnaður er enn óupp lýstur. Þá voru tveir menn slegnir í rot aðfaranótt sunnudagsins í undirganginum milli Röðuls og Þórscafés. Var annar þeirra auk þess barinn hér og hvar og fluttur á Slysavarðstof ur.a og var þar um nóttina. Á sunnudag fannst fólksvagn- inn R-4806, sem auglýst var eft ir á laugardag og sunnudag, suður í Hafnarfirði og var ó- skemmdur. í GÆR var SA og S átt um allt land og sömu hlýindi og undanfarið, allt upp í 9 stig. I París og London var hitinn svipaður og hér eins og sjá má af kortinu, en er ekki nema hálfsögð sagan því þar fer hitinn niður fyrir eða niður undir frostm. á hverri / nóttu þessa dagana en upp 1 undir 10 stig um hádaginn. í Stavangri var 14 stiga frosÆ kl. 5 en aðeins 3 stiga frost kl. 11. í New York hefur hitinn undanfarna daga verið 0—5 stig. Einbeitni bjargar ís- lenzkri sfúlku Hfaður handtekinn í IMoregi fyrir fjölda kynferðisárása UNG telpa frá Mathopen við Laksvág hjá Bergen hvarf í nóvemberlok sL Fyrir tveim vikum fannst lik hennar í skolpleiðslubrunni skammt frá Sandviken, sem er norðaustan við Bergen. Telpan hafði verið svívirt og síðar kyrkt. Sama kvöldið og þessri glæp- nr var framinn, þ. e. 29. nóv. sL stöðvaði maður í ljósum fólksbíl tvær stúlkur á götu í Mathopen. önnur stúlkan heitir Agnes Ravn og er móðir hennar íslenzk. Hin stúlkan er norsk. Vildi maðurinn fá aðra stúlk una til að koma inn í bílinn og vísa honum til vegar á stað, sem hann nefndi. Stúlkurnar vildu þetta ekki, nema því aðeins að þær kæmu báðar upp í bílinn. Maðurinn hafði ckki áhuga á því og ók á brott. Talið er öruggt, að hér hafi verið á ferðinni sami maður- inn og myrti telpuna frá Mat- hopen þetta kvöld. Einbeitni Agnesar Ravn og hinnar norsku stöliu hennar hefur því bjargað lífi þeirra. Fyrir nokkrum dögum var handtekinn maður, sem lög- reglan hefur lengi grunað um glæpinn. Hann heitir Carl Jacob Schnitler og hefur játað að hafa myrt telpuna, en hefur ekki enn játað kynferðisglæp- inn. Þessi sami maður sló í rot með gúmmíkylfu fyrir hálfu öðru ári 17 ára stúlku. Hann náðist fljótlega og viðurkenndi að hafa ætlað að svívirða stúlk una. Hann var dæmdur í 90 daga fangelsi. Grunur leikur nú á, að Carl Jacob Schnitler hafi framið fleiri kynferðisglæpi. f haust hvarf telpa í Haugasundi und- ir líkum kringumstæðum og telpan i Mathopen. í fyr\-a- sumar var ráðizt tvívegis að telpum af kynglæpamanni. Þykir ekki ólíklegt, að Schnitl er hafi verið að verki í öll skiptin. Launaflokkarnir verði 28 Ellert B. Schram. Nýtt Stúdenta- ráð tekur til starfa LAUGARDAGINN 23. febrúar kom nýkjörið Stúdentaráð sam- an á fund til þess að kjósa stjórn fyrir næsta starfsár, sem hófst 1. marz. Stjórn ráðsins er nú þannig skipuð: — Formaður, Ellert B. Schram, stud jur.; gjald keri, Þorvaldur Elíasson, stud. oecon.; ritari, Sveinn Valfells, stud. polyL GEFI SIG FRAM! f GÆR um kl. 17.40 varð lítill drengur fyrir sendisveinsreið- hjóli, sem ekið var norður Tjarn- argötu. Var hann á gangstéttinni vestan götunnar og steig út á göt- una í sama mund og sendisvein- inn bar að. Féllu báðir drengirnir í götuna. Vegfarandi, sem þarna átti leið hjá, fór að stumra yfir drengnum, sem fyrir hjólinu varð, en á meðan hélt sendisveinn inn í grandaleysi á brott Litli drengurinn, er vegfarand- inn stumraði yfir, hlaut meiðslí á höfði og var fyrst fluttur á slökkvistöðina en þaðan á slysa- varðstofuna. Sendisveinn sem reiðbjólinu ók er beðinn að hafa samband við rannsóknarlögregluna, enn- fremur sjónarvotta, er kynnu að hafa séð atburð þennan. Á FUNDI í Starfsmannafélagi ríkisstofnana í gærkvöldi skýrði Kristján Thorlacius, formaður BSRB frá því, að í gær hefði ver- ið haldinn samningafundur hjá sáttasemjara um kjör opinberra starfsmanna ríkisins. Sagði Kristján að þar hefði tekizt end- anlegt samkomulag um að launa- flokkar starfsmanna ríkisins yrðu 28. Flokkarnir eru nú 14. í tillögum B.S.R.B. var gert ráð fyrir 31 flokki, en í tilboði ríkisstjórnarinnar 25 flokkum. Þá skýrði Kristján frá því að áfram yrði haldið tilraunum til að ná samkomulagi um röðun í flokkana. Einnig skýrði Kristján Thorlacius nokkuð frá breyting- artillögum, sem lagðar hafa ver- ið fram af hálfu ríkisstjórnar- innar við fyrra tilboð hennar, Víkinp;smótið INNANFÉLAGSMÓT Víkings í knattspyrnu heldur áfram kl. 20.15 í kvöld. Dregið hefir verið um annan riðil mótsins. Þá keppa Víkingur B og Keflavík A, KR B og Valur A, Keflavík B og Fram A. Þróttur situr yfir. Úrslit mótsins í gærkvöldi urðu sem hér segir: Haukar A — Víkingur B 4—5 Keflavík A — Valur B 5—4 KR A —• KR B 3—4 Valur A — Fram B 5—2 Keflavík B — Haukar B 6—4 Þróttur A — Þróttur B 7—6 Víkingur A — Fram A 4—5 Keppnin í gærkvöldi var geysi spennandi og ekki verður hún það síður í kvöld. — Hallstein Framhald af bls. 1. til Vestur-Evrópu. Aðspurður sagðist hann vona að Kennedy forseti væri einnig bjartsýnn. „Við ræddum um allt mögu- legt, allt frá útflutningi á fiður- fé og landbúnaðarafurðum til ástandsins í heiminum í heild.“ Að loknum fundi þeirra Hall- steins og Kennedys fór prófessor- inn á fund Orville Freemans landbúnaðarráðherra og ræddust þeir við í 40 mínútur. Sagði Hall- stein að þeir hafi aðallega rætt vandamál alifuglaræktenda í Bandaríkj unum, sem kvarta sár- an yfir því að útflutningur þeirra til Evrópu sé nú svo til enginn eftir að Efnahagsbanda- lagsríkin hækkuðu tolla á fugla- kjöti frá þeim ríkjum, sem ekki eru aðilar að EBE. Aðspurður sagði Hallstein að það væri vægt til orða tekið að segja að Free- man hafi hvatt til þess að inn- flutningstollar á alifuglum yrðu lækkaðir. m.a. er í þessum nýju tillögum gert ráð fyrir því að kennarar hækki yfirleitt um einn launa- flokk frá því sem var í tilboð- inu. DAS f gær var dregið í 11. fl. Happ- drættis DAS um 100 vinninga og féllu vinningar þannig: (Þeir efstu). 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 22, 1. hæð (D) tilbúin undir tré- verk kom á nr. 61823. Umboð Aðalumboð. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósíheimum 22, 1. hæð (E) tilbúin undir tré- verk kom á nr. 6702. Umboð Akur eyrL TAUNUS 17M fólksbifreið kom á nr. 1351. Umboð Kópasker. RENAULT DAUPHINE fólks- bifreið kom á nr. 13669. Urrxboð Aðalumboð. VOLKSW AGEN fólksbifreið kom á nr. 48003. Umboð Aðalum- boð. (Birt án ábyrgðar). Fékk 40 toiin Akranesi, 4. marz. SÍÐASTLIÐIi'iN sunnudag bárust hingað 145,5 lestir af fiski af 9 bátum. Aflahæstur í þorskanót var Skírnir með 40 lestir, Höfr- ungur II. fékk 12 lestir, Sæfari 10 og Haraldur 8 lestir. Aflahæst- ur netabáta var Anna með 26,7 — Bidault Framhald af bls. 1. „Panorama", og var það Richaríl Dimbleby, einn þekktasti frétta maður BBC, sem kynnti hann. Dimbleby, lýsti Bidault sam fyrr verandi leiðtoga andspyrnuhreyf ingarinnar gegn nazistum I Frakklandi, „maðurinn sem á 18 árum hefur breytzt úr þjóðar- hetju í mann, sem Frakkar skammast sín fyrir.“ Einnig sagði Dimbleby að Bidault væri einn af uppbyggjendum V.-Evrópu Aðspurður hvert væri erindi hans í London, svaraði Bidault að hann væri kominn til við- ræðna við ákveðna menn.... ea erindið væri leyndarmál. Kvaðst hann sannfærður um að and- stöðuflokkur hans ætti nægilegt fylgi til að velta de Gaulle úr sessi. Sagði Bidault að CNR muni safna saman liði sínu eft- ir þeim leiðum, sem einræðis- stjórn de Gaulle hefði skilið eft ir opnar, en færðist undan að svara því hvort samtökin mundu samþykkja að gripið yrði til hryðjuverka. — Ómögulegt er að segja til hvaða örþrifaráða menn geta gripið í örvæntingu, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.